Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Heimsókn
Willy Brandts
Willy Brandt er tvímæla-
laust einn af fremstu
stjórnmálaleiðtogum Evrópu á
þessari öld. Ungur að árum
snerist hann gegn nazism-
anum og var landflótta um
skeið. Hann vakti athygli og
aðdáun í embætti borgarstjóra
Vestur-Berlínar á mestu
átakaárum kalda stríðsins.
Þegar hann var utanríkisráð-
herra Vestur-Þýzkalands og
síðar kanslari, ruddi hann
brautina til bættra samskipta
við Sovétríkin og þáverandi
leppríki þeirra í Austur-Evr-
ópu. En kannski segir það
mesta sögu um pólitíska yfir-
burði Willy Brandts, að hann
hefur verið í hópi fremstu
þjóðarleiðtoga heims hátt á
annan áratug án þess að
gegna öðru pólitísku ábyrgð-
arstarfi en formennsku þýzka
jafnaðarmannaflokksins, sem
hann lét af fyrir nokkrum
árum.
Heimsókn Willy Brandts nú
hefur orðið til þess að efla enn
frekar skilning okkar á þeirri
miklu pólitísku geijun, sem
er í Evrópu um þessar mund-
ir. Þar er allt á fleygiferð og
ekki hægt að ganga út frá
því sem vísu, að það sem er
í dag, verði einnig á mprgun.
Brandt hvetur okkur íslend-
inga, Norðmenn og aðra, sem
íhugum nú afstöðu okkar til
Evrópubandalagsins að horf-
ast í augu við þá spumingu,
hvort skynsamlegra sé að sitja
við borðið, þar sem ákvarðan-
ir eru teknar eða láta nægja
að sækjast eftir þeim við-
skiptakjörum, sem viðunandi
teljast í samskiptum við Evr-
ópubandalagið. Svar okkar og
annarra við þeirri spumingu
fer auðvitað eftir aðstæðum
hvers og eins. Það sem hentar
t.d. Svíum þarf ekki að henta
okkur íslendingum, svo að
dæmi sé tekið.
Þekking Brandts á norskri
þjóðarsál, kemur vel fram í
umijöllun hans um mismun-
andi viðhorf Norðmanna og
Svía til EB. Hann gerir sér
vel grein fyrir áhyggjum
Norðmanna af því, hvaða
hlutverki sameinað Þýzkaland
kunni að gegna í nýrri Evr-
ópu, enda veittu Norðmenn
honum skjól, þegar hann var
landflótta frá Þýzkalandi.
Lífsreynsla Svía í heimsstyij-
öldinni síðari var auðvitað allt
önnur en Norðmanna.
Áhugi Brandts á framtíð
Austur-Evrópuríkjanna er
augljós, enda varð hann fyrst-
ur stjórnmálamanna í Evrópu
til þess að opna leiðir til auk-
inna samskipta ríkja Vestur-
og Austur-Evrópu fyrir rúm-
um tveimur áratugum. Hann
vill bersýnilega aðild Póllands,
Tékkóslóvakíu og Ungveija-
lands að Evrópubandalaginu
eftir u.þ.b. áratug og hefur
augljóslega efasemdir um, að
Sovétríkin verði til í óbreyttri
mynd.
En sú pólitíska geijun, sem
nú er svo mikil í Evrópu, snýr
ekki einungis að tengslum
þeirra ríkja, sem standa utan
við EB, heldur einkennist hún
líka af umræðum innan EB
um framtíðarþróun þess.
í fyrrakvöld sýndi Ríkis-
sjónvarpið kafla úr viðtali
brezkrar sjónvarpsstöðvar við
Margréti Thatcher, fyrrum
forsætisráðherra Bretlands,
þar sem hún lýsti ákvörðun
sinni um að fara ekki í þing-
framboð á nýjan leik. En því
fór hins vegar fjarri, að hún
væri að tilkynna, að hún væri
hætt þátttöku í stjórnmálum.
Fremur mátti skilja Thatcher
á þann veg, að hún vildi hafa
meiri tíma til að sinna alþjóða-
málum. Og afstaða hennar til
framtíðar Evrópubandalags-
ins er alveg skýr: hún vill
hvorki sameiginlega evrópska
mynt né bandaríki Evrópu.
Umræður um þessa lykilþætti
í evrópskum stjórnmálum eiga
augljóslega eftir að aukast
mjög, bæði í Bretlandi og í
öðrum aðildarríkjum Evrópu-
bandalagsins. Af þessum sök-
um er ómögulegt að vita,
hvers konar Evrópubandalag
það verður, sem ný aðildarríki
ganga inn í á næstu árum.
Fyrir okkur íslendinga er
sá kostur áreiðanlega beztur
að bíða átekta enn um sinn
en leggja áherzlu á að tryggja
viðskiptahagsmuni okkar og
aðra hagsmuni með þátttöku
í evrópska efnahagssvæðinu.
Athyglisvert er, að eftir því
sem umræður um Evrópumál-
in aukast hér heima fyrir vex
andstaðan við aðild að Evr-
ópubandalaginu, ef marka má
nýlega könnun Félagsvísinda-
stofnunar og fyrri kannanir
um sama efni. Það er líka
ljóst, að afstaða fólks er að
skýrast. Ef hægt er að tryggja
óskoruð yfirráð okkar yfir
fiskimiðunum og sjávarútveg-
inum er fólk tilbúið til að
íhuga alla kosti.
arar sömu alþýðu. Stjórnmála-
menn hafa yfirleitt ekki áhuga á
fólki eða þörfum þess. Þeir hafa
áhuga á atkvæðum. En þó fyrst
og síðast á sjálfum sér. Sá er
mestur stjórnmálamaður sem kann
bezt að sveipa sig felubúningi
tækifæranna. Hentistefna er
freistingin. Og hin dæmigerða ósk-
hyggja útsmoginna stjórnmála-
manna eru þessi orð Napóleons,
Stjómarskrá á að vera stutt og
óljós. Og af hveiju á hún að vera
stutt og óljós? Vegna þess þá eru
þeir síður undir fastar leikreglur
seldir. Eg tel aftur á móti að stjórn-
arskrá eigi að vera þannig úr garði
ger að augljóst sé hvenær hún er
brotin. Lög eiga að vera nákvæm,
sagði Voltaire, menn eru yfirleitt
ailtaf að spilla lögum þegar þeir
túlka þau. Og hann bætti því við
að lög ættu aldrei að ganga gegn
venju. Ef venjan er góð, sagði
hann, eru lögin einskis virði. Verst
er þó þegar lög stangast á við rétt-
lætiskennd almennings. Þá leiða
þau til lögbrota og upplausnar.
Skattpíningarlög eru alltaf brotin.
M.
(meira næsta sunnudag.)
1 rq lifið
X fj *er vonlítil
áhætta. Ef það væri
veðmál, tæki maður
því ekki. Eitthvað á
þessa leið er komizt
að orði í leikriti Tom
Stoppards, Rosencrantz og Guild-
enstern eru dauðir.
Fjölmiðlar sækjast helzt eftir
söluhæfu fólki, þeim sem eru í
embættum, þeim sem eru eitthvað
þekktir. Það er alltaf verið að tala
við sama fólkið, bæði hér og ann-
ars staðar; og svo auðvitað alltaf
verið að tala um sama fólkið sem
verður að hvimleiðum kæk. Þetta
er einsog þegar við strákamir vor-
um að steypa blýdáta í gamla daga.
Þeir komu allir eins úr mótunum.
En við höfðum þó vit á að mála
þá ekki alla eins. Við vorum sem-
sagt skömminni til skárri en þessir
hugmyndasnauðu fjölmiðlarar sem
nú suða í fjölmiðlasólinni einsog
mývargur. Eg gæti ímyndað mér
hópurinn sem fjölmiðlarar hafa
bundizt samtökum um að nefna
„í umræðunni“ sé milli 50 og 100
manns, það er allt og sumt. Yfir-
leitt eru þetta einhverskonar
skemmtikraftar hvortsem þeir eru
í pólitík eða annarri
leiklist. Engu líkara
en engin alþýða sé
til, þau eru að-
minnstakosti ekki dýr
hlutabréfin í henni
þótt ekki skorti fé-
lagshyggjuna og snobbið niðrávið,
ef það gæti skilað einhveijum at-
kvæðum. Þá er talað við blessaða
alþýðuna einsog hún skipti ein-
hveiju máli. Það er heldur kátbros-
legt.
En svo er líka til einskonar
fjölmiðlaalþýða og birtist viðstöðu-
laust í Þjóðarsálinni (og Velvak-
anda). Einatt sama fólkið. Tiltölu-
lega fámennur hópur, en fyrirferð-
armikill því meirihluti fólks lætur
ekki í sér heyra. En Þjóðarsálin
er sjaldnast upplyft af andlegri
reisn. Hún einblínir á akarnið en
ekki krónuna. Oftast einhvers
staðar í nágrenni við lægðarmiðj-
una. Fjölmiðlarnir eru víst ágæt-
lega til þess fallnir að hleypa útaf
kötlunum. Annars yrði ketil-
sprenging. En hveiju er hleypt út?
1 Prí ÞEGAR EINRÆÐIS-
A vJvf*seggirnir þurfa að láta
ljós sitt skína er talað í nafni þess-
HELGI
spjall
oi; jrjOAcrj'/zua HII/13I3T2A=I aia/,i
MORGUNBLADIÐ- SUNNUDAGUR 50.-JÚNÍ” 1991
a
Asiðustu þrjátíu
árum hafa setið hér
tvær ríkisstjórnir, sem
skildu eftir sig einhver
þau verk, sem máli
skiptu fýrir þjóðina,
þegar litið er yfír far-
inn veg í víðu sam-
hengi. Önnur var Viðreisnarstjórnin, ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
sem sat hér á árabilinu 1959 til 1971
undir forsæti Ólafs Thors, Bjama Bene-
diktssonar og Jóhanns Hafstein og mark-
aði djúp spor í þjóðlífið. Hin var ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,
sem sat undir forsæti Geirs Hallgrímsson-
ar á ámnum 1974 til 1978 og tryggði
fullnaðarsigur í landhelgisbaráttunni með
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 rnílur.
Báðum þessum ríkisstjórnum var það
sameiginlegt, að það var sambland af ytri
aðstæðum og stefnumörkun og metnaði
þeirra sjálfra, sem Ieiddi til þess, að þeim
auðnaðist að verða annað og meira en
afgreiðslustjórnir, sem bjarga málum frá
degi til dags. Þegar viðreisnarstjórnin tók
við völdum var sú efnahags- og atvinnu-
málastefna, sem rekin hafði verið í ýmsum
myndum frá fyrstu árunum eftir stríð og
byggðist á ýmiss konar hafta- og skömmt-
unarkerfi, búin að ganga sér til húðar og
jarðvegur fyrir þær grundvallarbreytingar,
sem hún beitti sér fyrir með auknu frelsi
á öllum sviðum. En það var líka markviss
stefna þeirrar ríkisstjórnar, sem byggði á
sannfæringu flokkanna, sem að henni
stóðu að taka upp gjörbreytta stefnu, sem
hún gerði.
Utfærsla vinstri stjórnarinnar 1971 til
1974 í 50 sjómílur ruddi auðvitað brautina
fyrir fullnaðarsigri í landhelgisbaráttunni
en það var sú ákvörðun þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins síðla sumars 1973 að taka
upp markvissa baráttu fyrir útfærslu í 200
sjómílur, sem sköpum skipti. Sú ákvörðun
var tekin í framhaldi af áskorun hóps
þekktra forystumanna og áhugamanna í
sjávarútvegi um slíka útfærslu. Því fór
hins vegar fjarri, að samstaða væri um
þá stefnumörkun 'á~fh!31i stjórnmálaflokk-
anna. Sjálfstæðisflokkurinn mátti búa við
áhugaleysi vinstri flokkanna um málið en
kosningasigur flokksins sumarið 1974
tryggði framgang þess. Samningar, sem
gerðir voru í Osló í júníbyijun 1976,
tryggðu fullrtactarsigur og á miðnætti hinn
1. desember 1976 sigldi síðasti brezki tog-
arinn út úr íslenzkri fiskveiðilögsögu og
hefur ekki sézt síðan. Mikill hagvöxtur
áttunda áratugarins byggðist ekki sízt á
útfærslu landhelginnar í 200 mílur.
Þær ríkisstjórnir, sem setið hafa frá
hausti 1978, hafa verið afgreiðslustjórnir,
sem hafa rekið þjóðarbúið frá degi til dags
án þess að marka nokkur spor í þjóðarsög-
una. Að sumu leyti hefur það verið vegna
þess, að þær hafa hvorki haft miklar hug-
sjónir til að beijast fyrir eða metnað til
þess að framfylgja slíkum hugsjónum. Að
öðru leyti hafa ytri aðstæður ekki knúið
á um úrslit í hinum veigamestu málum.
Sumir segja, að fyrrverandi ríkisstjórn
hafí náð slíkum árangri með stórminnk-
andi verðbólgu. Því verður ekki haldið fram
með nokkrum rökum, þar sem hvort
tveggja fer saman, að sú ríkisstjórn átti
minnstan þátt í þeim árangri og ekki er
Ijóst, hvort hann verður varanlegur. Ríkis-
stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks náðu verðbólgunni verulega niður
bæði á árabilinu 1974 til 1978 og líka á
árunum 1983 til 1987 en ekki á þann
veg, að sá árangur yrði varanlegur.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem nú
situr, hefur möguleika á að verða annað
og meira en venjuleg afgreiðsiustjórn.
Tvennt veldur: annars vegar er að draga
til úrslita í nokkrum grundvallarmálum
þjóðarinnar, sem kalla á ákvarðanir, sem
geta skipt sköpum fyrir framtíðina. Hér
er um að ræða EFTÁ-EB viðræður, fisk-
veiðistefnuna, atvinnumál almennt, þ. á m.
einkavæðingu, viðnám gegn einokun og
hringamyndun og eflingu fijálsrar sam-
keppni, ríkisfjármál og endursköpun vel-
ferðarkerfisins. Hins vegar er ljóst, að inn-
an ríkisstjórnarinnar er vilji og metnaður
til þess að svara kalli tímans og taka þær
ákvarðanir, sem máli skipta. Það gerist
hins vegar ekki átakalaust.
ÞÓTT ÓTRÚLEGT
kunni að virðast má
vel vera, að minni
átök verði um hugs-
anlega þátttöku
okkar í evrópsku efnahagssvæði en hina
málaflokkana, sem nefndir voru hér að
framan. Náist samkomulag á svipuðum
nótum og nú er rætt um, má búast við
nokkuð almennum stuðningi við þátttöku
í þessu efnahagssamstarfi. Auðvitað er
ljóst, að núverandi stjórnarandstöðuflokk-
ar eru að búa sig undir andstöðu, þrátt
fyrir aðild að á.kvörðunum um málið í fyrri
ríkisstjórn. Jafirframt er einhver hreyfing
á ferðinni til þess að hefja skipulega and-
stöðu við málið, eins og fram kemur í frétt
í Morgunblaðinu í dag, laugardag, og raun-
ar hefur mátt sjá í greinum, sem birzt
hafa hér í Morgunblaðintfað undanförnu.
Umræðurnar verða harðar en líklegt að
niðurstaðan verði jákvæð, nema ríkis-
stjórnin misstígi sig í samningum um sjáv-
arútvegsmál í lok viðræðna.
Allt öðru máli gegnir um innanlandsmál-
in. Verulegar líkur eru á harkalegum átök-
um um fiskveiðistefnuna. Sjávarútvegs-
ráðherra hefur enn ekki skipað nefnd þá,
sem á að undirbúa endurskoðun núverandi
laga um fiskveiðistjórnun og ástæðan er
sú, að ekkert samkomulag hefur náðst um
formennsku í nefndinni. Þær deilur eru
auðvitað uphafið að því, sem koma skal.
Fyrstu afskipti ríkisstjórnarinnar af at-
vinnumálum benda til þess, að hún hygg-
ist bijóta blað. Þær vísbendingar hafa
þegar framkallað hörð viðbrögð úr ýmsum
áttum. Sama mun gerast, ef og þegar fjár-
málaráðherra leggur fram niðurskurðartil-
lögur sínar næsta haust.
Þess vegna er nauðsynlegt, að menn
átti sig á forsendum þess, að árangur
náist. Hér er verið að tala um róttækari
uppskurð og umbætur í íslenzku þjóðlífi
en gerð hefur verið tilraun til að fram-
kvæma frá stofnun lýðveldis. Meginfor-
sendan fyrir árangri er ekki sú, að ríkis-
stjórninni auðnist að leggja fram tillögur
vegna þess, að þær hugmyndir liggja í
stórum dráttum fyrir, heldur hin, að stjórn-
málaleiðtogarnir, ráðherramir og þing-
mennirnir, tali við fólkið í landinu um þess-
ar breytingar, geri grein fyrir stöðu mála,
upplýsi þjóðina um fyrirætlanir sínar og
vinni þeim fylgi.
Þetta er ekki lítið verk. Þetta þjóðfélag
er bundið í slíka fjötra margslunginna
hagsmuna, vanabundinna viðhorfa, íhalds-
semi og tregðu til að fallast á nokkrar
breytingar, að það kostar ekkert minna
en stórátök að ná fram þeim umbótum,
sem geta tryggt þjóðinni viðunandi lífskjör
í byijun næstu aldar. Spurningin er sú,
hvort stjórnmálamennirnir hafa kjark til
þess að takast á við þetta viðfangsefni.
Þrátt fyrir yfirgnæfandi fylgi í skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar við gjald-
töku vegna nýtingar á fiskimiðunum er
pólitísk hætta fólgin í því fyrir alþingis-
mann eða ráðherra að boða slíka stefnu í
sjávarplássum landsins. Þótt fylgi almenn-
ings við þessa stefnu sé mikið og þ. á m.
í sjávarplássunum er andstaða ýmissa for-
ystumanna í sjávarútvegi, m.a. forráða-
manna sjávarútvegsfyrirtækja víðs vegar
um Iandið, hörð og þeir geta haft mjög
skoðanamótandi áhrif í sínu umhverfi.
Þótt rökin fyrir því, að loka hinu gjald-
þrota frystihúsi í Olafsvík og að vinna
aflann í öðrum fískvinnslustöðvum í
Ólafsvík og í næsta nágrenni séu augljós,
getur verið pólitískt hættulegt fyrir þing-
menn kjördæmisins eða bæjarfulltrúa á
staðnum að mæla fyrir slíkri stefnu. Þótt
rökin fyrir sameiningu sjávarútvegsfyrir-
tækja á Árborgarsvæðinu séu augljós get-
ur verið pólitískt hættulegt fyrir þingmenn
kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra að
tala fyrir slíkri sameiningu í þessum bygð-
arlögum, að minnsta kosti á Stokkseyri.
Þótt rökin fyrir því að hætta fjárstuðiúngi
Átök og
óvinsældir
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 29. júní
úr opinberum sjóðum við Álafoss séu aug-
ljós getur verið pólitískt hættulegt fyrir
þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra
að tala máli þeirrar ákvörðun á Akureyri.
Þótt rökin fyrir því, að endurskipu-
leggja velferðarkerfið og skólakerfið til
þess að ná tökum á ríkisfjármálum séu
augljós getur verið pólitískt hættulegt fyr-
ir fjármálaráðherra og stjómarflokkana
báða að taka upp baráttu fyrir þeim breyt-
ingum.
Sú ríkisstjórn, sem tekst á við þessi
verkefni verður ekki hátt skrifuð í skoð-
anakönnunum fyrstu árin. Við hveija nýja
skoðanakönnun, sem sýnir tap stjórnar-
flokkanna, rísa upp flokksmenn, sem
segja, að við svo búið megi ekki standa.
Raunar er hægt að færa margvísleg rök
fyrir því, að þeir stjórnmálamenn, sem
taki forystu fyrir róttækri umbótastefnu
af þessu tagi, geti orðið fórnarlömb eigin
árangurs'. Þeir geti unnið málefnalegan
sigur og skilið eftir sig markverðan árang-
ur í starfi en jafnframt innsiglað endalok
eigin stjórnmálaferils.
Þetta er ástæðan fyrir því, að senn verð-
ur tímabært, að ráðherrar og þingmenn
stjórnarflokkanna tali við fólkið í landinu
um fyrirætlanir sínar og áform. Það er
aðeins ein leið til þess að takast á við for-
dómana, tregðuna, íhaldssemina og hin
rótgrónu og margslungnu hagsmunaöfl í
þessu landi og það er að tala við fólkið
sjálft og afla stuðnings þess við þær um-
bætur í íslenzku þjóðlífi, sem sköpum
skipta. Með almanna stuðningi verður
hægt að knýja þessar umbætur fram. Án
slíks stuðnings er það vonlaust. Nixon,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti, orðaði þetta
á þann veg, að hann vildi tala við hinn
þögla meirihluta bandarísku þjóðarinnar.
Núverandi ríkisstjórn þarf að tala við hinn
þögla meirihluta íslenzku þjóðarinnar. Þar
er að finna stuðning við þær umbætur,
sem hér hafa verið nefndar. Þar er að fínna
fólk, sem tekur skynsamlega, efnislega
afstöðu til mála og er ekki bundið af alls
kyns hagsmunum.
Hvorki útgerðarmenn, hagsmunasam-
tök bænda, né nokkrir aðrir hagsmunahóp-
ar geta staðið gegn þeim gífurlega þunga,
sem fylgt getur stuðningi hins þögla meiri-
hluta við róttækar umbætur í þjóðarbúskap
okkar. Þeir stjórnmálamenn, sem hafa
kjark til þess að ráðast í þetta verkefni
þurfa hvað úr hveiju að setja sig í sam-
band við hinn þögla meirihluta.
STEINGRÍMUR
Hermannsson, for-
maður Framsókn-
arflokksins, er
þekktur fyrir að slá
úr og í. Þetta ein-
kenndi ræðu hans á
hádegisverðarfundi
Framsóknarflokksins í gær, föstudag, þar
sem hann talaði í fyrsta sinn að ráði um
stöðu þjóðmála frá því, að núverandi ríkis-
stjórn var mynduð. Þótt erfitt sé að festa
hendur á skoðunum Steingríms Hermanns-
sonar er ræða hans þó því miður vísbend-
ing um, að hann hyggist taka forystu fyr-
ir þeim þjóðmálaöflum, sem í raun vilja
óbreytt ástand. Þetta á ekki sízt við um
afstöðu hans til atvinnumála.
Nú vill Morgunblaðið ekki gera
Steingrími Hermannssyni upp skoðanir en
þau sjónarmið, sem hann lýsti á þessum
fundi varðandi t.d. Álafoss eru dæmigerð
fyrir þá afstöðu, sem hér hefur ríkt of
lengi. Formaður Framsóknarflokksins
komst að þeirri niðurstöðu, að það væri
meira tjón fyrir þjóðfélagið að stöðva
vinnslu Álafoss en að leggja fram fjár-
muni til þess að halda rekstrinum áfram.
Þótt Steingrímur Hermannsson tali hér
í forystu
fyrir
óbreyttu
ástandi?
um Álafoss er þetta í raun sú stefna, sem
ríkt hefur í atvinnumálum í alltof langan
tíma.
Það er ekki hægt að finna nokkur efnis-
leg rök fyrir því, að það borgi sig betur
fyrir þjóðarbúskap okkar að halda áfram
að reka Álafoss með stórfelldu tapi en að
gera þetta dæmi upp. Það er sársauka-
minna í bráð en veldur lífskjaraskerðingu,
þegar til lengi-i tíma er litið.
Við íslendingar erum búnir að festa
tugi milljarða í kaupum á of mörgum fiski-
skipum. Þessi offjárfesting heldur niðri
lífskjörum í landinu.
Við höfum fest milljarða í of mörgum
fiskvinnslustöðvum. Þessi offjárfesting
heldur niðri lífskjörum fólks.
Við eyðum gífurlegum fjármunum í olíu-
kaup til að gera þessa offjárfestingu út á
fiskimiðin. Þessi eyðsla heldur niðri
lífskjörum fólks.
Við eyðum gífurlegum fjármunum í
veiðarfæri fyrir þessa offjárfestingu. Þessi
eyðsla heldur niðri lífskjörum fólks.
Við eyðum gífurlegum fjármunum í að
halda of mörgum fiskvinnslustöðvum
gangandi. Steingrímur Hermannsson hrós-
ar sér og ríkisstjórn sinni af því m.a. Þessi
eyðsla heldur niðri lífskjörum fólks.
Við höfum árum saman varið óheyrileg-
um fjármunum í umframframleiðslu í land-
búnaði. Þessi eyðsla heldur niðri lífskjörum
fólks.
Og þannig mætti lengi telja. Ætlar
Steingrímur Hermannsson að taka forystu
fyrir óbreyttri stefnu? Hann getur ekki
setið báðum megin við borðið. Hann verð-
ur að taka afstöðu. Og afstaða hans skipt-
ir máli vegna þess, að hann hefur þrátt
fyrir allt, verið einn af áhrifamestu stjórn-
málamönnum þessa lands árum saman.
Formaður Framsóknarflokksins stendur
ekkert síður á vegamótum en núverandi
ríkisstjórn.
„Það er aðeins ein
leið til þess að
takast á við for-
dómana, tregð-
una, íhaldssemina
og hin rótgrónu
og margslungnu
hagsmunaöfl í
þessu landi og það
er að tala við fólk-
ið sjálft og afla
stuðnings þess við
þær umbætur í
íslenzku þjóðlífi,
sem sköpum
skipta. Með al-
manna stuðningi
verður hægt að
knýja þessar um-
bætur fram. Án
slíks stuðnings er
það vonlaust...
Núverandi ríkis-
stjórn þarf að tala
við hinn þögla
meirihluta
íslenzku þjóðar-
innar.