Morgunblaðið - 25.07.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.07.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 18|91 Reuter Trúin er boðuð á marga vegu Hér sést trúboðinn John Smith, sem er stofnandi Liðssveitar Guðs og fer allra sinna ferða á mótorhjóli, ræða við Anthony Gauci, nem- anda við Melbourne Church of England framhaldsskólann í Astral- íu. Smith hefur flutt erindi um trúmál og lífsins gagn og nauðsynj- ar við svo ólík tækifæri sem á allheijarþingi Sameinuðu þjóðanna og í fámenni á mörkum hins byggilega. Uffe-Ellemann Jensen um „Stasi“-fyrirspumir í danska þinginu: Bamalegt ef menn em hissa á þessu UFFE-Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir við Morg- unblaðið að yfirlýsingar tveggja fyrrum starfsmanna austur-þýsku öryggislögreglunnar Stasi, í þýska timaritinu Der Spiegel, þess efnis að Stasi hafi skipulagt fyrirspurnir í danska þinginu til að reyna að fá Dani upp á móti Bandaríkjamönnum, hafi ekki komið honum á óvart. „Nei þetta kemur mér alls ekki óvart. Þetta var þeirra starf. Þeir sem segjast vera hissa núna hafa verið mjög barnalegir í afstöðu sinni,“ sagði danski utanríkisráðherrann. í frétt í danska dagblaðinu Politi- ken í gær kemur fram að Torben Lund, formaður þeirrar nefndar danska þingsins sem hefur með njósnir að gera, ætlar biðja ríkis- stjómina um að rannsaka þessar staðhæfíngar sem koma fram í grein Stasi-mannanna fyrrverandi. Jafnaðarmaðurinn Hans Hækker- up, sem er formaður vamarmála- nefndar danska þingsins, segist ekki muna eftir neinum spurningum sem hafí gert honum bylt við frá því hann tók við formennsku árið 1986. Væri það mjög einkennilegt að hans mati ef einhveijir hefðu spurt spurninga einungis á gmndvelli upplýsinga frá óþekktum útlendingum. Gæti hann ekki ímyndað sér að sú hefði verið raunin. Annette Just, einn þingmanna Framfaraflokksins, segir hins vegar við Politiken að ýmsar spumingar aðallega frá þingmönnum Sósíalíska þjóðarflokksins (SF) en stundum einnig frá þingmönnum Jafnaðar- mannaflokksins hafi vakið hana til umhugsunar. Hún gæti vel hugsað sér að þingmenn SF hafi verið notað- ir meðvitað eða ómeðvitað. Pelle Voigt, talsmaður SF í varn- armálum segir hins vegar: „Ég hef ekki upplifað neitt af þessu tagi og veit ekki við hvern er átt í þessum efnum. Ég hef hins vegar miklar efasemd- ir um að einhver stjómmálamaður hafi beinlínis látið nota sig af erlend- um njósnurum. Það hefði verið nær lagi að spila á fjölmiðla og koma fyrirspumum inn á þingið þá leiðina.“ Alþjóðakjarnorkumálastofnunin: Fjórða eftirlits- nefndin til Iraks Vínarborg. Reuter. TUTTUGU manna hópur kjarnorkueftirlitsmanna á vegum Samein- uðu þjóðanna (SÞ) heldur af stað til íraks í dag, sama dag og frest- ur sá rennur út sem fastafulltrúar í öryggisráði SÞ gáfu Irökum til að úpplýsa öll kjarnorkuleyndarmál sín eða horfast í augu við alvarlegar afleiðingar ella. Bandaríkjamaðurinn David Kay fer fyrir hópnum sem verður í Irak í tvær vikur og er fjórði hópurinn sem fer til íraks á vegum SÞ síðan í maí. Honum er ætlað annars vegar að leita frekari sannana fyrir kjarnorkuvinnslu Iraka og hins vegar að ákvarða hvað gera skuli við kjarnorkuver þau sem þegar hafa verið skoðuð. írakar verða, samkvæmt vopna- hlésskilmálunum sem þeim vom settir, að eyða öllum gereyðingar- vopnum sínum en þeir reyndu í fyrstu að leyna því að þeir ynnu að því að auðga úran. Þegar þeir viðurkenndu það vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum og öiyggis- ráði SÞ sögðu þeir að vinnslan hefði öll farið fram í friðsamlegum og vísindalegum tilgangi og að þeim hefði aðeins tekist að framleiða hálft kíló af lítt auðguðu úrani. Þriðja eftirlitsnefnd SÞ í írak fór þaðan sl. föstudag. Formaður þeirr- ar nefndar, Dimitri Perricos, sagð- ist þá hafa í fórum sínum formlega Sovétmenn sækja um fulla aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum: Sovétmenn segja um- sóknina í samræmi við Lundúnafundinn Moskvu. Reuter. UMSÓKN Sovétríkjanna um fulla aðild að Aljóðagjaldeyrissjóðnum er í fullu samræmi við það samkomulag sem náðist á fundi Míkha- íls Gorbatsjovs Sovétforseta og leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í Lundúnum í síðustu viku, sagði talsmaður sovéska utanríkisráðuneyt- isins, Vítalíj Tsjúrkín, í gær. Umsóknin, sem lögð var fram á þriðju- dag, kom bandarískum stjórnvöklum og yfirmönnum Alþjóðagjald- eyrissjóðins í opna skjöldu. Á fundi Gorbatsjovs og leiðtog- anna var samþykkt að veita Sovét- mönnum aukaaðild að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Alþjóðabankanum gegn því að sovésk stjómvöld legðu áherslu á að koma á markaðskerfi í landinu. Á þriðjudag lögðu Sov- étríkin síðan inn formlega umsókn um fulla aðild að stofnununum. „Það kemur ekki til greina að end- urskoða afstöðu okkar eða draga umsóknina til baka til að breyta í samræmi við Lundúnafundinn," sagði Tsjúrkín á fréttamannafundi í Moskvu. „Þessi ákvörðun okkar stangast í engú á við það sem sam- þykkt var á fundinum." Tsjúrkín sagði að sovéskir emb- ættismenn gerðu sér fulla grein fyrir þvf að það tæki langan tíma að verða fullgildur aðili að Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og að aukaaðild væri sennilega fyrsta skrefíð. Tals- maður bandaríska íjármálaráðu- neytisins sagði í gær að full aðild að sjóðnum væri „ekki árangursrík- asta leiðin til að tryggja efnahags- umbætur í Sovétríkjunum.“ Aukaaðild að sjóðnum gefur við- komaiidi rétt á að hljóta tæknilega aðstoð og ráðleggingar, en gefur ekki kost á lánum. Bandaríkjastjórn er mótfallin því að veita Sovétríkj- unum stórvægilega fjárhagsaðstoð fyrr en frekari merki um umbætur sjást þar í landi, og telur að um- sókn um fulla aðild að sjóðnum muni trufla Sovétmenn við að koma á umbótum. yfirlýsingu íraksstjómar þess efnis að búið væri að upplýsa allt sem hægt væri að upplýsa um kjarn- orkuvinnslu í írak. Talsmenn Al- þjóðakjamorkumálastofnunarinnar (LAEA) og meðlimir sérstakrar nefndar, sem hefur umsjón með eyðingu íraskra vopna, hafa látið að því liggja að þeir telji sig hafa fundið allt sem tengist kjarnorku í írak. í yfirlýsingu sem IAEA gaf út á mánudag sagði að nefnd Perricos hefði fengið ítarlegar upplýsingar um „viðamikla áætlun um auðgun úrans“, eins og það var kallað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.