Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 4

Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 ERLEIMT IIMNLEIMT EB-ríki með fyrir- vara á toll- frelsi fisks Ýmis ríki Evrópubandalagsins hafa fyrirvara á því að fiskur frá EFTA-ríkjunum fái tollfrelsi á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kom fram á fundi EB og efta í Salzburg. Ráðamenn í EFTA líta svo á að EB hafi dreg- ið í land frá því samkomulagi, sem menn töldu sig hafa náð á fundi í Lúxemborg. Fleiri á móti EB-aðild Skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar leiðir í ljós að 41,5% aðspurðra eru andvígir því að sótt verði um aðild að EB, en 24,6% fylgjandi. Ef spurt er hvort það myndi breyta afstöðu manna ef full yfírráð yfír fískimiðunum yrðu tryggð, snýst dæmið hins vegar við og 51,3% segjast fylgj- andi umsókn að því gefnu, en andvígir eru 25,5%. Nýr vígslubiskup að Hólum Sr. Bolli Gústavsson í Laufási var vígður vígslubiskup í Hólastifti og flyzt nú heim að Hól- um. ERLENT Borgara- styrjöld í Jugóslavíu Þing lýðveldanna Slóveníu og Króatíu, sem eru tvö nyrstu lýð- veldin í Júgóslavíu, lýstu yfír sjálf- stæði seint á þriðjudag og sögðu sig þar með úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Lýðveldin tvö eru efnahagslega best stæð af lýð- veldum Júgóslavíu og menning þeirra er afar frábrugðin menn- ingu suðlægari lýðveldanna, t.d. eru trúarbrögðin mismunandi. Þing sambandsríksisins heimilaði hernum að skerast í leikinn, en honum er að mestu stjómað af Serbum, fjölmennasta þjóðemis- hópnum í Júgóslavíu. Herinn hélt innreið sína í Slóveníu á miðviku- dag og á fímmtudag brutust út mannskæð átök á milli hans og vopnaðra sveita Slóvena. Barátt- an stóð að mestu um yfírráð yfír landamærastöðvum við landa- mæri Austurríkis og Ítalíu. Her Slóveníu iagði áhersiu á að eyði- leggja þyrlur og skriðdreka sam- bandshersins og varð nokkuð ágengt. Janek Jansa, vamar- málaráðherra Slóveníu sagði í sjonvarpsviðtali seint á fimmtu- dagskvöld að um 100 manns hefðu fallið úr liði beggja. Erlend ríki hafa ekki viðurkennt sjálf- stæði lýðveldanna tveggja, en talsmaður Slóveníustjómar kvaðst bjartsýnn á að þess yrði skammt bíða. írakar sakaðir um kjarnorkutilraunir Á miðvikudag sökuðu Bandaríkja- menn íraka um að hafa falið bún- að til framleiðslu kjamavopna fyr- ir eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóð- anna. Fulltrúar nefdarinnar vildu kanna svæði skammt frá Bagdad en var ekki hleypt að fyrr en eft- ir dúk og disk og fullvíst þykir Sovétríkin: Willy Brandt á íslandi Willy Brandt, fyrrverandi kanzlari Vestur-Þýzkalands kom hingað til lands í stutta heimsókn og hélt meðal annars fyrirlestur um framtíð Evrópu í Háskólabíói. Dularfullt rúðubrot Ekki hefur verið upplýst að fullu hvemig það átti sér stað að einhver hlutur skauzt í gegn- um tvær hliðarrúður bíls í Grindavík. Talið var á tímabili að þar hefði steinn, sem skotizt hefði frá sláttuvél, verið á ferð- inni, en vinnueftirlitið telur það nú ólíklegt. Fjórða sætið tryggt á EM í bridge íslenzka landsliðið í bridge tryggði sér fjórða sætið á Evr- ópumeistaramótinu í bridge á írlandi og þar með sæti á heims- meistaramótinu. Skandia kaupir meirihluta í tryggingafélagi Sænska tryggingafélagið Skandia hefur keypt meirihluta í Reykvískri tiyggingu og dóttur- fyrirtækjum þess. að írakar hafí fjarlægt búnað af svæðinu. James Baker, utanrík- isráðherra Bandríkjanna og aðrir embættismenn létu að því liggja á fímmtudag að þeir muni ráðast í hemaðaraðgerðir gegn írökum ef þeir hætta ekki við kjarnorku- fyrirætlanir sínar. Símstöðin í Vilnius hernumin Sérsveitir so- véska innanrík- isráðuneytisins, undir stjóm Bor- is Púgo inn- anríkisráðerra, hemámu símstöðina í Vil- nius, höfuðborg Litháens, á mið- vikudag og tóku lögreglumenn sem gættu stöðvarinnar til fanga. Tveimur tímum síðar yfírgáfu þær síðan staðinn, en Litháen var sam- bandslaust við umheiminn á með- an. Talsmaður Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga sagði að þessar aðgerðir væru e.t.v. tilraun af hálfu harðlínumanna til þess að eitra andrúmsloftið fyrir fund Gorbatsjovs með leiðtogum sjö helstu iðnríkj heims sem fara mun fram í London í næsta mánuði. Þingið hnekkir neitunarvaldi Walesa Lech Walesa, forseti Póllands, beitti á miðviku- dag neitunar- valdi í annað sinn á hálfum mánuði til þess að koma í veg fyrir samþykkt IjCch waiesa umdeilds kosn- ingalagafrumvarps og sendi það aftur þinginu með ósk um breyt- ingar. Þingið, sem að mestu er skipað fyrrum félögum úr komm- únistaflokknum, neitaði að verða við þeirri ósk og hnekkti neitunar- valdi Walesa með miklum meiri- hluta á föstudaginn. Walesa er því tilneyddur að gera frumvarpið að lögum. Boris Púgo Vilja ná völdum með stofnun lýðræðisflokks Moskvu. Reuter. GAVRIIL Popov, borgarstjóri Moskvu, hvatti í gær til stofnunar nýs sovésks stjórnmálaflokks til þess að leiða lýðræði til öndvegis í valda- stofnunum í Kreml, aðsetri Sovétsljórnarinnar. Viðræður hafa verið í fullum gangi að stofnun nýrra sovéskra stjórnmálasamtaka og meðal þeirra sem þátt hafa tekið í þeim eru Edúard Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra, og Garríj Kasparov, heimsmeistari í skák. Popov lýsti stuðningi við stofnun nýs flokks lýðræðissinna, Samein- aða lýðræðisflokks Sovétríkjanna, í ræðu á flokksþingi Lýðveldisfiokks Rússlands. „Við þurfum samtök á landsvísu til þess að koma umbótum í kring frá miðjunni. Lokasigurinn vinnst aðeins frá miðju stjómvalds- ins,“ sagði Popov. Hann var á sínum einn helsti frumkvöðull þess að stjórnarandstæðingar stofnuðu með sér regnhlífarsamtök, Lýðræðislegt Rússland, til þess að ná auknum áhrifum í sveitarstjórnum. Nú bend- ir allt til þess að ýmsir forsprakkar samtakanna séu að færast til hægri og vilja stofna miðflokk sem jafnvel gæti dregið Míkhaíl Gorbatsjcv Sovétforseta og vonsvikna komm- únista yfír í sínar raðir. Kommúnistaleiðtogar í Síberíu hafa hrundið af stað herferð með það að markmiði að neyða Gorb- atsjov til afsagnar sem leiðtogi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Tékkóslóvakía: Deilt um hvort birta eigi nöfn samstarfsmanna öryggislögreglunnar Kommúnisma mótmælt við styttu af Jósef Stalín á Wenceslaus- torginu í Prag. Á spjaldinu stendur: „Aldrei að eilífu.“ 140 þús- und manns áttu á einn eða annan hátt samstarf við hina ill- ræmdu öryggislögreglu tékkneska rikisins (Stb) meðan á vald- atíma kommúnista stóð. Vitað er um nöfn þeirra allflestra en Tékkar velta því nú fyrir sér hvort eigi .að birta þau. ÞAÐ ER óneitanlega áhyggju- efni í hugum flestra Tékka að um 140 þúsund manns áttu á einn eða annan hátt samstarf við hina illræmdu öryggislög- reglu ríkisins (Stb) meðan á valdatíma kommúnista í Tékkó- slóvakíu stóð. Til eru gögn sem sýna svart á hvítu hveijir það voru sem unnu í þágu öryggis- 4ögreglunnar en fram að þessu hafa menn ekki getað komið sér saman um hvernig bregðast eigi við í þessum efnum. I um- ræðum sem fram fóru á tékk- neska þinginu um þetta mál voru menn einungis sammála um að nauðsynlegt væri að leggja fram og samþykkja frumvarp um hvernig fara bæri að. Mjög skiptar skoðanir eru eftir sem áður uppi í nefndum þingsins og e/tir stendur stóra spurningin: Á að birta nöfnin eða ekki? Nýlegt dæmi þar sem kom í ljós að ákveðnir þingmenn voru nefndir á listum yfír sam- starfsmenn Stb færði mönnum sönnur á hversu vandmeðfarin þessi mái eru í ljósi þess að við- komandi hefur engin tök á að svara fyrir sig og skýra sína hlið mála. Það er staðreynd að menn komust í tengsl við öryggislögregluna und- ir mjög mismunandi kringum- stæðum og í mörgum tilvikum hefur Stb efiaust beitt þrýstingi, kúgunum og hótunum um að við- komandi missti vinnu sína eða stöðu í þjóðfélaginu gerði hann ekki eins og honum væri sagt. Það höfðu ekki allir þor til að setja sig upp á móti slíku. í ijósi þessa telja flestir sanngjamt að gefa fólki, sem sakað er um sam- starf við Stb, kost á að mæta fyrir rétt og gefa sínar skýringar á málum. Fortíð manna í sljórnkerfinu könnuð Á hinn bóginn er einnig sam- staða um að menn sem hafa verið í tengslum við Stb eigi ekki að skipa æðri stöður í stjómmálum, viðskiptalífínu, menntakerfínu, stjórnkerfinu o.s.frv. Það verði því að kanna fortíð manna sem skipa eiga slíkar stöður til að ganga úr skugga um hvort að þeir hafí verið í tygjum við öryggislögregl- una. Til þessa er búið að kanna fortíð manna í ríkisstjóminni, þinginu og skrifstofu forsetans en meðal fólks era uppi háværar raddir um að þessari skoðun eigi að halda áfram neðar í valdakerf- inu. Eigi síðan að víkja þeim úr störfum sem sönnur er hægt að færa á að hafí starfað með Stb. Þó að samstarf við Stb í for- íðinni beri að fordæma harðlega lúta hins vegar flest skynsemisrök að því að ekki eigi að birta opin- berlega í heild sinni lista með nöfnum samstarfsmanna öryggis- lögreglunnar. Einfaldlega vegna þess að slíkt myndi ekki þjóna neinum tilgangi. Þar að auki væra slíkar nafnbirtingar ekki í anda þeirrar hugsjónar hinnar „frið- samlegu byltingar" að fyrirgefa eigi gamlar syndir. Loks má svo nefna að nöfn stórlaxanna yrði hvort sem er ekki að finna á list- unum. Öryggislögreglan hafði nægan tíma til að hagræða því sem hún taldi sig þurfa að hag- ræða. Þeir ráðherrar sem svipuð mál falla undir í Ungveijalandi og Póllandi era sömu skoðunar. Ráð- leggja þeir mönnum að gleyma fortíðinni og takmarka aðgerðir við þau svið þar sem öryggi og hagsmunum ríkisins gæti verið ógnað. Samstarfsmenn Stb á fjölmiðlum Það er ekki síst á fjölmiðlunum sem þörf er á því að hreinsa til en þar era enn starfandi margir stuðningsmenn gömlu kommún- istastjómarinnar. Taka blaða- menn enn þann dag í dag oft þátt í herferðum sem hafa það að markmiði að sá ranghugmyndum, brengla staðreyndir eða reyna að koma höggi á það umbótastarf sem nú á sér stað í efnahagsmál- um. Er talið hugsanlegt að rit- stjórar sumra dagblaða séu enn í tengslum við Stb. Flestir eru sam- mála um að á slíkt sé ekki hægt að fallast og því nauðsynlegt að könnuð verði tengsl fjölmiðlafólks við öryggislögregluna. Hér getur ríkið hins vegar ekki látið til sín taka heldur er það eigenda fjölmiðla að ganga úr skugga um áreiðanleika starfs- fólks síns. Hefur sú hugmynd verið lögð fram að starfsmenn verði skyldaðir til að leggja fram staðfestingu á því að nöfn þeirra sé ekki að finna í skjalaskrám Stb. Það er útbreidd skoðun í Tékkó- slóvakíu þessa dagana að umburð- arlyndi séu takmörk sett og að ekki sé hægt að fyrirgefa hvað sem er. Land sem sé að burðast við að koma upp lýðræðislegu þjóðskipulagi hafí ekki efni á að vera með fólk í vinnu sem er reiðu- búið að njósna um samborgara sína. Höfundur er tékluieskur blaðamaður, búsettur í Prag. BAKSVIÐ eftir Jaroslav Novák

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.