Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 21
21 I Þór Magnússon „Þessi sýning, sem lætur lítið yfir sér, er fyllilega þess verð að skoðuð sé. Um sænsku rúnastein- ana hafa að sjálfsögðu verið rituð heil ókjör, en í textunum á sýning- unni má fá gott yfirlit um þessi þekktu vík- ingaaldarlistaverk. “ fyrrum forstöðumanns Árbæjarsafns í Reykjavlk. Þessi sýning, sem lætur lítið yfir sér, er fyllilega þess verð að skoðuð sé. Um sænsku rúnasteinana hafa að sjálfsögðu verið rituð heil ókjör, en í textunum á sýningunni má fá gott yfirlit um þessi þekktu víkinga- aldarlistaverk. Höfundur er þjóðniiiyavörður. Orðabók Háskólans; Ný bók um íslensk mannanöfn væntanleg BÓK um íslensk mannanöfn, sögu þeirra og uppruna mun verða gefin út á vegum Orðabók- ar Háskólans á árinu. Bókinni er ætlað að vera uppflettirit fyr- ir almenning og mun hún inni- halda um 5.000 mannanöflf með helstu upplýsingum um hvert nafn. Guðrún Kvaran, deildarstjóri hjá Orðabók Háskólans, sagði að vinnu við bókina væri að ljúka þessa dag- ana. En Guðrún hefur unnið við gerð þessarar bókar ásamt Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni síðan 1983. Guðrún sagði að í bókinni væru dregin saman 5.000 nöfn sem ís- lendingar hafa gefið börnum sínum hvort .sem þau væru flokkuð góð og gild eða ekki. I bókinni verður gefið almennt yfirlit yfir sögu nafna, merkingu þeirra og uppruna. Einnig verður umfjöllun um gælu- nöfn og viðurnefni. Guðrún sagði að umfjöllunin um gælunöfnin yrði engan veginn tæmandi heidur yrði eingöngu fjallað um algengustu gælunöfnin. í bókinni verður einnig sérstakur kafli um nýju nafnalögin er taka gildi 1. nóvember nk. Ein af þeim breytingum sem þessi lög hafa í för með sér er að ættarnöfn mega erf- ast bæði í kvenn- og karllegg. Guð- rún sagði að þegar þessi lög tækju gildi myndi Hagstofan sjá um að gefa út lista yfir þau nöfn er telj- ast góð og gild og komið yrði á fót nefnd sem fjallaði um nöfn sem ekki kæmu fyrir á listanum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 Grátandi armensk sjónvarpskona á blaðamannafundi í Moskvu: Segið heiminum frá hönmingnm þjóðar okkar Mannréttindi enn brotin á Armenum í Azerbajdzhan Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen. blaðamanni Morpunblaðsins. „SEGIÐ heiminum frá hörmungum þjóðar okkar, látið voðaverkin í Karabakh ekki gleymast," sagði armensk sjónvarpskona grátandi á blaðamannafundi, sem Armenar i Moskvu héldu í gær til að vekja athygli á mannréttindabrotum á löndum sínum, sem eiga heimili í Azerbajdzhan. Á fundinum var sagt frá ýmislegum voðaverkum, sem Azerar og sovézkir hermenn hafa unnið á armenskum borgurum undanfarnar vikur og mánuði. Lýsingar fólksins höfðu djúp áhrif á flesta viðstadda. Ekki aðeins Armenarnir, sem sögðu frá, tárfelldu. Þegar ég leit í kringum mig í fundarsalnum, sá ég marga blaðamenn fela andlitið í höndum sér eða þurrka tár af hvörmum. Þótt ég skildi ekki það sem talað var og túlkurinn minn tapaði þræðinum öðru hvoru, viknaði ég sjálfur þegar ég leit í angistarfull augu fólksins, sem talaði. Fáir vestrænir blaðamenn voru á fundinum. Ég vissi ekki sjálfur hvert fundarefnið var, þegar ég kom í hús sendinefndar armenska lýðveldisins í Moskvu. Ég hafði verið að reyna að ná sambandi við Jelenu Bonner, ekkju Andrejs Sakharovs, með hjálp íslenzka sendiráðsins. Þegar ég kom í sendiráðið í gærmorgun biðu mín skilaboð frá Bonner — ég átti að hitta hana á fundi hjá armensku sendinefndinni. I anddyrinu fékk ég þær upplýsingar að blaðamanna- fundur væri að heljast. Ég gekk inn á fundinn en sá Jelenu Bonner hvergi. Sovezkir hermenn drápu fólk á heimilum þess Innst í salnum sat ungur, fölur maður við borð og talaði. Hann var augljóslega í miklu uppnámi og rödd- in brast hvað eftir annað. Fylgdar- maður minn og túlkur byijaði að þýða — ungi maðurinn heitir Vardan Oganesíjan og er armenskur blaða- maður. í byijun maí sl. varð hann vitni að ofbeldisverkum OMON, sér- sveita sovézka hersins í Azerbajdzh- an, í þorpinu Gedashjen. Armensk- um borgurum var skipað að yfirgefa þorpið og flytja til annars héraðs. Ef þeir neituðu, var þeim misþyrmt. Sovézkir hermenn drápu fólk á heim- ilum þess og fóru ránshendi um eig- ur þess, sagði armenski blaðamaður- inn. OMON-menn handtóku Oganes- íjan, brutu myndavélina hans og stungu honum í fangelsi. Hann sagð- ist hafa búið við hótanir, pyntingar og algjöra einangrun í fangelsinu. Sér hefði verið margsagt að hann myndi aldrei komast heim aftur. Hann hefði verið þvingaður til að skrifa undir játningar um glæpsam- legt athæfi og síðan leiddur fyrir dómstól, þar sem augljóslega hefði verið búið að ákveða refsingu hans fyrirfram. „Ég get ekki sagt frá öllu, sem ég sá eða upplifði," sagði Ogan- esíjan, „það er of erfitt fyrir mig að tala um það. Ég h'ef séð svo mikl- ar þjáningar að tilfinningar mínar hafa dofnað." Sagt upp hjá APN Oganesíjan var fréttaritari APN- fréttastofunnar sovézku og hélt því fram á fundinum að fréttastofan hefði sagt honum upp starfi, skömmu eftir að hann var handtek- inn. Nokkrir blaðamenn á fundinum virtust rengja sögu Oganesíjans. Þá reis upp roskin kona, sem setið hafði yzt til vinstri á fremsta bekk, og svaraði þeim reiðilega. Þar var kom- in Jeiena Bonner. Hún krafðist þess m.a. að A/W-fréttastofan yrði dreg- in til ábyrgðar fyrir að láta handtöku blaðarriannsins afskiptalausa. Full- trúi APN reyndi að bera í bætifláka fyrir fyrirtæki sitt og sagði að for- ráðamenn fréttastofunnar hefðu reynt að afla upplýsinga um afdrif Oganesíjans eftir að hann hvarf skyndilega, en hefðu ekkert fengið að vita hjá azerskum stjórnvöldum og ekkert getað gert. Oganesíjan slapp úr fangelsinu fyrir tilstuðlan armensku sjónvarps- konunnar, sem talaði á fundinum. Hún sagðist hafa lesið um hvarf hans í frönsku dagblaði — einu réttu fréttirnar af atburðunum í Nag- orno-Karabakh hefðu komið frá út- löndum. Eftir sjö daga leit í Kar- abakh hefði hún haft uppi á Ogan- esíjan í fangelsinu, og þegar hafizt handa um að reyna að fá hann laus- an. Hún hefði leitað til ýmissa ijöl- miðla, sovézkra og erlendra. Til að mynda Moskvufréttir og- Sloboda- útvarpsstöðin hefðu vakið athygli á máli blaðamannsins. CBS-sjónvarps- stöðin hefði hins vegar neitað að birta nokkuð um það. Herferð henn- ar bar loks árangur, og Oganesíjan var sleppt, þó með því skilyrði að hann færi til Lenínakan og yfírgæfi ekki borgina. Hann hunzaði þær skipanir og strauk til þess að kom- ast til Moskvu og vekja athygli á máli sínu. „Ég yrði ekki hissa þótt þeir kæmu og gripu mig á morg- un,“ sagði hann. „Þeir sögðust myndu ná mér, hvert sem ég færi.“ Á blaðamannafundinum kom fram að enn berðust vopnaðar sveit- ir Armena í Nagorno-Karabakh við Azera og sovézka alríkisherinn. Armenska sjónvarpskonan sagðist hafa verið í Karabakh fyrir þremur dögum. Hún hefði slegizt í för með vopnuðum Armenum, en þeir hefðu skipað henni að fara burt úr hérað- inu, þar sem hún setti sig í of mikla hættu. Hún sagði frá sveitarfor- ingja, sem hefði bjargað lífi hennar í sprengjuárás. Fáeinum dögum síðar hefði hann fallið í bardaga við skriðdrekasveitir Sovétmanna. Ang- istin skein úr svip konunnar og hún barðist við grátinn á meðan hún sagði frá. Ekki þrek í löng viðtöi Blaðamannafundurinn leystist upp og fréttamenn flykktust í kring- um armensku sjónvarpskonuna og blaðamanninn. Ég notaði tækifærið og gaf mig á tal við frú Bonnér, sem sat í gluggakistu og reykti. Hún sagðist hafa fengið skilaboð frá mér um að ég vildi taka við hana viðtal. „Ég hef ekki þrek í löng viðtöl," sagði hún, „en ég skal svara þremur eða fjórum spurningum." Við rædd- um saman með aðstoð dóttur Sakh- arov-hjónanna, Tatjönu Jankelevitsj, sem túlkaði fyrir okkur._ Bonrier ræddi að fyrra bragði um ísland og frumkvæði Islendinga í málefnum Eystrasaltsríkjanna. Ég spurði hana um álit hennar á ástandi mannrétt- indamála í Sovétríkjunum. Fáránlegt að tala um mannréttindi í þessu fangelsi Samtalið varð stutt, þar sem Bonner var á förum. Ég fékk Tatj- önu dóttur hennar hins vegar til að aðstoða mig við að ná tali af blaða- manninum Oganesíjan og túlka fyrir okkur. „Það, sem ég sá í Gedashjen, sannfærði mig um að þar er ekki aðeins um deilur milli tveggja þjóða að ræða,“ sagði Oganesíjan. „Sov- étríkin heyja stríð gegn armenskum íbúum Nagorno-Karabakh og arm- enska lýðveldinu. Það er verið að kenna Armenum lexíu vegna afstöðu þeirra til nýja sambandssáttmálans, sem þeir neita að undirrita.“ Oganesíjan sagði að sovézki her- inn hefði staðið að brottflutningum fólksins frá Gedashjen. Tuttugu manns hefðu verið drepnir í þorpinu • og tuga annarra væri shknað. Marg- ir sætu í fangelsi. Hann sagðist hafa verið tvo og hálfan mánuð í f'angelsinu. Hann hefði ekki fengið að skrifa nein bréf, og engin sendibréf eða dagblöð feng- ið. „Það er fáránlegt að ætla að tala um einhver mannréttindi í þessu fangelsi,“ sagði Oganesíjan. „Um það bil tuttugu dögum áður en fangavist minnjlauk hættu þeir fyrst að beija mig. Ég var ekki barinn á hveijum degi, en alltaf nokkrum sinnum í viku. Hefur þú lesið um dómsmál í Los Angeles þar sem manni voru dæmdar háar skaðabæt- ur af því að lögreglan barði hann? Ef ég og aðrir, sem sátu í þessu fangelsi, nytum sömu réttinda, vær- um við allir ríkir.“ Oganesíjan sagði að það væri fyrst og fremst fjölmiðlum og al- menningsáliti að þakka að sér hefði verið sleppt úr fangelsinu. Nefnd sem Sakharov-ráðstefnan um frið og mannréttindi hefði skipað til að rannsaka mál hans, hefði líka hjálp- að mikið til. Stjórnvöld hefðu loks neyðzt til að sleppa honum. Armenskir íbúar þorpsins Gedashjen fluttir nauðugir með herþyrlu frá Stepanakert í Nagorno-Karabakh-héraði í Azerbajdzhan, til Jerevan, höfuðborgar Armeníu, í maí sl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.