Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAD/SMÁs^w)
AGUR 30. JUNI 1991
.31
A' | AUGLYSINGAR
Háskólinn á Akureyri
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða dósents í hjúkrunarfræði við
heilbrigðisdeild.
Staða lektors í hjúkrunarfræði við
heilbrigðisdeild.
Staða lektors í sálfræði (50% staða) við
heilbrigðisdeild.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og
störf.
Upplýsingar um störfin gefa rektor og for-
stöðumaður heilbrigðisdeildar í síma
96-11770.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 1. ágúst nk.
Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri
Á rannsóknastofu Háskólans á Akureyri
er laus staða til umsóknar.
Starfið felur í sér umsjón með efnafræði-
stofu, efnalager og rannsóknatækjum. Vænt-
anlegur starfsmaður mun einnig aðstoða við
efnafræðikennslu og við rannsóknavinnu.
Meinatækni eða önnur sambærileg menntun
æskileg.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Upplýsingar um starfið gefa Jón Þórðarson
og Sigþór Pétursson í síma 96-11780.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 20. júlí nk.
Háskólinn á Akureyri.
Vélaverkfræðingur
Verkfræðistofa í Reykjavík óskar eftir að ráða
ungan vélaverkfræðing, M.Sc.
Starfssvið: Loftræstikerfi, lagnakerfi, hita-
veitur. Einhver starfsreynsla æskileg en ekki
skilyrði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „V - 8086“.
Sunnuhlíð
Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi
Lausar stöður
Sjúkraliðar og starfsstúlkur óskast nú þegar
í sumarafleysingar og til fastra starfa. Allar
vaktir. Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld-
og næturvaktir frá 1. september.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Áslaug
Björnsdóttir, í síma 604163.
Skrifstofustarf
Röskur, reyklaus starfskraftur óskast til al-
mennra skrifstofustarfa, s.s. viðskipta-
mannabókhald, tölvuinnslátt, ALLT hugbún-
að o.fl. Ekki yngri en 25 ára.
Handskrifaðar umsóknir berist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 5. júlí, merktar: „P - 3960“.
Kennarar
Kennara vantar að grunnskólanum í Breið-
dalshreppi. Æskilegar kennslugreinar:
Almenn kennsla og íþróttakennsla.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
97-56696 eða formaður skólanefndar í síma
97-56628.
Kennarar
Kennara vantar við Gagnfræðaskólann á
Selfossi. Kennslugreinar: íþróttir, mynd-
mennt, tónmennt, sérkennsla, stærðfræði,
eðlis- og efnafræði og bókfærsla.
Nýtt viðbótarhúsnæði tekið í notkun. Skólinn
er einsetinn.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-21273
og yfirkennari í síma 98-21765.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir starfskraft í Kringluna. Þarf að
geta byrjað sem allra fyrst. Æskilegur aldur
25-40 ára. Heilsdagsstarf.
Upplýsingar í síma 642425 í dag, á mánudag
í síma 678857.
Umsjónarmaður
félagsmiðstöðvar
Sauðárkróksbær óskar að ráða umsjónar-
mann í félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga,
sem starfrækt verður í félagsaðstöðu gagn-
fræðaskólans. Æskilegt er að viðkomandi
starfsmaður hafi einhverja menntun og/eða
reynslu af starfi með börnum og unglingum.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma
95-35133.
Félagsmálastjóri Sauðárkróks,
bæjarskrifstofum við Faxatorg,
550 Sauðárkróki.
Skólastjóri
Laus er til umsóknar skólastjórastaða við
Tónlistarskólann á Bíldudal.
Upplýsingar í símum 94-2297 og 94-2179.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskóla Bíldudals.
Kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla, sér-
kennsla, raungreinar og hand- og mynd-
mennt.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Nanna Sjöfn
Pétursdóttir, í síma 94-2130.
Verkamenn
Óskum að ráða verkamenn vana jarðvegs-
framkvæmdum.
Upplýsingar í síma 622700.
Félagsráðgjafi
- unglingaráðgjöf
Staða félagsráðgjafa er laus við Unglingaráð-
gjöfina frá 1. sept nk. Starfið felst einkum í
einstaklings- og fjölskyldumeðferð, ráðgjöf
við meðferðardeildir, fræðslu og handleiðslu.
Lagt er er upp úr teymisvinnu og hand-
leiðslu fyrir starfsfólk.
Hafið samband við deildarstjóra, Andrés
Ragnarsson, í síma 689270.
Umsóknir berist fyrir 15. júlí nk.
Unglingaheimili ríkisins,
Síðumúla 13.
Aðalbókari (309)
Óskum að ráða aðalbókara fyrir trausta
heildverslun í Reykjavík. Viðkomandi þarf að
hafa haldgóða reynslu af fjárhagsbókhaldi
og geta unnið sjálfstætt. Framtíðarstarf.
Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Góð vinnuað-
staða. Laust strax.
Upplýsingar veitir Erna Guðmundsdóttir.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagva ngurhf
Grensósvegi 13 Reykjavík Slmi 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir
Globusi
Vélvirkjar - vélstjórar
Starfsmaður vanur viðgerðum á vélum og
rafmagni óskast. Starfið felst í þjónustu á
vélum og lyfturum, varahlutapöntun og sölu
til viðskiptavina. Enskukunnátta er nauðsyn-
leg og kunnátta í einu Norðurlandamáli er
æskileg vegna sambands við erlenda byrgja.
Starfið er lifandi og fjölbreytt og býður mögu-
leika á þroska í sjálfstæðu starfi.
Nánari upplýsingar gefur Már Sveinbjörns-
son þjónustustjóri sem og veitir umsóknum
móttöku.
Globus hf.,
Lágmúla 5,
sími681555.
Framhaldskólinn á Laugum
Kennarar
Kennara vantar næstkomandi vetur.
Meðal kennslugreina danska og íslenska.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí.
Gott húsnæði á hagstæðum kjörum.
Upplýsingar gefur skólameistari í símum
91-680153 og 96-43120.
Skólameistari.
Tónlistarskólinn á Akureyri
Tónlistarkennarar
Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar
strax: Staða gítarkennara, staða básúnu-
kennarar, staða Suzuki-fiðlukennara.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
96-21788 eða 96-24769.
Skólastjóri.
vri
Iþróttakennarar!
íþróttakennara vantar að Eskifjarðarskóla.
Leigufrítt íbúðarhúsnæði og flutningsstyrkur
greiddur. Góð kennsluaðstaða.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma
97-61472 eða 97-61182.
Skólanefnd.