Morgunblaðið - 30.06.1991, Side 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JUNÍ 1991
Karl Magnússon slöðvarstjóri í vélasal rafstöðvarinnar í Elliðaárdal. Morgunbiaðið/KGA
Rafstöðin við Elliðaár 70 ára:
„Starfsemin hefur alla tíð
miðast við lífríki árinnar“
- segir Karl Magnússon stöðvarsljóri
FYRIR 70 árum, hinn 27. júní 1921, vígði Kristján konungur X
rafstöðina við Elliðaár og hófst þá starfsemi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. í tilefni afmælisins verða starfsemi Rafmagnsveitunnar við
Elliðaár og Elliðaárdalurinn kynnt almenningi milli kl. 14 og 16 í
dag. Seiðaeldishúsið, rafstöðin og minjasafnið verða opin og starfs-
menn verða til leiðbeiningar. Að sögn Karls Magnússonar stöðvar-
stjóra EUiðaárstöðvarinnar hefur stöðin gegnt sama hlutverki frá
upphafi þó starfsemi hennar hafi minnkað í gegnum tíðina með
tilkomu nýrra stöðva. 011 tæki og vélar í stöðinni eru upprunaleg.
j^arl hefur verið stöðvarstjóri laginu. Til merkis um það má nefna
Elliðaárstöðvarinnar í þrett-
án ár en hann hóf störf sem vél-
stjóri við stöðina árið 1951 og hef-
ur starfað þar síðan að undanskild-
um nokkrum árum.
„Hlutverk stöðvarinnar er í
grundvallaratriðum það sama og
það var þegar hún var ræst árið
1921 en síðustu 25 til 30 árin hef-
ur hún eingöngu framleitt rafmagn
yfír vetrarmánuðina, þar sem ekki
var þörf fyrir aflið úr stöðinni eftir
að Sogið var fullvirkjað. Um leið
hefur laxinn fengið meira svigrúm
en hann hefur fengið vatnið úr
ánni til umráða yfir sumarmánuð-
ina,“ sagði Karl.
Náttúruvernd hefur frá fyrstu
tíð verið efst á blaði meðal starfs-
manna við rafstöðina í Elliðaánum.
„Starfsemin við Elliðaámar hefur
alla tíð tekið mikið mið af Iífríkinu
í ánni og svo var löngu áður en
náttúruvernd varð vinsæl í þjóðfé-
að á meðan stöðin var rekin sem
aðalstöð fyrir Reykjavíkurborg og
þurfti að vera í gangi allan sólar-
hringinn alla daga ársins, þá var
laxinn tekinn í kistu fyrir neðan
stöðina og fluttur upp fyrir stífluna
til þess að geta Iifað,“ sagði Karl.
I gegnum tíðina hafa starfsmenn
Elliðaárstöðvarinnar þurft að koma
í veg fyrir að Elliðaámar yrðu ísi
lagðar. „Það hefur verið bardagi
við ísinn frá upphafí og er enn í
dag. Aðferðimar við að leysa þetta
vandamál hafa hins vegar breyst.
Áður fyrr sprengdum við fram
krapastflur með dínamíti en í seinni
tíð höfum við notað gröfur, því nú
er Elliðaárdalurinn nánast í mið-
bænum. Aðalvandræðastaðurinn í
ánni er beint á móti nýbyggðinni
í Selásnum við Vatnsveitubrúna og
sprengingar þar gerðu íbúunum í
nágrenninu bylt við,“ sagði Karl.
Að sögn Karls var stærsta við-
haldsaðgerðin sem framkvæmd
hefur verið á stöðinni gerð þegar
þrýstivatnspípumj sem leiða vatn
að stöðinni frá Árbæjarstíflu, var
skipt út fyrir nýja. „Viðhald stöðv-
arinnar á seinni ámm hefur hins
vegar ekki einungis miðast við
notagildi vélanna heldur er stöðin
orðin forngripur og gullmoli í
margra augum. Þess vegna hefur
engu verið breytt og nútímabúnaði
ekki hleypt inn fyiir dyr heldur
hefur allt verið miðað við að halda
stöðinni í upprunalegri mynd. Þetta
markmið hefur tekist og gömlu
vélarnar standa sig vel. Það má
segja að þetta sé orðið Iifandi safn
frekar en orkuver," sagði Karl.
Að sögn Karis er fyrirhugað að
nota stöðina eins lengi og hægt
verður í þeirri mynd sem hún er í
í dag. „Við getum framleitt þarna
rúm 3 megavött af rafmagni. Til
skamms tíma.hefur Rafmagnsveit-
ao keypt allt sitt rafmagn af Lands-
virkjun en framleiðsla Elliðaár-
stöðvarinnar hefur gengið út á það
að lækka toppinn yfir vetrarmán-
uðina og því verður haldið áfram,“
sagði Karl.
I tilefni afmælisins verður í dag
dreift kynningarbæklingum í Ell-
iðaárstöðinni um Rafmagnsveituna
og Elliðaárdalinn en í honum er
m.a. kort með gönguleiðum og ör-
nefnum við Elliðaárnar.
Evrópumótið í Killarney:
Islensku spilararnir
unnu taugastríðið
gegn Hollendingum
Brids
GuðmundurSv. Hermannsson
ÍSLENSKIR bridsáhugamenn
geta glaðst yfir árangri islenska
landsiðsins í brids, á Evrópumót-
inu í Killarney á írlandi. Það hef-
ur tryggt sér rétt til að keppa á
heimsmeistaramótinu í brids, sem
haldið verður í Yokohama í Japan
í haust og verður þar í hópi 16
sterkustu landsliða heimsins.
Það er mikið afrek að halda sér
í hópi fjögurra efstu þjóðanna á
Evrópumótinu nánast frá upphafi
og sýnir að þessi árangur var enginn
tilviljun. Það er nefnilega ótrúlegt
álag á sál og líkama að spila tvo
bridsleiki á dag, nær hvíldarlaust í
14 daga, þótt ekki bætist við álagið
þegar góður árangur er í sjónmáli.
Þess má raunar geta, að flestir spil-
ararnir í efstu liðunum, utan því
íslenska, eru nánast atvinnumenn í
brids og ættu því að geta staðist
þetta álag betur.
Taugarnar léku stórt hlutverk
þegar íslenska liðið spilaði við það
hollenska, í 25. umferð mótsins.
Þegar þessi lið mættust voru þau
nær jöfn að stigum, og því ljóst að
stór sigur myndi færa þeirri þjóð að
minnsta kosti 4. sæti á mótinu, en
fjögur efstu liðin fengu þátttökurétt
í Japan. Eftir fyrri hálfleik áttu ís-
lendingar 25 IMP-stig í forskot, en
í þeim seinni fóru Hollendingarnir
hreinlega á taugum, og ísland vann
hálfleikinn 62-2.
Þetta spil kom fyrir í seinni hálf-
leiknum gegn Hollandi:
N/AV
Norður
♦ DG84
¥ K842
♦ -
Vestur ♦ KG1063 Austur
♦ 3 *2
VÁ72 VG109
♦ ÁKD854 ♦ G10762
♦ 987 Suður ♦ ÁD52
♦ ÁK109765
¥D53
♦ 93
♦ 4
Við annað borðið sátu Aðalsteinn
Jörgensen og Jón Baldursson NS og
Broen og Mulder AV
Vestur Norður Austur Suður
Mulder AJ Broen JB
1 tígull pass 4 spaðar
a.pass
Slys helsta dánarorsök bama
SUMARFRÍ eru hafin með tilheyrandi stússi, eins og bátsferðum,
garðleikjum, matseld á grillum og öðru slíku. Fjöldi barna stund-
ar einnig sumarstörf þar sem stórvirk vinnutæki eru notuð og
hættur leynast víða. Sumar athafnir og kringumstæður eru þó
hættulegri en aðrar og því sjálfsagt að leiða hugann að þeim og
hvernig draga megi úr áhættum sem þeim fylgir.
Sævar Halldórsson, yfirlæknir
bamadeildar Landakotsspít-
ala, kvaðst telja að slys væru al-
gengasta dánarorsök bama hér á
landi. Hann nefndi nokkur atriði
sem hann hefur
orðið var við á
sínum vinnu-
stað, hlutum
sem bömum
stafar hætta af:
Umferð, lyf og
efni sem innihalda eitur og skilin
em eftir á glámbekk, óvarðir pott-
ar og ker í görðum og vinnuvélar
í sveitum.
Hann sagði að lyfjanotkun færi
sífellt vaxandi hér á landi. „Við
sjáum í vaxandi mæli lyfjaeitranir
hjá börnum, slíkum tilfellum hefur
fjölgað með ári hveiju. Þar er
aðeins eitt til bóta - að hafa lyfin
í læstum skáp. Önnur efni sem
börn komast í eru sterk þvotta-
efni sem innihalda lút eða sýru.
Stórslys hafa hlotist af efnum sem
innihalda lút. Með því að innbyrða
slík efni geta böm brennt í sér
innyflin, eyðilagt í sér vélindað
og barkakýlið. Þetta em hlutir
sem em geymd-
BAKSVIÐ
eftir Gudjón Gubmundsson
ir undir vaska-
skápnum á
flestum heimil-
um og aldrei er
nógsamlega
brýnt fyrir fólki
að fara í gegnum þá skápa með
reglulegu millibili og kanna hvort
þar séu einhver þau efni sem inni-
halda lút. Lútur er í mjög mörgum
þessara efna, jafnvel í þvottaefni
fyrir uppþvottavélar," sagði Sæv-
ar.
Hann sagði að einnig bæri að
varast að skilja sígarettur eftir
þar sem böm ná til. Nái ungt
barn að borða tvær til þijár síga-
rettur getur það leitt til dauða.
Sakleysisleg lyf eins og magnyl
geta einnig -verið banvæn. „Af
járntöflum getur hlotist einhver
alversta eitmn sem hugsast get-
ur. Öll storkuþétta getur horfið
úr blóðinu og blæðingar hafist í
munni og endaþarmi. Sjúklingur-
inn fer í sjokk og getur blætt út.“
Sævar sagði að slys í heitum
pottum hefðu orðið nokkur und-
anfarin ár, og hefðu börn annað-
hvort látist í slíkum slysum eða
hlotið alvarlegar heilaskemmdir
af súrefnisskorti. Aldrei nokkurn
tíma ætti að skilja potta eftir
óvarða.
Sama ætti við um bílslysin, ef
þau yrðu börnum ekki að fjörtjóni
þá hlytust stundum alvarlegar
heilaskemmdir í slíkum slysum.
Hann telur að þau börn séu trygg-
ust í bílum sem em í bílstólum
en hins vegar líði ekki sá dagur
að hann sjái ekki laus börn í bíl-
um, í fram- eða aftursætum.
Hannes Hafstein, framkvæmd-
astjóri Slysavarnafélags íslands,
sagði að það væri einkum þrennt
sem yrði að athuga varðandi heita
potta: í fyrsta lagi að missa ekki
sjónar af bömunum. í annan stað
væri það sú hæð sem pottamir
stæðu upp úr jörðinni. Yfirleitt
væri aðeins um lágan kant að
ræða og auðvelt fyrir óvita að
skríða ofan í pottinn. Hæðin á
pottbarminum þyrfti að vera í það
minnsta tvö fet frá jörðu þar sem
böm em. í þriðja lagi þyrfti að
hafa yfírbreiðslur tiltækar og af-
dráttarlaust að byrgja potta þegar
farið er frá.
Þá nefndi Sævar slys sem ge-
rast á hveijum degi, byltur og
högg. Fall úr hvers konar leik-
tækjum eða hjólum. Ekki sé al-
gengt að innvortis meiðsl hljótist
af þess háttar byltum, en þó komi
það fyrir að milta eða lifur rifni.
Hannes sagði að börn ættu
undantekningarlaust að vera með
hjálma á höfði þegar þau fara út
að hjóla. Sama gilti um leik á
hjólabrettum.
Sævar kvaðst telja að eitthvað
hefði dregið úr vinnuvélaslysum,
enda væri það sín tilfinning að
betur væri gengið frá slíkum vél-
um nú en áður.
SVFÍ stendur fyrir átaki um
þessar mundir ásamt fleiri aðilum
til varnar slysum í tengslum við
notkun dráttarvéla. Átakið beinist
einkum að endurnýjun og notkun
á hlífum yfir drifsköft dráttarvéla.
Tígulopnun Aðalsteins er býsna
létt, en gafst vel. Jónfékk 11 slagi í
4 spöðum og 450 fyrir. í hinum saln-
um sátu Guðmundur Páll Arnarson
og Þorlákur Jónsson AV og Westra
og Leufkens NS. Og íslensku spilar-
arnir voru í baráttuskapi.
Vestur Noröur Austur Suður
ÞJ Westra GPA Leufkens '
pass pass 4 spaðar
dobl 5 spaðar dobl a.pass
Dobl Þorláks var til úttektar og
er nokkuð hressilegt á þessum hætt-
um. Það átti líka eftir að hafa áhrif
síðar í spilinu. Westra tók svo vafa-
sama, og raunar taugaveiklunarlega
ákvörðun þegar hann sagði 5 spaða
í stað þess að bíða einn sagnhring
og sjá hvernig mál þróuðust.
Þorlákur spilaði út tígulás gegn 5
spöðum og Leufkens trompaði. Hann
spilaði spaða á kóng og laufi á kóng-
inn sem Guðmundur tók með ás og
spilaði hjartagosa. Hann fékk að
rúlla á kónginn, og Leufkens tromp-
aði .nú lauf heim, trompaði tígul í
borði, og spilaði þaðan laufagosa.
Guðmundur setti lítið og Leufkens
var á krossgötum. Loks ákvað hann
að Þorlákur væri líklegri til að eiga
drottninguna eftir úttektardoblið.
Leufkens trompaði því spaðann, í
þeirri von að fella drottninguna, en
fór einn niður fyrir bragðið. 11 stig
til íslands.
Hér er svo annað spil, sem sýnir
sagnbaráttu íslendinganna. í þetta
sinn voru Finnar þolendurnir.
S/NS
Vestur
♦ Á
¥84
♦ DG74
Norður
♦ G952
¥ Á932
♦ ÁK98
♦ Á
Austur
♦ D8
¥ G10765
♦ 632
„ Suður . —
♦ G109864 ♦ K107643 +D32
¥ KD
♦ 105
♦ K75
Við annað borðið sátu Jón og
Aðalsteinn NS og viðruðu biðsagna-
kerfið sitt.
Vestur Norður Austur
pass
3 lauf
pass
pass
pass
2 lauf pass
pass pass
3 hjörtu pass
4 lauf pass
6 spaðar a.pass
Suður
1 spaði
2 tíglar
3 tíglar
3 spaðar
4 tíglar
Aðalsteinn setti biðsagnavélina í
gang með 2 laufum og innákoma
vesturs hafði lítil áhrif. Jón sýndi
6-2-2-3 skiptingu og lágmarkshendi
og Aðalsteinn stökk þá í slemmuna
sem Jón vann með því að svína fyr-
ir spaðadrottningu. 1430 til íslands.
Við hitt borðið settu Guðmundur
og Þorlákur Finnana út áf laginu.
Vestur Norður Austur Suður
2 tíglar
pass 2 grönd pass 3 grönd
4 lauf 4 tíglar 5 lauf dobl
pass 5 tíglar? pass pass(?)
S.uður valdi að opna á 2 tíglum
og sagði svo frá 6-lit í spaða og
9-11 punktun með 3 gröndum. Þá
ákvað Guðmundur Páll að stríða
Finnunum með 4 laufum, sögn sem
fæstum hefði dottið í hug að gefa.
Og það dugði til að rugla Finnana
alveg í ríminu. Það leit út fyrir að
norður væri að segja frá löngum
tígullit, og á endanum passaði suður
niður 5 tígla, sem reyndist ekki
ábatasamt.
♦ ♦ ♦-
Stærð gíg-
keilunnar
í FRÉTT Morgunblaðsins í gær
af fundi stærstu hraunhvelfingar
heims á Bláfjallasvæðinu, misrit-
uðust upplýsingar um stærð
hvelfingarinnar.
Hið rétta er að op í toppi gígkeil-
unnar er 4x4 metrar, en þvermál í
botni er 48x60-70 metrar, eftir því
hvar mælt er.