Morgunblaðið - 30.06.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 3.Q. JÚNj 1991
21
Morgunblaðið/Svein Moe
Vegna starfs síns hefur Sverrir verió með annan fótinn ó-Kola-skaga
undanfarin ór. Myndin er frá námaborginni Nikkel þar sem mengun er
gífurleg og gróður fær vart þrifist á stóru svæði í grenndinni. Börnin virð-
ast þó kæra sig kollótt um það.
þessum ferðalögum þarna austur
fyrir. Fyrir tveimur árum reyndi
heimamaður í Murmansk til dæmis
að fá mig til að gefa sér upplýsing-
ar um málefni sem komu starfi
mínu nákvæmlega ekkert við. Þeg-
ar ég kom heim hafði ég samband
við utanríkisráðuneytið norska og
sagði frá þessu. Síðan hef ég ekki
orðið fyrir áreitni sem þessari. Hins
vegar hefur norska leyniþjónustan
alltaf reglulega samband við mig
og spyr mig út úr. Það er svolítið
sérstakt að þegar ég fer á fund í
Murmansk, og hef jafnvel skipulagt
að hitta aðeins einn mann í ferð-
inni, virðast fleiri tugir manna vita
um komu mína og erindi. Hvernig
í ósköpunum stendur á þessu veit
ég ekki!“ segir Sverrir.
Að eyða peningum eða græða
Sverrir hefur verið í rúmlega 10
ár í Noregi og segist ekki vera á
leið heim til íslands. Hann uni vel
hag sínum í Norður-Noregi og
möguleikarnir í viðskiptunum við
Sovétríkin séu ótæmandi. Eins og
áður sagði starfaði Sverrir við ráð-
gjafafyrirtæki í Vadsö áður en
hann réðst til Barents-fyrirtækis-
ins. Fyrirtækið í Vadsö var ráðgef-
andi fyrir einkaaðila og opinberar
stofnanir. Mörg fyrirtæki í Finn-
mörku standa á brauðfótum og
miklu opinberu fjármagni hefur
verið dælt í rekstur þeirra til að
treysta stoðir atvinnulífs í þessum
dreifðu byggðum Noregs. Blaða-
maður heyrði á máli manna í Kirke-
ness að of mikið væri um að styrk-
ir og framlög hins opinbera skiluðu
sér ekki til fyrirtækjanna í fram-
leiðslugreinunum heldur yrðu eftir
í alls konar opinberum stofnunum
og ráðgjafafyrirtækjum, sambæri-
legu því sem Sverrir starfaði við í
Vadsö.
„Það er ábyggilega mikið til í
þessu," segir Sverrir. „Það er allt
of mikið um að kerfið srjálft og
milliliðirnir hirði þessa opinberu
aðstoð og svo þegar peningarnir
koma inn í fyrirtæki í rekstri er
þetta ekki orðið að neinu. Einnig
verða fyrirtækin háð styrkjunum,
hætta að betjast fyrir lífi sínu og
hið nauðsynlega frumkvæði þeirra
verður að engu. Það má kannski
segja að hjá ráðgjafafyrirtækinu í
Vadsö höfum við verið að fínna
leiðir til að eyða peningum, en hér
í Barentskompaníinu erum við að
reyna að græða peninga."
Aukin viðskipti
á komandi árum
í Finnmörku og víðar í Noregi
fylgjast forystumenn í atvinnu-
rekstri grannt með þróun mála í
Sovétríkjunum með aukin viðskipti
í huga. Sverrir Garðarsson segir
að mikið sé um að Norðmenn fari
yfír landanjærin og reyni að koma
á viðskiptasamböndum. Þeir komi
síðan heim og flaggi hróðugir vilja-
yfirlýsingum framan í blaðamenn.
Fái jafnvel opinbera styrki vegna
slíkra pappíra, sem síðan reynist
einskis virði.
Viðskipti þjóðanna séu nú þegar
veruleg og muni aukast enn á kom-
andi árum. Menn þurfi þó að fara
að settum reglum og það taki tíma
að koma á traustum viðskiptum.
Reynsla Sverris í þessum við-
skiptum og árangur samstarfs-
manna hans hefur vakið athygli
og nú hefur Sverri boðist starf við
verslunar- og útflutningsmiðstöð,
sem sett verður á laggirnar í Kirke-
nes í haust. Sverrir mun nú í sum-
ar starfa að undirbúningi stofnunar
þessa fyrirtækis. Ráðgert er að
fimm manns starfi hjá fyrirtækinu,
sem verður í eigu ríkis, sveitarfé-
laga og einkaáðila. Verkefnin verða
bæði að gera samninga við fyrir-
tæki á Kola-skaganum og að veita
norskum fyrirtækjum „fyrstu
hjálp“ í viðskiptum austur fyrir
landamærin.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Gestirnir ásamt nemendum 8. og 9. bekkjar grunnskólans á Bíldudal og skólastjóranum, Nönnu Sjöfn Pétursdóttur.
Grunnskólanemar frá Kulu-
suk í heimsókn í Bíldudal
Bíldudal.
FJÓRIR nemendur úr 9. bekk
grunnskólans í Kulusuk á
Grænlandi komu í heimsókn til
Bíldudals 23. mai ásamt einum
kennara. Heimsóknin stóð yfir
í þqá daga. Vinabæjasamband
var stofnað á síðasta ári á milli
Bíldudals og Kulusuk, og er
þetta í annað sinn sem nemend-
ur frá Kulusuk koma í heim-
sókn.
Það var Helgi Jónsson hjá Odin
Air sem bauð Grænlendingunum
til íslands. Byijað var á að sýna
þeim Gullfoss og Geysi, síðan var
ekið til Stykkishólms þar sém farið
var með feijunni Baldri yfir Breiða-
fjörð. Á Bijánslæk tók skólastjóri
grunnskólans á Bíldudal, Nanna
Sjöfn Pétursdóttir, á móti gestun-
um. Um kvöldið var haldið diskótek
í skólanum.
Á laugardeginum var gestunum
boðið til hádegisverðar, ásamt 9.
bekk grunnskólans á Bíldudal. Að
því loknu fengu gestirnir að taka
þátt í Landsbankahlaupinu.
Síðdegis var farið með þá inn að
Fossi þar sem húsfreyjan, Esther
Gísladóttir, tók á móti þeim í kaffí.
Sveitin var síðan skoðuð og farið
var á hestbak. Að því loknu var
boðið til kvöldverðar hjá hrepp-
stjóranum, Guðmundi Sævari Guð-
jónssyni. Um kvöldið var síðan
haldið diskótek í félagsheimilinu.
Á sunnudeginum Iauk heimsókn-
inni, sem var mjög skemmtileg, grunnskólans á Bíldudal í skóla-
bæði fyrir gestina og heimamenn. ferðalag til Kulusuk, en þar búa
Þess má geta í lokin, að á síðasta um 400 manns.
ári fóru nemendur 9. bekkjar R. Schmidt
Gamlir bílar í kvikmynd
Óskum eftir að leigja eðá fá að láni eftirfarandi gerðir bifreiða
til notkunar í kvikmynd, sem tekin verður upp í kringum Sel-
foss nokkra daga fyrri hluta ágúst mánaðar.
A. Fína drossíu, helst Dodge eða Ford, af árgerð fyrir eða
um 1954.
B. Tollstjórabíl - virðulegan sendiferðabíl, eða stationdrossíu
árgerð fyrir eða um 1954.
C. Vörubíl með palli (trukk) árgerð fyrir eða um 1954.
Gamlir hlutir
Óskum eftir að kaupa, leigja, lána eða fá gefins eftirfarandi
hluti frá árunum milli 1950 og 1960 til notkunar sem leikmuni
í kvikmynd, sem verður tekin upp í ágúst mánuði í kringum
Selfoss. Gamaldags 17. júní handfána, David Crocket húfu á
sex til sjö ára, indíánaskúf á sama aldur, marga eplakassa
de luxe, kassabíla, ameríska sælgætisauglýsingu, dúfnakofa,
biblíumyndir með dúfum á, einkennisbúning tollvarðar með
gylltum hnöppum, þvottabala, snúrustaura, peysuföt, gamalt
orgel, mjólkurflöskur,.leikfanga rafmagnsbíl, radíógrammófón.
Þeir sem geta látið okkur í té fyrrgreinda bíla eða hluti eru
vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 91-623441
milli kl. 11.00 og 13.00 mánudag, þriðjudag eða miðvikudag
n.k. eða senda línu í pósthólf 7103 Reykjavík merkt: „Bflar
og hlutir".
Umsjónarmaður leikmyndar og búninga er
Karl Júlíusson.
F.I.L.M. FÉLAG INNAN LEIKINNA MYNDA,
Framkvæmdastjóri Kristján Þórður Hrafnsson.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
Vegna breytinga hjá kaupanda
höfum við til afgreiðslu strax
KINGSLAND FJÖLKLIPPUR 85 SX
Tilboðsverð kr. 1.660.000.-
Verð án vsk
EmfflWÉNU&M
I & T hf., Smiðshöfða 6,112 Reykjavík, s. 674800.