Morgunblaðið - 30.06.1991, Side 25

Morgunblaðið - 30.06.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. .IÍJMTWT- “25 öll verið með Schwartzköpfssögur og nýlega aðlaði Elísabet II Eng- landsdrottning hann fyrir hetjudáðir og hernaðarlega skipulagshæfileika. Allt kemur þetta mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, ámóta ruglað og ef ég sæi einhvern hoppa upp í mannætupott og salta og pipra sig sjálfan. Á meðan á stríðinu stóð voru dregnar upp hinar herfilegustu draugamyndir af ógnvænlegum hernaðarmætti Iraka („íjórða stærsta hernaðarveldi í heimi“ o.s.fi-v) og djöfullegri grimmd Sadd- ams, þó að útskýringin á íhlutun Bandaríkjanna hafi veríð flöktandi. í fyrstu sögðu forsvarsmenn þjóðar- innar hana tilkomna vegna þess að „við“ yrðum að „frelsa litla Kúveit“, land sem lýtur ólýðræðislegu stjórn- skipulagi örfárra arabaætta. Síðan kom olíuútgáfan og „verndun hins ameríska lífsstíis" til sögunar, sem fléttað var saman af nánast list- rænni færni við hugmyndina um Harmagedón (hinir loðnu spádómar Nostradamusar innifaldir) ogþá yfirvofandi heimsógn að Saddam væri á góðri leið með að búa til kjarn- orkusprengju og ætlaði að sprengja allt í klessu. Þessar ástæður nægðu til þess að senda hundruð þúsunda hermann og ómælt magn af dráp- stólum til Persaflóans, eins og að nota valtara til að koma nokkrum maurum fyrir kattarnef. Það er at- hyglisvert hvað „áróðursmálaráð- herrunum“ tókst frábærlega vel að útbreiða hugmyndina „Saddam er Hitler" og þar með láta svo virðast að hér væri á ferðinni hálfgerð krossferðarganga gegn sjálfum Sat- an. En þó að sigurinn hafi verið létt verk og löðurmannlegt var fastlega gefið í skyn að þarna hefðu þvert á móti verið hin hörðustu átök, og hernum var „ofurhælt" á hvert reipi eins og smábarni sem verið er að venja á kopp. Þrefalt húrrahróp hrekkur ekki til: Það verður að vera trilljónfalt. Flestir hermannanna gerðu ekki mikið meira en að pússa byssur sínar og skrifa ættingjum og vinum sendibréf, enda gátu þeir slappað af á meðan herþotur lögðu land óvinarins í rúst. Schwartzkopf, herforingjanum með súpergreindina, var lagt vandasamt verk á herðar og þurfti að taka á honum stóra sín- um, aðallega með því að standa inn í tjaldi og sötra kaffi á meðan hann sýndi heimspressunni bíómyndir af loftárásum (,,sorties“), sem sagðar voru framkvæmdar með „skurð- læknislegri“ nákvæmni til að koma í veg fyrir að óþarfa manntjón hlyt- ist. Aldrei sást bregða fyrir svo mik- ið sem blóðdropa. Filmubútum af flugvélum takandi á loft og lenda, og patríóteldflaugum sem „tilvilj- anakennt" splundruður scudsprengj- um, var skeytt saman svo úr varð hin skrautlegasta flugeldasýning. Með ekki ósvipuðum hætti og lýst er í bók George Orwells, „1984“, var allt fréttaefni frá svæðinu stranglega stjórnað og almenningi forðað frá því að sjá nokkuð það sem ljótt mætti teljast. Eins og alþjóð ætti að vita létust rúmlega 200 þús- und írakar í stríðinu og ekki minna en milljón kúrdar lentu á hrakhólum og eru bygginga- og náttúruspjöll þá ekki tekin með í reikninginn. Til samanburðar misstu Bandaríkja- menn „aðeins“ um 200 manns, þar af flesta eftir að írönsk scud- sprengja „rambaði" á svefnskála bandamanna í Saudi-Arabíu. að sem er ef til vill að mörgu leyti sorglegast við þessi há- tíðahöld er að á meðan að stjarn- fræðilegum upphæðum var veitt í þessa hernarframkvæmd lá og ligg- ur enn allt í skralli á heimavígstöðv- unum. Bandaríkin „hf.“, eitthvert skuldugasta land í heimi, sér vart fram úr þeim mikla vanda sem að þjóðinni steðjar, atvinnu- ogheimil- isleysi, logandi kynþáttaeijur, tap- andi samkeppni á heimsmarkaði og gjaldþrota heilbrigðiskerfi svo fátt eitt sé nefnt, atriði sem ekki gefst tómarúm til að fara í saumana á að sinni. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman fyrir George Bush og hans ríkisstjórn er að samkvæmt almenn- um skoðannakönnunum lofar endur- kjör forsetans einstaklega góðu. 1.200.000.000 stafi og tákn gæti Macintosh-tölva vistað á stærstu diskunum frá Microtech. TiB glöggvunar má nefna að það jafngildir á fjórða hundrað þúsund vélritaðra A4 blaðslðna, <<L\ <<L\ MICROTECH framleiðir harðdiska af öllum stærðum, allt frá 40 megabætum upp í 1.200 megabæti. Til eru harðdiskar fyrir allar gerðin Macintosh- tölva frá Macintosh Plus upp Macintosh ilfx. Sóknartími diskanna er allt niður í 16 millisekúndur. MICROTECH Optical Drive er geislastýr t drif, sérstaklega hannað til að geyma á mikið magn upplýsinga. Á hvern disk comast 650 megabæti og Degar diskurinn fyllist er nann einfaldlega tekinn úr og annar settur í staðinn. MICROTECH auðveldar þér afritatöku til muna, því með 1,2 gígabæta segulbandsstöð getur þú afritað allt að því 4 megabæti í sekúndu. Þetta er mjög hagkvæmaur kostur ef geyma á mikið magn upplýsinga í mismunandi útgáfum. BwBmÍBÍBí MICROTECH minnisstækkanir eru á sérlega hagstæðu verði. Sem dæmi má nefna að með Microtech-minnisstækunum er hægt að auka minni Macintosh Plus úr 1 megabæti í 4 og minni Macintosh llsi úr 2 í 17. Apple-umboðið ' Skipholti 21, Rvk. • Sími 91-624800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.