Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 40
— svo vel ^7 PC MAGAZINE UM setryggt ^jjjjjjjj i Iðfátttlplimp IBM OS/2: SJÓVáBIIaLMENNAR „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Hafrannsóknastofnun leggur til 70 þúsund tonna skerðingu þorskafla: Lengsta tímabil stöðnun- ar frá fjórða áratugmim - segir Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar GULLREGN ÍBLÓMA Gullregn við Sólvallagötu 4 vekur athygli enda er það í fullum blóma um þessar mundir. „Ég keypti plönt- una í potti í blómabúð við Hrísateig fyrir um 30 árum,“ sagði Sonja Schmidt. I góðviðrinu und- anfarna daga hefur páfa- gaukurinn Míó, fengið að njóta sín í garðinum. HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur nú til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði 250.000 tonn. Það þýðir nálægt 70.000 tonna skerðingu veiðiheimilda miðað við áætlaðan afla í ár. Stofnunin lagði til enn minni þorskafla fyrir árin 1984 - 85 eða 200.000 tonn. Afli þau ár varð hins vegar 283.000 tonn. Horfur nú eru miklu verri vegna afar lélegrar nýliðunar síðustu ár og segir Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur, það ljóst, að árlegur afli næstu þijú árin megi ekki fara yfir 250.000 tonn ár hvert eigi ekki illa að fara. Skerðing sem þessi þýðir 8 til 9 milljarða tekjutap fyrir sjávarútveginn á einu ári og er þá ekki meðtalin óvissa vegna loðnu- veiða. Sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar lögðu fram drög að endur- skoðaðri þjóðhagsspá á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem tek- ið er tillit til þjóðhagslegra áhrifa aflasamdráttar, samkvæmt tillög- um Hafrannsóknastofnunar. Þórður Friðjónsson, forsljóri stofnun- arinnar, segir að í tillögunum felist sú meginniðurstaða að aftur myndi þrengja að í íslenskum þjóðarbúskap á næsta ári og standi kyrrstöðutímabilið því yfir í fimm ár. „Þetta er lengsta tímabil stöðnunar frá því á fjórða áratugnum,“ sagði Þórður. „Ef tillögum fiskifræðinga verður fylgt felur það í sér fast að 8 millj- arða í samdrætti á útflutningsverð- mæti sjávarafurða. Landsfram- leiðsla drægist líklega saman fast að 2% og þjóðartckjur um 3-4%,“ sagði Þórður. Hann sagði að í þess- um tölum væri þó reiknað með að álversframkæmdir myndu hefjast á næsta ári. Hann sagði að hvort sem tekið væri tillit til aflasamdráttar skv. tillögum Hafrannsóknastofnun- ar eða ekki myndi hagvöxtur á næsta ári minnka. Sjávarútvegsráðherra tekur ákvörðun um heildarafla síðar í þess- um mánuði. Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, segir þó, að mjög umtalsverð skerðing sé fyrirsjáanleg því lítið svigrúm sé tii að víkja frá tillögum Hafrannsóknastofnunar. Hann segir að þetta hafi þau áhrif á afkomu sjávarútvegsins, að menn þurfi að leggja enn meiri áherslu á hagræðingu og samruna fyrirtækja. I tillögum Hafrannsóknastofnunar segir meðal annar svo: „A undan- förnum árum hefur sókn í þorsk- stofninn verið alltof hörð. Þetta hef- ur leitt til þess að veiðar hafa byggst að verulegur leyti á nýliðun og hrygningarstofn hefur verið í lág- marki undanfarinn áratug. Nú eru fimm lélegir árgangar að koma eða komnir inn í veiðistofninn. Hver nýliði gefur af sér um 1,7 kíló miðað við núverandi sóknarmynstur og er sýnilegt að afli næstu árin getur vart orðið meiri en 200.000 til 250.000 tonn eigi ekki að ganga verulega á stofninn.“ Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir tiilögur Hafrannsókna- stofnunar eitt mesta reiðarslag sem sjávarútvegurinn hafi staðið frammi fyrir í mörg ár. Varar hann við því að freista gæfunnar með því að hafa tillögurnar að engu. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, segir tillögugerðina með hreinum ólíkindum og að fiskifræðingarnir hljóti að vera fastir í skekkju. Sjá fréttir á bls. 7 og Úr verinu bls. B1 og B5. Morgunblaðið/KGA Davíð Oddsson forsætjsráðherra eftir ríkisstjómarfimd um ríkisfjármálin í gærkvöldi: Fj árlagavan di næsta árs er á þriðja tug milljarða RÍKISSTJÓRNIN hélt sérstakan fund um fjárlagagerð í gær- kvöldi. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segir að fjárlagavandinn fyrir næsta ár sé á þriðja tug milljarða kr. „Sérhverjum ráð- herra verður falið að gera tillögur um niðurskurð að tiltekinni upp- Hert eftirlit með ölvun í Mðbænum LOGREGLAN í Reykjavík hyggst herða eftirlit með ölvun í Miðbænum á næstunni. I góðviðrinu að undanförnu hefur borið töluvert á ölvuðu fólki um hábjartan dag og hefur til dæmis verið kvartað undan ónæði af útigangsmönnum og drukknu fólki í biðskýli SVR við Lækjartorg. Lögreglan mun fylgjast reglu- stræti, Gunnarsholt og Víðines. Það hefur þess vegna borið á því í auknum mæli að útigangsmenn leiti til lögreglunnar um húsa- skjól. I fyrrinótt voru fanga- geymslur fullar, sem er óvenjulegt aðfaranótt þiáðjudags. Tuttugu og þrír gistu fangaklefana. Þar af bað um helmingur um gistingu af fúsum og fijálsum vilja. lega með ástandinu á vegfarend- um og Ijarlægja ölvað fólk úr Miðbænum eða vísa því burt. Að sögn lögreglu eru allar stofnanir, sem ætlaðar eru úti- gangsfólki, sem hvergi á höfði að halla, nú yfirfullar. Það á til dæm- is við um gistiskýlið í Þingholts- hæð og við ætlum að enda nálægt 4-5 milljörðum," sagði Davíð. Hann sagði að heildarmarkmiðið væri að ná fram sparnaði svo hægt verði að reka ríkissjóð með þolanlegum halla. Fjármálaráð- herra segir óraunhæft að gera ráð fyrir öðru en fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með halla, en segist stefna að því að sá halli verði ekki meiri en til stóð að hann yrði á þessu ári, eða innan við fjóra milljarða króna. Forsætisráðherra sagði eftir ríkis- stjórnarfundinn í gærkvöldi að við niðurskurðinn yrðu allar leiðir skoð- aðar. „Við munum skoða ný áform ráðuneytanna, breytingar á lögum og annað sem þarf til að stöðva út- gjaldasprenginguna. Ríkisstjórnin samþykkti einróma að ganga í þetta verk af fullri hörku og tillögur munu liggja fyrir um næstu mánaðamót," sagði hann. Davíð sagði að heildartekjur þjóð- félagsins myndu minnka vegna afla- samdráttar í sjávarútvegi sem leiddi til tveggja milljarða tekjutaps fyrir ríkissjóð og yki það vandann enn- frekar. „Þetta er erfiðara verkefni fyrir þessa ríkisstjórn en aðrar stjórnir sem hafa átt hina léttu leið, að hækka skattana en við viljum ekki fara þá Ieið,“ sagði Davíð. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagðist í gær telja vonlaust að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum á næsta ári. „Það er auðvitað margt sem kemur til. Hallinn á yfirstand- andi ári verður til dæmis miklu meiri en áætlanir voru um, eða á bilinu 6-10 milljarðar. Þar fýrir utan berast okkur nú þær fréttir, að svo kunni að fara að fískveiðar verði ekki stundaðar hér á landi í sama mæli og á undanförnum árum. Það þýðir auðvitað tekjurýrnun fyrir ríkissjóð en um leið meiri kröfur um framlög ríkisins til ýmissa þátta. Og það kann svo að fara að ríkið þurfi að greiða meira einmitt vegna þess hve illa gengur í sjávarútvegi og þar með öðrum atvinnugreinum,“ sagði Frið- rik. ♦ Þegar Friðrik var spurður nánar um hvaða hugmyndir væru uppi í sambandi við fjárlagagerðina, sagði hann ljóst að dregið yrði úr ríkisút- gjöldum. Þá kæmi einnig til greina að finna sértekjur fyrir rfkisstofnanir og fyrirtæki, og láta þá aðila greiða fyrir þjónustu sem hennar nytu. Sala ríkisfyrirtækja á næsta ári væri einn- ig inni í myndinni, þótt ekkert lægi fyrir hvaða tekjur það gæfi ríkinu. Friðrik vildi ekki upplýsa nánar um fjárlagagerðina og sagðist ekki eiga von á að niðurstaða fengist fyrr en í fyrsta lagi um miðjan næsta mánuð. Aðspurður sagði Friðrik Sophus- son að ríkisstjómin stefndi að því að senda frá sér raunhæfara fjár- lagafrumvarp en afgreitt var fyrir þetta ár. Samþykkt að selja SR RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær- kvöldi að lána Síldarverk- smiðjum ríkisins 300 milljónir kr. sem lánsfjárlög gera ráð fyrir en jafnframt verða sett þau skilyrði, að sérstakir til- sjónarmenn ríkisins og Lands- bankans hefðu yfirumsjón með ákvörðunuin fyrirtækis- ins, að sögn forsætisráðherra. „Ég lagði til að hafinn yrði undirbúningur að breyttu rekstr- arformi og að verksmiðjurnar verði seldar á síðari hluta ársins og það var samþykkt," sagði Þorsteinn Pálsson. Nefnd mun undirbúa breytinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.