Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 16
ieer inúi .os auoAauviviug aiGAuaviuoflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍT991 „Það verður hér í Saddam City sem uppreisnin byrjar. Við verðum að fara gætilega, tíryggisþjón- ustan er með menn á hveiju strái og við vitum að nokkrum hefur verið mútað til að segja til okkar. Hvaðan við fáum vopn? Nei, heldurðu nú að ég segi þér það. En Saddam City kraumar af óánægju og inshallah það sjóði ekki upp úr fyrr en við erum tilbúin." Hann horfir á mig, ungur maður og fallegur, skósíður kyrtillinn hreinn í þessu eymdarinnar umhverfi. Eg er að pískra um væntanlega uppreisn gegn manninum sem ræður og hugsa eins og út í hött; hvernig skyldi konan hans ná í vatn til að þvo svona vel - og hvernig skyldi hún strauja? Það er ekki rafmagn í Saddam City nema nokkra klukkutíma á dag og bara sums staðar. Drullumall í ræsinu. Hann hækkar róminn og segir: „Okkur er sýnd mikil umhyggja hér. í gær hélt forsetinn fund með helstu mönnunum. Við metum það mikils." Þar með var hann horfinn á braut og Zooheil bílstjóri sem ég vissi að var í þjónustunni brosti til mín. „Það er rétt. Forsetinn elskar okk- ur öll.“ Eg velti fyrir mér hvernig skýrslan hans mundi verða. Yppti svo öxlum inni í mér. Hann var slakur í ensku og vildi helst að við töluðum saman á þýsku. Nokkmm sinnum hafði ég gert óvísindalegar tilraunir til að ganga úr skugga um hvort hann skildi eins lítið í ensku og hann lét og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri. Við röltum saman um Saddam City og Karem vörður lötraði á eftir okkur. Þó hann vinni fyrir ráðu- neytið er hann eins og fleiri þar gagnrýninn og opinskár. Þegar keyrt er inn í þetta „hverfi“ sem er stórborg í sjálfu sér blasir við stór og fögur mynd af leið- toganum, en það eftirtektar- verða var að síðan sá ég ekki aðra mynd af honum. Þar sem maður þverfótar varla fyrir málverkum af forsetanum í Bagdad og víðar er óhjákvæmilegt annað en þessu sé veitt athygli. Saddam City átti að verða fyrir- myndarhverfi en það fórst ein- hvern veginn fyrir og þurfti ekki stríð til. Þar eru færri sjúkrahús og skólar en nokkurs staðar ann- ars staðar í borginni, opin skolp- ræsi þar sem litlir krakkar voru að drullumalla í orðsins fyllstu merkingu, sorphreinsun í hverfinu er svo léleg að það hefst ekki und- an og drasl og úrgangur hleðst upp. Konurnar eru allar í sjador og það fannst mér raunar ég sjá víðar. Hér í hverfinu eru þrír fjórðu atvinnubærra manna atvinnulaus- ir. Mörg barnanna sem ég hafði séð á sjúkrahúsunum fyrstu dag- ana mína komu úr Saddam City. Ég hef heyrt sögur af því að í hverfmu hafi nokkrir glæpamenn makað krókinn á því að selja for- eldrum mjólkurduft handa börnun- um sínum sem var blandað rottu- eitri. Ég veit ekki sönnur á þess- ari skelfilegu fullyrðingu. Hér eru líka starfandi margir litlir hópar sem eru að undirbúa uppreisnina sem ungi maðurinn talaði um. Á fundi forsetans og hefðarmanna hverfisins sem ég minntist á höfðu þeir sagt honum að öll andstaða hefði verið upp- rætt. „Við rífum hvern þann mann í tætlur sem verður uppvís að svik- um við okkar elskaða forseta," var haft eftir talsmanninum að fundi loknum. Á mannamáli þýðir það að stöðugt eru að bijótast út óeirðir í hverf- inu og það er á margra vitorði að sveitir manna fara hér um á nóttunni og handtaka menn og síðan fréttist ekki af þeini. Á opnu svæði skammt frá „miðbæn- um“ í Saddam City er markað- ur. Bændur koma með fé sitt og selja á fæti. Ég öslaði skítinn upp á hæðina og gaf mig á tal við unga konu sem var að koma, tómhent utan nok- kurra barna. „Kjötið hefur hækk- að, við höfum ekki efni á þessu. Við vorum að safna til að geta keypt lamb. En nú heimta þeir helmingi meira fyrir en síðasta föstudag. Við fáum ekki kjöt þessa viku heldur." Börnin hoppa og skoppa í kring- um okkur og vilja myndir. Hún býður mér heim í hreysið sitt við litla hliðargötu. Zooheil er ekki ánægður á svipinn en opinberlega er hann bara bílstjórinn minn og Karem gefur samþykki. Hún heitir Ghada og á sjö börn og hún veit ekki hvar maðurinn hennar er. „Hann var fyrir norðan, inshallah er hann heill á húfi,“ segir hún og afsakar að hún geti ekki boðið mér annað en vatnssopa. „Ég keypti tvær flöskur í gær svo þér er óhætt Hér í hverfinu eru þrír fjórðu ut- vinnubærra manna atvinnu- lausir. Mörg barnanna sem ég haf ði séð é sjúkrahúsunum fyrstu dagana mína komu úr Saddam City Sorpið er út um allt og krakkarnir höfðu tínt flöskur og sígarettustubba í poka til að selja. Þær klæðast sjador því efni til fatakaupa eru engin. Assam: Við vorum heppin í dag. að drekka það,“ segir hún hreykin. Eins og ég hafði veitt athygli eru fleiri konur í sjador en síðast þegar ég var hér. Ég spyr eru þetta trúaráhrif vegna stríðsins? Ghada hlær hryssingslega. Hún sviptir frá sér sjadornum. „Sérðu þennan kjól. Heldurðu ég láti sjá mig í honum. Ég á enga peninga til að kaupa föt. Frekar reyni ég að útvega mér efni á svartamark- aðnum svo ég geti sett börnin mín í sómasamleg föt á helgideginum.“ Ég fer út á Tígrisfljót í bát með verkamönnunum sem eru að gera við 14. júlí-brúna. Það setur að mér angurværð og leiða að horfa á þessa sprengdu brú. Kannski er ástæða til að mæðast meira út af mörgu öðru hér um þessar mund- ir. En þessi brú var Bagdad-búum afar hjartfólgin og þeir voru stolt- ir af henni. Eg fann það þegar ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum. Það er ömurlegt að horfa á rammgerðar leifarnar af henni. Þegar við komum í land segir Ass- am stýrimaður: „Við vorum heppin í dag.“ „Ha?“ sagði ég sem oftar þessa íraksdaga. „Jú, hvort við vorum. Bush varp- aði hundruð sprengja á brúna áður en hún gaf sig. Þetta er vel byggð brú. Það eru sérstakir slæðarar þarna að ná upp ósprungnum sprengjum. Það hefur komið fyrir að titringurinn frá bátunum hefur einhverra hluta vegna dugað til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.