Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 1

Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 1
48 SIÐUR B 166. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 25. JULI 1991 Miðausturlönd: Auknar líkur á friðarráðstefnu Ágreining’ur um fulltrúa Palestínu- manna gæti þó valdið erfiðleikum Jerúsalem, London. Reuter. ÍSRAELSKIR ráðamenn kváðust í gær bjartsýnir á, að brátt yrði efnt til ráðstefnu um frið milli Arabaríkjanna og ísraels en Egyptar og Sýrlendingar sögðu, að ísraelssljórn yrði að sýna meiri sveigjan- leika. Er helsta ágreiningsefnið nú hveijir verði fulltrúar Palestínu- manna á ráðstefnunni. Reuter Níu sovétlýðveldi af 15 hafa komið sér saman um nýjan sambandslagasáttmála og var myndin tekin þegar sendinefndir lýðveldanna komu til fundar á þriðjudag. Eru þeir saman til vinstri á myndinni Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Borís Jeltsín, forseti Rússlands. Miðstjórnarfundur sovéska kommúnistaflokksins: Tillaga Gorbatsjovs að rnarx- lenínismanum verði hafnað Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær, að hann teldi viðræðurnar geta byijað innan tveggja mánaða eftir að deilan um palestínsku fulltrúana hefði verið leyst og haft var eftir ónefndum, ísraelskum embættismanni, að ísra- elar og Bandaríkjamenn væru sama sinnis í þessu máli. í fyrra átti deil- an um hugsanlega skipan palest- ínskrar sendinefndar mestan þátt í að gera að engu friðartilraunir Jam- es Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en ísraelar vilja ekki, að meðal fulltrúanna verði Palestínumenn -frá Austur-Jerúsal- em. ísraelar innlimuðu borgarhlut- ann formlega árið 1980 og með því að samþykkja fulltrúa þaðan væru þeir með nokkrum hætti að sam- þykkja, að innlimunin hefði verið ólögleg. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, sagði í gær, að Bandaríkjamenn hefðu fallist á þá kröfu ísraela, að Palestínumönnum í Austur-Jerúsal- em yrði meinuð þátttaka í fyrirhug- aðri friðarráðstefnu og hefðu þar með virt að vettugi hagsmuni Pal- estínumanna. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í London í gær, að ísra- elskir ráðamenn yrðu að sýna meiri sveigjanleika og Farouk al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði, að vonandi reyndu Israelar ekki að koma í veg fyrir friðarráðstefnuna með óaðgengilegum skilyrðum. Moskvu. Reuter. MIÐSTJÓRN sovéska kommún- istaflokksins kemur saman í dag til sögulegs fundar en talið er áreiðanlegt, að þá muni aðalritari flokksins, Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, leggja til, að marxismanum og lenínisman- um verði varpað fyrir róða. Má búast við miklum átökum á fund- inum milli umbótasinna og harðlínumanna. Gorbatsjov til- kynnti í gær, að náðst hefði sam- komulag milli níu sovétlýðvelda af 15 um nýjan sambandslagasátt- mála. Prentsmiðja Morgnnblaðsins Umbótasinnar og harðlínumenn í kommúnistaflokknum hafa að und- anförnu verið að safna liði vegna fundarins í dag en þeir síðarnefndu hafa hvatt til stofnunar samtaka til að koma í veg fyrir upplausn Sov- étríkjanna. í fyrradag birtu 12 þeirra, þar á meðal tveir aðstoðar- ráðherrar, ávarp til landsmanna þar sem sagði, að Sovétríkin væru að „deyja, leysast upp og hverfa inn myrkt tómið“. Á miðstjórnarfundinum í apríl hratt Gorbatsjov árásum harðlínu- manna með því að hóta afsögn en fundur hans með forystumönnum iðnríkjanna og yfirlýsingar hans um fijálsan markaðsbúskap í Sovétríkj- unum hafa farið enn frekar fyrir brjóstið á þeim. Er ekki ólíklegt, að flokkurinn klofni í kjölfar miðstjórn- arfundarins hvernig svo sem málin skipast þar. I drögum að stefnuskrá flokksins, þeirri fyrstu frá sjöunda áratugnum þar sem endanlegum sigri kommún- ismans var spáð um 1980, er lögð áhersla á sósíaldemókratísk gildi, fijálst framtak og einkaeign og trú- að fólk boðið velkomið í flokkinn. Gorbatsjov tilkynnti í gær, að níu sovétlýðveldi af 15 hefðu komið sér saman um drög að nýjum sambands- lagasáttmála og átti að ljúka við endanlegt orðalag hans í dag. Er þetta mikill sigur fyrir Gorbatsjov og forsenda þeirrar aðstoðar, sem Sovétmenn vænta frá Vesturlönd- um. í júní höfnuðu þing lýðveldanna öðrum sáttmáladrögum vegna óánægju með ýmis atriði, til dæmis beina skattheimtu miðstjórnarvalds- ins í Moskvu, en talsmaður Gorbatsj- ovs sagði í gær, að nú væri búið að jafna öll mál nema skattheimtuna og lausn á henni í sjónmáli. Jeiena Bonner, ekkja Andrejs Sakharovs, í samtali við Morgunblaðið: vBind miklar vonir við málflutning Islendinga í mannréttindamálum ‘ ‘ Moskvu. Frá Ólafi Stephensen, blaðamanni Morgunbiaðsins. JELENA Bonner, ekkja sovézka andófsmannsins Andrejs Sak- harovs, segist binda miklar vonir við málflutning Islendinga á mannréttindaráðstefnu, sem haldin verður í Moskvu í september og kennd er við Helsinki-sáttmálann. Hrósar Bonner Islendingum jafnframt fyrir framgönguna í málefnum Eystrasaltsríkjanna. Náði blaðamaður Morgunblaðsins tali af Bonner á fundi um mann- réttindabrot á Armenum í Azerbajdzhan en hann fór fram í Moskvu í gær. „Eg tel, að það eina, sem hefur batnað í Sovétríkjunum, sé Iagaleg vitund fólksins,“ sagði Bonner er blaða- maður Morgun- blaðsins spurði hana hvað hún Jelena Bonner teldi, að áunnizt hefði í mannréttindabaráttunni. „Þjóðin þráir opið og fijálst þjóð- félag enn meira en áður. Vilji fólksins og fyrirætlanir hafa breytzt en eðli ríkisins er óbreytt. Lítið á það, sem er að gerast í Nagomo-Karabak. Hvað gerðist í Eystrasaltslöndunum? Atburðim- ir, sem þar hafa átt sér stað, eru bezta sönnun þess, að eðli ríkisins er það sama og áður. Það treður bæði á mannréttindum og rétti þjóða. Á Vesturlöndum virðast menn ekki skilja þetta. Það á ekki að- eins við gagnvart Sovétríkjunum, heldur öðrum þjóðum líka. Við- brögð Vesturlanda við atburðun- um í Júgóslavíu sýna þetta. í öll- um þessum tilfellum standa Vest- urlönd ekki vörð um mannréttindi eða sjálfsákvörðunarrétt þjóða, heldur styðja þau heimsvalda- stefnu stórveldisins.“ Bonner sagðist vilja hrósa ís- lendingum fyrir framgöngu þeirra í mannréttindamálum. „íslending- ar hafa fyrstir þjóða viðurkennt rétt Eystrasaltsþjóðanna til sjálfsákvörðunar og frelsis. Ég bind miklar vonir við málflutning sendiherra íslands á ráðstefnunni, sem kennd er við Helsinki-sátt- málann og verður haldin í sept- ember, og ég vona, að þið vekið athygli á mannréttindabrotunum í Nagorno-Karabakh. Ég tel, að það verði mikilvægt skref í átt til þess að vernda réttindi þjóða- brota. Þið blaðamenn gegnið iíka miklu ábyrgðarhlutverki í mann- réttindabaráttunni." Þegar Bonner var spurð hvort rétt væri af Vesturlöndum að styðja Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, sagði hún að það væri tilgangslaust. „Sovétrfkin eru hrunin og eftir standa einstök lýðveldi. Miðstjórnarvaldið er að- eins framhlið, skáldskapur, sem verður ótrúverðugri með hveijum degi. Sögulega séð getur komm- únískt miðstjórnarvald ekki stað- izt til lengdar. Hversu lengi það endist vitum við ekki. En því leng- ur, sem það tórir, þeim mun meira blóði verður úthellt í landi okkar, í Júgóslavíu eða hvaða landi öðru þar sem þetta viðgengst. Það verður blóðbað svo lengi sem lífinu er haldið í nokkurri komm- únistastjórn." Bonner sagði, að þótt breyting- ar á sovézka stjórnkerfinu ættu sér stað formlega, til dæmis ógild- ing sjöttu greinar sovézku stjórn- arskrárinnar um alræði kommún- istaflokksins, væri of snemmt að fagna því, að lýðræði væri að komast á. Sama mætti segja um myndun hreyfingar umbótasinna innan kommúnistaflokksins undir forystu Edúards Shevardnadzes, fyrrum utanríkisráðherra, og úr- sögn ýmissa manna úr flokknum. „Það er aðeins sjálfsblekking, til- raun til að blekkja þjóðina og Vesturlönd," sagði Jelena Bonner. Sjá ennfremur á miðopnu „Seg- ið heiminum ...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.