Morgunblaðið - 25.07.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
3
5-9 ára börn á leikjanámskeiði:
Gat kom á bátinn og
bömin lentu í sjónum
NIU börn á aldrinum fimm til níu ára á leikjanámskeiði Þrótt-
heima lentu í sjónum undan Nauthólsvík þegar gúmmíbátur sem
þau voru í sökk. Börnin voru flutt á slysadeild til rannsóknar en
engum varð meint af volkinu.
Það er liður í leikjanámskeiðinu
að sigla í gúmmíbátum í eigu Sigl-
ingaklúbbsins í Nauthólsvík. Að
sögn Guðjóns Guðmundssonar,
sem sér um rekstur leikjanám-
skeiðsins á vegum Reykjavíkur-
Hvassafellið;
Viðgerð
boðin út
um helgina
SKIPVERJAR á Hvassafelli, sem
liggur laskað í höfninni í Carta-
gena á Spáni eftir árekstur við
bílaflutningaskip á Miðjarðarhafi,
vinna nú að því að gera skipið
sjóhæft, en ráðgert er að sigla
skipinu til Þýskalands eða Norður-
landa til viðgerða. Viðgerð á skip-
inu verður að líkindum boðin út
um helgina. Talið er að stálvið-
gerð á skipinu muni taka um einn
mánuð.
Ekki verður unnt að láta gera við
skipið Cartagena þar sem sumarfrí
eru yfirstandandi í slippnum þar.
Skipinu verður siglt um helgina í
slipp í Þýskalandi eða á Norður-
löndum. Að sögn Þorsteins Péturs-
sonar hjá tæknideild Samskipa verð-
ur viðgerðin að öllum líkindum boðin
út eftir helgi, en talið er að hún taki
í það minnsta 3-4 vikur. Einn maður
frá Samskipum er nú í Cartagena
til að meta skemmdimar. Áhöfn
skipsins mun fylgja því til slipps og
verður hluti hennar að því loknu
sendur til íslands.
Þorsteinn sagði að skipið yrði
verkefnalaust að minnsta kosti í einn
mánuð og það myndi kosta sitt. Skip-
ið var að ijúka verkefni fyrir Líbíu-
menn en ekki hafði verið gengið frá
nýju verkefni fyrir það. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvort leigt
verði skip í stað Hvassafells meðan
það er í viðgerð.
Sjópróf fóru fram í fyrradag, en
langur tími getur liðið áður en sjó-
réttur verður haldinn. Ekki er ljóst
hvar hann fer fram, en Hvassafellið
var skráð á Kýpur en bílaflutninga-
skipið í Panama.
borgar, var ekki mikil hætta á
ferðum. Nokkur ótti hefði þó grip-
ið um sig meðal barnanna.
Óhappið varð með þeim hætti
að annar af tveimur gúmmíbátum
sem börnin voru í rakst utan í
gamla olíubryggju í fjöruborðinu
skammt undan olíustöð Skeljungs
og rifnaði við það gat á bátinn.
Hann fylltist hægt og sígandi af
sjó og börnin lentu í sjónum. Dýp-
ið þar sem atburðurinn átti sér
stað var um einn metri og sjórinn
um 10-12 gráðu heitur. Starfs-
menn námskeiðsins báru bömin á
þurrt land og leitaði hópurinn.
skjóls í bækistöð Skeljungs og
fékk þar góða aðhlynningu. Að
sögn Guðjóns varð það að ráði að
fara með börnin öll til rannsóknar
á Borgarspítalann þrátt fyrir að
engum hefði orðið meint af volk-
inu.
Morgunblaðið/RGA
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Uffe Elleman-Jensen
utanríkisráðherra Dana skömmu eftir komu þeirra til íslands í gær.
Umferðar-
slys í Viðey
UMFERÐARSLYS varð í Viðey
í gærmorgun. Starfsmenn
Reykjavíkurborgar voru þar við
vinnu á dráttarvél og bakkaði
ökumaðurinn vélinni á mann
sem ætlaði að tengja kerru við
vélina. Lögregla var kvödd á
staðinn og var maðurinn fluttur
sjóleiðina til borgarinnar til
rannsóknar á slysadeild.
Slysið varð á svæði fyrir norðan
Viðeyjarstofu. Talið er að ökumað-
ur dráttarvélarinnar hafi runnið til
á hálli kúplingu vélarinnar og hinn
slasaði orðið fyrir hjóli vélarinnar.
Hann var fluttur í sjúkrakörfu sem
var á staðnum og með báti til
Sundahafnar. Þaðan var ekið með
hann í sjúkrabíl á slysadeild. Ekki
er vitað hversu alvarleg meiðsli
hans eru.
Að sögn lögreglu er þetta í
fyrsta sinn sem lögregla þarf að
hafa afskipti af máli af þessu tagi
í Viðey. í eyjunni eru tveir bilar
um þessar mundir, jeppi í eigu
borgarinnar og Volvo-bifreið í eigu
verktaka auk dráttarvélarinnar.
Utanríkisráðherra um Evrópskt efnahagssvæði:
Málið úr sögunni ef ekki
semst fyrir mánaðamót
- segir „fiskveiðiþjóðir við Norðursjó“ standa gegn kröfum um tollfrelsi sjávarafurða
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að náist samning-
ar um Evrópskt efnahagssvæði ekki fyrir mánaðamót telji hann
málið úr sögunni. Staða málsins sé óviss og hvorugur aðila gefi eft-
ir. Evrópubandalagið kunni enga aðra samningatækni en þá að keyra
málin í hnút og stilla mönnum upp við vegg. Vika sé til stefnu og
úrslit skýrist eftir fund utanríkisráðherra Evrópubandalagsins á
mánudag en lokalotan hefjist í vikulokin.
Utanríkisráðherra hafnar því að
gert verði bráðabirgðasamkomulag
þar sem ekki verði tekið á ýmsum
ágreiningsmálum í samningavið-
ræðum EB og EFTA-ríkjanna.
Hann kvaðst aðspurður engan til-
gang sjá í því að ráðherrar EFTA-
ríkjanna hittust til að samræma
aðgerðir á lokasprettinum.
Jón Baldvin sagði við fréttamenn
við komu sína til landsins á
Keflavíkurflugvelli í gær, að það
séu ekki fyrst og fremst Spánvetjar
sem standi í vegi fyrir viðunandi
niðurstöðu um tollfijálsan aðgang
íslenskra sjávarafurða að Evrópu-
markaði heldur þjóðir í Norður-Evr-
ópu. Ráðherrann vildi ekki tilgreina
um hvaða þjóðir væri að ræða að
öðru leyti en því að þetta væru
„fiskveiðiþjóðir við Norðursjó“.
Utanríkisráðherra sat í fyrra-
kvöld ásamt Perrti Salolainen ut-
anríkisviðskiptaráðherra Finna,
Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra íslands, í Leifsstöð í gær. Á myndinni eru einnig eiginkon-
ur þeirra, Mila Mulroney og Ástríður Thorarensen.
liðum. Það er skoðun okkar að með
þessu verði smám saman hægt að
færa Sovétríkin inn í hið alþjóðlega
viðskipta- og efnahagslíf. Það er
geysilega stórt skref ef tekið er
mið af því hvar Sovétríkin stóðu
fyrir fimm árum. Gorbatsjov hefur
sýnt mikla forystu og leiðtogar sjö
helstu iðnríkjanna vildu styðja
dyggilega við bakið á honum og
því frumkvæði sem frá honum hef-
urr komið. Ég tel okkur hafa gert
það,“ sagði Mulroney að lokum.
Davíð Oddsson sagði megintilefni
heimsóknarinnar hafa verið að
Mulroney vildi gera grein fyrir leið-
togafundinum í London og því sem
þar átti sér stað. Hefði það verið
mjög fróðlegt. „Síðan hefur staðið
til að standa að stofnun samtaka
ríkjanna hér í norðrinu, þ.e. ís-
lands, Kanada, Danmerkur vegna
Grænlands, Noregs, Finnlands og
Sovétríkjanna. Mulroney skrifaði
mér bréf um þetta atriði og ég ítrek-
aði það í samtali okkar að við mynd-
um svara því jákvætt. Það verður
væntanlega fundur vegna þeirra
mála með haustinu og síðan er gert
ráð fyrir að hann komi hér í opin-
bera heimsókn. Verður tímasetn-
ingin ákveðin nánar síðar,“ sagði
Davíð.
Aðspurður um markmið hinna
fyrirhuguðu samtaka sagði forsæt-
isráðherra að þau tengdust ekki
síst umhverfi þessara landa, hafinu
í kring og vernd þessara svæða.
Síðan gætu fleiri mál verið sameig-
inleg þessum þjóðum. „Ég held að
það væri mjög mikilvægt ef við
gætum náð saman,“ sagði forsætis-
ráðherra.
sem sitja í forsæti EFTA, fund í
Brussel með Frans Andriessen úr
framkvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins, forsvarsmönnum Hollend-
inga, sem nú sitja í forsæti EB, og
Horst Krenzler yfirsamningamanni
bandalagsins til að leita leiða til að
ná samningum um hið Evrópska
efnahagssvæði. „Þessi fundur er
trúnaðarmál vegna þess að for-
mennskulandið er ábyrgt fyrir hon-
um og á eftir að upplýsa aðrar
EFTA-þjóðir um stöðu málsins en
þetta var fyrst og fremst málflutn-
ingsfundur og leiddi ekki til niður-
stöðu."
Aðspurður sagðist Jón Baldvin
ekki telja vonlaust að ná samning-
um á þeim skamma tíma sem eftir
er til mánaðamóta. „Það er von-
laust á lengri tíma en ekki ef ætlun-
in er að keyra þetta í gegn þannig
að niðurstaðan verði sú að Evrópu-
bandalagsráðherrarnir standi
frammi fyrir því að taka samkomu-
lagi eða hafna,“ sagði utanríkisráð-
herra.
Samferða Jóni Baldvin til lands-
ins frá Brussel var Uffe Elleman-
Jensen utanríkisráðherra Dana,
sem mun funda með Jóni Baldvin
í dag. Aðspurður um hvernig hann
skýrði hina mismunandi túlkun
ríkja EB og EFTA á því samkomu-
lagi sem náðist á utanríkisráðherra-
fundinum í Lúxemborg í júní sagði
Uffe Ellemann-Jensen að hann vildi
bíða með yfirlýsingar þangað til í
dag er hann hefði rætt við Jón
Baldvin. „Ég vil eiginlega ekki tjá
mig um þetta fyrr en. við höfum
rætt saman,“ sagði danski utanrík-
isráðherrann.
Þegar hann var spurður hvort
hann teldi það enn vera raunhæft
markmið að ná samningum um EES
fyrir 1. ágúst sagði Elleman-Jensen
að það yrði að halda áfram að reyna
að ná samningum fyrir þann tíma.
„Við ætluðum að vera að ljúka þess-
um samningum fyrir löngu og við
verðum að reyna að knýja þetta í
gegn.“
Hann sagði ákveðin vandamál
enn vera uppi en ef menn væru
reiðubúnir að líta á hlutina í sam-
hengi væri hægt að ná samkomu-
lagi.
Náttúrverndarráð;
Undanþága til leið-
sagnar verði afnumin
Náttúruverndarráð ætlar að beina þeim tilmælum til Ferðamála-
ráðs að afturkalla undanþágu austurrísks hópstjóra til þess að fara
með hóp erlendra ferðamanna um landið l.-ll. ágúst næstkomandi.
Maðurinn hefur séð um leiðsögn ferðamannahóps sem meðal annars
hefur sést höggva úr bergi með meitlum og slaghömrum við Hall-
bj arnarstaðakamb.
Guðríður Þorvarðardóttir, starfs-
maður Náttúruverndarráðs, sagði í
samtali við Morgunblaðið á mið-
vikudag að í framhaldi af upplýs-
ingum lögreglu, landvarða, leið-
sögumanna og bflstjóra um aust-
urrískan ferðamannahóp sem færi
miður vel með iandið hefði verið
ákveðið að taka málið fyrir á Nátt-
úruverndarráðsfundi. Þar hefði ver-
ið ákveðið að beina þeim tilmælum
til Ferðamálaráðs að afturk'alla
undanþágu sem leiðsögumanni
hópsins hefði verið veitt til að ferð-
ast um landið með hóp erlendra
ferðamanna l.-ll. ágúst næstkom-
andi. í samtalinu kom fram að
Austurríkismennirnir hefðu að und-
anförnu sést taka sýnishorn við
Tjörnes, Öskju og Helgustaðanámu.
Sagði Guðríður líklegt að hér
væri um þekkingarskort viðkom-
andi hópstjóra að ræða sem undir-
strikaði nauðsyn þess að hafa
íslenska fararstjóra með erlendum
ferðamönnum. Austurrísku ferða-
mennirnir eru að eigin sögn jarð-
fræðingar.