Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 19

Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 19
þá komst ég fljótt að því hversu rangt ég hafði fyrir mér um heimspekina. Ég varð sérstaklega hrifmn af verk- um Berkleys biskups, sem taldi að heimurinn væri í raun aðeins hug- myndir og það sem héldi heiminum vakandi óháð mannlegri hugsun væri Guð almáttugur sem hugsaði þessar hugsanir. Heimspeki biskups- ins náði þeim tökum á mér að ég var satt að segja í vafa um hvort trén í görðunum í Edinborg væru raunveruleg eða bara hugmyndir, svo vitnað sé til þekkts dæmis úr speki biskupsins. Ég minnist þess að það var aðeins einn heimspekingur af þeim sem ég var látinn lesa á þessum árum sem ég hafði engan áhuga á og það var David Hume. Hvernig líkaði þér svo heimspeki- námið? ♦ Í g var svo lifandi af heimspeki- áhuga að ég las dag og nótt. En eftir 4 ára nám höfðum við Harpa eignast tvær dætur. Það var því þröngt um fjárhaginn og við snerum aftur heim til íslands 1949. Þá fékk ég atvinnu sem kennari við MA jafn- framt því sem ég var vistarvörður á heimavist skólans. Þar vorum við í tvö ár en þá var ég svo lánsamur að hljóta styrk úr sjóði Hannesar Arnasonar og því gat ég farið út aftur til frekara náms. Konan mín hvatti mig til þess, þar sem að hún taldi að lítið gagn yrði að mér ef ég væri óhamingjusamur það sem eftir væri ævinnar. Ég á henni það að þakka að áfram var haldið, þeir voru margir sem héldu að ég væri vitlaus að fara út í það að stunda nám í heimspeki þar sem enga stöðuvon var að finna. Þó fór sem fór og oftar en einu sinni þegar útlit var fyrir að ég yrði að hætta námi þá barst mér jafnan boð um styrki eða atvinnu. Ég hóf fljótt að kenna við Edin- borgar-háskóla og svo var það 1958 að mér bauðst föst staða við sama skóla jafnframt því sem ég vann að doktorsritgerð. Það kom í ljós að fordómar mínir gagnvart David Hume entust ekki frekar en fordómarnir gagnvart heimspekinni sjálfri, einfaldlega vegna þess að ég skildi ekki hvað Hume var að segja. Smám samam lærði ég að meta Hume og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Ég man vel eftir því hvernig hugdettur mínar gerðust. Ég sá fyrir mér að ást og hatur, blygðun og stolt væru grund- vallarhugmyndir í því sem Hume hafði að segja um mat á dyggðum manna. Smám saman safnaðist sam- an efni hjá mér úr þessum hugdettum sem gjaman voru um atriði í heim- speki Hume sem aðrir kunnu ekki að meta og varð úr þessu nýr skiln- ingur á heimspeki Humes. Hvert var svo viðfangsefni þitt? Helsta verk Humes um heimspeki Ritgerð um manneðlið, var í þremur bókum. Sú fyrsta fjallar um þekking- arfræði eða mannlegan skilning, önnur um ástríður mannsins eða til- finningalíf eða m.ö.o. sálarfræði og þriðja siðgæði. Fyrstu tvær bækum- ar voru gefnar út saman en þriðja bókin var gefin út ári seinna. Til skamms tíma töldu fræðimenn að sálfræðilegar kenningar Humes um tilfinningalífið vaipi litlu ljósi á sið- ferðilegar kenningar hans í þriðju bókinni. Þessi skoöun var studd með því að Hume segir reyndar sjálfur að það sé ekki nauðsynlegt að skilja allar hugmyndirnar í fyrstu tveimur bókunum til þess að skilja þriðju bókina. Höfuðviðfangsefni mitt varð að sýna fram á að siðfræði Humes í þriðju bókinni sé reist á sálarfræði hans og að kenning hans um sið- gæði sé reist á kenningunni um til- finningalífið. Þetta var í stuttu máli viðfangsefni lokaritgerðar minnar við Edinborgar-háskóla og seinna birtist í bók minni Passion and Value in Humes Treatise. A þessum tíma var mönnum ráð- gáta hvers vegna Hume hafði varið svo miklum hluta bókarinnar um ástríðumar til þess að fjalla um ljór- ar höfðudyggðir, þar sem ekki var ljóst að þær hefði nokkru mikilvægi að gegna í annarri umræðu í bókun- um tveimur. En í sporvagni dag einn, fékk ég þá hugljómun, að það sem Hume var að segja í sálarfræði sinni var lykil- atriði í siðfræðinni, nefnilega að dóm- ar um dyggðir séu ákveðnar ástríð- ur, þar sem hann telur að allt siðferð- MORGUNBI.AD1Í) SÉXNUDAGUtt’ ÍiO. .JÉVÍ 'Í 99Í Í9 mm l ilegt mat okkar á öðrum mönnum sé bókstaflega fólgið í vissum teg- undum þessara fjögurra ástríðna. Frumkenndimar fjórar em í rauninni þær tilfmningar sem við berum í bijósti þegar við bregðust vel eða illa við eiginleikum manna. í þessum tifinningum er fólgið mat. Að vera stoltur eða hreykinn er að meta sjálf- an sig mikils. Að blygðast eða skammast sín er að meta sig lítils að einhveiju leyti. Á sama hátt er ást að meta annan mann mikls og hatur að meta annan lítils. Við getum brugðist vel eða itla við gerðum okkar sjáfra og annarra manna og framkennd- irnar ijórar eru þær til- finningar sem þessi viðbrögð era fólgin í. Þannig verða þessir dómar um eiginleika, dómar um dyggðir manna. Það sem Hume telur sig vera að sýna fram á með greiningu sinni á ti- finningun- um á ástríð- unum er að þær geti mótast af hlutlægum eiginleikum. Þannig get- um við hatað stjómmála- mann fyrir M............. þær hug- myndir sem hann hefur í frammi en það mat er algjörlega óháð persónu hans. En ef mat okkar á öðrum mönnum er þannig byggt á ástríðun- um fjóram er ekki þar með sagt að slíkt mat sé hlutlaust, slíkt getum við ekki vitað með vissu því það verð- ur ekki sannað. Þeirri skoðun að slíkt verði að sanna barðist Hume dyggi- lega á móti. Það að við höfum við ekki rétt til að halda neinu fram nema því sem hægt er að sanna að leiðir menn aðeins til mestu svart- sýni, segir Hume. Við höfum það sem Hume kallar náttúrulega tilhneig- ingu til þess að álíta heiminn vera af einum toga spunninn fremur en öðrum. Hume telur að mat okkar á hlutunum í kringum okkur sem við höfum reynslu af fyrir tilstilli skyn- færanna, sé ekki áreiðanlegt þar sem afstaða okkar til þeirra hefur áhrif á hvemig þeir birtast okkur. Lykill- inn að skilningi hér er sá, að við leggjum til grandvallar raunverulega eiginleika hlutanna, en ekki einungis skynjanir okkar, vegna þess að við vitum hvernig hlutirnir myndu líta út við aðrar aðstæður. Slíkar álykt- anir era okkur nauðsynlegar og sam- félag okkar byggist á því hvað við teljum vera raunverulegt eðli hlu- tanna. Við höfum með okkur sam- komulag um hvernig meta og mæla skuli þessa hluti og án slíks samkom- ulags gætum við ekki skipst á skoð- unum. Sama máli gegnir um siðferði- legt mat okkar á mönnum. Það er þetta sem felst í náttúrutrú Humes. Hvar kemur skilningur þinn á við- fangsefninu inn? |in eldri skoðun var í grófum dráttum sú að Hume teldi að það væru eingöngu sáfræðilegar skýringar sem sýndu hvernig þessu mati okkar er háttað. Hér kemur minn skilningur til sögunnar þar sem Hume heldur því líka fram að það sé góður hlutur að við séum þannig gerðir að hlutirnir séu til óháðir skiln- ingi okkar. Það sem er mikilvægast í heim- speki Humes er það að hann opnaði nýjar leiðir til skilnings á siðferðilegu mati. Það er ekki nóg að beina at- hyglinni að því hvað sé gott og illt, rétt og rangt, en þessar fjórar hug- myndir era þær sem flestir heimspek- ingar reyndu að skilja, en í heim- speki Humes er bent á það að ólíkt sé að elska mann og virða , eiginleik- arnir era ekki þeir sömu. Réttlátur maður þarf ekki að vera næmur fyr- En í sporvagni dag einn, fékt ég pá hugljómnn, að pað sem Hume var að segja í sálarfræði sinni var lykilatriði í siðfræðinni, dyggðir séu ákveðnar mat okkar á öðrnm mönnnm sé bókstaflega fðlgið í vissum tegundum pessaia fjögurra ástríðna. ir tilfínningum annarra. Hugmyndin um ástríður og tilfinningar og að þær séu tengdar reynslu okkar á margvís- legan hátt, það er það miklvægasta sem hafa má af heimspeki Humes að mínu mati. Hvað um aðrar rannsóknir? Ýmislegt fleira í heimspeki Humes hefur leitt mig til nánari rannsókna sem ég hef unnið að í seinni tíð og koma heimspeki Humes ekki við í sjálfu sér. Má þar nefna siðferðileg viðfangsefni svo sem refsingar, samninga og loforð. Fátt eitt verður kannski sagt um slíkt hér, en ef við .htum t.d. a loforð þá er það einkum tvennt sem skiptir máli. Ánnars vegar hefur því verið haldið fram að loforð séu staðhæfing- ar og hins vegar að lof- orð séu í raun eitt- hvað sem kalla má „munnlegur verknaður“. Munurinn á þessu tvennu felst í því að þeg- ar sagt er „ég lofaði þér því í gær að hitta þig í dag“ þá er það loforð en ekki stað- hæfing. Ég hef bent á að þetta tvennt getur farið saman. Loforð getur verið hvort tveggja staðhæfing og munnlegur verknaður. Það er ná- kvæmlega sami hlutur að segja „ég lofaði að hitta þig í dag“ og „ég lofa að hitta þig á morgun, og það er loforð“ vegna þess að í seinna tilfell- inu er einfaldlega verið að gefa stað- hæfingu um framtíðina. Seinna atriðið sem þýðingarmikið er í umræðunni um loforð er sú skoð- un mín að það sé ekki skylda okkar að halda loforð sem slík og þarna ganga skoðanir mínar í berhögg við m m ■ s ■ ■ það sem almennt hefur verið talið. Því hefur verið haldið fram að loforð séu sérstök ábyrgðarskuldbinding. Ég bendi á það að þetta sé alrangt. Loforðum fylgir engin skylda, því að ef við lofum einhveiju og kom- umst síðar að því að það sé ósiðlegt að halda loforðið þá höfum við æðri skyldur til að halda það sem siðlegt er. Þetta verður ljóst ef litið er á aðstæður þar sem loforð eru gefin en málsaðilar hætta síðan að hafa áhuga á efndum þeirra. Makar lofa gjarnan því að vera hvor öðrum trú- ir en annar aðilinn kemst e.t.v. að því síðar að hinn aðilinn hefur engan áhuga á því að honum sé sýndur trúnaður. í slíkum tilfellum er það ekkert annað en fanatík af versta tagi að halda því fram að skyldan til þess að halda loforð hafi ekki fallið niður. e Það eina sem sagt verður er það að ef það er fólki í kringum þig mikl- vægt að það geti byggt traust sitt á því að þú haldir loforð þitt vegna þess að þú hafir vakið traust þess, þá ber þér skylda til þess að halda loforð. En að loforð beri ætíð að halda sem slík, óháð aðstæðum eða hveijum lofað er, er alröng. Hvað segir þú um hagnýtt gildi heimspekinnar? Það er ástæða til þess að ef þú getur hugsað skýrar um eðli manna og tilverunnar, þá sé hægt að bæta líf manna. En sjaldan er hægt að sanna að skýr hugsun leiði til betra lífs, en ég hef lengi haft þá trú að það sé nauðsynlegt að heimspekingar fari út i samfélagið og tali við fólk, líkt og ég hef réynt að gera í starfi mínu meðal fanga, um gildi lífsins og yfirleitt allar þær hugmyndir sem heimspekingar fást við og reyna að skilja. Ég tek sem dæmi starf mitt með föngum. Það vakti athygli mína þeg- ar ég áttaði mig á því að jafnt heið- virðir borgarar sem glæpamenn hafa gjarna sömu hugmyndina um refs- ingar, nefnilega þá að afbrotamenn eigi ill eitt skilið. Því ver sem farið sé með þá því betri verði heimurinn og réttlætinu þannig fullnægt. Þessi hugmynd er nátengd þeirri að menn geti afplánað sekt sína með því að vera óhamingjusamir, að menn borgi fýrir glæp sinn með því að þjást. Þessi hugmynd er ákaflega rík í sam- félagi okkar og reyndar kristinni trú. Þetta álít ég algerlega ranga skoð- un. Það eina sem skiptir máli fyrir þann sem afplánar refsingu er að refsingin geri hann að betri manni. Það eru dæmi þess á meðal þeirra fanga sem ég hef kennt að þeir hafa breytt lífssýn sinni þar sem ég hef gert þeim þgtta ljóst og að þessi nýja lífssýn hefur ieitt menn til betri vega. En þetta er vitaskuld aðeins einstök dæmi. Hvert er gildi heimspekinnar? Það er býsna ólíkt hvað ólíkt fólk fær út úr því að ástunda heimspeki. Að vera heimspekingur merkir raunver- ulega í dag að fá greitt fyrir að stunda heimspeki. Það er náttúrulega annar skilningur og ólíkur því að vera djúpur hugsuður. Það eru vita- skuld margir heimspekingar sem ekki hafa atvinnu af fræðunum, þannig að það er erfitt að segja til um það hvað það er sem gefur heim- spekinni gildi. Sumir eru kallaðir heimspekingar en eru það hreint ekki, heldur aðeins misvel að sér í því hvað 'aðrir heimspekingar hafa sagt. Það er aðeins þekking á heim- spekisögu en ekki frumleg heim- speki. Margir telja að öll heimspeki sé raunverulega heimspekisaga, en þessu er ég ósammála. Það er eitt að reyna að gera grein fyrir stöðu sinni í raunveraleikanum og annað að gera grein fyrir því hvað aðrir hafa sagt. Ég held að heimspekingar verði að trúa því að það sé betra að hafa ígrundaðar hugmyndir heldur en hleypidóma. ígrundun hugmynda þýðir ekki endilega að menn skipti um skoðun. En það að hafa skoðað hugmyndir sínar og komist að því að þær séu kannski ekki svo vit- lausar gerir menn betur setta á eftir en áður. Þannig er enn ástæða til að ætla að gildi heimspekinnar sé það að þú lærir að þekkja sjálfan þig. Menn geta verð góðir heimspek- ingar þannig að þeir hafa áhrif á annað fólk þótt þeir geti ekki haft gott af því sjálfir sökum skapbrests eða veikleika. Skilningur á heiminum er þannig ekki nauðsynlegur til þess að hægt sé að lifa góðu og skynsam- legu lífi, því eins og við þekkjum af speki Aristótelesar þá getur vilji manna til þess að lifa því lífi sem þeir telja og vita sér fyri bestu, ver- ið býsna veikur. Ég tel að heimspeki sé raunverulega ekki sérstakt fag sem leggja eigi stund á rétt _eins og hvert annað fag í háskóla. Ég held að heimspeki sé viðhorf, gagnrýnið viðhorf til veruleikans, þar sem menn reyna að mynda sér skynsamlega skoðun á stöðu sinni í veruleikanum. AUGLÝSINC UM VAXTAHÆKKUN Hinn 1. júlí 1991 hækka vextir í 4,9% á lánum, sem veitt hafa verið úr Byggingarsjóði ríkisins frá og með 1. júlí 1984 og borið hafa 3,5% og 4,5% vexti. Undanskilin eru lán vegna greiðsluerfiðleika og til byggingar almennra kaupleiguíbúða. Pessi vaxtabreyting kemur fram á gjalddaganum 1. ágúst 1991. Á þeim gjalddaga verða reiknaðir meðalvextir, þar eð vaxtabreytingin tekur gildi milli gjalddaga. Reykjavík, 24. júní 1991, C^3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.