Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 37

Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 37 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / ESSÓ-MÓT KA í KNATTSPYRNU Morgunblaðið/Rúnar Þór Glæsileg tilþrif! KR-ingurinn Tommi skorar með föstu skoti í varnarmann Grindvíkinga ogþaðan fór boltinn í markið. Heimamenn unnu í keppni A-liða Veðurguðirnir léku á als oddi mótsdagana ESSÓ-MÓTI KAíknattspyrnu fyrir 5. aldursflokk lauk á Akur- eyri á laugardaginn. Á kvöld- vöku að keppni lokinni voru afhent verðlaun og það var auðséð að keppendur og að- standendur mótsins voru án- ægðir að mótslokum enda skemmtilegir dagar að baki og veðrið hafði svo sannarlega leikið við mótsgesti, hiti og sólskin alla dagana. Að þessu sinni, en þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram, mættu 65 lið til leiks og voru keppendur á áttunda hundrað. ■■■■■■ Keppt var í A,B,C Reynir Eiríksson og D-liðum og voru skrifar frá keppendur frá 23 Akureyri félögum. Mótið var sett á miðvikudags- kvöld o gvar keppt í riðlum á fimmtudag og föstudag en úrslita- keppnin fór fram á laugardag og eins og áður sagði lauk mótinu með kvöldvöku á laugardagskvöldið. Á fimmtudag og föstudag var keppt í bandí og kunnu drengirnir vel að meta það. Að sögn aðstandenda mótsins gekk það mjög vel í alla staði og það eina sem þeir höfðu heyrt að keppendur settu útá var að það hefði verið heldur heitt á föstudeg-*— inum. Mótið hefur vaxið nrjög hratt síðan það var fyrst haldið fyrir fimm árum og að sögn keppnisstjórnar geta þeir ekki tekið á móti fleiri keppendum með góðu móti, en komu til leiks að þessu sinni. Það voru gestgjafarnir sem fóru með sigur af hólmi í keppni A-liða, en þeir lögðu Víkinga 1:0 í úrslita- leik og öfðu margir það á orði að þar hefði KA náð að hefna 0:1 ósig- urs í 1. deiídinni fyrir helgi gegn Víkingum. í flokki B-liða léku Fylk- ir og Þór Akureyri til úrslita og fór þannig að Fylkir hreppti bikarinn með 1:0 sigri. í flokki C-liða lagði Austri frá Eskifirði lið Víkinga að velli 2:1 í leik um fyrsta sætið og KA fékk flest stig í flokki D-liða. Axel Árnason fyrirliði KA-A: Getum orðið ís- landsmeistarar Axel Árnason fyrirliði A-lís KA er stór og stæðilegur mark- vörður og var hann öryggið uppmál- að í leik sinna manna við Víkinga um sigur í keppni A-liða og tókst honum að halda markinu hreinu. „Þetta var mjög gott mót hjá okkur í KA. Við töpuðum að vísu einum leik en við létum það ekki á Jóhann Þórhallsson: okkur fá og börðumst bara enn betur í þeim leikjum sem eftir voni og uppskárum sigur og er það stór- kostlegt,“ sagði Axel og var kátur með að hafa náð að sigra Víkinga. „Okkur hefur gengið ágætlega í sumar og næsta takmark okkar er að komast í úrslit i íslandsmótinu og að vinna þann tiltil líka, ég er viss um að við getum það,“ sagði markvörðurinn stæðilegi. Svipað og á Andrési „Við unnum Stjörnuna 4:0 í leik um þriðja sætið og það var ágætt. Við vor- um að vísu mjög óhressir með að komast ekki í úrslit,“ sagði Jó- hann Þórhalls- son, leikmaður með A-liði Þórs. I6hann „Við töpuðum fyrir Víkingum í vítaspyrnukeppni en ef við hefðum unnið hefðum við leikið til úrslita við KA.“ Jóhann er margfaldur Andrésar- meistari á skíðum og því lá beint við að spyija hann hvernig þetta mót væri í samanburði við Andrés. „Þau eru mjög svipuð að mörgu leyti og finnst mér alveg rosalega gaman á þessu móti eins og alltaf á Andrésarmótunum." Magnús Jónsson, Fylki: Frábært! að er frábært að keppa á þessu móti og okkur hefur gengið mjög vel og nú erum við búnir að vinna bikarinn sem við ætluðum okkur,“ sagði Magnús Jónsson fyr- irliði B-liðs Fylkis. „Við unnum alla leiki okkar og skoruðum 27 mörk og fengum ein- ungis 3 á okkur. Við erum allir, nema markvörðurinn, á yngra árinu í fimmta flokki og höfum spilað mikið saman og gengið ágætlega, unnum t.d. Tommamótið í fyrra,“ sagði Magnús. íÞfémR FOLX ■ HÖFRUNGUR frá Þingeyri sendi lið til keppni að þessu sinni en þeir senda ekki lið til keppni í íslandsmóti. Drengjunum frá Þing- eyri þótti mikið til þess koma að fá að taka þátt í mótinu og var margt að sjá.fyrir þá enda ekki vanir að taka þátt í stórum mótum. Piltarnir áttu varla til orð þegar þeim var sagt að í Lundarskóla, þar sem allir keppendur gistu, væru um 200 fleiri þessa dagana en byggju á Þingeyri. ■ MARGAR góðar setningar fljúga oft hjá strákunum i leik og eina slíka mátti heyra í keppni D- liða. Einn leikmanna fékk víti, hann tók aðeins tveggja skrefa tilhlaup að boltanum og skoraði með góðu og nákvæmu skoti, stöngin inn. Hann fagnaði markinu og hljóp síðan til þjálfarans og sagði: „Það þarf ekki alltaf að vera fast þegar það er nákvæmt!“ ■ VEÐRIÐ var einstaklega gott á meðan á mótinu stóð. Veðrið var líka það eina sem mótsgestir kvört- uðu gndan. Á föstudaginn var hit- inn um 30 gráður og fannst drengj- unum það full mikið þegar leika átti knattspyrnu af fullum krafti. ■ ÞAÐ voru gerð 799 mörk í þeim 190 leikjum sem fram fóru í mót- inu. Flest mörk voru gerð í keppni B-liða, 273, í A-liða keppninni gerðu strákarnir 231 mark, C-liðin gerðu 245 mörk og í keppni D-liða voru gerð 50 mörk. Þar voru aðeins leiknir 10 leikir og því voru gerð 5 mörk að meðaltali í leik. Meistarar KA í keppni A-liða Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Bjarnason, þjálfari, Hafþór Einarsson, Hlynur Erlingsson, Jóhann Hermannsson, Heimir Ámason og Atli Sveinn Þórarinsson. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Traustason, Sigurður Guðmundsson, Hans Hreinsson, Axel Árnason, Eiríkur K. Olafsson og Þórir Sigmundsson. jpð'HAfj^ ípAIHA* Morgunblaðið/Reynir Sigurlið Fylkis í keppni B-liða Aftari röð frá visntri: Arnþór Úlfarsson, Ófeigur Jóhann Guðjónsson, Magnús Jónsson, Jón Eggert Haraldsson, Jón Björgvin Hermannsson og Þorsteinn Geirsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Theodór Oskarsson, Sveinn Teitur Svanþórsson, Jón Ingi Einarsson, Guðmundur Hauksson og Guðmundur Kristjánsson. „Lukkutröll" Fylkis- manna er Pétur Óskarsson en hann verður að bíða í nokkur ár áður en hann getur tekið þátt í mótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.