Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30: 3ÚNÍ1991 Atli Gíslason, saksóknari í máli Þýsk-íslenska: Dómurinn felur í sér mjög eindregna sakfellingn „ÞAÐ er mikilvægt, að dómstólar hafi tiltrú almennings. Gagnrýni annars dómsfellds í málinu, eins og hún er sett fram, er að mínu mati ómakleg," segir Atli Gíslason hrl. og saksóknari í refsimálinu gegn tveimur forsvarsmönnum Þýsk-íslenska hf. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn þeim í síðustu viku og ennfremur í lögtaksmáli Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Þýsk-íslenska. Ómar Kristjánsson aðaleigandi fyrirtækisins hefur sett fram gagnrýni á sakadóm og Hæstarétt í kjölfar málsins og falið lögfræðingi sinum að skoða möguleika á að skjóta málinu til mannréttindadómstólsins í Strassborg. Þá hefur vakið athygli að ákærðu leituðu álits fjöl- margra hæstaréttarlögmanna, fyrrverandi hæstaréttardómara og dansks prófessors í refsirétti, á dómi sakadóms en þau álit ganga að sögn Ómars þvert á niðurstöðu sakadóms og Hæstaréttar. Hæsti- réttur tók enga afstöðu til þessara álitsgerða. „Það er harla óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að lögð séu fram í dómi lögfræðileg álit um lagaatriði, sem dómstólnum er ætlað að leysa úr,“ segir Atli. „í Hæstarétti situr landslið íslands í lögfræði, þeirra hlutverk er áð skera úr um lagaatr- iði og þeir þurfa ekki álit annarra. Þessara álita er aflað utan réttar og hvorki dómstóllinn né ég sem saksóknari fengum tækifæri til að láta reyna á sönnunargildi þeirra. Það er grundvallaratriði í allri máls- meðferð að aðilar standi jafnir og gagna sé aflað fyrir dómi eða þau sannreynd þar,“ segir hann. Engin gögn fylgdu spurningunum „Eftir að dómur sakadóms var kveðinn upp, 5. desember 1990, lögðu vetjendur fímm afmarkaðar spurningar fyrir níu virta lögfræð- inga, þar af voru tveir fyrrverandi hæstaréttardómarar. í spurningun- um var forsendum lýst, en ekki minnst á hvaða mál þær snertu. Þannig var nafns hlutafélagsins ekki getið. Spurningarnar snéi-ust að meginstefnu um túlkun á máls- meðferð fyrir ríkisskattanefnd, einkum hvort álagning sé í gildi ef nefndin vísar frá sér máli. Engin gögn fylgdu spurningunum, hvorki dómur sakadóms né málsskjöl, ein- ar 1.200 blaðsíður, í máli forsvars- manna Þýsk-íslenska,“ segir Atli. Hann segir ennfremur að lög- fræðingarnir hafi ekki verið spurðir um ákæruatriði sakamálsins sem vörðuðu bókhaldsbrot og ranga skil- greiningu í opinberu skjali, sem sakfellt var fyrir en að tekið hafi verið fram að svörin væru ætluð til framlagningar í dómi, sem varð raunin. Ríkisskattsljóri fór að löguni Atli segir að í forsendum verj- enda fyrir spurningum sínum tii lögfræðinganna hafi því m.a. verið haldið fram, að ríkisskattstjóri hafi við endurálagningu á fyrirtækið ekki farið rétt að samkvæmt lögum. í úrskurði ríkisskattanefndar í mál- inu hafí hins vegar sagt, að rétt hefði verið af ríkisskattstjóra, að hann færi fram á rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á nýju skattfram- tali kæranda áður en hann tók fyr- ir að endurákvarða gjöld kærand- ans. „Þetta er grundvallarforsenda en svarendur virðast ganga út frá því, að ekki hafi verið farið að lögum,“ segir Atli. „í reynd stóðu ríkisskatt- stjóra tvær leiðir til boða, báðar samkvæmt ákvæðum skattalaga. Önnur var áð gera rannsókn og áætlun gjaldstofna í kjölfarið, sem ríkisskattanefnd taldi réttari. Hin var að taka til greina eindregna beiðni forsvarsmanna félagsins um endurálagningu á nýtt framtal, sem unnið var af endurskoðanda félags- ins að fengnu bráðabirðgauppgjöri frá skattrannsóknarstjóra. Sú leið var valin samkvæmt heimild í 3. málsgrein 101. greinar skattalag- anna,“ segir hann. Atli leggur áherslu á að í dómi Hæstaréttar í refsimálinu hafi verið talið að úrskurður ríkisskattanefnd- ar hefði enga þýðingu í málinu og Atli Gíslason hrl. meðal annars vísað til fordæmis í dómi Hæstaréttar frá 1970, svo nefndu Skeifumáli, þar sem sú meginregla komi fram, að dómend- um í refsimáli beri að kanna sjálf- stætt og meta sakaratriði, þótt skattstjórnvöld hafi áður Ijallað um þau. Mildandi ástæður Atli var inntur álits á að dómur Hæstaréttar er vægari en dómur 37 sakadóms. „Mín skýring er sú að ég bar fram nýjar og mildandi ástæður fyrir Hæstarétti sem horfðu til refsilækkunar en þær komu ekki til álita fyrir sakadómi. Forsvarsmenn félagsins lögðu sig í líma við að upplýsa málið á meðan_ það var til meðferðar hjá rannsókn- ardeild ríkisskattstjóra og buðu fram alla hjálp. Þessa eiga ákærðu auðvitað að njóta en hlutverk sækj- anda er að stuðla að hið sanna og rétta komi í ljós og ég á að draga það .fram sem horfír sakborningi bæði til sektar og sýknu. Dómurinn felur hins vegar í sér mjög ein- dregna sakfellingu og er til dæmis allur sakarkostnaður lagður á hina dómfelldu,“ segir Atli. Gagnrýni veikir dómstólana -Gagnrýni hefur verið viðhöfð á dómstóla og jafnvel Hæstarétt í fleiri málum sem varða fjármála- misferli. Hver er skýringin á því að þínu mati? „Þetta er sama reynsla og verið hefur á Norðurlöndunum í málum sem varða efnahagsbrot. Ákærðu hafa allt aðra þjóðfélagsstöðu og önnur fjárráð og betri sambönd en almennt gerist um ákærða í refsi- málum. Þá skiptir miklu máli að ímynd þeirra út á við skerðist sem minnst; Þess vegna er málið flutt með þessum hætti í fjölmiðlum eft- ir að endanlegir dómar hafa verið kveðnir upp. Eg er ósáttur við þetta og tel að það veiki dómstólana því það er afar biýnt að þeir hafi tiltrú og traust almennings. Þess vegna verður öll gagnrýni að vera afar vönduð og ítarlega rökstudd," svar- ar Atli. -Hvað finnst þér þá um þá fyrir- ætlun Ómars Kristjánssonar að vísa málinu að einhveiju leyti til mann- réttindadómstólsins? „Það er mitt mat, að dómfelldu muni ekki hafa erindi sem erfiði í því enda voru þeir umvafðir réttar- öryggi í allri meðferð málsins," seg- ir Atli. KENNSLA Nuddnámskeið Helgina 12.-14. júlí heldur mjög fær nuddari nuddnámskeið. Far- ið verður í djúpnudd, þrísti- punkta, heilun, líkamslestur o.fl. eftir því sem tími gefst. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 91-612026. í FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Sálarrannsóknafélag Suðurlands Miðillinn Winny Marchall starfar á vegum félagsins 2.-14. júli. Upplýsingar um einkatíma í síma 91-688704. Elisabet. AuMrckka 2 . Kópavociur Sunnudagur: Samkoma i dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. ¥KFUK(® KFUM^ KFUM og KFUK Engin samkoma í kvöld vegna Almenna mótsins í Vatnaskógi. Skyggnilýsingafundur Miðillinn Winny Marchall verður með skyggnilýsingafund 2. júlí kl. 20.30 í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Austurveri„Háaleit- isbraut. Allir velkomnir pneðan húsrúm leyfir. Upplýsingar í síma 91-688704. Sálarrannsóknafélag Suðurlands. -■ VEGURINN v Kristiö samfélag Smiðjuvegur 5, Kóp. Kl. 19.30. Bænastund. Kl. 20.30. Kvöldsamkoma. Lof- gjörð, fyrirbæn. Predikun orðs- ins. „Lof um þig skal streyma mér af vörum, af því að þú kenn- ir mér lög þín". Allir velkomnir. FERÐAFEIAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Fjölbreyttar sumarleyfisferðir 1. 5.-12. júlí (8 dagar) Horn- strandaganga 1991. Skemmti- leg bakpokaferð frá Sæbóli um Jökulfirði í Hornvík. 2. Hornstrandaferðirnar hefj- ast 3/7. Hús og tjöld í Hornvík og Hlöðuvík. Kynnið ykkur ferða- tilhögun. Það er að verða upp- pantað i gistingu inni. 3. 18.-23. júlí (6 dagar). Aðalvík. Dvöl að Látrum með spennandi gönguferðum. 4. 19.-23. júlí (6 dagar). Kjal- vegur hinn forni: Hvítárnes - Þverbrekknamúli - Hveravelli. Biðlisti í skála. Hægt að hafa með göngutjöld. 5. 20.-28. júli (9 dagar). Miðsumarsferð á hálendið. Sprengisandur, Herðubreiðar- lindir, Askja, Kverkfjöll, Snæfell. Fá sæti laus. 6. 26/7-7/8 (7 dagar). Borgar- fjörður eystri - Loðmundar- fjörður. Gist í húsum. Skoðunar- og gönguferðir um þetta fjöl- skrúðuga landsvæði. 7. 26/7-1/8 (7 dagar). Seyðis- fjörður - Borgarfjörður eystri. Bakpokaferð um Loðmundar- fjörð og Víkurnar. 8. 2.-5. ágúst (4 dagar). Þóris- dalur - Hlöðuvellir. Bakpoka- ferð um verslunarmannahelgina. 9. 2.-11. ágúst (10 dagar). Vonarskarð - Kverkfjöll. Bakpokaferð. Áhugaverðar utanlands- ferðir fyrir f élagsmenn Ferðafélagsins: a. Á slóðum Eiríks rauða á Suður-Grænlandi 22.-29. júli. Einstakt tækifæri til að kynnast þessu nágrannalandi okkar, sem alltof fáir þekkja til. Hagstætt verð. Dagskrá liggur frammi á skrifstofunni. Pantið strax. Fá sæti laus. b. Gönguferð um Jötunheima í Noregi 17.-26. ágúst. Þekkt- asta fjallasvæöi Noregs. Ferð í samvinnu við Norska ferðafélag- ið. Nánari upplýsingar á skrifstof- únni, Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður: Theódór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. Sálarannsóknafélag Suðurlands verður með námskeið fyrir þá sem hug hafa á að starfa í bæna- og þróunarhringum á vegum fé- lagsins næsta vetur. Hringirnir munu starfa bæði á Selfossi og Reykjavík. Upplýsingar í sima 91-688704. Elísabet. ÚTIVIST GRÓFINN11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Sunnud. 30. júní Kl. 10.30: Póstgangan, 13. áfangi Kl. 13: Póstgangan, 13. áfangi. Styttri ganga. Kl. 13: Skálafell - Núpafjall Brottför í ofangreindar ferðir frá BSI - bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn og í Póstgöngunni við Fossnesti á Selfossi. Kl. 13: Hjólreiðadagur Útivistar Nú koma allir út að hjóla! Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni og hjólaður góður hringur um Heiðmörk. Áð verður á Vígslu- flöt, grillaðar pyisur og farið í leiki. Nikkari mætir á slaðinn. Ath. Gamla götuhjólið dugar í þessa ferð. Melgarferðir um næstu helgi: Básará Goðalandi Boðið er upp á helgarferðir í Bása um hverja helgi. Brottför föstudagskvöld, komið aftur að kveldi sunnudags. Út frá Básum eru skipulagðar gönguferðir fyrir farþega, t.d. inn íTungur, á Úti- gönguhöfða, á Heiðarhorn eða yfir í Hamraskóga og fyrir göngu- glaða á Rjúpnafell. Á kvöldin er safnast saman við verðeld og margt sér til gamans gert. Fimmvörðuháls - Básar Farið inn á Bása á föstudags- kveldi og gist þar. Á laugardags- morgun er ekið yfir að Skógum og gengið þaðan upp með Skógaá, en í henni eru ótal foss- ar, hver öðrum föngulegri, og yfir sjálfan hálsinn á milli Mýr- dalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Komið niður Heljarkamb á Mor- insheiði og þaðan í Bása. Gang- an tekur 8-9 klst. Hindísvík - Hvítserkur - Borgarvirki Farið kringum Vatnsnes með viðkomu á Breiðabólsstað og Borgarvirki. Komið að Ásbjarn- arstööum, Hvitserk, Hindísvík og víðar. Sjáumst! Útivist Skipholti 50b Almenn samkoma í dag kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 ■ S: 11798 19533 Sunnudagsferðir 30. júní Gönguferð um gosbeltið 7. ferð a. Kl. 13.00 Kristjánsdalir - Þríhnúkar - Strompar. Nú er tilvalið að byrja i þessari vinsælu raðgöngu um gosbeltið. Margir hafa verið með frá upphafi. 6 áfangar eru eftir upp að Skjald- breið. Spurning ferðagetraunar: Hvað hefur gígurinn í Þríhnúkum mælst djúpur? b. Kl. 13.00 Hellaskoðun i Strompahella (Bláfjallahella). Munið vasaljós og húfu. M.a. farið í Langahelli, Djúpahelli og Tanngarðshelli. Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 1.100.- frítt f. börn 15 ára og yngri með for- eldrum sínum. Brottför frá BSÍ, austanmegin. Ennfremur Þórs- merkurferð kl. 08. Þórsmörkin heillar Dagsferðir og sumardvöl Dagsferðir f Þórsmörk alla sunnudaga og miðvikudaga. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin kl. 08. Athug- ið að ekki þarf að panta í dags- ferðir Ferðafélagsins, en þó er betra að panta í miðvikudags- ferðirnar í Mörkina. Verð 2.300 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Stansað 3-4 klst. Við minnum einnig á ódýra sumardvöl. Tilval- ið að dvelja á milli ferða t.d. frá miðvikudegi til föstudags eða sunnudags. Miðvikudagur 3. júlí kl. 20. Kvöldsigling að lundabyggð (Lundey). Einnig gengið á land i Viðey. Verð 700 kr. Brottför frá Viðeyjarbryggju, Sundahöfn. Helgarferðir 5.-7. júlí a. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. b. Hagavatn - Jarlhettur. Tjcld og hús. Göngu- ferðir. c. Hagavatn - Hlöðuvell- ir - Geysir. Skemmtileg bak- pokaferð. Gist í skálum. d. Land- mannalaugar. Gist í Skála. Árbók Ferðafélagsins 1991 Gerist félagar í Ferðafélaginu og eignist nýja og glæsilega árbók, sem var að koma út (Fjalllendi Eyjafjarðar II). Ferðafélag íslands. lírnhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum i dag kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Mikill söngur og vitnisburður. Ræðumaður: Kristinn Ólason. Barnagæsla og kaffi eftir sam- komu. Allir hjartanlega velkominr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.