Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 17

Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 17 Hestamannafélagið Fákur: Rætt um úrsögn úr Landssambandinu INNAN hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík eru umræður um hvort félagið eigi að segja sig úr Landssambandi hestamanna í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnar LH að halda Landsmót hesta- manna á Gaddstaðaflötum 1994 en ekki í Víðidal. „Fáksmenn eru óhressir með þessa ákvörðun" sagði Viðar Hall- dórsson, formaður Fáks, er Morg- unblaðið hafði samband við hann út af þessu máli. Að sögn Viðars ætla Fáksmenn að skoða stöðu sína mjög vel sem meðlimir í LH. Viðar sagði að Fáksmenn greiddu um 1 milljón króna í Landssamband hest- amanna á ári og að hans mati fengju þeir lítið í staðinn fyrir þenn- an pening. Viðar sagði ennfremur að LH stæði nú á tímamótum þar sem hestamennska væri nú viður- kennd sem íþrótt hvort sem menn stunduðu hana sem áhuga- eða at- vinnumenn og búið væri að stofna önnur samtök hestamanna, Hesta- íþróttasambandið. Viðar sagði að Hestaíþróttadeild Fáks og fleiri hestafélaga væru í Hestaíþrótta- sambandinu og það væri spurning hvort önnur samtökin ættu þá ekki að hverfa. Viðar sagði einnig að með því að halda stór mót í Reykjavík væri tryggt að fjárfesting manna í upp- byggingu mótsvæðis nýtist vel þar sem svæði Fáks væri í notkun 6 - 8 mánuði á ári . Að sögn Viðars hélt Hestamannafélagið Fákur fjórðungsmót 1985 og það hefði komið að stað mikilli uppbyggingu sem hefði annars ekki orðið. Viðar taldi ekki líklegt að boðað yrði til sérstaks félagsfundar vegna þessa máls. Að hans mati er þetta mál fyrir aðalfund Fáks og því verð- ur ekki endanlega ljóst hvort Fáks- menn ganga úr LH fyrr en í febrú- ar á næsta ári. Sigurður Þórhallsson, fram- kvæmdarstjóri LH, sagði að sér þætti leiðinlegt að heyra þessi við- brögð Fáksmanna. Hann sagðist vel skilja að mönnum hlypi kapp í kinn um tíma en hann vonaði að Fáksmenn myndu sættast á löglega tekna ákvörðun stjórnar LH. í stjórn LH væru fulltrúar frá öllum landsfjórðungum og þeir hefðu ein- róma samþykkt að halda landsmót- ið á Hellu þar sem þar væri allt tilbúið fyrir stórmót. Að sögn Sig- urðar eru Fáksmenn ekkert út úr myndinni þó að landsmótið verði ekki í Víðidal 1994. Sigurður sagði að LH vildi styrkja Fák þar sem félagið væri mjög stór hluti af LH. Sigurður nefndi ýmsar hugmyndir sem LH hefði um aukna starfsemi í Víðidal sem myndi vera mikil lyfti- stöng fyrir Fák. Sem dæmi má nefna árlega keppni hestamanna- félga vestan Hellisheiða sem væri ígildi fjórðungsmóts, hestasýningar fyrir ferðamenn og skipulagða veð- hlaupastarfsemi. GEVALIA Þakka af alhug öllum þeim, er glöddu mig á áttrœÖisafmœli mínu, þann H.júní, með heim- sóknum, skeytum og gjöfum. GuÖ blessi ykkur öll. Ármann Guðnason, Hrísateigi 18. Öllum þeim fjölmörgu, sem glöddu mig með nœrveru sinni, góðum gjöfum og heillaóskum á áitrœðisafmœli mínu, hinn 24. júní sl., fœri ég mínar bestu þakkir og kveðjur. Haraldur Hannesson frá Fagurlyst, Vestmannaeyjum. Söfnuðir Oddaprestakalls. Alúðarþakkir okkar fyrir veglegt kveðjusam- sœti 22. júní sl., myndarlega gjöf og alla vin- semd. Biðjum ykkur Guðs blessunar í lífi og starfi um ókomin ár. Ólöf Stefán og börnin. Klassísk tónlist ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Aðrir sumartónleikar í Skál- holti um sl. helgi samanstóðu af tveimur verkum eftir Mozart og verkum eftir Graf-bræðurna, sem voru samtíðarmenn Mozarts. Fyrsta verkið var flautukvartett í D-dúr, K. 285, eftir Mozart, sem hann samdi fyrir „Herra de Jean“ í Mannheim. í bréfi til föður síns ritaði Mozart, að h'ann hefði ekki áhuga á að semja fyrir flautu og gerði það í raun með hangandi hendi að semja þrjá flautukvart- etta, sem fyrir utan þann í D- dúr, eru í raun ófullgerðar tón- smíðar, aðeins í tveimur köflum og sá síðasti saminn upp úr öðru og mun eldra verki. Þrátt fyrir þetta er verkið á köflum falleg tónlist og hægi kaflinn (Adagio), sem er eins konar inngangur síð- asta kaflans (Rondo), er talinn vera með því fallegasta sem ritað hefur verið fyrir flautu. Verkið var frábærlega vel flutt en þar mæddi mest á flautuleikaranum Jed Wentz, sem er hreinn galdra- maður á barokkflautu. Sembalsónata með „flautu og sellóundirleik“ eftir Friedrich Hartmann Graf (1727-95), var næst á efnisskránni en slík verk voru samin á skilum barokks og klassíkur. Semballinn var þarna í forustuhlutverki og var leikur Riko Fukuda framfærður af ör- yggi. Seinna verk Mozarts var Kvartett í G-dúr K.285 a, en sá kvartett og þriðji K.285 b, þóttu ekki vera fullunnir af hálfu Moz- arts og því neitaði de Jean að inna af hendi fullar greiðslur fyr- ir verkin. Þarna galt Mozart þess að hafa andúð á flautunni sem kammer- eða einleikshljóðfæri. Tónleikarnir enduðu á kvartett fyrir flautu, fíðlu, lágfiðlu og fylg- irödd eftir Christian Ernst Graf (1726-1802). Heldur var þetta verk viðalítið, þokkalegt áheymar og naut þess að vera afburða vel leikið. Mozart heyrði eitt sinn konsert fyrir tvær flautur eftir yngri bróðurinn, Friedrich, og rit- aði eftirfarandi um þann atburð í bréfi frá Mannheim 14. okt. 1777. „Tónlist hans (Friedrichs) er alls ekki þægileg eða eðlileg. Hann skiptir mjög snögglega um tóntegundir og er verkið algjör- lega rúið þokka. Þegar flutningi þess lauk, hældi ég honum á hvert reipi, því sannarlega þurfti hann þess með. Aumingja maðurinn mun hafa átt í mestum erfiðleik- urrrtvið að semja verkið og eytt miklum tíma í að læra.“ Þessi ummæli hafa notið meiri frægðar en verk Graf-bræðranna og er það að nokkru skiljanlegt, þó ótugtar- leg séu. Viðfangsefnin á þessum tón- leikum teljast til þeirra verka sem notið hafa skuggsældar gleyms- kunnar en adagio-kaflinn og rondóið í D-dúr sónötunni er þó það eina sem hægt er að kalla ekta Mozart. Verk Graf-bræðr- anna er í þeim gæðaflokki, sem ekkert merki á við um og það sem eftir stendur, er aðeins frábær flutningur félaganna í Musica ad Rhenum. JOOP! Summeniighí NILFISK STERKA RYKSUGAN Öflugur mótor meS dæmalausa endingu. 10 lítra poki og frábær ryksíun. Afbragðs fylgihlutir. NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin - gerð til að endast. VERÐ AÐEINS frá kr. 19.420 (stgr). /rQnix Fyrir sumarbústaðinn ELFA VORTICE rafmagnsþilofnar. Nýtt og glæsilegt útlit. Góður hiti. 600-1000-1500-2000 wött. ELFA-0S0 hitakútar 30—50— 120— 200—300 lítra með blönd- unar- og örygqisloka. Ryðfrítt stál. Blomberg stól eða hvít helluborð. Einar Farestvett KCo.hf. Borgartúni 28, sími 622901. LsH 4 stoppar vM dymar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.