Morgunblaðið - 10.07.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.07.1991, Qupperneq 21
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 21 ► aig, rinn ir þegar hagræð- að tvö minnstu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, Seltjarnarnes (4.143 íbúar 1. des. sl.) og Mosfells- bær (4.259 1. desember sl.) eru hvort um sig ríflega tvisvar sinnum stærri en sameinað sveitarfélag Neshrepps og Ólafsvíkur yrði (1.833 ibúar mið- að við 1. desember sl.). Sturla Böðvarsson, fyrsti þing- maður Vesturlands og bæjarstjóri Stykkishólms undanfarin 17 ár, er jafnframt formaður Hafnarsam- bands sveitarfélaganna. Ég spurði hann hvort hann sem slíkur teldi ekki að mikil hagræðing gæti verið fólgin í aukinni samnýtingu hafna, með eða án sameiningar sveitarfé- laga: „Sameining sveitarfélaga þarf að eiga sér stað í auknum mæli, það er alveg ljóst. Fyrir sameiningu margra sveitarfélaga eru ótal mörg og sterk rök. Til dæmis er samrekst- ur Rifshafnar og Ólafsvíkurhafnar, eins og þú nefndir sérstaklega, alveg Christo á íslandi rakið mál. Kostir þessa eru svo ótví- ræðir, í samanburði við gallana, að það er ótrúlegt að ekki skuli fyrir löngu hafa verið ráðist í slíkan sam- rekstur." Mistök voru gerð Sturla segir að höfnum landsins séu sköpuð afar mismunandi starfs- skilyrði. Sums staðar myndi samnýt- ing, kannski í formi hafnarsamlags, skila ákveðinni hagræðingu, en ann- ars staðar ekki. „Reykjavíkurhöfn er náttúrlega rekin á eigin forsend- um. Hún hefur miklar tekjur af inn- flutningi og getur þess vegna fjár- fest í þjónustu við sjávarútveginn umfram aðrar hafnir. Hafnarfjörður getur gert alveg hið sama og Reykja- víkurhöfn, en fær ríkisstyrk til hafn- armannvirkjagerðar. Sömu sögu er að segja um Suðurnesjahafnirnar. Keflavík-Njarðvík fékk gefins eitt stykki landshöfn í Njarðvík og þeir reka hana nú ásamt með Helguvíkur- höfninni og fá hana skuldlausa. Það þætti ýmsum sveitarfélögum mjög gott að fá skuldlausa höfn og gejta strax farið að hagnast á henni. Ég tel að þegar landshafnirnar voru lagðar niður hafi verið gerð veruleg mistök að gera það ekki með skilyrð- um. Til dæmis hefði átt að gera þetta þannig á Suðurnesjum þegar Kefla- vík og Njarðvík fengu gefíns höfn, að skilyrða gjöfina þannig að öll sveitarfélögin á svæðinu hefðu eign- ast höfnina. Sama hefði átt að gerast hér vest- ast á Snæfellsnesi, þegar höfnin á Rifi var gerð og gefin Neshreppi. Ólafsvík og Hellissandur hefðu átt að eignast þessa höfn í sameiningu.“ Sturla segir að ef litið sé á hafnirn- ar á Suðurnesjum sem eina heild, þ.e. í Grindavík, Sandgerði og Kefla- vík, og þeim steypt í eitt hafnarsam- lag, þá væri auðvitað hægt að ná talsverðri hagræðingu. Þannig yrðu tekjur af einni höfninni tekjur fyrir allar hafnirnar. „Þetta tel ég að væri hægt að gera og í því væri ekki bara fólgin hagræðing, heldur væri aukið á jafnræði milli sveitarfé- laga,“ segir Sturla. Hafnarsamlög það sem koma skal? Sturla telur að víðar væri hægt að setja á stofn hafnarsamlög, sem yrði til ótvíræðrar hagræðingar. Hann bregður sér í huganum yfir í Norðurlandskjördæmi vestra og kemst að þeirri niðurstöðu að sama ætti að gilda um Skagaströnd og Blönduós, þar ætti að vera eitt hafn- arsamlag. Á Norðurlandi eystra seg- ir hann að erfitt sé að sjá að hægt væri að ná fram aukinni hagræðingu með hafnarsamlagi hafna eins og á Vopnafírði, Þórshöfn, Bakkafirði, Raufarhöfn og Kópaskeri, því svo langt sé þarna á milli hafna að ólík- legt sé að í sameiningu gæti rekstra- raðilum þessara hafna tekist að gera eitthvað sem skipti sköpum fyrir sjávarútveg á þessu landsvæði. „Svo er aftur Eyjafjarðarsvæðið, sem er sérstakt. Með því að nota Ólafsfjarðargöngin og samreka hafn- irnar á Ólafsfirði og Dalvík væri hægt að ná fram verulegri hagræð- ingu og spara miklar fjárfestingar í höfnum. I framtíðinni held ég einnig . að ný jarðgöng á Vestfjörðum skipti sköpum fyrir aukna samvinnu á þessu sviði og vil raunar taka svo djúpt í árinni að segja að hafnarsam- lög geti orðið fyrsta skrefið til sam- einingar sveitarfélaga víða um land,“ segir Sturla. Úrelt kerfi Það hlýtur að koma að því einn góðan veðurdag að heimamenn sjái þörfina á því að taka til í eigin garði og leggja sitt af mörkum til þess að þessi margumtalaða og oft á tíðum langþráða hagræðing verði að raun- veruleika, en ekki bara talnaröð í ótal skýrslum Byggðastofnunar, Framkvæmdastofnunar og annarra stofnana. Til þess að svo megi verða, þarf sjóndeildarhringurinn að víkka, hrepparígurinn að hverfa og menn þurfa að sjá að það eru engin landa- mæri sem skilja að sveitarfélög, held- ur gamalt kerfi, sem árið 1991, á tímum hraða, tölvutækni, upplýsing- astreymis og bættra samgangna er löngu orðið úrelt. Myndlist Eiríktir Þorláksson Það hefur oft verið talað um að sumir fjölmiðlar (einkum ljós- vakamiðlar) hér hafi litla sér- þekkingu til að bera, og séu t.d. algjörlega dómgreindarlausir í menningarmálum. Því stjórnist umfjöllun þeirra fyrst og fremst af ytri þáttum - umbúðum, um- tali, og ekki síst peningum; lista- fólk sé merkilegra fréttaefni en listaverk, tengsl þess við annað frægt fólk séu áhugaverðari en listræn áhrif, og loks að verðmiði listaverka sé langtum mikilvæg- ari en innihald þeirra eða forsendur. Þetta hefur komið einkar vel i ljós í því hvernig fjcbrniðlar jjafa kynnt tvær síðustu sýn- ingar Kjarvalsstaða. Sýn- ing Yoko Ono vakti geysi- lega athygli, og var vel fylgt eftir í blöðum, út- varpi og sjónvarpi; að- sóknin var eftir því, sú mesta að listsýningu hér á landi á þessu ári. Hins vegar hefur verið afar hljótt um hina athyglis- verðu sýningu á verkum Christos, sem kom í kjöl- farið, og fer senn að ljúka. Hvers vegna? Það er enginn vafi á að Christo Javacheff er einn merkilegasti lista- maður innan samtímans sem hefur heiðrað ísland með sýningu verka sinna. Almennar uppflettibækur um myndlist hafa allar til að bera kafla um Christo, þó margir aðrir, sem hafa verið kynntir hér sem heimsfrægir, séu varla nefndir á nafn. Christo hefur síðustu þrjá áratugi skapað sér nafn fyrir mjög ákveðna listsýn, og framkvæmd risavaxinna verkefna sem aðeins eru á færi vel skipulagðra fyrirtækja; og þetta hefur hann gert þrátt fyrir að hann hafi kosið að standa utan við hinn eiginlega listmarkað, og neitað öllum fjár- stuðningi safna og sýningarhúsa, sem keppast um að hafa fram- bærilega listamenn innan sinna vébanda. Staða Christos í list- heiminum er því mjög sérstök, og full ástæða til að vekja at- hygli á list hans og viðhorfum. Christo fæddist í Búlgaríu 1935, og stundaði fyrst listnám í höfuðborginni Sófíu. Þaðan hélt hann til Prag, Vínarborgar og loks til Parísar 1958, en þar byrj- aði hann á því að pakka inn hlut- um og svifta þá þannig notagildi sínu, en þá vinnuaðferð hefur hann þróað áfram alla tíð síðan. Listamaðurinn settist að í Banda- ríkjunum 1964, en hefur fram- kvæmt verkefni sín víða um lönd. í hveiju felst list Christos? - í sýningarskrá er að finna mjög fróðlegt viðtal við listamanninn, og síðan nákvæmar, allt að því verkfræðilegar lýsingar á nokkr- um verka hans, m.a. þeim sem sem eru kynnt á sýningunni. Christo vinnur fyrst og fremst með umhverfið, þ.e. hluti úr umhverfinu, byggingar, eða nátt- úrufyrirbæri eins og dali, hæðir, strendur og eyjar. Þau verkefni sem hann velur sér hafa sífellt farið stækkandi, og hafna þannig algjörlega stöðluðum viðhorfum til þess umfangs, sem listaverk getur haft. Með því að pakka inn, girða fyrir, hylja eða af- marka dregur hann athygli að þessum fyrirbærum; hlutverk þeirra, útlit og notagildi breytist í þann tíma sem verk Christo stendur yfir, svo og viðhorf áhorfenda til þeirra alla tíð eftir það. Christo vinnur að hveiju verk- efni í mjög langan tíma, jafnvel árum saman, og sum verkanna sem eru á sýningunni hér kallar hann ófullgerð, þar sem þau hafa ekki enn komið til framkvæmda. En afraksturinn af öllum þessum undirbúningi, þ.e. verkið sjálft, er aðeins til í stuttan tíma, í mesta lagi nokkrar vikur. Þannig stóð eitt frægasta verk Christos, Dalatjaldið í Rifle, Colorado (1972), aðeins í 28 klukkustund- ir, eftir meira en tveggja ára undirbúning. Því leggur lista- maðurinn áherslu á að öll hans verk séu aðeins tímabundin, og því fylgi ýmsar spurningar, svo vitnað sé í orð hans: „Um leið eru listaverkin alltaf hönnuð til að varpa fram spurningum og efna til umræðna um: Hvað er list? Er list eilíf? Er hægt að kaupa, safna, borga fyrir og stjórna list? Tjáning hvers verk- efnis samsvarar sínum tiltekna tíma mjög náið. Verkefnin eru gerð með það í huga að vera ein- stök á þann hátt. Sýningar á list Christos geta því ekki verið listsýningar í venjulegum skilningi þess orðs, þar sem verk hans eru svo ná- tengd tíma og umhverfi. Á Kjarv- alsstöðum eru hins vegar á ferð- inni heimildir um einstök verk, skissur, undirbúningsteikningar og módel, sem bera verkinu vitni; þessar „heimildir“ eru í raun sjálfstæð listaverk, sem Christo selur til að fjármagna fram- kvæmd sjálfra verkefnanna. Verkin sjálf er hins vegar ekki hægt að kaupa eða selja, þau eru einungis háð vilja listamannsins sjálfs, og þetta frelsi og sjálf- stæði er afar mikilvægur þáttur í listsköpun Christo: „Mín verk fjalla fyrst og fremst um frelsi. Ég ræð mínum verkum algjörlega sjálfur, sem þýður fullkomið frelsi, engar skyldur við neinn. Ég ákveð hvar ég framkvæmi verkefni, ég ákveð hvenær það gerist ... Mikilvægi og kraftur verkefnanna kemur frá þessu frelsi - að þau eru ekki unnin vegna þess að forseti einhvers lýðveldis eða fyrirtækis, eða einhver auðugur safnari ák- vað að gera það. Verkefnin eru aðeins til vegna þess að ég hef ákveðið að vinna þau, á stöðum sem ég hef sjálfur valið - vegna þess að ég borga fyrir þau sjálf- ur! Ekki fyrirtæki eða ríkis- stjórn.“ Þetta er allt að því einstakt í heimi nútímalistarinnar, þegar sýningarsalir, söfn og stórfyrir- tæki eru nær allsráðandi á list- markaðinum. í viðtali í tilefni af opnun sýningarinnar á Kjarvals- stöðum sagði Torsten Lilja, eig- andi flestra verkanna/heimild- anna á sýningunni, að þetta sjálf- stæði listamannsins og fram- kvæmdasemi hafi einkum dregið hann að Christo; það væri enginn venjulegur framkvæmdamaður sem legði í að stofna fyrirtæki um hvert verkefni, fjármagna það, semja um öll tilskilin leyfi, framkvæma verkið, taka það nið- ur, ganga frá fyrirtækinu og leggja það síðan niður; þetta hefði Christo gert um fimmtán sinnum á síðustu tuttugu árum! Sýningin á Kjarvalsstöðum er vel upp sett og skilmerkilegar lýsingar á einstökum verkefnum eru skemmtileg lesning. Ljós- myndirnar eru einstakar (t.d. af „Járntjaldinu") og það verður gaman að frétta af framkvæmd ófullgerðra verkefna eins og „Sólhlífarnar" og jafnvel „Mastaba í Abu Dhabi“. Sumir kynnu að setja fyrir sig, að hér eru fyrst og fremst heimildir um listaverk, en ekki verkin sjálf. Þeim hinum sömu má benda á orð Christos: „Heimspekilega séð verður maður að spyija sjálfan sig hvort listaverkið sé í raun til, og ef það sé til - hvort það verði alltaf til. Þegar maður lítur á verk eins og „Venus frá Míló“ finnst mér ekki að maður sé að horfa á listaverk - maður er að horfa á leifar listaverks ... Allt sem við sjáum eru leifar lista- verka.“ Sýningunni á „leifum“ listaverka Christos á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 14. júlí. Christo: Pont Neuf-brúin í París, innpökkuð 1985.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.