Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 38
<38 MORGUNBLAÐIÐ BÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991 TENNIS Wimbledon: Becker hafði ekkiroð við Stich Grafvann Sabatini í kvennaflokki ÞJÓÐVERJAR fögnuðu sigri í einliðaleik karla og kvenna á Wimbledon mótinu ítennis, sem lauk um sl. helgi. Steffi Graf vann í keppni kvennanna og kom það ekki á óvart, en landi hennar Michael Stich, 22 ára, kom mjög á óvart er hann lagði sjálfan tenniskóng Þýska- lands, Boris Becker, íúrslita- leik karlanna. Stich, sem sigraði Svíann Stefan Edberg í undanúrslitum, var í sjötta sæti á heimslistanum fyrir mótið, en Becker annar. Sigurinn var þó mjög öruggur — 6:4, 7:6 (7:4), 6:4. Stich, sem er ári yngri en Beck- er, fær 388 þúsund dollara í sigur- verðlaun — andvirði um 25 milljóna ISK — og færist upp í fjórða sæti heimslistans. „Ég hafði á til- finningunni þegar ég gekk inn á völlinn að þetta yrði mjög sérstakur dagur. Eftir að ég hafði unnið fyrstu hrinuna þótti mér sem Boris gæfi sig ekki állan í leikinn. Þá sá ég að ég átti mjög góða möguleika á sigri,“ sagði Stich eftir að sigur- inn var í höfn. Becker, sem er þekktur fyrir allt annað en að gef- ast upp, virtist varla með sjálfum sér að þessu sinni og lítið gekk upp hjá honum. „Ég fann strax frá byrj- un að ég var ekki méð í leiknum. Hugurinn var víðsfjarri,“ sagði Becker og bætti því við að rigning- artafir á leikjum mótsins hefðu líklegast tekið sinn toll. „Þetta hef- ur líklega verið einum leik of mikið þessa vikuna. Ég vissi að ég átti ekki möguleika nema Michael gerði einhver stór mistök. Svo varð ekki og ég hafði hreinlega ekki nógu mikinn kraft til þess að sigra,“ sagði Becker. KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Hörður Magnússon gerði eitt marka FH í gærkvöldi. Auðvelt hjá FH Unnu Vestmannaeyinga mjög verðskuldað í Hafnarfirði FH-ingar áttu ekki í vandræð- um með ÍBV þegar liðin áttust við í 16 liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Hafnfirðingarnir léku einn áf sínum betri leikjum í sumar og unnu verðskuldað 4-1. H örður Magnússon gaf tóninn i 12. mnútu, var fyrstur að átta sig inní þvögu fyrir framan vítateig Eyjamanna og skoraði af stuttu færi 1-0; Stefán sannkölluð marka- Stefánsson skorarasnerpa. Að- skrifar ejng 2 mínútum síðar jók Hallsteinn Arnarson muninn í 2-0 með góðu skoti utan af vítateig eftir vel skipu- lagða sókn FH. Eftir þessi mörk náðu FH-ingar undirtökunum og fleiri mörk lágu í loftinu. Á 33. mínútu fékk Izudin Dervic boltann við vinstra vítateigshornið, lagði hann vel fyrir sig og skaut hnitmið- uðu skoti út við stöng. Hafnfirðing- ar voru síðan tvívegis nærri því að skora undir lok fyrri hálfleiks, en voru of klaufalegir. Fjórða mark FH kom síðan á 65. mínútu þegar Pálmi Jonsson skor- aði með skalla eftir fallega fyrirgjöf frá Andra Marteinssyni. Vest- mannaeyingum tókst að minnka muninn í 4-1 á 73. mnútu þegar varamaðurinn Jón Bragi Arnarsson átti fallegt skot af löngu færi. Það sem eftir lifði af leiknum sóttu liðin af fullum krafti, en mörkin urðu ekki fleiri þrátt fyrir sæmileg tæki- færi. FH var mun betra lið í þessum leik, spilaði boltanum vel upp í horn og út á kanta og fyllti í opin svæði. Andri Marteinsson, Izudin Dervic og Hallsteinn Arnarson voru bestu menn FH, en ekki mátti líta af Herði Magnússyni frekar en venju- lega. Vestmannaeyingar virtust ekki finna sig inná vellinum, náðu ekki að spila nægilega saman þó að baráttan væri sæmileg. Arnljótur var þeirra besti maður en fékk úr alltof litlu að moða í framlínunni. Góður dómari leiksins var Sæ- mundur Víglundsson. Hann var mjög hreyfanlegur um völlinn og þaraf leiðandi vel staðsettur, líkiega betur en flestir áhorfendur sem dæmdu leikinn af miklu kappi uppí stúku. „Þar sem Framarar eru búnir að vera vildi ég helst fá Keflvíkinga í Keflavík. Ég þekki þá drengi vel og þar sem þeir ætla sér langt væri sætt að slá þá út,“ sagði Andri Marteinsson FH-ingur um óskalið eftir leikinn. Rósberg var hetja Leifturs í Ólafsfirði Varði víti Þráins Haraldssonar og kom Leiftri í 8-liða úrslit RÓSBERG Óttarsson, markvörður Leifturs, tryggði sínum mönn- um sæti í 8 liða úrslitum, er hann varði glæsilega vítaspyrnu frá Þráni Haraldssyni í vítaspyrnukeppni ílok viðureignar Leifturs og Þróttarfrá Neskaupstað. Venjulegum leiktíma og framleng- ingu lauk án þess að skorað væri og því þurfti að knýja fram úrslit með þessum hætti. Þpað voru heimamenn í Leiftri sem hófu leikinn undan strekk- ingsvindi, sem átti eftir að hafa mikinn áhríf á leikinn. Leikmönnum ■■■^■i gekk illa að hemja Anton boltann og náðu lið- Benjamínsson in því aldrei að spila sína bestu knatt- spyrnu. Heimamenn sóttu þó mun meira í fyrri hálfleik og komust næst því að skora þegar Gunnlaugur Sigursveinsson átti bylmingsskot frá vítateig sem hafn- aði í markstönginni. skrifarfrá Ólafsfirði Þróttarar spiluðu skynsamlega og reyndu að halda boltanum niðri, en sóknarlotur þeirra runnu út í sandinn þegar þeir nálguðust víta- teig andstæðinganna. Leiftursmenn mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og voru sterkari aðilinn þrátt fyrir að hafa vindinn í fangið. Það skap- aðist ávallt hætta í vítateig Þrótt- ara þegar Þorlákur Árnason fékk boltann og með smá heppni hefði hann getað gert eitt til tvö mörk í leiknum. IIII FORMPRENT Hverfisgotu 78, simar 25960 - 25566 M METRO Álfabakka 16, sími 670050 Mjólfcurbikarkeppnin/ Bifcarkeppni KSÍ 16 liða úrslit KR IA á KR-velli í kvúlti kl. 20.00 I framlengingunni var svipað uppi á teningnum, mikil barátta í báðum liðum og voru Leiftursmenn enn sem fyrr aðgangsharðari við mark andstæðinganna. Þeir voru þó greinilega ekki á skotskónum að þessu sinni. í liði Leifturs var Aðalsteinn Aðalsteinsson eins og herforingi á miðjunni og Gunnlaugur Sigur- sveinsson var skeinuhættur á kant- inum. Friðrik Einarsson var mjög traustur í vörninni og í framlínunni var Þorlákur Árnason sprækur. Hjá Þrótti áttu Kristján Svavarsson og Kristinn Guðmundsson mjög góðan leik á miðjunni og Hörður Rafnsson var öruggur í vörninni. Hins vegar vantaði meira bit í sóknarleik liðs- ins. KNATTSPYRNA Stúlkurnar óheppnar i slenska kvennalandsliðið var heil- an hálfleik að ná upp góðu spili gegn þýska úrvalsliðinu F.V. Hessic- her í gærkvöldi. Hessicher vann 2:0, ^^■■■■1 og komu bæðin Hanna Katrin mörkin í fyrri hálf- Friðriksen leik. í síðari hálfleik skrifar snerist dæmið við, íslenska liðið var mun sterkara og hefði hæglega get- að skorað eitt til tvö mörk. Mörk þýska liðsins komu á nokk- urra mín. kafla. Hið fyrra eftir slæm varnarmistök, en það síðara var gert með fallegu skoti langt utan af kanti. Eina umtalsverða færi Hessicher í síðari hálfleik, kom undir lok leiks- ins þegar Ragna Lóa Stefánsdóttir braut á þýskum leikmanni í víta- teigshorni íslands. Sigríður Páls- dóttir, sem þá var nýkomin í íslenska markið, varði vítaspyrnuna sem dæmd var. Bestu færi íslenska liðsins komu um miðjan hálfleikinn. Guðrún Sæ- mundsdóttir átti þrumuskot að marki af 25 metra færi, en þýski markvörðurinn náði að slæma hendi í boltann sem fór í stöng og rúllaði þaðan fyrir markið. Helena Ólafs- dóttir fylgdi á eftir, en markvörður- inn var hársbreidd á undan í bolt- ann. Stuttu síðar skaut Ásta B. Gunnlaugsdóttir í stöng af stuttu færi. IK-Valur 1:2 Smárahvammsvöllur, Mjólkurbikarkeppnin -16 liða úrslit - þriðjudaginn 9. júlí 1991. Mark ÍK: Úlfar Óttarsson (6.) Mörk Vals: Ágúst Gylfason (68.), Sævar Jónsson (80.) Gult spjald: Ómar Jóhannsson og Úlfar Óttarsson, IK. Einar Páll Tómasson, Val. Dómari: Egill Már Markússon Lið ÍK: Ragnar Bogi Pétursson, Ómar Jó- hannsson, Halldór Gíslason, Gunnar Leifs- son, Reynir Bjömsson, Úlfar Óttarsson (Rúnar Höskuldsson 70.), Stefán Guð- mundsson (Steinar Aðalbjömsson 89.), Helgi Kolviðsson, Hörður Már Magnússon, Þröstur Gunnarsson, Ólafur M. Sævarsson. Lið Vals: Bjami Sigurðsson, Einar Páll Tómasson, Magni B. Pétursson, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Baldur Braga- son (Gunnar Már Másson 90.), Jón Grétar Jónsson, Þórður B. Bogason (Antony Karl Gregory 69.), Snævar Hreinsson, Gunn- laugur Einarsson, Amaldur Loftsson. Fram - Víðir 1:2 Mark Fram: Ríkharður Daðason (71.) Mörk Víðis: GrétarEinarsson(lL), Sigurð- ur Magnússon (78.) Gult spjald: Grétar Einarsson og Sævar Leifsson, Viði.. Dómari: Ólafur Ragnarsson Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveins- son, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Erling Ragnarsson (Pétur Marteinsson 84.), Baldur Bjamason (Anton Björn Markússon 84.), Steinar Guðgeirsson, Rikharður Daðason. Lið Víðis: Gísli Hreiðarsson, Klemenz Sæ- mundsson, Björn Vilhelmsson, Sigurður Magnússon, Olafur Róbertsson, Daníel G. Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Sævar Leifsson, Steinar Ingimundarson, Grétar Einarsson (Karl Finnbogason 84.), Hlynur Jóhannsson. FH-ÍBV 4:1 Mörk FH: Hörður Magnússon (12.), Hall- steinn Amarsson (14.), Izudin Dervic (33.), Pálmi Jonsson (65.) Mark IBV: Jon Bragi Arnarsson (73.) Gult spjald: Izudin Dervic FH, Leifur Geir Hafsteinsson IBV. Dómari: Sæmundur Víglundsson Lið FH: Stefán Arnarson, Olafur Jóhannes- son, Hallsteinn Arnarsson, Pálmi Jónsson (Kristján Gíslason 74.), Björn Jónsson, Izud- in Dervic, Þórhallur Víkingsson, Guðmund- ur Valur Sigurðsson (Auðunn Helgason 79.), Hörður Magnússon, Olafur H. Kristj- ánsson, Andri Marteinsson, Lið IBV: Adólf Oskarsson, Friðrik Sæ- björnsson, Lúðvík Bergvinsson, Elías Frið- riksson, Nökkvi Sveinsson (Jón Bragi Arn- arsson 57.), Leifur Geir Hafsteinsson, Hlyn- ur Stefánsson, Arnljótur Daviðsson, Martin Eyjólfsson, Bergur Agústsson (Huginn Helgason 61.), Sigurður Ingason. Leiftur-Þróttur N 5:3 Mörk Leifturs: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigurbjörn Jakopsson, Gunnlaugur Sigur- sveinsson, Matthías Sigvaldason, Þorlákur Ámason. Öll gerð i vítaspymukeppni. Mörk Þróttar N: Sófus Hákonarson, Kristj- án Svavarsson, Eysteinn Kristinsson. Öli— gerð í vítaspymukeppni. Gult spjald: Eysteinn Kristinssn og Öm Gunnarsson, Þrótti N. Dómari: Bragi Bergmann Lið Leifturs: Rósberg Óttarsson, Friðrik Einarsson, Gunnlaguur Sigursveinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigurbjörn Ja- kopsson, Matthías Sigvaldason, Guðjón Kristinsscm (Bergur Björnsson 115.), Þor- lákur Ámason, Stefán Aðalsteinsson, Steingrimur Eiðsson, Friðgeir Sigurðsson (Róbert Gunnarsson 28.) Lið Þróttar N: Ivar Sæmundsson, Bjarni Freysteinsson, Hörður Rafnsson, Guðmund- ur Þórsson (Birkir Sveinsson 99.), Eysteinn Kristinsson, Kristján Svavarsson, Siguijón Kristinsson, Þráinn Haraldsson, Sófur Há- korfarson, Órn Gunnarsson, Kristinn Guð- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.