Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 24
Ólafsfirði.
MIKILL ferðamannastraumur
hefur verið til Ólafsfjarðar að
undanförnu og hefur raunar verið
svo allt frá því að göngin um Ól-
afsfjarðarmúla voru opnuð til
umferðar siðastliðinn vetur.
Helgarbíltúr um Tröllaskagann
eða miðnætursólarferð í Ólafsfjarð-
armúla freista ferðafólks í auknum
mæli og hringvegurinn frá Akureyri
um Ólafsfjörð, Fljót og Skagafjörð
er hæfileg dagleið að aka fyrir íbúa
á Eyjafjarðarsvæðinu.
Stöðugt er unnið að því að bæta
aðstöðu til móttöku ferðamanna í
Ólafsfirði, tjaldstæði bæjarins hafa
verið endurbætt og nýlega var tekinn
í notkun 70 fermetra garðskáli við
Hótel Ólafsfjörð og eykur hann
möguleika hótelsins að taka á móti
stærri hópum matargesta.
I vor keypti Skeljungur hf. meiri-
hluta hlutabréfa í Hótel Ólafsfirði
hf. og á nú um 98% hlutafjárins.
Áformaðar eru verulegar fram-
KRISTNESSPIT ALI
Lausar stöður
hjúkrunarfræðinga
Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeild okkar.
Um er að ræða afleysingarstöðu í eitt ár frá
og með 1. ágúst að telja eða eftir nánara
samkomulagi.
Vegna vaxandi starfsemi á endurhæfingar-
deild okkar vantar okkur hjúkrunarfræðinga
til starfa. íbúðarhúsnæði og barnaheimili á
staðnum.
Upplýsingar
96-31100.
gefur hjúkrunarforstjóri í síma
Kristnesspítali.
Slippstöðin á Akureyri:
Engar nýsmíðar í sjónmáli
Morgunblaðið/Sigurður Björnsson
Hótelstjórinn, Baldvin Sigurðsson, í nýja gárðskálanum við Hótel
Ólafsfjörð.
Byggt við hót-
elið í Ólafsfirði
kvæmdir við hótelið því auk hins 70
fermetra garðskála sem byggður
hefur verið og tengist veitingasal
hótelsins verður byggð við hótelið
aðstaða til bensínsölu og annarrar
ferðamannaþjónustu auk þess sem
lóð verður standsett. í hótelinu eru
11 tveggja manna herbergi með
baði, én auk þess hefur hótelið yfir
að ráða 30 rúmum úti í bæ fyrir
svefnpokapláss. Bar er í hótelinu og
veitingasajir rúma um 100 manns.
Hótel Ólafsfjörður stendur við
Ólafsfjarðarvatn og annast hótelið
sölu veiðileyfa í vatninu, en þar er
góð stangveiði, bæði silungur og
lax. Hótelið hefur báta á vatninu en
útvegar einnig róðrarferðir með
trillukörlum fyrir þá sem hafa áhuga
á að fara á skak. Á veturna hefur
dorgveiði á ísnum á Ólafsfjarðar-
vatni sífellt orðið vinsælli og óvíða
er að finna skemmtilegra svæði til
vélsleðaferða en Tröllaskagann.
- S.B.
ENGIN nýsmíðaverkefni eru hjá
Slippstöðinni á Akureyri nú þeg-
ar Þórunn Sveinsdóttir VE 401
hefur verið afhent eigendum sín-
um. Næg viðhaldsverkefni eru
hjá stöðinni fram á haustið en
verulega dregur úr þeim þegar
vetur nálgast. Varla er hægt að
tala um að veruleg skipasmíði
hafi verið í landinu um árabil.
Sigurður G. Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri, segir
að ekki sé bjart framundan í ný-
smíðum skipa á íslandi. Nú, þegar
lokið sé smíði Þórunnar Sveinsdótt-
ur, hafi Slippstöðin ekkert nýsmíða-
verkefni og engir samningar um
slíkt séu á borðinu. Talsvert sé um
að menn ræði um að láta smíða
skip, vilji það bæði og þurfi, en
aðstæður í þjóðfélaginu séu ekki
slíkar að þeir herði sig upp í það.
Það sé náttúrulega slæm staða í
skipasmíðastöð að þar séu ekki
smíðuð skip. „Það hafa ekki verið
smíðuð ný skip á íslandi svo neinu
nemi í mörg, mörg ár. Það má segja
að því hafi lokið um 1984 og síðan
hafa verið að reytast svona eitt og
eitt skip. Staðan er þannig núna
að menn eru sáralítið að semja um
að smíða skip erlendis og ekkert
hér á landi. Það eru engar teljandi
nýsmíðar í gangi, en það hlýtur að
koma innan skamms.“
Sigurður sagði að aðalkappsmál
í íslenskum skipasmíðaiðnaði væri
nú að sýna fram á samkeppnis-
hæfi, að við getum keppt við erlend:
ar þjóðir á þessum markaði. í
tengslum við smíðina á Þórunni
Sveinsdóttur hefði í samráði við
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja
og Iðnaðarráðuneytið verið unnið
sérstakt hagræðingarátak til þess
að bæta vinnubrögð við allan undir-
búning og framkvæmd verka af
þessu tagi. Átakið hefði borið
árangur sem lýsti sér einkum í
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Kaldbakur við bryggju hjá Slippstöðinni á Akureyri.
styttri verktíma, færri vinnustund-
um og þar með lækkuðum smíða-
kostnaði. Með því að breyta og
bæta skipulagið við vinnuna,
ákveða hvar og í hvaða röð verkin
séu unnin, nýtist starfskraftar
manna betur. Gamla aðferðin, að
smíða skipsskrokk og loka honum
sem fyrst og fylla hann svo af vinn-
andi mönnum sem varla hafa oln-
bogarúm, sé nú aflögð. Nú sé hins
vegar reynt að gera sem mest áður
en skipinu er lokað. Smíði Þórunnar
hafí tekið um 9 mánuði og það sé
mun styttri tími en áður við sam-
bærileg verk og vinnustundir til
muna færri. Munurinn gæti verið
allt að 3-4 mánuðir.
Enn er óselt það nýsmíðaskip
sem lengi hefur verið í fréttum og
iðulega nefnt raðsmíðaskip. Sigurð-
ur sagði að skipið tengdist ekki
raðsmíði af neinu tagi, það hefði
verið sérverkefni og smíðað á tíma-
bili þegar verkefnaleysi hefði verið
hjá stöðinni. Af og til hafi virst sem
skipið myndi seljast og samningar
hafi verið gerðir. Nú séu hins vegar
15-16 mánuðir síðan samningi var
síðast hafnað. Á þeim tíma hafi fjöl-
margir sýnt áhuga á að kaupa skip-
ið en enginn gengið svo langt að
ganga frá samningum.
Framundan eru hjá Slippstöð-
inni, að sögn Sigurðar, eingöngu
viðhaldsverkefni. Þau endast fram
á haustið en verulega dregur úr
þeim þegar vetur nálgast. Stærsta
verkefnið er endurbætur á togaran-
um Kaldbak, en þar er meðal ann-
ars verið að skipta um togþilfar og
búnað í vinnslusal. Við þetta og
önnur smærri verkefni er nú næg
vinna fyrir þá liðlega 200 menn sem
vinna hjá Siippstöðinni. Þessar vik-
urnar eru að vísu ekki allir að störf-
um þar sem sumarieyfi standa yfir.
Sigurður sagði að óljósara væri um
veturinn. Að vísu væri svo um sam-
ið að Slippstöðin tæki Harðbak og
breytti honum á sama hátt og Kald-
bak, en það yrði trúlega ekki fyrr
en eftir áramót. Þetta væru samt
ekki næg verkefni til að halda fullri
starfsemi í vetur, töluvert fleira
þyrfti að koma til.
Skátamót í Vaglaskógi um
verslunarmannahelgina
JAFN og góður ferðamannastraumur hefur verið í Vaglaskógi í sum-
ar. Talsvert hefur verið unnið að því að bæta ferðamannaaðstöðu í
skóginum. Skátafélagið Klakkur gengst fyrir fjölmennu skátamóti í
skóginum um verslunarmannahelgina. Aðeins verða almenningi opin
fjölskyldutjaldsvæði við hjólhýsasvæðið meðan mótið stendur.
Útivistarsvæðin í Vaglaskógi hafa
verið fjölsótt í sumar. Sigurður Skúl-
ason, skógarvörður, sagði að umferð
fólks hefði að jafnaði verið róleg og
góð. í ár hefðu tjaldsvæðin verið
opnuð fyrr en í fyrra og gistinóttum
ferðamanna í skóginum hefði fjölgað
um 1.300, náð svipuðum fjölda og
árið 1988. I góðviðrinu í fyrri hluta
júlí hefði oft verið mikill manníjöldi
í skóginum, allt upp í 500 manns í
gistingu um nótt en auk þess hefðu
MJOLKURBIKARKEPPNI
DH
- KR
á Akureyrarvelli í kvöld kl. 20.00
EUPOCARD
E EUROCARD
töluvert margir komið í skóginn úr
nágrannahéruðum og notið fegurðar
skógarins og veðurblíðunnar við að
narta í nestið sitt og sötra á kaffi
úr brúsa.
Að sögn Sigurðar er alltaf tals-
vert um að fólk komi í skóginn án
þess að tjalda þar. Se fólki heimilt
að ganga um allan skóginn og nú
sé unnið að því að opna gamla stíga
og gera þá betur færa gangandi
fólki.
Umgengni á tjáldsvæðum segir
Sigurður að sé í flestum tilvikum
góð, þó komi fyrir að fámennir hóp-
ar gangi illa um og aldrei þurfi
marga til að spilla fyrir hinum sem
betur gangi um. Þá hendi af og til
að ónæði verði á svæðunum, einkum
um helgar ef þangað komi hópar til
þess að halda uppi næturglaumi.
Hins vegar séu tjaldgestir að jafnaði
flestir fjölskyldufólk og rólegra yfir
því.
Gerðar hafi verið ráðstafanir til
að hleypa megi tjaldvögnum inn á
almenn tjaldstæði, annars sé reynt
að forðast sem mest akstur um
svæðið. Innst í skóginum sé svæði
fyrir um það bil 40 hjólhýsi og al-
gengast sé að komið sé með þau að
vori og þau tekin aftur þegar kemur
fram á haust.
Að undanförnu hefur verið unnið
að bótum á aðstöðu fyrir ferðafólk-
ið. Þannig hefur verið komið upp
tveimur nýjum snyrtihúsum og þessa
dagana verið að koma því þriðja
fyrir. Þama eru salerni og rennandi
kalt vatn. Við þessar viðbætur fjölg-
ar salernum á svæðunum um helm-
ing.
Um verslunarmannahelgina verð-
ur mikið skátamót á aðaltjaldsvæð-
unum í skóginum og þau því lokuð
almenningi. Hins vegar verður hjól-
hýsasvæðið opið og fjölskyldufólki
auk þess hleypt inn á tjaldsvæði við
hliðina á því.
Skátafélagið Klakkur á Akureyri
stendur að mótinu í Vaglaskógi,
mótsstjóri verður Jóhannes Árnason.
Að sögn hans verður mótið sett að
kvöldi föstudagsins 2. ágúst og
stendur fram á mánudag, 5. ágúst.
Þar verður mikil dagskrá eins og á
hefðbundnu skátamóti, en einkum
verður fengist við ýmislegt sem
tengist skóginum og tillitssamri
umgengni við hann.
Yfirskrift mótsins er „Á grænni
grein.“ Meðal þess sem skátarnir
fást við verða byggingar úr timbri,
endurvinnsla á pappír, sorpflokkun
og viðgerð á rofabörðum. Mótsblað
verður gefið út daglega og útvarps-
stöð verður starfrækt í Vaglaskógi
mótsdagana.
Þátttakendur á skátamótinu verða
um 250 talsins, víðs vegar að af
landinu. Auk þess verða um 50 skát-
ar í vinnubúðum svo og fjölskyldu-
búðir, þar sem búist er við nokkrum
tugum fjölskyldna. Að sögn Jóhann-
esar hefur verið unnið að undirbún-
ingi mótsins frá því í vetur leið en
meginvinnan stendur þó yfir síðustu
tvo mánuðina fyrir mótið sjálft.