Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 28
-28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
Birgir Örn Birgisson vann nýliðaskeið á glæsihestinum Kóngi.
Fimm stúlkur urðu í efstu sætunum í unglingakeppninni hjá Smára, f.v. Harpa S. Magnúsdóttir,
Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, Birna Káradóttir og sigurvegarinn Hulda Hrönn
Stefánsdóttir er næst formanni, Smára Sigurði Páli Ásólfssyni.
Hestar
Sigurður Sigmundsson
Syðra-Langholti.
ÁRLEGT hestaþing hesta-
mannafélaganna Sleipnis og
Smára í Árnessýslu fór fram
á Murneyri við Þjórsá um
síðustu helgi. Svo sem venja
hefur verið sótti þetta hesta-
þing fjöldi fólks og margt af
því kom ríðandi á fákum sínum
víðsvegar að úr sýslunni svo
og úr Rangárþingi og jafnvel
vestan frá Faxaflóa. Það er
reyndar nokkurt einkenni
þessa árlega hestamóts hve
margir koma ríðandi einkum
ungt fólk sem vill njóta reið-
skjóta sinna í veðurblíðunni
enda eru reiðvegir að Mur-
neyrinni sérlega góðir. Allstór
hópur gistir í tjöldum enda er
þetta rúmgott svæði og að-
staða góð.
Forkeppni fór fram á laugar-
deginum og var þátttaka góð í
gæðinga- og unglingaflokkum
svo og töltkeppni. Hinsvegar var
þátttaka fremur döpur í kapp-
reiðum nema 150 m ' skeiði og
ekki nema svipur hjá sjón frá því
sem áður var. Fyrir um það bil
áratug voru eitt sinn skráðir 141
hestur til keppni í kappreiðunum.
Morgunblaðið/Sig. Sigm.
Náttfarasonurinn Huginn á Kjartansstöðum verð efstur í flokki
alhliða gæðinga hjá Sleipni, knapi og eigandi er Þorvaldur Sveins-
son.
Þær Ástrún Davíðsson og Ragna Gunnarsdóttir hlutu knapaverð-
laun, hjá þeim standa formenn félaganna Sigurður Páll Ásólfsson
og Haraldur Þórarinsson.
Eldri flokkur unglinga Smári
1. Hulda Hrönn Stefánsdóttir á
Svarta Svaninum 8,31
2. Bima Káradóttir á Brönu 8,30
3. SigurborgJónsd. áFrama 8,18
Eldri flokkur unglinga Sleipnir
1. Sig. Óli Kristinsson áVerðanda 8,42
2. Guðm. V. Gunnarss. á Gusti 8,40
3. Guðbj. H. Sigurðard. áLísu 8,22
Hún hlaut ásetuverðlaun Sleipnisungl-
inga.
B-flokkur Smári
1. Stjarna f. St. Mástungu. eig. Sigfús
Guðmundsson. Kn. Annie B. Sigfús-
dóttir ' 8,52
2. Frami f. Berghyl. eig. og kn. Sigur-
borgJónsdóttir 8,29
3. Orrar f. Steinahlið. eig. Magnús Víðir
Guðmundsson og kn. Helgi Kjartans-
son 8,38
B-flokkur Sleipnis
1. Pegasus f. Mykjunesi. Eig. Kristjana
Kjartansdóttir. Kn. Helgi
Kjartansson 8,55
2. Goði f. Amarstöðum. Eig. og kn. Val-
gerður Gunnarsdóttir 8,54
3. Neisti f. Selfossi. Eig. Ásdís Hofritz.
Kn. Símon Grétarsson 8,49
A-flokkur Smára
1. Straumur f. Sumarliðabæ. Eig. og kn.
Guðmundur Sigfússon 7,90
2. Gustur f. ísabakka. Eig. Ásta Bjama-
dóttir. Kn. Haukur Haraldsson 8,35
3. Goði f. Breiðuvík. Eig. og kn. Sigfús
Guðmundsson 7,70
A-flokkur Sleipnis
1. Huginn f. Kjartansstöðum. Eig. og kn.
Þorvaldur Sveinsson. 8,49
2. Öskar f. Ráng. Eig. og kn. Ragnar
Þór Hilmarsson 8,22
3. Fengur f. Gafli. Eig. Bjöm H. Eiríks-
son. Kn. Einar Ö. Magnússon 8,32
Tölt
1. Einar Öder Magnússon, á Funa.
2. Annie B. Sigfúsdóttir, á Stjömu.
3. Hrafnkell Guðnason, á Jörp.
4. Símon Grétarsson, á Neista.
5. Sig. Ó. Kristinss. á Verðanda.
250 m stökk Löngumýrarskjóni Eig. Ingi-
mar Baldvinsson. Kn. Halldór Vilhjálms-
son 20,8
300 m brokk Fjöður Eig. Guðrún Ing-
varsd. Kn. Atli Sigurðsson 38,8
150 m nýliðaskeið. Kóngur. Eig. og kn.
Birgir Öm Birgisson 17,5
350 m stökk. Stormur. Eig. og kn. Ólafur
Lámsson 30,2
150 m skeið. Snarfari. Eig. og kn. Sigur-
bjöm Bárðarson 14,6
250 m skeið. Leistur. Eig. Hörður G.
Albertsson. Kn. Sigurbjörn
Bárðarson 22,5
Sveinsmerki Smára fyrir fágaða ásetu og
góða framkomu: Ástrún Davíðsson Hús-
atóftum.
Riddarabikar-Sleipnis, fyrir góða ásetu:
Ragna Gunnarsdóttir, Arnarstöðum.
Að venju voru gæðingarnir afar
misjafnir og að mati fréttaritara
síst betri en venja hefur verið.
Þó sáust verulega góð hross svo
sem efstu hrossin í A flokki hjá
Sleipni og í B flokki hjá Smára
svo að einhverjir séu nefndir. Þá
sigraði Einar Óder Magnússon í
töltkeppninni á stóðhestinum
Funa frá Skálá með 93 stig sem
telst góður árangur. í kappreið-
unum gerðist það helst að sá
dugmikli og snjalli hestamaður
Sigurbjörn Bárðarson kom með
vekringa sína Snarfara frá
Kjalarlandi og Leist frá Keldudal
en þeir unnu sitthvort hlaupið og
nú lá íslendsmethafinn Leistur
sem orðinn er 13 vetra 250 m
sprettinn keppnislaust á 22,5
sek. sem er vallarmet á Murneyr-
inni.
Yngri flokkur unglingar Smári
1. Sigfús B. Sigfús. á Skenk 8,66
2. Ása Óðinsd. á Sneglu 8,12
3. Ragnh. Þorvaldsd. á Blesa 7,95
Yngri flokkur unglinga Sleipnir
1. EinarHjálmars. áSkugga 8,46
2. Kristín Þórðard. á Kolgrími 8,38
Hún hlaut knapaverðlaun barna.
3. Margeir Steingríms. á Yrpu 8,16
Með fólki og fák-
um á Mumeyri
t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁSMUNDAR SIGGEIRSSONAR, Grænumörk 3, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 15. Vilborg Bjarnfreðsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
-r t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hólsgötu 4, Neskaupstað. Steindór Önundarson, Stefania Steindórsdóttir, Sveinn G. Einarsson, Önundur Steindórsson, Guðni Þór Steindórsson, Jóhanna Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför
FIIMNBOGA ÞÓRARINS ÞORBERGSSONAR
frá Efri-Miðvík,
Hátúni 10.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson
og barnabörn.
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÞORGRÍMS KRISTINSSONAR
fyrrverandi bifreiðastjóra,
Sörlaskjóli 17,
Reykjavík.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigurður Þorgrímsson, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir,
Amalia Þorgrimsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson
og barnabörn.
Byggðasafn
N-Þingey-
inga opnað
formlega
Hraunbrún, Kelduhveríi.
STEFNT er að formlegri opnun
Byggðasafns Norður-Þingey-
inga, sunnudaginn 28. júlí klukk-
an 15.
Safnið er til húsa í gamla skóla-
húsinu við Kópasker ásamt héraðs-
bókasafninu og hefur að geyma um
1.500 gamla muni af svæðinu.
I tilefni af opnuninni verður boð-
ið góðum gestum, héraðsnefndar-
mönnum, fyrrum stjórnannönnum
safnanna og svo íbúum Norður-
Þingeyjarsýslu. Þar að auki er von-
ast til að Þjóðminjavörður, Þór
Magnússon, sjái sér fært að vera
viðstaddur opnunina.
- Inga