Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 14

Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 i Er matur á íslandi dýr? eftir Ernu Hauksdóttur Nú í sumar þegar ferðalög standa sem hæst hafa birst í dagblöðum greinar og lesendabréf þar sem kvartað er yfír dýrum mat á veit- ingahúsum og hafa víðförulir ís- lendingar gjarnan borið saman matarverð á íslandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Það er deginum ljósara og hrygg- ir fáa jafnmikið og íslenska veiting- amenn að þeir skuli ekki almennt vera samkeppnisfærir í verði á mat og drykk við veitingamenn á meg- inlandi Evrópu. Það er fróðlegt að velta fyrir sér ástæðum þessa þótt mörgum séu þær ljósar og hollt er að velta því fyrir sér hvort ástæður þessar séu eitthvað náttúrulögmál hér uppi á íslandi. Virðisaukaskattur Þeir sem orðnir eru þreyttir á því að greiða 24,5% virðisaukaskatt ofan á allt mögulegt og ómögulegt í þessu þjóðfélagi hljóta að hugga sig við það að við verðum einn góð- an veðurdag knúin til þess að sam- ræma skatta okkar þeim sköttum sem gilda í EB-löndunum, hvort sem við verðum innan eða utan þeirra samtaka, svo framarlega sem við ætlum að stunda viðskipti í sam- félagi annarra Evrópuþjóða. Virðis- aukaskattur á mat á veitingahús- um í EB-löndunum er að meðal- tali 10%. Hráefniskostnaður Hin íslenska landbúnaðarstefna, hvaða skoðun sem menn nú hafa á henni, hefur leitt til þess að það munar u.þ.b. 100% á verði allra algengustu tegunda landbúnaðar- vara hér og í EB-löndunum. Munur- inn er jafnvel meiri hvað varðar iðnaðarvörur sbr. kjúklinga, sem er hversdagsmatur alls staðar nema á íslandi. Launagjöld í Evrópu er launakostnaður víð- ast mun lægri en hér á landi og munar sérstaklega um launatengd gjöld, sem á íslandi eru mjög há. Víða í Evrópu er stærsti hluti starfs- fólks veitingahúsa ófaglært innflutt vinnuafl. Innkaupsverð áfengis Það þarf varla að fjölyrða mikið um innkaupsverð áfengis, en í flest- um EB-löndum er innkaupsverðið aðeins lítið brot af því innkaups- verði sem íslenskir veitingamenn mega sæta, þeir fá slíkar vörur ekki nema einu sinni á heildsölu- verði. Burtséð frá því frelsi sem veitingamenn í Evrópu hafa til inn- kaupa hjá vínbændum sem heildsöl- um þá er áfengisskattur ríkjanna aðeins helmingur þess sem gerist hér norður frá. Álagning Hér er loksins komið að þætti sem er lægri á íslandi en almennt gerist í öðrum löndum, það er álagning veitingamanna. Vegna hins gífurlega rekstrarkostnaðar hafa íslenskir veitingamenn ekki getað lagt þá álagningu á matinn sem almennt gengur og gerist er- lendis og á það sérstaklega við um betri veitingastaði, sem mikið leggja upp úr umhverfi og þjón- ustu. Reiknikngurinn yrði einfald- lega of hár fyrir smekk viðskipta- vinanna. Sumarréttir SVG Trúlega er hvergi á byggðu bóli jafnlítill munur á matarverði í versl- unum og á veitingahúsum eins og á íslandi. Gífurleg samkeppni veit- ingahúsa hefur leitt til þess að ver- ið er að bjóða upp á sífellt ódýrari mat og hafa veitingamenn leitað allra leiða til þess að geta boðið upp á máltíðir sem hæfa öllum pyngjum. Til þess að koma til móts við ferða- menn hafa hótel- og veitingahús innan Sambands veitinga- og gisti- húsa boðið á sumrin svokallaða Honda '91 Accord Sedan 2,0 EX Verð fró 1.474 þúsund. GREIDSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA Qhonda VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK, SÍMI 689900 Erna Hauksdóttir „Það er mjög ánægju- legt, bæði fyrir sálina o g pyngjuna, að silja á útiveitingahúsi í Suður- Evrópu og borða ódýra steik með enn ódýrara rauðvíni, en skyldu Is- lendingar sætta sig við þetta sama veitingahús ef það væri komið niður á Laugaveg? Þá á ég við allan aðbúnað, hús- gögn, borðbúnað, eld- húsið og hreinlætisað- stöðu. Eg er ekki viss um að margir myndu svara þessari spurn- ingu játandi.“ Sumarrétti SVG þar sem fólk getur borðað staðgóða máltíð á góðu verði og er sérstaklega höfðað til ijöl- skyldufólks. Hefur framtak þetta hjálpað mikið til við sölu íslands- ferða þar sem litið er á þetta sem nokkurs konar tryggingu. Mjög mörg veitingahús hafa haldið sum- arréttaverðinu yfír vetrartímann. Niðurstaða Þegar litið er yfir framangreinda upptalningu er ljóst að íslenskir veitingamenn hafa næsta lítið svigrúm til að lækka kostnaðarliði, laun og launatengd gjöld eru samn- ingsbundin, jafnvel lögbundin, nær allar landbúnaðarvörur, allt áfengi, orku, síma o.fl. þarf skv. lögum að kaupa af íslenskum einokunarfyrir- tækjum. Hráefnisverð er það hæsta sem þekkist á byggðu bóli og ofan á bætist hæsti virðisaukaskattur í heimi, en það heiðurssæti verma íslendingar með hinni skattaglöðu Svíþjóð, en nú deila sænskir þing- flokkar um hvort lækka skuli virðis- aukaskatt á mat á veitingahúsum niður í 18% eða 12%. Þeir komust nefnilega að því að of háir skattar leiði ekki endilega til hækkaðra skatttekna ríkissjóðs. Hagfræðing- ar uppgötvuðu það reyndar fyrir áratugum. Þegar við berum saman íslenska og erlenda veitingastaði þurfum við að gæta þess að bera saman sam- bærilega hluti. Það er mjög ánægju- legt, bæði fyrir sálina og pyngjuna, að sitja á útiveitingahúsi í Suður- Evrópu og borða ódýra steik með enn ódýrara rauðvíni, en skyldu íslendingar sætta sig við þetta sama veitingahús ef það væri kom- ið niður á Laugaveg? Þá á ég við allan aðbúnað, húsgögn, borðbún- að, eldhúsið og hreinlætisaðstöðu. Eg er ekki viss um að margir myndu svara þessari spurningu játandi. Það hlýtur að koma að því að íslenskir neytendur sjái til þess að þeir njóti þess sama og aðrir Evr- ópubúar í sífellt meiri samkeppni, samvinnu og verkaskiptingu þjóð- anna. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- oggistihúsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.