Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 7

Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ*1991 Hagsmunaaðilar sjávarútvegs um tillögur Hafrannsóknastofnunar; Eitt mesta reiðarslag í sjávarútvegi í mörg ár Bitnar á framtíðinni ef við höfum tillögurnar að engu, segir formaður LÍÚ KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að tillögur Hafrann- sóknastofnunar séu eitt mesta reiðarslag sem sjávarútvegurinn hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar en hér er um gríðarlegt tekjutap að ræða. Eg vara hins vegar við því að freista gæfunnar með því að hafa þessar tillögur að engu, því það mun bara bitna á framtíðinni. Ég er ekki að segja að farið verði að þessum tillögum í einu og öllu en menn verða að búa sig undir að mæta þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Kristján. „Þessi tillögugerð er með hreinum ólíkindum. Maður á ekki eitt einasta orð. Þetta er fjórða árið í röð sem gerð er tillaga um samdrátt í þors- kveiðum. Ég held að þeir hljóti að vera fastir í einhverri ægilegri skekkju,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Árnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir tillögurnar gera ráð fyrir miklum samdrætti eða sem nemi a.m.k. 50 þús. tonnum í þorskafla, sem muni kosta fiskvinnslu og sjávarútveginn allan verulegt tekjutap. Á sama tíma fari afurðaverð lækkandi og óvissu er yfir loðnuveiðunum. Afrakstur þorskstofnsins Kristján sagði að niðurstaða Ha- frannsóknastofnunar um þorsk- stofninn ættu ekki að koma á óvart því nýliðun undanfarinna ára hefði verið langt undir meðaltali. „Afli togaranna á uppeldisstöð þorsksins síðast liðið haust og í vetur var 42 herbergi verða tekin í notk- un á Hótel Islandi á morgun. Herbergin eru öll í norðurhluta hótelsins. IIótel_ Saga mun sjá um rekstur Hótels íslands fyrir Búnaðarbank- ann sem á hótelið. Mótttökustjóri er Ingibjörg Olafsdóttir. Konráð Guðmundsson hótelstjóri Hótels Sögu sagði að enn væru laus herbergi á hótelinu í sumar. Ástæð- mjög slæmur, sem hefur gefið ákveðna vísbendingu um að niður- stöður Hafrannsóknastofnunar séu réttar og að árgangarnir sem koma næstu fimm ár verði mjög lélegir. Það veldur hins vegar miklum von- brigðum ef það er að verða niður- staða að afrakstur þessa stofns, sem hefur gefið okkur 400-450 þúsund tonn, verði ekki nema 250-300 þús- und tonn til lengri tíma litið,“ sagði Kristján. „Til viðbótar þessu eru erfiðleikar í ýsunni og enn meiri í ufsanum og svo erum við með 43 loðnuskip, sem eru nánast verkefnalaus vegna þess að við fáum ekki að veiða loðnu fyrr en í haust og horfurnar eru afleitar. Þessar niðurstöður allar eru eitt mesta reiðarslag sem sjávarútegur- inn hefur staðið frammi fyrir í mörg ár en það verður að takast á við þennan vanda. Það verður að gera með því að takmarka veiðarnar og byggja frekar stofninn upp,“ sagði hann. „Þetta þýðir að það verður una sagði hann vera að ekki hefði verið ákveðið fyrr en í vor að taka hótelið í notkun í sumar en líka að lítil ijölgun ferðamanna hefði verið á landinu í sumar. Um leið og herbergin 42 verða tekin í notkun verður veitingasalur á fyrstu hæð hótelsins opnaður. Á sömu hæð verður Ferðaskrifstofa Reykjavíkur með skrifstofu. að leysa upp Hagræðingarsjóðinn, sem hefur núna til umráða 12 þús- und þorskígildi, og ráðstafa þeim beint til flotans. Við þurfum líka að taka til baka veiðiheimildir eins og til Færeyinga upp á 9.500 tonn,“ sagði hann. Hugmyndir um auðlindaskatt foknar út í veður og vind Kristján sagði aðspurður að þess- ar tillögur hefðu þá þýðingu varð- andi áframhaldandi stjórnun fisk- veiða að þær hugmyndir sem uppi væru um að leggja ný gjöld á grein- ina fykju út í veður og vind. „Það eru engar forsendur fyrir hugmynd- um um skattbyrði á greinina. Ég er á ferð um Vestfirði og hitti þar fólk sem vinnur við sjávarútveg og hef hvergi fundið neinn nýjan skatt- stofn. Hér eru fyrirtæki sem beijast í bökkum og eru að reyna að kom- ast út úr erfíðleikunum. Nýjar álög- ur myndu draga úr nauðsynlegri hagræðingu vegna þess að þeim skattpeningum er betur varið með því að færa saman heimildir og hagræða en að greiða þá í ríkis- sjóð,“ sagði Kristján. Hef enga trú á tillögunum Guðjón sagði að lífríkið í sjónum væri nú eins og best yrði á kosið. „Það er ekki hægt að merkja það af aflabröghðum þessa árs að menn hafí átt í erfíðleikum með að ná aflanum í öll veiðarfæri. Það er al- veg á hinn veginn. Ég hef vægast sagt litla trú á þessum tillögum," sagði hann. Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar fyrr en að undangengnum mæling- um á stærð veiðistofnsins í haust og/eða veturinn 1992. Guðjón sagði að miklar breytingar væru á hita- fari og lífríki hafsvæðisins og sagði að ástæða væri fyrir fiskifræðinga að endurskoða hugmyndir sínar frá grunni. Það mætti hefja loðnumæl- ingar strax í september og Hafrann- sóknastofnun ætti ekki að fullyrða neitt nú um veiðina í vetur. „Það Morgunblaðið/KGA Sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunar kynntu aflahorfur fyr- ir fiskeiðiárið 1991/92 á fundi með fréttamönnum í gær. eru ekki nema tvö ár síðan þeir lögðu til 53 þús. tonn af loðnu en svo voru veidd 800 þús. tonn,“ sagði hann. Draga úr siglingum á erlenda markaði Arnar sagði að ef tillögurnar gengju fram óbreyttar myndu þær hafa mjög mikil áhrif á afkomu sjáv-" arútvegsins. Stofnunin hefði gert tillögu um 300 þúsund tonna þor- skafla fyrir yfírstandandi ár og geri nú ráð fyrir að aflinn verði 315 þús. tonn á árinu. Tillaga um 250 þús. tonna þorskafla á næsta fi- skeiðiári sé því mikill samdráttur. „Nú erum við greinilega að sigla inn í enn meiri erfiðleika en verið hafa undanfarið, meðal annars vegna lækkandi afurðaverðs. Ef þessar til- lögur ganga fram að einhveiju eða öllu leyti hlýtur að verða að draga úr siglingum með afla á erlenda markaði til að skapa vinnslunni meiri möguleika. Grænlandsgangan hefur greini- lega sett strik í reikninginn. Fiski- fræðingar gerðu sér ákveðnar vonir fyrir þetta ár sem ekki hafa gengið fram. En það er ráðherra sem hefur síðasta orðið þó ekki sé að búast við að hann breyti miklu frá þessum tillögum. Útlitið er mjög dökkt framundan," sagði Amar. Kristján Ragnarsson sagði að það myndi aðeins auka á erfíðleikana ef skipin fengju ekki að nýta. sér möguleika á að selja afurðirnar á mörkuðum þar sem hæst verð feng- ist hveiju sinni. Læknafélag Reykjavíkur: Hámark verði sett á lyfja- kostnað LÆKNAFÉLAG Reykjavík- ur hefur ritað Sighvati Björgvinssyni heilbrigðis- ráðherra bréf þar sem skor- að er á hann að beita sér fyrir því að sett verði há- mark á þann kostnað sem einstaklingi og fjölskyldum sé ætlað að bera vegna lyfja- kaupa á ári hverju. Bréfíð inniheldur ályktun frá stjórnarfundi félagsins 8. júlí sl. þar sem fjallað var um reglugerð um greiðslu al- mannatrygginga á lyfjakostn- aði, en reglugerðin tók gildi um mánaðamótin. í ályktuninni segir m. a. að eflaust sé mörgum sjúklingum ekki ofviða að bera þann aukna kostnað vegna kaupa á lyfjum sem reglugerðin kveði á um. Hins vegar geti reglu- gerðin haft þau áhrif fyrir aðra að þeir telji sig ekki hafa ráð á þeirri læknismeðferð sem þeim sé ráðlögð. Skorar félag- ið því á heilbrigðisráðherra að setja hámark á þann lyfíja- kostnað sem einstaklingar og eða fjölskyldur þurfi að bera. Fari kostnaður viðkomandi yfir það hámark greiði al- mannatryggingar lyfjakostnað eftir það að fullu. í ályktuninni hvetur Lækna- félag Reykjavíkur meðlimi sína til þess að gæta í senn hagsmuna sjúklinga sinna og eins fjárhagslegra hagsmuna þeirra, sem greiða fyrir heil- brigðisþjónustuna. Jafnframt er sett fram sú von að almenn- ingi takist að efla kostnaðar- vitund sína þannig að nýta megi sem best þá fjármuni, sem heilbrigðiskerfið hefur yfír að ráða. Hótel Island: 42 herbergi tekin í notkun 12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRÁ HEIMILISTÆKJUM SKINANDI SJÓNVARP í BÚSTAÐINN 14 tommu litasjónvarp með fjarstýringu og 12/220 volta spennubreyti. Hefur alla kosti stóru tækjanna. ■ I íí Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 > í samtuH^iutt fuperléch 'simmisin FLAKKARINN Tilvalið tæki á skrifstofuna, í bílinn, bátinn, gott sem „monitor" fyrir myndbandsupptökuvélina og tölvuleikina. • 13 cm hágæða litaskjár .Monitor" • Innbyggt AM/FM sterio útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara • 220 volt eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir. fúþerlech 'simmisiii FRÁBÆRI FERÐAFÉLAGINN Hágæða 10 tommu litaskjár, myndband (afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V. • TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár • leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“ fjarstýring • Allar aðgerðir sjást á skjánum • Stærð B:270 H:310 D:310 mm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.