Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991 Hafís á sigl- ingarleið iindan Hom- ströndum Bolungarvík. TALSVERÐUR hafís er nú skammt undan Hornströndum. Rækjubáturinn FIosi ÍS frá Bol- ungarvík tafðist um fjóra tíma á siglingunni af rækjumiðunum djúpt út af Húnaflóa til Bolung- arvikur. Að sögn Jóns Egilssonar skips- stjóra á Flosa voru þeir á veiðum um 70 mílur austnorðaustur af Horni. Á leiðinni til Bolungarvíkur sigldu þeir ásamt tveimur öðrum bátum 20 til 30 mílur í gegnum misþykkar ísspangir og gekk veru- lega erfiðlega að komast í gegnum tvær þeirra. Þéttust var þó síðasta spöngin sem var um 22 mílur frá Homi. Þoka var á þessum slóðum sem gerði mun erfiðara fyrir en aftur á móti var stillilogn og sléttur sjór og sagði Jón að ekki hefði ver- ið farandi þarna ef einhver hreyfmg hefði verið. Jón kvaðst hafa haft fréttir af einhverjum bátum, sem fóru inn fyrir ísspangimar og þurftu þeir að sigla allt upp undir Selssker til að komast inn fyrir ísinn þannig að þar var hann kominn upp undir grunnslóð. Gunnar. Miðnæturdans á Eyjafirði Hafnar eru vikulegar miðnætursiglingar um Eyjafjörð með Hrís- eyjarferjunni Sæfara. Farið er frá Torfunefsbryggju á Akureyri klukkan 20 og siglt út með firðinum austanverðum út undir Grenivík. Þá verður stefnan tekin á Hrísey, siglt norður fyrir Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson eyjuna og komið í höfn um klukkan 23. Skömmu fyrir miðnætti er svo lagt af stað til Akureyrar á ný og þá slegið upp dansi á dekkinu með miðnætursól við sjóndeildarhring. Komið er að landi á Akureyri um klukkan 2 eftir miðnætti. Mínna að gera í bygging- ariðnaði en búist var við - segir framkvæmdastjóri byggingarmanna Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Sigurðsson bóndi í Efstadal í Laugardal við heyskap í gær. Heyskapur gengur víðast hvar vel: Heyfengur verður vel yfir meðallagi HEYSKAPUR gengur vel víðast hvar á landinu og dæmi eru um að slætti sé sums staðar lokið. Miklir þurrkar hafa þó hamlað sprettu og víða hafa bændur beðið með að slá í von um að fljótlega fari að rigna. Þegar litið er til landsins í heild virðist heyfengur ætla að verða vel yfir meðallagi og einnig er útlit fyrir að hey verði betri en venjulega. „ÞAÐ ER óvenjulega rólegt, miklu rólegra en menn höfðu átt von á,“ sagði Sverrir Arngrímsson fram- kvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingamanna í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var spurður um ástand í atvinnumálum byggingariðnaðar- ins. Sverrir sagði einna mest vera unnið við íbúðir aldraðra um þess- HÖRÐUR Helgason, fyrrverandi sendiherra, lést á Landspitalan- um í gær, 68 ára að aldri. Hann fæddist á Isafirði 27. mars árið 1923, sonur Helga Guðbjartsson- ar kaupmanns þar og síðar í Reykjavík og konu hans, Sigrún- ar Júlíusdóttur. Hörður varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1943 og lauk síðan BA-prófi í þjóðfélags- fræði frá Duke-háskóla í N-Carol- ina árið 1947. Hann var starfsmað- ur tollstjórans í Reykjavík á árunum 1947 til 1948 en hóf síðan störf í utanríkisþjónustunni sem sendi- ráðsritari í París árið 1948 og var skipaður sendiráðsritari þar árið 1951. Hann var skipaður aðstoðarfull- trúi í Efnahagssamvinnustofnun Evrópu árið 1949 og í ráð Atlants- hafsbandalagsins árið 1952. Skip- aður fyrsti sendiráðsritari í París árið 1956 og sendiráðunautur árið 1960. Hörður tók við störfum í ut- anríkisráðuneytinu árið 1960 og var settur deildarstjóri og jafnframt formaður varnarmálanefndar. Skip- aður deildarstjóri árið 1963 og sendiráðunautur í Washington árið 1966. Skipaður sendifulltrúi árið 1972. Varð skrifstofustjóri ut- anríkisráðuneytisins árið 1973 og veittur sendiherratitill árið 1976. Hörður var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni árið 1976 og ar mundir. Hjá Verktakasambandi íslands fengust þær upplýsingar að menn vonuðust eftir auknum framkvæmdum á næstunni og væru í burðarliðnum nokkur stór verkefni í byggingariðnaðinum. Að sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra Verktakasam- bandsins er almennt talið þokkalegt ástand í byggingariðnaðinum og Hörður Helgason varð ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins árið 1979 og ritari ut- anríkismálanefndar frá sama tíma. Hann varð fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1982 og sendiherra í Danmörku árið 1986 pg þá jafnframt sendiherra í ísrael, ftalíu og Tyrklandi. Hann Iét af störfum í utanríkisþjónustunni 1. desember síðastliðinn vegna heilsu- brests. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Sara Helgason. Þau eignuðust fimm börn. hann sagði að nokkur stór verkefni væru í burðarliðnum þannig að menn litu ekki svartsýnum augum til næstu framtíðar. Að sögn Sverris Amgrímssonar eru ekki til nýjar upplýsingar um óselt húsnæði á byggingarstigi eða nýbyggt á höfuðborgarsvæðinu, en samkvæmt athugun frá í vetur hafi verið um að ræða á bilinu 200 til 300 íbúðir. Hann sagði að á þessum árstíma væri ekki óeðlilegt að tiltölulega mikið væri óselt af íbúðum miðað við aðra árstíma, þar sem bygginga- meistarar og -verktakar miðuðu gjaman við að steypa upp hús á haustin, vinna innivinnuna á veturna, þannig að íbúðirnar,væru tilbúnar að vori og surnri. Af hefðbundnu íbúðarhúsnæði sagði hann að þróunin væri greini- lega í átt til minni húsa en áður. Stór einbýlishús væm nánast horfin af verkefnaskránni, hins vegar væri mikil eftirspurn eftir litlum raðhús- um. Reykjavík: Nálægt hitameti HITINN mældist 23,2 stig í Reykjavík í gær og er þetta næst heitasti dagur sem hefur mælst í Reykjavík síðan 9. júlí 1976 en þá fór hitinn upp í 24,3 stig. 30. júlí 1980 mældust 23,7 stig. Mestur hiti á Iandinu í gær var í Hjarðarlandi í Biskupstungum en þar mældist hitinn 24,2 stig. Næstmestur var hitinn á Hæli í Hreppum, 24 stig. Á Vesturlandi og Vestfjörðum hefur heyskapur gengið óvenju vel hjá flestum bændum. Það háir þó sprettu, þar eins og annars staðar, að lítið hefur rignt undanfarnar vik- ur. Af þessum sökum hefur nokkuð orðið vart við bruna í túnum, einkum þar sem tún em sendin. Heyskapur gengur vel á Norður- landi og að sögn Ævars Hjartarson- ar, búnaðarráðunautar hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar, komu flest tún vel undan vetri. Ævar segir að afar lítið sé um kal í túnum og að flestir bændur séu vel á veg komnir með slátt og sumir jafnvel búnir. Spretta sé almennt góð þrátt fyrir þurrkana að undanförnu og horfur séu á að heyfengur sumarsins verði mikili og góður. Tún hafi flest komið vel und- an vetri og varia sé kalblettur sjáan- legur í þeim. Lítur út fyrir að í sumar verði sleg- ið í tvígang um land allt og hefur slíkt ekki gerst um árabil. Sums stað- ar á austanverðu Norðurlandi hefur slíkt ekki verið gert í mörg ár. Maímánuður var votviðrasamur víða um land og hefur það skipt miklu máli hvað sprettu varðar það sem af er sumri. Nær ekkert hefur rignt á Austurlandi síðan í apríl og hafa þurrkarnir að líkindum verið mestir þar. Lítils háttar kuldakast með næturfrosti fyrri hluta júnímán- aðar varð heldur ekki til að bæta sprettuna. Af þessu leiðir að ekki er víst að heyfengur á Austurlandi verði meiri en í venjulegu árferði. Á Suðurlandi eru bændur almennt langt komnir með heyskap og jafn- vel búnir sums staðar í lágsveitum. Búast má við mikilli sprettu ef það rignir fljótlega en sunnlenskir bænd- ur eru ekki vanir eins miklum þurrk- um og þeim sem nú ríkja. Sunnlend- ingar eru almennt ánægðir með hey- gæði og gera þeir sér vonir um að hægt verði að draga úr kjarnfóður- gjöf í vetur af þeim sökum. Hörður Helgason fyrr- verandi sendiherra látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.