Morgunblaðið - 25.07.1991, Page 38
. 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN
Leiftursmenn í
þökulagningu
Slepptu æfingu í gær en luku þess í stað
við að ganga frá áhorfendastæðum við
völlinn á Ólafsfirði
Hörður Magnússon verður í eldlínunni á Ólafsfirði í kvöld. Hann á hér í
höggi við Einar Pál Tómasson, Val, sem mætir Breiðabliki ásamt félögum sínum.
Tómas Holton
Tómas
Holton
tíFvaís
Tómas Holton, bakvörðurinn
snjalli, er á leiðinni til íslands
á nýjan leik eftir nám í Ungveija-
landi og hefur ákveðið að leika með
sínum gömlu félögum í Val á vetri
komanda.
Tómas lék með Val áður en hann
hélt til náms í Ungveijalandi síðast-
liðið haust. Hann hefur verið í
landinu síðan við nám en kemur
heim í næsta mánuði og hefur strax
æfingar með Val.
IGÆR var Færeyingum tilkynnt
að þeir yrðu að leika heimaleiki
sína í Evrópukeppninni í
Svíþjóð, en þeir höfðu sótt um
að fá að leika á nýjum og glæsi-
legum grasvelli í Færeyjum.
Lyktir þessa máls eru mikil von-
brigði fyrir Færeyinga sem
_«*byggðu nýja grasvöllinn með ærn-
um kostnaði til þess að geta Ieikið
heimaleikina í Færeyjum. Til að
byggja völlinn þurftu þeir m.a. að
sprengja úr fjalli einu og kostnaður-
inn við völlinn var mikill.
Vikublaðið The European skýrði
í KVÖLD verður leikið í 8-liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppni
KSÍ. Valurtekurá móti Breiða-
bliki, Víðir á móti Stjörnunni,
Þór á móti KR og 3. deildarlið
Leifturs tekur á móti FH og
hefjast allir leikirnir klukkan 20.
að verða miklir markakóngar
sem mætast á Ólafsfirði í
kvöld, Hörður Magnússon marka-
kóngur L.deildar síðustu tvö ár
með FH og markahæsti maður
Samskipadeildarinnar nú, og Leift-
ursmaðurinn Þorlákur Árnason sem
hefur skoraði fleiri mörk en nokkur
annar í deildarkeppninni í sumar,
14 að tölu. „Ég get ekki neitað því
að það er ákveðinn skrekkur í okk-
ur, það er alltaf erfitt að fara út á
land að spila,“ sagði Ólafur Jóhann-
esson þjálfari og Leikmaður FH.
„Við mætum með fullt lið og ætlum
okkur sigur en í bikarnum getur
allt gerst,“ sagði Ólafur sem sagði
að þeir mundu hafa góðar gætur á
Þorláki.
Engin æfing var hjá Leiftri í gær
en leikmenn notuðu tímann til að
leggja grasþökur á íþróttasvæði
félagsins en verið er að leggja
síðustu hönd á að ganga frá áhorf-
endastæðum. Leikvöllurinn verður
síðan formlega vígður í kvöld. Aðal-
steinn Aðalsteinsson, sem lék með
Víkingi í fyrra er nú þjálfari og
leikmaður með Leiftri sem er í efsta
sæti 3. deildar. „Ég get lofað FH-
ingum því að þeir munu heyra vel
í áhorfendum enda eigum við góðan
hóp stuðningsmanna, mun dyggari
en FH á og þeir láta vel í sér heyra
á Ieiknum,“ sagði Aðalsteinn en til
marks um knattspyrnuáhugann í
bænum má nefna að 300 Ólafsfirð-
ingar fylgdu liðinu til Dalvíkur fyr-
ir stuttu.
frá því undir fyrirsögninni „Gangið
ekki á grasinu“ fyrir skömmu að
Norður-Irar væru á móti því að
fara til Færeyja og leika þar. Blað-
ið ræðir við David Bowen, ritara
írska knattspyrnusambandsins og
segir hann að sér hafí alltaf skilist
að leika ætti í Svíþjóð.
„Það er ómögulegt fyrir okkur
að bíða fram í ágúst til að ákveða
hvort við eigum að fara til Svíþjóð-
ar eða Færeyja, og það er ekki
hægt að lið þurfi að breyta ferða-
áætlun sinni á síðustu stundu,“
sagði Bowen, en þjóðirnar eiga að
Topplið KR á Akureyri
Leikur Þórs og KR kemur örugg-
lega með að draga eitthvað úr að-
sókninni á Ólafsfirði. „Mér líst
ágætlega í leikinn, við höfum átt í
erfiðleikum með að skora að und-
anförnu en vonandi erum við endan-
lega búnir að leysa þann hnút,“
sagði Atli Eðvaldsson. Það verður
gaman að mæta Halldóri Áskels-
syni, fyrrum félaga mínum hjá
Val. Halldór átti í meiðslum og á
það skilið að gæfan verði honum
hliðholl. Ég vona að Dóri skori
þijátíu mörk í sumar en að hann
sleppi því að skora hjá okkur,“ sagði
Atli. „Þetta verður örugglega
hörkuleikur og ég tel að með góðum
leik eigum við að geta staðið uppi
sem sigurvegarar, nú ef ekki, þá
eru þeir einfaldlega of góðir fyrir
okkur," sagði Halldór Áskelsson
sem er nú markahæstur í 2. deild
íslandsmótsins og reynir eflaust
sitt til að klekkja á vörn KR.
Stjarnan í Garðinn
Víðir kom mjög á óvart með því
að leggja Fram að velli í síðustu
umferð bikarkeppninnar en liðið
hefur verið allt annað en sannfær-
andi í deildinni og mátti þola stóran
skell 7:1, gegn KR og því var Guð-
jón Guðmundsson, fyrirliði liðsins
spurður að því hvort að menn væru
búnir að jafna sig eftir þá útreið.
„Ég vona það, leikurinn við KR var
kjaftshögg en ég vonast til að við
náum upp góðri stemmingu fyrir
leikinn gegn Stjörnunni. Jón Ötti
Jónsson, markvörður Stjörnunnar
vildi síður en svo afskrifa möguleika
Víðis. „Við eigum von á hörkuleik,
Víðismenn hafa ekki staðið sig vel
í deildinni en þetta er allt annað
mót og það eru nokkur ár síðan að
leika miðvikudaginn 11. september.
„Ef leikurinn ætti að vera í okt-
óber þá værum við tilbúnir að leika
á tunglinu, en með svona stuttum
fyrirvara getum við ekki breytt
ferðaáætluninni,“ sagði hann.
„Viðbrögð íranna eru vægast
sagt mjög óíþróttamannsleg,“ er
haft eftir Páli Guðlaugssyni, Islend-
ingnum sem þjálfar færeyska lands-
liðið. „Við sögðum þeim frá þessu
þegar við lékum gegn þeim í Belf-
ast,“ segir Páll.
„Við ættum ef til vill að bjóðast
til að láta'þá hafa stigið aftur sem
Víðir tapaði síðast á heimavelli í
bikamum," sagði Jón. Allir bestu
menn liðanna eru reiðubúnir í slag-
inn þó að undanskildum Jóni Örv-
ari, markverði Víðis sem hefur átt
við meiðsli að striða í nára.
Óvíst með Steindór
Óvíst er hvort að Steindór Elíson
getur leikið með Breiðabliki í leikn-
um gegn bikarhöfum Vals að
Hlíðarenda, Steindór meiddist í
síðasta leik liðsins og hefur ekki
getað æft síðan, sömu sögu er að
segja með Siguijón Kristjánsson
sem ekki hefur leikið tvo síðustu
leiki en að öðm leyti eru allir heil-
ir. „Valsmenn slógu okkur út úr
bikarnum í fyrra en ég tel að við
höfum tekið miklum framförum
við tókum af þeim á þeirra heima-
velli? Færeyingar eru jafnvel tilbún-
ir til að greiða þeim vegna aukins
kostnaðar við að koma hingað í
stað þess að fara til Svíþjóðar,"
segir Páll ennfremur.
„Það er mjög slæmt fyrir okkur
að fórna því frumkvæði sem því
fylgir að leika á heimavelli auk
þess sem völlurinn var dýr og það
kostar okkur mikið að leika „heima-
leikina" í Svíþjóð. Forráðamenn
UEFA hafa valið þægilegustu leið-
ina fyrir sjálfa sig út úr þessu,“
segir Páll.
síðan þá og við munum gera okkar
besta til þess að sagan endurtaki
sig ekki,“ sagði Hörður Hilmarsson
þjálfari Blika.
Ingi Björn Albertsson, þjálfari
Vals sagði Blikana vera verðuga
mótheija og að staða liðanna í deild-
inni þyrfti ekki að gefa neina
vísbendingu um úrslitin. „Þetta er
bikarleikur og það getur allt gerst
og við þurfum að taka á öllu okkar
til að sigra,“ sagði Ingi Björn sem
sagðist eiga von á einhveijum
breytingum á liði sínu er hann ræddi
við Morgunblaðið fyrir æfíngu í
gær. „Ég vil hins vegar ekkert gefa
það upp, þá gæti ég allt eins hringt
í þjálfara Breiðabliks og látið hann
vita um lið mitt,“ sagði Ingi.
ÚRSLIT
Knattspyrna
3. deild
KS-Dalvík.......................1:3
Björn Sveinsson - Ágúst Sigurðsson, Valdi-
mar Pálsson, Ámi Sveinsson.
Völsungur- BÍ...................1:1
Hörður Benónýsson - Pétur Jónsson.
Skallagrímur - Reynir...........3:0
Garðar Jónsson, Bergþór Magnússon, Finn-
ur Thorlacius.
Þróttur N. - ÍK.................5:2
Eysteinn Kristinsson, Þráinn Haraldsson,
Kristinn Guðmundsson, Kristján Svavars-
son, Sófus Hákonarson (vsp.) - Úlfar Óttars-
son, Hallsteinn Traustason.
4. deild E-riðill:
Einherji - Sindri.....................2:1
Hallgrímur Guðmundsson 2 - Elvar Grétars-
son.
Golf
FIRESTONE Á HELLU
Án forgjafar:
SæmundurPálsson, GR...................72
Ragnar Ólafsson, GR...................74
Stefán Sæmundsson, GR.................74
Rúnar Gíslason, GR....................74
Með forgjöf:
Stefán Sæmundsson, GR.................65
Sæmundur Pálsson, GR..................66
Birgir V. Halldórsson, GR.............66
Reynir Jónsson, GR....................66
Gunnar Þorkelsson, GR.................66
ROSENTHAL Á NESINU
1. flokkur:
Hanna Aðalsteinsdóttir, GR............80
Lóa Sigurbjömsdóttir, GK..............89
2. flokkur:
Kristin Eide, NK......................91
Kristín Pétursdóttir, GOS.............96
Katrín Georgsdóttir, GL...............96
3. flokkur:
Erla Karlsdóttir, GL..................98
Valey Guðmundsdóttir, GOS............102
EyglóGrenz, GOS......................103
BB-MÓTIÐ Á ÍSAFIRÐl
Án forgjafar:
Gunnsteinn Jónsson, GK...............162
Sigurður Samúelsson, GÍ..............163
AmarBaldursson, GÍ...................165
Með forgjöf:
SigurðurTh. Ingvarsson, GÍ...........135
Kristján Kristjánsson, GI............137
Tryggvi Ingason, GÍ..................137
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Færeyingar verða að leika
heimaleikina í Svíþjóð