Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 20

Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 Sérfrcðingur í viðskiptum á Kola-skaga Rættvið Sverri Garðarsson starfsmann eina fyrirtækisins í Finnmörku í Noregi sem greiddi hluthöfum arð á síðasta ári eftir Ágúst Ingo Jónsson NORÐMENN hafa í auknum mæli beint sjónum sinum að viðskiptum við Sovétmenn. Bakslagið sem komið hefur í þróunina í Sovétríkjun- um á síðustu mánuðum hefur ekki breytt neinu þar um. í Finnmörku í Norður-Noregi, þar sem hefðbundnar atvinnugreinar standa höll- um fæti hafa Rússlandsviðskiptin orðið sérstaklega mikilvæg og í Kirkenes í Suður-Varangri verður í haust sett upp útflutningsmið- stöð fyrir þessi austurviðskipti. I Kirkenes býr Islendingurinn Sverr- ir Garðarsson og hann hefur í tæp þrjú ár sérhæft sig í viðskiptum við Sovétríkin. Segja má, að hann sé sérfræðingur í Kolaskaganum, ekki þó í hernaðarlegu tilliti, heldur viðskiptalegu. œg Kí< f; • -ý'M Ý' • 'V,’ V.*- ■ '; 1 • £> - /. - : - \ 15 Sverrir Garð- arsson og sambýliskona hans Beate Huru, sem rek- ur gjafa- og minjagripa- verslun í mið- bæ Kirkeness. Merki Mur- mansk í Sov- étríkjunum lýsir vel mikilvægi sjóvarútsvegs og siglinga fyrir borgina. Sverrír Garðarsson hefur búið í Noregi frá árinu 1980. Hann stundaði fyrst nám í ferðaþjónustu í Lilleham- mer, en lauk síðan hag- fræðinámi í Kristiansand árið 1986. Sverrir starfaði í Vadsö við ráðgjafafyrirtæki frá 1986 til 1989 og í tæp þrjú ár hefur hann unnið hjá Barents kompaníinu í Kirkenes. Sverrir er 33 ára, fæddur og uppalinn í Kópa- vogi, sonur Guðrúnar Samúelsdótt- ur og Garðars Ingólfssonar. Sam- býliskona Sverris er Beate Huru, sem rekur gjafa- og minjagripa- verslun í miðbæ Kirkeness. Fiórtán norsk fyrirtæki eiga Barentskompaniet og eru flest þeirra tengd sjávarútvegi á ein- hvern hátt, meðal annars eru þetta fiskvinnslufyrirtæki og véla- og tækjaframleiðendur. Einnig selur fyrirtækið vörur frá öðrum fyrir- tækjum. Fyrirtækið er þriggja ára gamalt og velta þess á síðasta ári var um 90 milljónir norskra kr. eða sem nemur um 900 milljónum ís- lenskra króna. Aðeins fimm manns starfa hjá fyrirtækinu og skilaði það 45 milljónum ísl. krónum í hagnað á síðasta ári. „Það er sjald- gæft að fyrirtæki hér sýni hagnað af rekstri og ég veit ekki um annað fyrirtæki hér í Finnmörku, sem greiddi hluthöfum sínum arð á síð- asta ári,“ segir Sverrir í samtali við Morgunblaðið. Þorskurinn að verða eins og gull Á síðasta ári keypti fyrirtæki Sverris um 10 þúsund tonn af þorski frá Sovétríkjunum og lönd- uðu rússnesku skipin afla sínum í norskum höfnum. Sverrir segir að eftirspurn eftir þorski sé margfalt meiri en framboðið, þorskurinn sé að verða eins og gull. Barentsfyrir- tækið kaupir slægðan þorsk af Rússum og selur kílóið af þorski aftur fyrir um 15-16 krónur norskar og hafði einkarétt á þessum viðskiptum, þar til í fyrra. Sverrir kemur þó Iítið nálægt fiskviðskiptunum, hans sérsvið er verslun með tæki ýmiss konar, málma, timbur og fleira. Talsvert er um vöruskipti. „Rússana vantar allt, en þeir hafa enga peninga," segir Sverrir. Fyrirtækið er með skrifstofur í Kirkenes og Murm- ansk og er reyndar verið að bæta við aðstöðuna í Murmansk í kjölfar vaxandi viðskipta. Fyrr um daginn sem Morgun- blaðið bankaði upp á hjá Sverri á skrifstofunni í Kirkenes hafði stór samningur um sölu á kolum farið forgörðum. „Þannig er, að Rússarnir á Sval- barða vinna talsvert af kolum og ég hafði í margar vikur reynt að selja þriðja aðila um 100 þúsund tonn af kolum. Loksins tókst mér að fínna líklegan kaupanda og verðmæti samningsins hefði verið nálægt 3,5 milljónum dollara eða rúmlega 200 milljónir íslenskra króna. Þegar ég svo á mánudags- morgni hringdi í fyrirtækið í Murm- ansk, sem hafði milligöngu um söl- una, fékk ég að vita að aðrir hefðu verið á undan og gengið hefði ver- ið frá sölunni á föstudagskvöld. Þarna fór stór biti, en svona geng- ur þetta,“ segir Sverrir. Með annan fótínn á Kola-skaganum Vegna starfs síns þarf Sverrir að ferðast mikið til Sovétríkjanna og segist að jafnaði fara tvisvar sinnum til Murmansk í hveijum mánuði og yfírleitt vera í vikutíma í hvert skipti. Aðspurður um við- brigðin við að fara yfir landamærin segir Sverrir: „Eftir að hafa farið þarna um eins oft og ég hef gert á undanförn- um árum verðurðu smátt og smátt ónæmur. Fyrsti viðkomustaður í Sovétríkjunum er borgin Nikkel, sem er vægast sagt ömurlegur námubær. Norðmenn og Finnar hafa barist fyrir því að tekið verði fyrir mengun frá verksmiðjunum þar og Rússarnir hafa lofað miklum endurbótum í samvinnu við fínnsk og norsk fyrirtæki. Talið er að þess- ar endurbætur kosti um 5 milljarða íslenskra króna og ég sé ekki hvernig Rússarnir hafa efni á þessu, en það er önnur saga. Fólk á þessum slóðum virðist fátækt, en greinileg breyting hefur orðið til batnaðar á síðustu árum. Þegar þú ferð yfír landamæri Noregs og Sovétríkjanna ertu kom- inn yfír á Kola-skagann, eitthvert hernaðarlegasta mikilvægasta svæði í Sovétríkjunum. Almenningi er þó ekki leyft að koma nálægt hernaðarmannvirkjunum og frá Nikkel til Murmansk færðu ekki að fara á einkabíl heldur verðurðu að fara með lest, sem sneiðir hjá mikilvægustu stöðunum. Þú verður þó alls staðar var við nálægð rauða hersins og mikilvægi svæðisins. Ég hef verið í flestum bæjum og borg- um á Kola-skaganum, en verkefnið hefur verið að koma á viðskipta- samböndum og ekki annað. Ég hef því varast að vera að forvitnast um það sem mér kemur ekki við. Þennan umbrotatíma undir stjóm Gorbasjofs hef ég verið með annan fótinn í Sovétríkjunum og vissulega_ hafa breytingamar verið miklar. Áður gekk þetta þannig fyrir sig að allar ákvarðanir, smáar sem stórar, varð að taka í Moskvu og kerfið gat verið hrikalega svifa- seint, svo ekki sé meira sagt. í seinni tíð hefur þetta gengið þann- ig fyrir sig að allar viðræður hafa getað farið fram í Murmansk og ákvarðanir hafa verið teknar þar. Hins vegar þarf enn að fá síðasta stimpilinn í Moskvu áður en endan- legar ákvarðanir eru teknar. Kreml er því enn með hramminn á hlutun- um, þó aðeins hafi losnað um og fólk sé fijálsara en áður. Mér finnst eiginlega að það hafi orðið heilmik- ið glasnost, en lítil perestrojka. Nákvæmlega fylgst með ferðum Sverris Til að ná árangri í viðskiptum við Sovétmenn þarftu að ná að byggja upp persónuleg sambönd og gagnkvæmt traust og ekki gef- ast upp þó hægt gangi. Það kann að vera erfitt að ná samningum, en þegar eitthvað er komið á blað þá stendur það. Það er okkar reynsla og við höfum ekki enn tap- að peningum á samningum, sem við höfum gert. Auðvitað hef ég lent í ýmsu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.