Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JULI 1991
5
Ratsjárstöðvarnar;
Engin ákvörðun tek-
in um frekari hreinsun
- segir umhverfisráðherra
EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um meiri hreinsun á
Straumnesfjalli né slíkar framkvæmdir á Darra eða Heiðarfjalli. A
næstunni verður hins vegar athugað, hvort mengun hefur orðið í jarð-
vegi af völdum rusls sem urðað var við ratsjárstöð varnarliðsins á
Heiðarfjalli á Langanesi.
Umhverfisráðherra útilokaði ekki
þörfina á frekari hreinsun á Straum-
nesljalli eftir nokkur ár, en ráðherr-
ann var í hópi þeirra sem fóru á ij'all-
ið á mánudagsmorguninn þegar
hreinsun þar var að heijast. „Mér
þótti merkilegt hvað þessar stein-
steyptu einingar í húsunum, sem
munu hafa verið fluttar inn frá Hol-
landi, hafa staðist vel þau veður og
vinda sem þarna blása“, segir Eiður
Aðspurður um hvers vegna bygg-
ingárnar á fjallinu hafi ekki verið
felldar og urðaðar, segir Eiður að
það hefði þótt of dýr framkvæmd
núna. Eins sagði hann að það væri
alltaf álitamál hversu mikið ætti að
jafna við jörðu af sögulegum minj-
um. „Það er hluti sögu okkar að
þessi stöð var reist á Straumnes-
íjalli og starfrækt þar í stuttan
tíma.“
Eiður segir að ekki sé búið að
ákveða neinar hreinsunaraðgerðir í
ratsjárstöðvunum, hvorki á fjallinu
Darra á Vestfjörðum, þar sem Bret-
ar reistu ratsjárstöð á stríðsárunum,
né á Heiðarfjalli á Langanesi, þar
sem rekin var ratsjár- og fjarskipta-
stöð á vegum varnarliðsins á árunum
1954 til 1970. Að sögn Eiðs stendur
þó fyrir dyrum athugun á því hvort
hættuleg efni finnist í jarðvegi í
kringum ruslahaugana við stöðina á
Heiðarfjalli, en landeigendur þar
hafa krafið bandarísk stjórnvöld
skaðabóta vegna tjóns sem þeir telja
sig hafa beðið af völdum mengunar.
Arnór Siguijónsson starfsmaður
varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að hreinsunin á Straumnes-
fjalli hafí farið fram í samráði við
landeigendur og í fyllsta samræmi
við niðurstöður nefndar, sem Júlíus
Sólnes fyrrum umhverfisráðherra
Björgunarsveitarmenn að vinnu við hreinsun Straumnesfjalls. Morgunbiaðið/Árni Sæberg
skipaði. „Þann 24. júní í sumar stóð
svo Varnarmálaskrifstofan fyrir
fundi þar sem fulltrúar Náttúru-
verndarráðs og umhverfisráðuneytis
voru mættir. Á þeim fundi var
ákveðið að verða við tilmælum sér-
fróðra aðila hjá björgunarsveitunum,
sem farið höfðu á fjallið og kynnt
sér aðstæður. Þeir lögðu til að þökin
yrðu ekki rifin af húsunum, enda
hefði það orðið allt of kostnaðarsamt
og tímafrekt verk.“
Aðspurður um hvort ekki væri
hægt að krefja Bandaríkjamenn um
að bera kostnað við hreinsun ratsjár-
stöðvanna, segir Arnór að svo áé
ekki. „íslensk stjórnvöld yfirtóku
þessar eignir á sínum tíma og um
leið tóku þau á sig ábyrgðina á þeim.
Við yfirtökuna voru eignirnar í góðu
ásigkomulagi. Ýmislegt var selt úr
þeim þá og auk þess var mikið um
að fólk hirti hluti úr stöðvunum. En
lengst af þeim tíma sem þessi mann-
virki hafa verið í okkar vörslu hafa
þau að mestu verið eftirlitslaus."
A.THUG1Ð! nýjar vörur daglega! j U ^
KAUPSTAÐUR
ÍMJÓDD
AIIKLIG4RDUR
VIÐ SUND