Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 12
leei iwöi .oe HuaAauvivíua aiaAua^uoaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JUNÍ 1991
VIÐTAL VID OLAF G. EINARSSON, MENNTAMALARAÐHERRA
veiti í lánasjóðinn og tel að við
höfum verið komin á þau mörk.
Með þessum viðbrögðum erum við
að ná jafnvægi á Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Miðað er við
að veittir verði 2,2 milljarðar á
næsta ári. Á þessu ári eru ekki á
fjárlögum nema 1.700 milljónir, en
þessi ríkisstjórn hefur lýst því yfir
að hún muni bæta 400 milljónum
við með aukafjárlögum."
Um Þjóðleikhúsmálið og meðferð
sína á því sagði Ólafur G. Einars-
son að vissulega hefði umræðan
getað orðið heiftúðleg. „Ég skar
úr um það að núverandi þjóðleik-
hússtjóri réði til 1. september, með-
an hann situr í embætti. Én ég
ætla mér hvorki að ganga inn á
verksvið núverandi þjóðleikhús-
stjóra né þess sem við tekur, nema
hvað það snertir að þeir hafi rétta
stjórnsýslu. Það verður aldrei minn
stíll. Ég mun hins vegar reyna að
greiða götu nýja þjóðleikhússtjór-
ans þannig að ekki raskist það sem
hann er búinn að undirbúa og hef-
ur verið að vinna að.“
Þetta kallar á spurningu um
endurbyggingu Þjóðleikhússins og
framhald þess máls. „Þar hafði það
gerst þegar ég kom að þessu, sem
er ámælisvert, að búið var að eyða
250 milljónum umfram fjái'veit-
ingu. Þetta er eitt af mörgu sem
núverandi ríkisstjórn hefur mátt
taka við. Og þetta eydda fé verður
að koma með fjáraukalögum í
haust. Um framhaldið liggur ekk-
ert fyrir. Auðvitað þýðir ekki að
hætta svona verki í miðju kafí. En
það verður að byrja á því að setja
upp áætlun um verklok.“
Þjóðarbókhlaðan í noktun 1994
Við erum enn að fiska eftir því
hvort hinn nýi menntamálaráð-
herra ætli að leggja mikið í ráð-
stefnu- og fundahöld, hátíðir og
kynningar með pompi og prakt eða
huga meira að grunninum í íslensk-
um menningarmálum og spyrjum:
„Hvað með Þjóðarbókhlöðuna, mun
hún standa eins og tóm skei eftir
þinn dag eins og eftir daga fyrir-
rennara þinna?“ Ólafur er fljótur
til svars:
„Nei, það vona ég ekki. Ég mun
leggja höfuðáherslu á áætlun sem
gerð var 1990 um að því verki
verði lokið á árinu 1994 og að bók-
hlaðan verði þá tekin í notkun.
Unnið er að sameiningu safnanna
og flutningar verða komnir á skrið
í tæka tíð. Hingað til hefur verið
veitt til Þjóðarbókhlöðunnar nim-
lega einum milljarði króna og meira
en milljarð vantar til að Ijúka verk-
inu 1994 með rekstrarkostnaði
fram að þeim tíma. Þetta þýðir að
til þess að það megi takast þarf
400 milljónir á ári. A þessu ári er
ekkí gert ráð fyrir nægu fé til þess
að þessi áætlun geti staðist. Og við
þurfum að vinna upp það sem fráf-
arandi rikisstjórn hafði gloprað nið-
ur. Minn áhugi á því að þessi áætl-
un standist kemur ekki síst til af
því að mér fínnst niðurlæging
þingsins nóg orðin, að hafa sett á
eignarskattsauka í þessu skyni,
sem vantar nokkur hundruð millj-
ónir upp á að hafí komið til skila.
Þessi skattur á skilyrðislaust að
renna til Þjóðarbókhlöðunnar þar
til því verki er lokið. Ég lít svo á
að á meðan fari þetta fé ekki í
annað. Þetta mál var frá upphafi
erfitt fyrir minn flokk. Svona ein-
staklingsskattur er ekki uppáhalds-
skattur Sjálfstæðisflokksins. Við
féllumst á hann á sínum tíma af
því að okkur fannst þetta fé fara
í verðugt verkefni. Því hefur það
gengið nær okkur en ella að hafa
mátt horfa upp á að hann færi í
ríkishítina, eins og það er kallað.
Þrátt fyrir niðurskurð á þetta fé
að fara óskipt til Þjóðarbókhlöð-
unnar þar til húp er tilbúin.“
Nú hafði lögunum um Þjóðar-
bókhlöðuskattinn verið breytt, svo
ná mætti úr honum fé til annarra
viðhaldsverkefna. Því spyijum við
menntamálaráðherra um Þjóðskjal-
asafnið, sem komið er í hús en
skjölin enn í kössum eða á brettum.
Hann sagðist vita að þar sé margt
ógert og hafí rætt við þjóðskjala-
vörð, en ekki vera bjartsýnn á að
tækist að hafa þann hraða á sem
hann hefði óskað meðan verið er
að ná markmiðinu með Þjóðarbók-
hiöðuna. Sama máli gegni um ýmis-
legt fleira. Nefndi Ólafur þar Þjóð-
minjasafnið, þar sem mjög illa sé
komið fyrir húsinu sjálfu.
Ekki kvaðst hann heldur bjart-
sýnn á að takist að útvega fé til
nýkeypts húss Sláturfélagsins und-
ir listaháskóla á þeim tíma sem
óskað er eftir. „Það er búið að
kaupa húsið, en þarmeð er málið
stopp. Ég hefi ekki í höndunum
neina áætlun um hvaða tíma tekur
að ljúka innréttingu. Aðeins er til
lausleg áætlun um fjárþörf upp á
hálfan milljarð."
Þetta leiðir talið að innra starfí
og sameinginu listaskólanna. Ólaf-
ur segir: „Það hafa verið uppi hug-
myndir um að gera listaskólana að
háskóla. Er út af fyrir sig íhugunar-
efni hvort stefna eigi að því að
gera þá sem flesta að háskólum.
Það þarf að endurskoða og verður
gert.“
Listastofnanir ríkisins
undir einn hatt
En hvað um hugmynd frá lista-
mönnum í blöðum um að ríkisráðið
listafólk hjá Þjóðleikhúsi, Sinfóníu-
hljómsveit, Ballettfíokki og Óper-
unni verði til hagræðis í „sömu
tölvunni“ og starfsemin samþætt,
eins og algengt er í ýmsum borgum
erlendis? Ólafur sagði allt gott um
það að segja ef ein þjóð hefði efni
á að reka slíkar stofnanir án lög-
boðins samstarfs, svo sem þjóðleik-
hús, ballett og sinfóníuuhljómveit.
Óperan væri ekki ríkisstofnun en
í lögum ætti Þjóðleikhúsið að flytja
óperur. Hann kvaðst hafa efasemd-
ir um að núverandi skipan mála
sé rétt skipulag hjá lítilli og ekki
ríkari þjóð en við erum. Ætla
mætti að það væri skynsamlegt að
hafa allar þessar stofnanir undir
einum hatti. Hann hefði raunar
verið að hugsa um að setja þetta
mál í sérstaka athugun. Slíkar hug-
myndir væru ekki nýjar. Um það
hafí verið rætt í menntamálanefnd,
þar sem hann átti sæti, þegar lög-
in um Sinfóníuhljómsveit íslands
voru þar til meðferðar, að færa
hljómsveitina og Þjóðleikhúsið
saman. „Mér fínnst enn að ástæða
sé til að athuga þetta. Það gæti
haft áhrif á launakjör þessa fólks
og verið liður í að bijóta upp þetta
launakerfi opinberra starfsmanna,
sem er orðin ein hringavitleysa.
Kjarabaráttan hjá opinberum
starfsmönnum stendur orðið opin-
beru skipulagi fyrir þrifum," sagði
ráðherrann. „Og er svosem skiljan-
legt,“ bætti hann við.
Meðan við erum enn að ræða
um opinberar menntastofnanir,
skjótum við að ráðherranum að síð-
degisblaðið sé í óða önn að tilnefna
menn í nýlausa stöðu útvarpsstjóra.
Hvort hann sé kominn svo langt?
„Ég er farinn að huga að þessu,“
sagði ráðherra, „en hefí ekki rætt
málið við nokkurn mann. Ég hefí
raunar mjög ákveðna skoðun á því
hvaða hæfileikum slíkur maður
verður að vera gæddur“. Og þegar
gengið var á hann svaraði hann
kíminn: „Ef ég fer að skýra frá
þeim hugmyndum nú, þá mundu
margir verða fyrir vonbrigðum.
Sæju þá fram á að þeir fengju
ekki þessa stöðu.“
Meira samband við
sveitarfélögin
Ekki verður hægt að drepa á
nema fátt eitt af því sem fróðlegt
væri að spyija um f hinum víðfeðma
málaflokki menntamálaráðherrans.
Gegnum störf sín að sveitarstjórn-
armálum er hann vel kunnugur
skólamálum. En áður en við snúum
okkur að fræðslumálunum_ er rétt
að gera grein fyrir ferli Ólafs G.
Einarssonar.
Þótt hann hafi flust til Akur-
IIM NÝJAN
ÚTVARPSSTJÓRA
„Ég er farinnað
huga að þvíf en
hefi ekki rætt mál-
ið við nokkurn
mann. Ég hefi raun-
ar mjög ákveðna
skoðun á því hvaða
hæfileikum slíkur
maður verður að
vera gæddur.“ Og
þegar gengið var á
ráðherra svaraði
hann kíminn: „Ef
ég færi að skýra
frá þeim hugmynd-
um nú, myndu
margir verða fyrir
vonbrigðum. Sæju
þá f ram á að þeir
fengju ekki þessa
stöðu.“
UM KENNARASKURTINN
„Það eitt að lengja
námið og breyta
því þýðir að árið
1995 verður eng-
inn kennari útskrif-
aður. Ég hefi í huga
lausn. Er kannski
möguleiki á að
auka kennaranám-
ið með því að
stofna kennara-
deild við háskólann
á Akureyri, eins og
farið hefur verið
fram á? Það verður
að finna á þessu
lausn. Ef Kennara-
háskólinn í Reykja-
vík getur ekki leyst
þad, þá verður að
kanna aðra mögu-
ieika.“
eyrar 16 ára gamall og verið þar
til stúdentsprófs 1953, þá kveðst
hann telja sig Siglfirðing, en þar
er hann fæddur 1932. Eftir stúd-
entspróf var hann í tvö ár við nám
í læknisfræði við Háskóla Islands.
Og við spyijum hann hvort hann
hafi kannski snúið sér að lögfræð-
inni af áhuga á pólitík. „Ég var
ekki mikið í stjórnmálum þá þótt
ég tæki þátt í stúdentapólitíkinni í
Háskólanum og ætti sæti í stúd-
entaráði. Undir forustu Birgis
ísleifs Gunnarssonar unnum við þar
aftur meirihlutann 1956. Læknis-
fræðin var gömul hugsjón og þótt
ég gerði ýmislegt til þess að halda
áhuganum þá vék læknisfræðin
fyrir lögfræðinni. Ég horfði til
dæmis á uppskurði hjá Snorra
Hallgrímssyni og einu sinni fylgdist
ég með Guðmundi Karli að höggva
við bijóstaðgerð á Akureyrarspít-
ala. En það kom fyrir ekki. Ég
hefi samt stundum hálfséð eftir því
að hafa hætt.“
Um þetta leyti var Ólafur kvænt-
ur og kominn með heimili. Kona
hans er Ragna Bjamadóttir frá
Patreksfirði og þau eiga eina dótt-
ur, Ástu Ragnhildi. Það kemur
þessi hlýlegi glampi í augun á ráð-
herranum þegar hann upplýsir mig
um að hann eigi líka tveggja ára
dótturson, Óla. Þau hafa átt sitt
heimili á sama stað í Garðabæ frá
1960, en þá strax að loknu lög-
fræðiprófi sótti Ólafur um sveitar-
stjórastöðuna í þessu ört vaxandi
sveitarfélagi. Þar var hann sveitar-
stjóri í 12 ár og áfram lengur í
sveitarstjórninni, þar sem hann var
m.a. oddviti eftir að hann 1971 var
kjörinn á alþingi og síðan var hann
forseti bæjarstjórnar allt til 1978.
„Þá var ég kominn í pólitíkina á
fullu“, segir Ólafur. Og nú er hann
orðinn ráðherra í fyrsta sinni. Var
þetta kannski óskaráðuneyti hans?
„Ekki get ég sagt það. Þetta
gerðist svo hratt. Aðeins liðnir 10
dagar frá kosningunum og 4 dagar
frá því að formanni Sjálfstæðis-
flokksins var falin stjórnarmyndun.
Þingflokkurinn ákvað ráðherralista
sinn að morgni 30. apríl, en þá
höfðum við að loknum flokksráðs-
fundi kvöldið áður rætt í okkar
hópi um hvernig skipting ráðuneyta
gæti orðið, að fengnu samþykki
þingflokksins. Og ég er mjög sáttur
við að menntamálaráðuneytið féll
í minn hlut þótt stórt sé og erfitt.
Það er rétt að sem sveitarstjóri og
kannski ekki síður sem stjórnar-
maður í Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga er ég að sjálfsögðu mjög
kunnugur samskiptum sveitarfé-
laga og menntamálaráðuneytisins.
Mér hefur satt að segja fundist að
skort hafí á eðlilegt samband milli
sambands sveitarstjórna og ráðu-
neytisins og er ákveðinn í að bæta
þar úr. Þegar nýja grunnskóla-
frumvarpið var afgreitt á lokadög-
um þingsins var til dæmis ekkert
samband haft' við sveitarfélögin,
þar sem mikil skylda er þó lögð
þeim á herðar.“
Framhaldsnámið til
verulegrar endurskoðunar
Hér er vikið að nýju grunnskóla-
lögunum sem samþykkt voru á
nýafstöðnu alþingi á síðustu dögum
þess. Ólafur segir að einsetinn og
samfelldur skóli og fækkun í bekkj-
um kalli á aukið húsrými, sem
sveitarfélögunum er ætlað að
greiða, svo og aukinn kennara-
fjölda, sem kemur á ríkissjóð. í Ijósi
viðvarandi kennaraskorts á lands-
byggðinni er Ólafur spurður hvort
þessir kennarar séu þá til og hvað
um fjármögnun?
„Þetta eru allt góð og göfug
málefni og markmið, en það er
vont að setja lög þar sem ekki er
fj ármögnunarkafli. Því þurfum við
að taka þetta upp, reyna að sleppa
einhveiju og lengja aðlögunartíma.
Það er mjög erfítt að gera slíkt þar
sem hver og einn hefur búið sig
undir að fara að lögum sem alþingi
hefur sett.“ Hann segir að auka-
kostnaðurinn við grunnskólann
muni verða tugir milljóna á næsta
ári að óbreyttu. Hann kvaðst vilja
ræða um þennan vanda við sveitar-
félögin og þegar hafa átt fyrsta
fund með formanni og fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Nú er komin 10 ára skólaskylda
í landinu, en nýleg rannsókn gefur
til kynna að námsárangur hafí far-
ið versnandi þegar komið er í fram-
haldsskólana, nemendur eru lengur
að ná þessum áfanga og standa
ekkert betur að vígi með stúdents-
próf á vinnumarkaðinum. Við
spyijum menntamálaráðherra
hvort þetta sé ekki dálítið varhuga-
vert í ört vaxandi samkeppni
menntamanna í heiminum. Er ekki
eitthvað að hjá okkur?
„Jú, þetta er uggvænlegt. Það
er verulegt áhyggjuefni hvert við
höfum verið að stefna í framhalds-
skólunum. Allir eiga þar rétt til
setu, sem kallar á meira námsfram-
boð hjá ríkinu. Fólkið er misvel
fallið til þessa náms, sem hefur í
för með sér aukna meðalmennsku
út úr námi, sem sýnir sig þegar
þessir nemendur eru komnir upp í
háskóla. Þá hafa þeir ekki þann
grunn sem þarf til þess að taka
við náminu þar. Þetta kallar á end-
urmat á því sem við höfum verið
að gera. Ég hefí hugsað mér að
taka þetta til verulegrar endur-
skoðunar með aðstoð góðra manna.
Hér í ráðuneytinu er margt mjög
hæft fólk. Og það má búast við
öðrum áherslum en verið hafa. Ég
er þó ekki að boða kollsteypur í
þessum málum núna. En ég held
að hafí skort rannsóknir og tilraun-
ir áður en í breytingar var ráðist.
Árangurinn er ekki sá sem að hef-
ur verið stefnt.“
Nú dugar ekki skylduskólakerfið
eitt, örar breytingar í heiminum
nú á dögum krefjast símenntunar
á flestum sviðum. Hvað segir hinn
nýi menntamálaráðherra um far-
kennsluna, fullorðninsfræðsluna og
ekki síst hvemig líst honum á hug-
myndir fráfarandi háskólarektors
um fræðslusjónvarp á vegum Há-
skóla íslands. Verður það á dag-
skrá hjá honum?
„Ég held að fræðslusjónvarp eigi
fullan rétt á sér og vil sjá nánari
útfærslu á þeirri hugmynd. Háskól- i
arektor er með þetta mál. Þú nefn-
ir farkennslu. Framhaldskólalögin
bjóða upp á þessa farkennslu. |
Reyndar eru fleiri en menntamála- ;
ráðuneytið með farkennslu. Menn- :
ingar- og fræðslusamband alþýðu
rekur sinn skóla. Við viljum koma I
á meira samstarfí varðandi það sem !
við rekum og svo þeir og höfum :
rætt það við fulltrúa ASÍ.“
Engir nýir kennarar 1995
Að lokum víkjum við aðeins að
vandamálum dagsins, sem eru
mjög áberandi um þessar mundir,
lokun sjúkradeilda m.a. vegna
skorts á hjúkrunarfólki og skorti á
kennurum í skóla landsins í haust.
Þetta virðist viðvarandi ástand og
kallar á spuminguna: Menntum við
ekki of fáa kennara og hjúkrunar-
fólk? Sér nýr menntamálaráðherra
einhvern flöt á því máli?
„Hjúkrunarnám er komið á há-
skólastigið á Akureyri og voru
fyrstu hjúkrunarfræðingarnir að
útskrifast þaðan. Þar er boðið upp
á möguleika sem eiga að bæta úr.
Með kennarana er öðru máli að
gegna. 120 nemar eru teknir inn I
skólann. Farið hefur verið fram á
að teknir verði 160, sem ég skynja
samkvæmt upplýsingum þaðan að
sé ógerlegt. Við þurfum að gæta
okkar betur þegar við erum að
reyna að bæta úr kennaraskortin-
um að við tökum þá ekki samtímis
ákvarðanir sem auka á vandann. I
nýju grunskólalögunum er breyting
sem kallar á fleiri kennarastöður.
Samtímis er kennaranámið lengt
úr 3 árum upp í 4 ár. Ég hefí
rætt þetta við Kennaraskólamenn.
En það eitt að lengja námið og
breyta því þýðir að árið 1995 verð-
ur enginn kennari útskrifaður. Ég
bendi á þetta sem dæmi um það
sem eykur vandann um leið og við
reynum að bæta hlutina".
Hvernig á þá að leysa kennara-
skortinn?
„Ég hefí lausn í huga. Er kannski
möguleiki á að auka kennaranámið
með því að stofna kennaradeild við
háskólann á Akureyri, eins og farið
hefur verið fram á? Það verður að
fínna á þessu lausn. Ef Kennarahá-
skólinn í Reykjavík getur ekki leyst
það, þá verður að kanna aðra mög-
uleika."
Margar spurningar mætti enn
ræða úr þessum mikla og mikil-
væga málaflokki, sem varðar beint
allt ungt fólk í landinu, frá því að
það kemur inn á dagvistunarstofn-
anir úr vöggu og þar til það lýkur
háskólaprófum hér eða erlendis.
Þótt komið sé langt fram yfír skrif-
stofutíma og allir farnir heim í ráð-
uneytinu bíða tveir menn enn
frammi eftir viðtali við ráðherrann
og þurfa eflaust engu síður að fá
lausn sinna mála áður en hann
þarf að fljúga norður í land. Mat-
artíma hans höfum við þegar feng-
ið til myndatöku. Annað verður því
að bíða betri tínya, gefst væntan-
lega færi á því. Ólafur G. Einars-
son kveðst ætla að sitja í þessu
sæti í fjögur ár, út kjörtímabilið.