Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 15

Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 15
reer íw'ii m HiiaAaTn»iu8 aniAJavíUíJH.OM -MORGUNBLADID 3UNNUDAOUR 80. JUNÍ--199Í-----------------------------------------------—15 Afmæliskveðja: Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup Prófessor í heimspeki sagði í gagnmerkum fyrirlestri á nýafstað- inni prestastefnu á Hólum, að það væri þýðingarmikið að prestar kæmu inn á sögu íslenskrar þjóðar í svo til hverri prédikun. Þetta skýrði hann með því, að sá týndi sjálfum sér, sem ekki þekkti þá sögu, sem hann væri hluti af. Það vitum við þó vel, að misjafnt mun það reynast, þá upp er staðið, hve stór þessi hlutur einstaklings- ins er í sögu heildarinnar, þ.e. þjóð- arinnar. Munu flestir þurfa að sætta sig við svo lítið brot, að vart greina aðrir en þeir, sem næstir standa eða hafa staðið nærri. í dag, 30. júní, er sá áttræður, sem enginn efast um, að muni um framtíð fylla svo stóran þátt sögu, að ekki sé hætta á því, að þáttur hans verði hulinn sandi tímans. Dr. Sigurbjörn Einarsson er orð- inn áttræður. Ekki eiga þessi af- mælisorð að rekja sögu hans, ekki einu sinni að leitast við að slá ein- hverri mælistiku á framlag hans eða lyfta svo tjalddúk tímans að spá í sess hans, þegar saga þessara ára verður metin og færð til bókar. En í nafni Þjóðkirkju íslands færi ég herra Sigurbirni biskupi þakkir og túlka virðingu um leið. Hann hefur risið hátt og af ferli hans stafar miklum ljóma. Þeir sem unna kirkju og boðskap Krists eiga þá bæn, að áfram muni framlag hans svo varðveitast, að þjóð styrk- ist af og kirkjan eflist. Guði er Sigurbjörn falinn og ást- vinir hans allir og þau mál, sem hann hefur varið tíma sínum og ótrúlegum hæfileikum til að þjóna. Kirkjan þakkar og þar með þjóðin öll. Hjartanlegar hamingjuóskir á stórum degi, þegar Sigurbjörn bisk- up leiðir fjölskyldu sína um bernskuslóðir og lítur til baka. Við horfum þá einnig mót þeirri framtíð, sem við vonum að beri gæfu til að ávaxta mikinn arf, sem hann skilar komandi kynslóðum sem þeim, sem en njóta boðskapar hans og þjónustu. Olafur Skúlason Reykjavik Fœreyjar Kaupmannahöfn Reykjavík H PiLMí I lilN'A Gullið tækifæri til að heimsækja tvær vinaþjóðir og eiga gott sumarfrí á eyjunum átján og í iðjagrænni Danmörk. Vegna sérstakra samninga við Mærsk Air og Atlantik Airways getum við boðið farmiðann Reykjavík -Færeyjar - Kaupmannahöfn - Reykjavík á aðeins 37.640 kr. á manninn. Miðinn gildir i 30 daga. Við minnum á Færeyjaflugið þar sem þú færð þjónustu um borð eins og hún gerist best í millilandaflugi, getur verslað í Saga Boutique og nýtur þess til fullnustu að bregða þér út fyrir landsteinana. Bjóðum margs konar og ný fargjöld til Færeyja. Nánari upplýsingar og farpantanir í síma 690300 (opið alla 7 daga vikunnar), á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR í S V o RÆKTAÐU HUGANN — en gleymdu ekki undirstöóunni! • V r 't MLMI HANNESSON EVRÍPfDES LANDIÐ OKKAR Prjú lelírri um ésilr 0' .'ijínobiná m )g gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.