Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
ém
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) II"*
Hrúturinn byijar ótímabært á
einhveiju verkefni í dag, en
hættir við strax og hann áttar
sig á, mistökunum. Hann ætti
ef til vill að draga sig í hlé til
að endumýja krafta sína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
■Nautinu kann að verða á í
messunni þegar hann tekur
ákvörðun í peningamálum
núna. Það kann að eyða of
miklu ef það fer út að skemmta
sér og væri þá verr farið en
heima setið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) J»
Breytingar verða þess valdandi
að tímaáætlun tvíburans fer
úr skorðum. Hann ætti ekki
að blanda vini sínum í peninga-
mál í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbanum líst ekki á tillögu
sem borin er undir hann. Hann
ætti að kanna málið ofan í
kjölinn og ráðgast við þá sem
vit hafa á því.
Ljón
(23. júli - 22. ágúst)
Það freistar ljónsins ákaflega
núna að vera lausbeislað í pen-
ingamálum. Það ætti að forð-
ast að vera þóttafullt í fram-
komu í kvöld.
wMeyja
(23. ágúst - 22. september) <S$
Meyjunni gengur betur að
vinna ein núna en í samvinnu
við aðra. Hún verður að vera
með báða fætur á jörðinni í
ástarsambandi sínu.
V°g ^
(23. sept. - 22. október)
Vogin verður að gæta þess að
láta sér ekki sjást yfír mikil-
væg smáatriði í starfi sínu.
Einhver lætur hana bíða í dag.
Hún ætti að halda lifandi sam-
bandi við sína nánustu.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9Kj£
Það er ekki víst að sporðdrek-
inn fái það sem hann borgar
fyrir í dag. Hann ætti að halda
sig á þeim stöðum sem hann
þekkir vel.
Bogmaöur
(22. nóv. — 21. desember)
Bogmaðurinn kemur ekki öllu
í verk sem hann ætlaði vegna
þess að einhver verður til að
trufla hann. Hann á erfitt með
að sinna hversdagsstörfum
sínum vegna eirðarleysis.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er eilíft ónæði hjá stein-
geitinni i dag svo að lítið verð-
ur úr verki. Hún er tvístígandi
yfir hvemig leysa beri ákveðið
ágreiningsefni heima fyrir.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Eyðslusemi vatnsberans í
skemmtanalífinu getur farið
úr böndunum. Einn vina hans
virðist vera óáreiðanlegur. Alls
konar kjaftasögur fara á kreik
í kvöid.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ÖÍL
’Fiskurinn þarf að hyggja sér-
staklega að ákveðnu máli á
heimavettvangi. Óvæntur at-
burður getur sett áætlanir
hans úr skorðum.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
:::::::::: ::r ;
DYRAGLENS
GRETTIR
NO VEBPOI? SÝNT „ KÖTroR
. INM. SKIlLLPARveeK
TOMMI OG JENNI
SDö p>£TT/t ££_ Nj,
Afkr/ F&r/V/Z n'a-
GRAA/NANS.J
LJOSKA
í SÚPA EOA SALAT?
■SÚPA F&A SALAT?
xécáGereKKt akæþ
FERDINAND
SMAFOLK
vou'llnever beable
T0CAT0HABALLWHILE
YOU'KE H0LDIN6 AN
UMBRELLA!
^zr
Þú getur aldrei gripið
bolta á meðan þú held-
ur á regnhlíf!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þeir sem spila fjórspila opnan-
ir á hálit myndu flestir vekja á
einu hjarta með spil austurs. En
þessi tiltekni austur var „nat-
úralisti“ fram í fingurgóma og
byijaði á spaðanum.
Austur gefur, allir á hættu.
Norður
♦ G10864
V76
♦ 972
+ 632
Vestur
♦ -
V G843
♦ K10864
+ KG87
Austur
♦ Á532
¥ KD109
♦ G5
♦ D94
Suður
♦ KD97
¥Á52
♦ ÁD3
♦ Á105
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 spaði 1 grand
2 tíglar Pass Pass 2 grönd
Pass Pass Pass
Utspil: tígulsexa.
í sæti sagnhafa var einn
frægasti spilari Bandaríkjanna,
Howard heitinn Schenken,
fastamaður í landsliðinu á sjötta
áratugnum. Opnun austurs hafði
þau áhrif að NS fundu ekki rétta
bútinn og Schenken varð að
heyja baráttuna í 2 gröndum.
Þrátt fyrir tígulútspiiið á hann
aðeins 7 slagi, því auðvitað
dúkkar austur spaðann þrisvar
þegar hann sér að suður á fjórlit.
Schenken leysti vandann á
snotran máta. Hann spilaði
tígulþristinum til baka í öðrum
slag. Vestur horfði stundarkorn
á slaginn, en komst svo að þeirri
niðurstöðu að Schenken hlyti að
hafa tekið vitlaúst spil og hélt
áfram með tígul. Og austur henti
spaðatvistinum, sem leit út fyrir
að vera óþarfasta spilið á hend-
inni! Meira þurfti ekki til.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Það er mjög varasamt að hleypa
sænsku stúlkunni Piu Cramling
(2.470) í sókn. Á því fékk hinn
reyndi þýski stórmeistari Stefan
Kindermann (2.515) að kenna á
mótinu í Hamborg, sem var að
Ijúka: Pia hefur hvítt í Grúnfelds-
vörn: 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6,
3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5.
e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7.
Bc4 - 0-0, 8. Re2 - b6, 9. h4 -
Rc6, 10. Bd5 - Dd7, 11. h5 —
e6, 12. Bb3 - Ba6, 13. hxg6 -
hxg6, 14. Rf4 - Hfd8.
15. Rxe6! - fxe6, 16. Dg4 -
Bc8, 17. Dxg6 — Rxd4 (Kinder-
mann hefur treyst á að ná gagn-
sókn eftir 18. cxd4 — Dxd4, en
Pia á mjög sterkt svar, sém segja
má að valdi allt sem þarf að valda
og hóti öllu illu um leið:) 18. Hh3!
- Rxb3, 19. Dh7+ - Kf8, 20.
Hf3+ - Df7, 21. Bh6! - Dxf3,
22.Dxg7+ - Ke8, 23. gxf3 -
Rxall, 24. Bg5 - Rc2+, 25. Kfl
og nú ioks gafst Kindermann upp.
Pia varð í 6.-8. sæti á mótinu með
7 v. af 13 mögulegum, sem er
góður árangur.