Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 1

Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 153. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter FlóðíKína Gífurleg flóð eru í Austur-Kína, allt frá Mansjúríu í norðri til Búrma í suðri, enda hafa verið þar stórrign- ingar uppstyttulaust í heilan mánuð. Hafa tugþúsundir manna misst heimili sín og tala látinna nálgast þúsundið. Þessi mynd var tekin í gær af vegfarendum í borginni Changzhou. EB-áætlim um sam- drátt í landbúnaði Strasborg. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins hefur samþykkt nýja áætlun um niðurskurð í landbúnaði og minni niðurgreiðslur. Er meðal annars fyrirhugað að lækka verðiðj sem bændur fá fyrir korn- ið, um þriðjung og smjörverðið um 15% I samþykkt Cairns-hópsins, samtaka 14 landbúnaðarríkja, eru niðurgreiðslur Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins kallaðar „efnahagslegur vandalismi". Róttækasti kafli áætlunarinnar er um kornræktina en á næstu þremur árum á að lækka verðið, sem bændur fá fyrir hvert korn- tonn, niður í 7.100 ísl. kr. en það er 35% minna en nú ér greitt fyrir kornið að jafnaði. Þá verður öllum kornbændum, nema á smæstu bú- unum, gert að taka úr ræktun 15% landsins. Það verður þó bætt þeim með beinum greiðslum nema jörðin sé stærri en 50 hektarar. Meðaljörð- in innan EB er 14 hektarar. Mjólkurkvóta EB-bænda á að minnka um 4% og nautakjöts- og smjörverð til bænda á að lækka um 15% og verðið fyrir undanrennuna um 5%. Cairns-hópurinn, 14 ríki, sem beijast fyrir óbrengluðum viðskipt- um; með landbúnaðarvörur, hefur verið á fundi í borginni Manaus í Brazilíu og í ályktun frá honum er farið hörðum orðum um niður- greiðslufárið í Bandaríkjunum og Evrópubandalaginu. Sagði Antonio Cabrera, landbúnaðarráðherra Brazilíu, að óréttlát samkeppni af hálfu ríkra þjóða kæmi í veg fyrir, að bændur í fátækum löndum gætu fjárfest í tækjum og bætt ræktunar- aðferðirnar. Það ylli því aftur, að landið væri þrautpínt og í kjölfarið sigldi svo uppblástur og jarðvegs- eyðing. Bretland: Fækkað í her- afla um 20% London. Reuter. Júgóslavía: Serbar og Króatar berjast þrátt fyrir friðarsamning Búist við, að slóvenska þingið samþykki samninginn í dag Belgrad, Ljuhljana, Zagreb, London. Reuter. BARDAGAR brutust út í gær á landamærum júgóslavnesku lýð- veldanna Serbíu og Króatíu og var að minnsta kosti vitað um einn mann látinn og nokkra særða. 10 embættismenn frá Evr- ópubandalaginu eru komnir til Júgóslavíu til að fylgjast með framkvæmd friðaráætlunarinn- ar, sem leiðtogar lýðveldanna samþykktu fyrir milligöngu EB. Þótt forseti slóvenska þingsins hafi líkt áætluninni við uppgjöf virðast flestir þingmenn og slóv- enskur almenningur telja rétt að samþykkja hana. Hermenn úr júgóslavneska sam- bandshernum börðust í gær við króatíska þjóðvarðliða með skrið- drekum og stórskotaliðsvopnum og Bandaríkin: Refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku aflétt Washington. Reuter. Bandaríkj astj órn mun tilkynna í dag að hún ætli að aflétta efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku að hluta til. Var það haft eftir háttsettum embættismönnum. George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að aflétta refsiaðgerðum sem verið hafa í gildi frá 1986 vegna þessa að öll fimm skilyrðin sem sett voru til að fá þeim aflétt hafa verið uppfyilt. Aðrar refsiaðgerðir sem voru ekki bundnar sömu skil- yrðum munu þó halda áfram, m.a. bann við vopnasölu, bann við kjarn- orkuviðskiptum og bann við því að Suður-Afríka fái lán úr Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Á fundi Alþjóðaólympíunefndar- innar sem haldinn var í Lausanne í Sviss var samþykkt að leyfa suður-afrískum íþróttamönnum að taka þátt í Olympíuleikunum, en við því hefur legið bann í tvo ára- tugi. Nefndin heimilaði þátttöku suður-afrískra íþróttamanna á sum- arleikunum sem haldnir verða í Barcelona á Spáni í júlí á næsta ári. Þá er hugsanlegt, að þeir fái að taka þátt i vetrarleikunum sem haldnir verða í Albertville í Frakk- landi í febrúar á næsta ári. var vitað um einn mann fallinn og þijá særða. Sagði Onecin Czitan, innanríkisráðherra Króatíu, að sam- bandsherinn hefði brotið friðar- samninginn frá því á sunnudag og stundaði nú beinan og óbeinan hernað gegn lýðveldinu. Stóðu átök- in í héraðinu Slavonia í Króatíu en það liggur að Serbíu og þar býr margt fólk af serbneskum ættum. Tíu embættismenn landvarna- og utanríkisráðuneytis Lúxemborgar, Hollands og Portúgals komu í gær til Belgrad, höfuðborgar Júgó- slavíu, til að fylgjast með fram- kvæmd friðarsamningsins og héldu þeir umsvifalaust til Ljubljana í Slóveníu og Zagreb í Króatíu. Verða þessir eftirlitsmenn að lokum 50 og er þetta í fyrsta sinn, sem Evr- ópubandalagið hefur beina milli- göngu eða afskipti af málefnum annars ríkis með þessum hætti. Friðaráætlunin verður tekin fyrir á slóvenska þinginu í dag og er búist við, að hún verði samþykkt þrátt fyrir þá yfirlýsingu France Bucars þingforseta í gær, að hún jafngilti uppgjöf fyrir Slóvena. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði, að um væri að ræða frið eða stríð og margir þingmenn sögðu, að það, sem þegar hefði áunnist, væri aðeins áfangi að fullu sjálf- stæði Slóveníu. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, gerði ástandið í Júgó- slavíu að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í Moskvu í gær, og sagði, að það væri víti til varnaðar öllum þeim, sem vildu slíta sundur Sovétríkin. Sex sovétlýðveldanna 15 krefjast sjálfstæðis og fullra slita við Sovétríkin en Gorbatsjov kvaðst hafa heimildir fyrir því, að 70-80% íbúa sumra þessara ríkja vildu vera áfram í Sovétríkjunum. BRESKA sljórnin hefur ákveðið að fækka í hernum um 20%. Skýrði Tom King landvarnaráð- herra frá þessu í gær og sagði, að þegar Varsjárbandalagið hefði verið leyst upp hefði hugs- anlegum fjandmönnum NATO- ríkjanna á vígvellinum jafnframt fækkað um eina milljón. I breska hernum eru nú 308.000 menn en á næstu þremur árum verður fækkað um 62.000 manns. „Það er stefnt að því að herinn verði fámennari en jafnframt betur búinn og í raun öflugri og þjálfaðri en verið hefur,“ sagði King, sem lagði áherslu á, að Atlantshafs- bandalagið yrði enn sem fyrr horn- steinninn í vörnum Breta. Búist er við, að útgjöld Breta til varnarmála minnki um 6% á næstu þremur árum en það er raunar minna en sá samdráttur, sem orðið hefur á síðustu fimm árum. Reuter Gonzalez íausturvegi Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, lauk í gær tveggja daga heimsókn í Sovétríkjunum þar sem hann ræddi við helstu ráðamenn, meðal annars Míkhaíl Gorbatsjov sovétforseta og Borís Jeltsín, for- seta Rússlands. Er myndin af þeim Jeltsín en með ferðinni vildi Gonzalez kynna sér fyrirhugaðar umbætur í sovésku efnahagslífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.