Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.06.1991, Qupperneq 44
Bögglapóstur um öllt lond PÓSTUR OG SÍM! MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Djúpkarfi útbreiddari en talið var BJARNI Sæmundsson, skip Haf- rannsóknastofnunar, kom úr þriggja vikna könnunarleiðangri á miðvikudag, en rannsóknin beindist að úthafskarfa og djúp- karfa. Að sögn Jakobs Magnússon- ar leiðangursstjóra benda rann- sóknirnar til að djúpkarfi sé út- breiddari í hafinu suðvestur af Islandi en áður var talið og þurfi því að auka rannsóknir á stofn- stærð hans. „Það var álitið að djúpkarfinn væri aðeins við landgrunnið en ýmislegt bendir til að útbreiðsla hans sé meiri,“ sagði Jakob. Djúp- karfinn hefur að jafnaði verið um 20-30% af afla togara á heimamið- um, að sögn Jakobs. „Þetta eru mikilvægar veiðar en við höfum ekki getað metið stærð stofnsins," sagði hann en taldi of snemmt að meta þýðingu þessa fyrir karfaveið- ar. Hann sagði að rannsóknin hefði leitt í ljós að gerlegt væri að gera stofnmat á úthafskarfanum með bergmálstækni. Nýtthapp- drætti hjá HÍ STEFNT er að því að Happdrætti Háskóla íslands hefji rekstur sjóðshappdrættis í haust. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar Guð- bjarnasonar háskólarektors á Há- skólahátíð í gær. Hann sagði að til að fjármagna rekstur HÍ væru áform um að hefja rekstur sjóðshappdrættis, þar sem eingöngu væri dregið úr seldum mið- um. Vinningsupphæðir ráðist af sölu miðanna og því hve mikið safnist í sjóð þar til dregið verði hvetju sinni. Innheimta skattskulda verður hert * Utistandandi skuldir yfir þrír milljarðar ÁKVEÐIÐ hefur verið í fjár- málaráðuneytinu að liert inn- heimta skattskulda hefjist á morgun, mánudag. Á að inn- heimta hjá bæði einstaklingum og lögaðilum, sem skulda sam- tals 1.600 milljónir króna i virðis- aukaskatt og 1.700 milljónir í staðgreiðsluskatt. I frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að innheimtumönnum hafi verið sendir listar yfir þá aðila sem skulda staðgreiðslu og virðisauka- skatt. Stefnt er að því að aðgerðir hefjist um allt Iand á mánudag, 1. júlí, og er jafnframt stefnt að því að þær verði framkvæmdar Samtimis á landinu öllu og verði lokið á sem skemmstum tíma. í fréttinni kemur fram að úti- standandi skuldir á virðisaukaskatti nemi nú um 1.600 milljónum króna. Þessi upphæð sé tæplega 4% af áætluðum tekjum ríkissjóðs af virð- isaukaskatti í ár. Virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkissjóðs, samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs er hann áætlaður 41.500 millj- ónir króna, eða 41% af heildartekj- um. Utistandandi staðgreiðsluskuldir nema um 1.700 milljónum króna. Morgunblaðið/Jóhannes Long Eplatré í blóma í Grímsnesinu Eplatré standa nú í blóma á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. Er þetta í fyrsta skipti sem þau blómstra en það er ekki mjög algengt að eplatré nái að blómstra utan gróðurhúsa á íslandi. Að sögn Þórarins Benediktsson- ar,"sérfræðings hjá Skógræktarstöð ríkisins við Mógilsá, gengur best að fá eplatré er bera villiepli til þess að blómstra fyrir utan hús hériendis. N orður-N oregur: * Tveir Islend- ingar villt- ust til Sov- étríkjanna Fá háa sekt fyrir TVEIR íslendingar, sem búsettir eru í Norður-Noregi, eiga von á 20.000 króna sekt hvor fyrir að hafa villzt yfir landamærin til Sovétríkjanna fyrir skömmu. Mennimir voru á gönguferð við landamærin og vom komnir um 700 metra inn í Rússland áður en þeir áttuðu sig á því að þeir væru komnir „austur fyrir járn- tjald“. „Við vorum á ökuferð skammt frá landamærunum að Sovétríkjun- um og komum að stíflu, sem lá yfir fljót,“ sagði annar íslending- anna, Þórir Andrésson, í samtali við Morgunblaðið. Þórir á hér við Pasvik-ána, sem skilur að Sovétrík- in og Noreg. „Við ætluðum að ganga yfir stífluna og tókum ekki eftir landamærastólpa, sem er á henni miðri. Við gengum því yfir landamærin og vorum líkast til komnir um 700 metra inn í Sov- étríkin þegar við komum að bómu- hliði, þar sem var skjaldarmerki með hamri og sigð. Þá áttuðum við okkur á því að við vorum á sovézku landi og snerum við. Við sáum aldr- ei neina Rússa. Á leiðinni til baka tókum við hins vegar eftir landa- mærastólpanum á stíflunni.“ Þórir sagði að skilti hefði verið við stífluna, en þeir félagarnir hefðu líklega misskilið það eitthvað, því að þeir hefðu talið að það bannaði aðeins akstur yfir stífluna. „Þegar við vorum komnir aftur upp í bílinn og lagðir af stað heim, stukku fram norskir hermenn með byssur, stöðv- uðu okkur og spurðu hvað við hefð- um verið að gera í Sovétríkjunum. Við svöruðum því til að við hefðum ekki vitað hvar við vorum fyrr en það var um seinan,“ sagði Þórir. Norsku hermennimir tóku niður nöfn Islendinganna, sem báðir vinna í Norður-Noregi, og sagði Þórir að hvor um sig ætti von á að þurfa að greiða 2.000 norskar krónur í sekt, sem er um 20.000 íslenzkar krónur. Mjög óalgengt mun vera að menn flækist yfir til Sovétríkjanna frá Noregi. Verðlækkun gasolíu um 13,8%: Olíukostnaður útgerðarinnar lækkar um 500 milljónir á ári 250 millj’ónir af sparnaðinum renna til sj'ómanna AÆTLAÐ er að lækkun gasolíu- verðs um 13,8% nú uni mánaða- mótin, eins og olíufélögin hafa lagt til, lækki olíukostnað útgerð- arinnar í heild um nálægt 500 milljónum króna á ársgrundvelli, að sögn Sveins Hjartar Hjartar- sonar hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Þar af rynnu rúmlega 250 niilljónir til sjómanna, þar sem sá hluti afla- verðmætis sem kemur lil skipta hækkar að öllum líkindum í 74%, en er nú 71%. Samkvæmt kjarasamningi milli útgerðar og sjómanna er sá hluti aflaverðmætis sem kemur til skipta breytilegur eftir olíuverði. Miðað er- við meðalverð olíubirgða að baki verðákvörðun. Nú koma 71% til skipta, en miðað við 180 dollara meðalverð hækkar skiptahluturinn í 74%. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi eru tillögur olíufélaganna til Verðlagsráðs nú um 13,8% lækk- un, úr 21,50 krónum lítrinn í 18,60, miðaðar við meðalverð birgða 181 dollar. „Eðli málsins samkvæmt er það mjög jákvætt fyrir útgerðina ef olíu- verð lækkar og var kominn tími til, verðið hefur verið mjög hátt,“ sagði Sveinn Hjörtur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Miðað við 180 dollara meðalverð birgða þýðir lækkunin að olíukostn- aður útgerðarinnar minnki um um það bil 500 milljónir króna á árs- grundvelli, þar af kemur rúmlega helmingur til sjómanna vegna hækkunar skiptaprósentu," sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá Sjó- mannasambandi lslands þýðir þessi lækkun olíuverðs um það bil 700 króna hækkun hásetahlutar fyrir hverja milljón króna aflaverðmætis á dæmigerðum togbát með 12 manna áhöfn. Hásetinn fengi í sinn hlut, af milljóninni, 17.575 krónur miðað við 74% til skipta, en fær nú 16.862 krónur miðað við 71% til skipta. Sé hásetinn á skipi sem aflar fyrir 100 milljónir munar því um 70 þúsund krónum á launum hans, miðað við framangreindan mun á skiptaprósentu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.