Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JULI 1991 UMRÆÐAN UM AFNAM LANSKJARAVISITOLUNNAR Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Misgengi getur orðið hvort sem lán eru verðtryggð eða ekki ÁSMUNDUR Stefánsson, for- seti Alþýðusambands Islands, segir að það sé nauðsynlegt að ijúfa tengslin milli launa og lán- skjara sem nú eru við lýði vegna þriðjungsvægis launavísitölu í lánskjaravísitölu. Hann sé full- komlega sammála Erni Frið- rikssyni, formanni Málm- og skipasmiðasambandsins í þess- um efnum. „Það var er og verð- ur fráleitt fyrirkomulag að tengja lánskjaravísitöluna laun- um með þeim hætti sem þarna er gert og ég er í engum vafa um að það verður tekið á þess- um málum i kjarasamningunum í haust.“ Um þá skoðun Einars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnu- veitendasambands íslands, að leggja eigi lánskjaravísitöluna nið- ur í kjölfar kjarasamninga í haust sem tryggi áframhaldandi stöðug- leika í íslensku efnahagslífi, sagði Ásmundur að það væri afar vin- sælt mál að vilja leggja lán- skjaravísitöluna niður. „Ég er í engum vafa um að þorri af félagsfólki í Alþýðusam- bandinu er sammála því. Ég hef hins vegar alltaf haft takmarkaða sannfæringu fyrir því að það væri rétt leið, vegna þess að nafnvextir valda því að greiðslubyrði verður meiri fyrrihluta lánstíma meðan verðtryggingin dreifir greiðslu- byrðinni betur. Það má segja að óverðtryggt lán sé. til skemmri tíma en verðtryggt lán. Þetta er hins vegar afar flókið í útskýringu og því má búast við að erfítt sé að verja þennan málstað," sagði Ásmundur. Hann sagði að ef verðbólgan færi yfír eins stafs tölu þá væri í raun ekki lengur um langtímalán að ræða og það væri gallinn við nafnvaxtakerfið. Misgengi launa og lánskjara væri jafn mikið vandamál hvort sem um óverð- tryggð eða verðtryggð lán væri að ræða. Það væri raunvaxtaviðm- iðunin á hveijum tíma sem réði því og því hvort yrði misgengi eða ekki. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL: Lífeyrissjóðirnir þurfa örnggar trygg- ingar fyrir lánsfé Ásmundur Stefánsson „Þeir sem helst hafa talað fyrir afnámi verðtryggingar, eins og Steingrímur Hermannsson, hafa jafnan nefnt annað form verð- tryggingar sem er gengisviðmið- un. Hún er nokkuð gölluð verð- trygging, bæði vegna þess að hún tekur bara til eins afmarkaðs þátt- ar og vegna þess að þegar eitt- hvað bjátar á í þjóðfélaginu þá fylgir yfirleitt fall íslensku krón- unnar. Það þýðir að þegar áföll verða þá valda gengisvísitölur meira misgengi heldur en ef miðað er við almennar kostnaðarvísitöl- ur,“ sagði Ásmundur ennfremur. HRAFN Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðirnir þurfi öruggar tryggingar til þess að lána fé til langs tíma. Ef lánskjaravísitala verði afnumin og þeir eigi ekki kost á öðrum tryggingum muni þeir fara að lána til skamms tíma. Hann segir einnig að kröfur um að launavísitala verði tekin út úr lánskjaravísitölu komi sér ekki á óvart. Lífeyrissjóðirnir hafa alltaf verið andvígir þeim breytingum sem gerðar voru á lánskjaravísi- tölunni í upphafi árs 1989 þegar Iaunavísitalan var tekin inn í hana. „Ummæli Arnar Friðrikssonar koma mér ekkert á óvart miðað við það hringl sem hefur verið með þessa vísitölu. Við vöruðum einmitt við því að þessi staða gæti komið upp þegar ráðherra breytti grunni vísitölunnar. Við gagnrýndum það fyrst og fremst að viðskiptaráðherra gæti með ein- hliða reglugerð breytt gerðum láns- samningum. Hins vegar töldum við að þegar til lengri tíma væri litið myndu lífeyrissjóðimir hagnast á þessari breytingu, einfaldlega vegna hækkunar launa í tengslum við aukn- Valur Vaisson, bankastjóri Islandsbanka: Ekkí einfalt mál að fella niður notkun lánskjaravísitölunnar VALUR Valsson, bankasljórí fs- landsbanka, segir að sú skoðun Arnar Friðrikssonar, formanns Málm- og skipasmiðasambandsins, að koma þurfi í veg fyrir sjálf- virkni milli launa og lánskjara sé vel skiljanleg. Ummæli Einars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnuveitendasambands íslands, séu hins vegar mun alvarlegri og hann hvetji menn til að rasa ekki um ráð fram í þessum efnum. „Ummæli Arnar Friðrikssonar um vægi launa í lánskjaravísitölunni eru vel skiljanleg og í samræmi við and- mæli verkalýðshreyfingarinnar þeg- ar lánskjaravísitölunni var breytt. Sú aðgerð bar vott um mikla skamm- sýni og öllum mátti vera það ljóst að fyrr eða síðar stæðu menn frammi fyrir því að ókostir breytingarinnar kæmu í Ijós. Ég tek undir gagnrýni Arnar á þessari breytingu á lán- skjaravísitölunni eins og bankarnir gerðu strax í upphafi, en ég tel líka afar óheppilegt að stunda henti- stefnu í þessum málum og tel ekki sjálfgefið að nú eigi að breyta til fyrra horfs aðeins af því að það muni henta skuldurum betur um sinn. Verði hins vegar ofan á að breyta vísitölunni á ný verður að vera tryggt að þar með ljúki pólitískri afskiptasemi af reiknigrundvellin- um,“ sagði Valur. „Ummæli Einars Odds Kristjáns- sonar um að í tengslum við næstu kjarasamninga sé tækifæri og tilefni til að afnema lánskjaravísitölu eru hins vegár mun alvarlegri. Það er þekkt-úr fyrri samningum að til þess að greiða fyrir niðurstöðu varðandi kaupliði krefjist samningsaðilar þess af ríkisstjóminni að hún geri breyt- ingar á ákveðnum þáttum þjóðarbú- skaparins. Ekki hafa allar þessar aðgerðir verið skynsamlegar eða framsýnar. Ég nefni húsnæðiskerfið og lækkun á innkaupsverði bifreiða sem dæmi. Þess vegna er full ástæða til þess að hvetja menn til þess að rasa ekki um ráð fram nú,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að að vissu leyti væri tal um afnám lánskjaravísitölunnar blekking. Engum dytti í hug að breyta samningum sem þegar væru í gildi og því gæti tal um afnám vísi- tölunnar ekki þýtt annað en að ekki yrðu veitt ný lán með lánskjaravísi- tölu eða að ríkið gefí ekki út ný verð- tryggð spariskírteini. Eldri lána- samningar myndu ekki breytast og því myndu líða áratugir áður en lán- skjaravísitalan hyrfi að fullu. „Jafn- framt er ástæða til að vekja athygli á að tal um boð og bönn í þessu sambandi eru úr takti við ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar um að opna íslenska fjármagnsmarkaðinn fyrir erlendri samkeppni og aflétta höftum sem þar hafa gilt. Fyrri ríkis- stjóm lýsti því yfir að frá og með 1. janúar 1993 yrðu felld úr gildi öll lagaákvæði um verðtryggingu og eftir það verður það samningsatriði aðila á markaðnum hvort verðtrygg- ing verður notuð í einhveijum mæli eða ekki og jafnframt verður mönn- um þá í sjálfsvald sett hvers konar verðtryggingu menn nota, hvort heldur hún byggir á gengisviðmiðun eða einhverri vfsitölu,“ sagði Valur. Hann sagði að verði hætt að nota lánskjaravísitölu vakni spurning um hvernig gera megi langtímasamn- inga um lán eða aðrar fjárskuldbind- ingar. Hætta sé á að fastir nafnvext- ir yrðu óheyrilega háir vegna áhætt- unnar. Breytilegir vextir af langtíma- lánum séu líka óheppilegir af ýmsum ástæðum. Líklegt sé að langtíma- samningar miðist þá að verulegu leyti við gengi ákveðins gjaldmiðils eða myntkörfu. Verði íslenska krón- an tengd ECU-mynteiningunni geti sú verðtrygging verið heppileg en verði gengisskráning íslensku krón- unnar hagað líkt og áður þá væru lántakendur að taka mikla áhættu eins og dæmi úr fortíðinni sýndu. Kostnaður af lánum yrði mestur þeg- ar gengisfelling ætti sér stað og greiðslugetan væri minnst. „Allt það sem ég hef nú verið að nefna sýnir að það er langt í frá að vera einfalt mál að fella niður notkun lánskjaravísitölunnar og ég hvet því aðila vinnumarkaðarins til þess að fara varlega í þessum efnum svo ekki verði en gripið til aðgerða mark- aðra af skammsýni." Samkvæmt núgildandi reglum er aðeins heimilt að verðtryggja lána- samninga til lengri tíma en þriggja ára. Valur sagði að á þessu ári hefði ekki orðið nein aukning á verð- tryggðum útlánum bankana. Öll útl- ánaaukning til atvinnulífs og ein- staklinga hefði orðið með óverð- tryggðum lánum. Valur Valsson Hrafn Magnússon ingu þjóðartekna," sagði Hrafn. Varðandi þá skoðun formanns Vinnuveitendasambands íslands að afnema eigi lánskjaravísitölu í kjölfar kjarasamninga í haust sem tryggi áframhaldandi stöðugleika í efna- hagslífinu, sagði Hrafn það augljóst að lífeyrissjóðimir þyrftu á mjög ör- uggum tryggingum að halda á lánsfé sitt því þeir lánuðu til svo langs tíma. Vissulega væri mögulegt að tengja lánasamninga við ECU-mynteining- una eða aðrar gengisviðmiðanir, eins og lífeyrissjóðimir gerðu reyndar nú varðandi kaup þeirra á skuldabréfum Byggingasjóðs ríkisins. „Hvað varðar innlenda lánamark- aðinn að öðm leyti þá er ljóst að sjóðimir munu fara, út í lán til skamms tíma fái þeir ekki einhveijar tryggingar. Reynslan er slík af því að lána óverðtryggt. Væntanlega munu þeir ekki lána nema til 2-3 ára sem felur í sér verulega þunga greiðslubyrði þeirra sem vilja taka þau lán,“ sagði Hrafn. Aðspurður sagði hann að ákvæði um breytilega vexti væri ekki nóg trygging. Það væri að hans mati samdóma álit lífeyrissjóðanna að það þyrfti að líða lengri tíma áður en vísitöluviðmiðunin félli úr gildi. LAXVEIÐIN gengur svona og svona þessa daganna, yfirleitt fremur illa, en það er þó ekki algilt. Enn gætir þurrkanna fyrri hluta sumars, árnar eru flestar vatnslitlar og erfiðar til veiða. Margir fá lítið eða ekk- ert. Borgarfjarðarárnar koma best út, sérstaklega Þverá og Norðurá sem skipa fyrsta og annað sætið. Önnur Borgar- fjarðará, Langá, er svo á hælum þeirra ásamt Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal. Óstaðfest tala úr Þverá og Kjarrá er rúmir 900 laxar og það styttist í að fjög- urra stafa tala náist. Norðurá hefur aftur á móti gefið nærri 700 laxa. Mesta furða í Kj ósinni Það er mesta furða hvað gengur að veiða í Laxá í Kjós miðað við hversu vatnslítil áin er orðin. Að sögn Bolla Kristinssonar, eins af leigutökum árinnar, er töluverður lax víða um á. í vikubyrjun var áin komin yfir 400 laxa, en síðan hefur veiði glæðst mjög. Bolli sagði enn fremur að þegar hefðu veiðst nokkrir laxar sem væru að skila sér úr gönguseiðasleppingunni miklu síðasta sumar. Hann væri búinn áð fara með nokkra hausa þegar niður á Veiðimálastofnun og þetta hefðu verið 3 til 4 punda fisk- ar. Jafnt og þétt í Langá „Hér er jöfn og þokkaleg veiði, yfirleitt svona 10 laxar á dag að meðaltali á fimm stangir. Það er nóg af laxi í ánni og alltaf að reyt- ast inn, en hann hefur tekið illa og menn missa mikið,“ sagði Run- ólfur Ágústsson veiðivörður við Langá í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði nokkuð á fimmta hundrað laxa komna .úr ánni þannig að Langármenn mættu vel við una miðað við það sem frétt- ist frá öðrum ám vítt og breitt. Það er mest smálax sem veiðist þessa dagana, 3 til 5 punda. Langármað- ur einn sem Morgunblaðið hitti á fömum vegi sagðist undrast þau orð sem höfð voru eftir mönnum sem voru á „Fjallinu“ fyrir nokkru í einu dagblaðanna, það hefðu að- eins verið skráðir sex laxar í bók- ina, sama hvað þeir höfðu rýnt vel og lengi á blaðsíðuna. Ekki 27 lax- ar eins og komið hefði fram í blöð- um. Þv! yrði að mjnna á að eigend- ur og leigutakar á „Fjallinu“ væru ýmsir og veiðibækumar 4 til 5 tals- ins. Það væri misskilningur að allir veiðimenn á svæðinu kæmu í hús SVFR til að bóka aflann. Stórir boltar í Veiðivötnum Rúnar Hauksson skála- og veiði- vörður í Veiðivötnum sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að veiði hefði verið þokkaleg. Menn hefðu oft orðið vel varir þótt ekki hefði hann töluna yfir dregna fiska í kollinum. Að mati Rúnars höfðu engir mjög stórir silungar veiðst, en við leggj- um það fyrir dom lesenda: 11 og 10 punda urriðar í Pyttlum og 8 og 9 punda fiskar í Hraunsvötnum. Það er meira og minna uppselt í vötnin í sumar, en þó er alltaf von til þess að komast að er menn detta út á síðustu stundu. Margir nýta sér veiðihús sem handhafar veiði- réttarins hafa reist við Tjaldvatn. Hér og þar Veiðimenn sem veiddu nýlega í Vatnsá við Vík í Mýrdal fengu 5 laxa og er það allgott í ljósi þess að áin er ein af þessum síðsumars- ám sem gefur best í ágúst og sept- ember. Áin gefur einnig vænan sjóbirting, en lítið hefur sést til hans enn sem komið er. Reytingsveiði er í Rangánum, 5 til 10 fiskar veiðast flesta daga, einkurrt í Ytr- Rangá, en nokkrir hafa einnig veiðst í Eystri-ánni og lax er meira að segja farinn að veiðast í Fiskaá. Þau mistök urðu í þættinum „Eru þeir að fá ’ann?“ í blaðinu á laugardaginn, að myndatexti féll niður. Þar var á ferðinni mynd af Þórarni Ragnarssyni sem hélt á 18 punda hæng sem hann veiddi á flugu í Klapparstreng í Laxá á Ásum á dögunum. Það var og er trúlega enn stærsti fluguveiddi lax- inn úr ánni það sem af er sumri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.