Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JULI 1991
Grænahlíð
- sérhæð
IFASTEIGNA OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI 18
Vorum að fá í einkasölu ca 160 fm neðri hæð í
vönduðu húsi. Húsið skiptist ma. í 2-4 svefnherb., stór-
ar stofur, stórt eldhús með þvottahús innaf og flísalagt
bað. Garðskáli. Rúmgóður bílskúr.
Eign í algjörum sérflokki Verð 14,5 millj.
Fasteignasalan Framtíðin,
sími 622424.
Til sölu f Hafnarfirði
2ja hæða 153 fm raðhús við Öldutún. Bílskúr. Skipti
á 2ja eða 3ja herb. íbúð koma til greina.
Steinhús við Álfaskeið með þremur íbúðum. 2ja, 3ja
og 4ra herb. Byggt 1953. Stór og góð lóð.
Timburhús við Suðurgötu 25 (Stefánshús). Hæð, kj.
og ris, alls 153 fm. Mjög góður staður. Laust strax.
Stein- og timburhús við Garðaveg. Tvær hæðir, alls
150 fm. Efri hæð er nýbygging. Stór geymsluskúr.
130 fm 7 herb. íbúð í timburhúsi við Strandgötu.
3ja-4ra herb. 100 fm falleg íb. á Hjallabraut 43.
Árni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
Leirutangi - Mosfellsbæ
- einbýli/tvíbýli 7233
Glæsilegt hús á frábærum útsýnisstað. Stærð 328,4
fm + tvöfaldur bílskúr 48,7 fm. Á hæðinni er fullb.
óvenju glæsil. innréttuð íbúð ásamt fullb. bílskúr, sam-
tals um 230 fm. Kjallari undir húsinu með góðum glugg-
um, þar mætti auðvéldlega, ef vill, innrétta góða íbúð
með sérinng. Getur verið laust fljótlega. Skipti möguleg
á minni eign. Áhv. veðdeild rúmar 2 millj.
Hagaflöt - Gb.
7229
Glæsilegt 150 fm einbýli á einni hæð ásamt ca 40 fm
bílskúr. 4 svefnherb., rúmgóð stofa. Möguleiki á sérsól-
stofu. Eign í góðu standi m.a. nýtt þak. Frábær stað-
setning. Laust fljótlega. Möguleiki á húsbréfum. Skipti
á minni eign koma til greina. Ákv. sala.
Birkihlíð 5146
Stórglæsilegt ca 190 fm sérbýli á tveimur hæðum.
Sérsmíðaðar innréttingar. Parket og grásteinn á gólfum.
Rúmgóð stofa og svefnherb. Frábært útsýni. Fullbúin
eign í sérflokki. Ca 30 fm bílskúr. Laus nú þegar. Áhv.
m.a. 7,5 millj. húsbréf.
Fellsmúli 3215
Góð 4ra herb. íbúð á jarðhæð. 3 svefnherb., stofa,
nýl. bað og eldhús. Parket. Sérinng. Góð staðsetn.
Mögul. skipti á stærri eign. Verð 6,2 millj.
Miðsvæðis - nýtt
- eign ísérflokki 2278
í einkasölu glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu
húsi. Parket. Vandaðar innréttingar. Sérgarður. Bílskúr.
Laus fljótlega.
Athugið!
Sendum áhugasömum kaupendum lista yfir bújarðir,
íbúðarhúsnæði úti á landi, hesthús og sumarhús.
ÍS ^FASTEIGNA
MIÐSTÖÐIN
62 20 30
SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK
SHN/ll 622030 - SÍMBRÉF 622290
Metsölublad á hverjum degi!
Píanókvartettar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Á þriðjudagstónleikum þeim sem
haldnir hafa verið í Listasafni Sig-
uijóns Ólafssonar í sumar, hefur
ávallt verið húsfyllir og var enn sl.
þriðjudag og þá voru fluttir píanó-
kvartettar eftir Mozart. Flytjendur
voru Hlíf Siguijónsdóttir á fiðlu,
Lorenz Hasler á lágfiðlu, Christian
Giger á selló og David Tutt á píanó.
Mozart samdi tvo píanókvartetta,
sem bera númerin K 478 og 493.
Sá fyrri var saminn að ósk Franz
Anton Hoffmeister, og samkvæmt
samningi við Mozart, ráðgerði Hoff-
meister að gefa út þijú slík verk.
Fyrsti kvartettinn, sá í g-moll, þótti
mjög erfiður og Hoffmeister kvart-
aði undan því að nóturnar seldust
ekki. Mozart mun hafa leyst Hoff-
meister frá þessum samningi en
hvort sá seinni, í Es-dúr, hefur þeg-
ar verið til í frumdrögum, er ekki
vitað en hann var gefinn út um það
bil ári seinna hjá Altaria, sem á
tímum Mozart og Beethovens var
eitt af helstu nótnaútgáfufyrirtækj-
um í Vínarborg.
Tónleikarnir hófust á seinni
kvartettinum K 493 í Es-dúr og var
flutningur hans í þokkalegu jafn-
vægi. Þó ber sérstaklega að geta
þess að David Tutt lék vel. Lágfiðlu-
leikarinn Lorenz Hasier og sellóleik-
arinn Christian Giger gerðu sínu
góð skii, þó ekki reyndi mikið á
hæfni þeirra. Fiðluleikarinn Hlíf
Siguijónsdóttir virtist ekki vera í
essinu sínu og var það sérstaklega
áberandi í seinni kvartettinum, K
478 í g-moll, þar sem stundum sló
fyrir óhreinum leik og slysainnkom-
um, svo að nokkuð vantaði á að
jafnræði væri með strengjaleikur-
unum og að Mozart nyti sín að fullu.
Kvartettinn í g-moll er mun
meira verk og skemmtilegra en sá
í Es-dúr og á köflum er hlutverk
píanósins „virtúósískt“, sérstaklega
í síðasta kaflanum, rondóinu. Þar
fór David Tutt á kostum og er ekki
oft sem getur að heyra jafn vel
útfærðan leik.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju:
Tvöhundruð ára ártíð Mozarts
I ÁR er haldin hátíðleg tvö
hundruð ára ártíð W.A. Mozarts
(1756-1791). Af því tilefni eru
tvennir tónleikar þessarar helg-
ar tileinkaðir tónskáldinu. Dag-
skrá með tónverkum eftir W.A.
Mozart er laugardag og sunnu-
dag kl. 15. Laugardagstónleikar
sem hefjast kl. 17 eru hins vegar
hlegaðir Johann Sebastan Bach.
Flytjendur á tónleikunum eru
Bach-Sveitin í Skálholti, ein-
söngvarar og kór. Stjórnandi er
Hilmar Örn Agnarsson og kon-
sertmeistari er sænski fiðluleik-
arinn Ann Wallström. Að venju
er boðið upp á þrenna tónleika,
laugardag 27. júlí kl. 15 og 17
og sunnudag 28. júlí kl. 15.
Efnisskrá heigarinnar er tvíþætt.
Á laugardags- og sunnudagstón-
leikum kl. 15 eru flutt verkin: Litan-
iae Lauretanae K. 109, tvær kirkju-
Skálholtskirkja
Sr. Sigurðar Z.
Gíslasonar minnst
Þingeyri.
Á nýársdag 1943 gerðist sá vo-
veiflegi atburður að séra Sigurður
Z. Gíslason prestur á Þingeyri
fórst á leið til messu í Keldudal,
utarlega í Dýrafirði. Nú um miðj-
an mánuðinn, rúmum 48 árum
eftir þennan atburð, komu afkom-
endur hans ásamt mökum vestur
á firði til að heiðra minningu hans.
Sunnudaginn 14. júlí var guðs-
þjónusta í Þingeyrarkirkju. Sigurður
Rúnar Jónsson, sonarsonur séra Sig-
urðar Z., lék á orgel kirkjunnar, auk
þess sem hann lék tvö verk á fiðlu
við undirleik föður síns Jóns Sigurðs-
sonar. Hjörtur Þórarinsson flutti
minningarorð um tengdaföður sinn
séra Sigurð Z., og eftir messu bauð
sóknarnefnd upp á kaffiveitingar.
- Gunnar Eiríkur
sónötur K. 224 og K. 144, Sancta
maria, Mater Dei fyrir kór, hljóm-
sveit og orgel og Missa brevis í
G-dúr, K. 140 eftir W.A. Mozart. Á
laugardagstónleikum kl. 17 eru
flutt verk eftir J.S. Bach. Meðal
verka eru tvær kantötur: Kantata
BWV 13 „Meine Seufzer, meine
Tránen" og kantata BWV 161
„Komm, du Siisse Todesstunde".
Flytjendur á tónleikum þessarar
helgar eru eins og fyrr sagði Bach-
sveitin í Skálholti undir handleiðslu
Ann Wallström, kór og einsöngvar-
ar. Ann Wallström hefur verið kon-
sertmeistari Bach-sveitarinnar frá
upphafi. Meðlimir sveitarinnar ieika
á barokkhljóðfæri í lágri stillingu.
Aðgangur að tónleikunum er ókeyp-
is og öllum heimill.
Athygli tónleikagesta skal vakin
á því að boðið er upp á barnagæslu
meðan á tónleikunum stendur. Ekki
er krafist gjalds fyrir þessa þjón-
ustu en forráðamönnum barna er
bent á að kaupa merki Sumartónlei-
kanna'í Skálholtskirkju til að um-
buna fyrir gæsluna.
Messað er í Skálholtskirkju á
sunnudag kl. 17. Séra Guðmundur
Óli Ólafsson prédikar en organisti
er Hilmar Öm Agnarsson. Flutt
verður kantata eftir J.S. Bach við
guðsþjónustuna. Sætaferðir eru frá
Umferðarmiðstöðinni.
(Fréttatilkynning:)
Jóhannes Djörup
læknir látinn
Morgunblaðið/Gunnar Eiríkur
Fjölmargir þáðu kaffiveitingar í
Félagsheimilinu á Þingeyri að
messu lokinni.
JÓHANNES Djorup læknir er
látinn í Kaupmannahöfn, 95 ára
gamall. Hann tók læknispróf
1921 og gegndi svo herskyldu í
flotanum sem læknir á Islands
Falk, varðskipi sem þá hafði
Iandhelgisgæsluna við Island.
Þess hafði hann óskað sér. Hann
var dóttursonur Ágústu Svend-
sen, fyrstu ísiensku konunnar,
sem stofnaði verslun á íslandi
(sjá „Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna", 1. bindi) og átti þess
vegna hér stóra móðurfjölskyldu
(m.a. konu Gunnlaugs Claessens,
fyrsta röntgenlæknisins á ís-
landi). Jóhannes kom oft til ís-
lands, sem hann elskaði, lærði
töluvert í málinu og skildi mikið.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Sumarið styttist.
Nú er góður tími til að fara á hraðlestrarnámskeið fyrir
þá, sem ekki hafa tíma til þess á veturna.
Vilt þú vera vel undirbúin(n) fyrir erfitt nám eða menn-
ingarlegan vetur með miklum lestri á góðum bókum?
Skráðu þig þá strax á næsta námskeið í hraðlestri sem
hefst miðvikudaginn 7. ágúst nk.'
Skráningarsími 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
riEl 10 ÁRA fe.í
Eftir gagngera læknamenntun á
spítölum í Kaupmannahöfn settist
hann niður sem heimilislæknir í
miðbænum, alveg eins og faðir hans
og afí höfðu gert. Hann fékk fljótt
feikna marga sjúklinga og var þar
fyrir utan læknir við landsstofnun
fyrir foreldralaus börn og embættis-
læknir fyrir sinn bæjarhluta. Um
tíma var hann líka næturlæknir og
fór mestalla æfi á hjóli.
Hann var mjög vinsæll heimilis-
læknir, sem gat sett sig inn í mann-
lega og samfélagslega erfiðleika
sjúklinganna.
Mikla vinnu lagði hann einnig í
félagsskap Kaupmannahafnar-
iækna og var lengi í föstum nefnd-
um þar. Hann hélt áfram að vinna
þangað til hann var 81 árs.
Langt fram í elli var hann virkur
í danska félaginu fyrir sögu, bók-
menntir og listir, sem hann hafði
mikinn áhuga á. Hann vann mikið
starf, bæði sem læknir og í hugvís-
indum.
Jóhannesi farfnst hann vera
bundinn íslandi svo sterkum bönd-
um, að hann hafði óskað sér að
deyja þar, en svo fór ekki.
Hann lætur eftir sig 3 syni og 7
barnabörn. Elsti sonur hans var um
tíma sendikennari við Háskóla ís-
lands.
Lars Jacobsen, röntgenyf-
irlæknir, Ríkisspitalanum,
Kaupmannahöfn.