Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 40

Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 40
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Álviðræður: Stefnt að undirritun samnings 12. ágúst Forstjórar Atlantsálfyrirtækjanna koma til fundar við iðnaðarráðherra í Reykjavík Keflavíkurflugvöllur: Ákveðið að segja upp þjón- ^ustusamningi við Flugleiðir - segir Jón Baldvin utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að ákveðið hafi verið að segja upp þjónustu- samningi við Flugleiðir um einka- leyfi félagsins til afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. „Við höfum tekið ákvörðun um að segja þessum samningi upp sam- kvæmt samningsákvæðum með góðum fyrirvara," sagði ráðherrann. Hann vildi ekki tjá sig nánar um —hvenær til uppsagnarinnar kæmi en samningurinn, sem er uppsegjanleg- ur af beggja hálfu, rennur út næst- komandi vor. Dómsmálaráðherra: Tilmæli um auknar mælingar á ökuhraða Dómsmálaráðherra hefur sent lögreglusljórum og sýslumönnum tilmæii um að auka eftirlit með hraða á þjóðvegum, einkum með tilliti til ökuhraða vélhjóla. Lög- reglan á Sauðárkróki mældi bif- hjól á 190 km hraða Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki var gert við- vart um vélhljólamann á ofsahraða á veginum frá Varmahlíð að Sauðár- .f^Jiróki laust eftir miðnætti aðfara- nótt þriðjudags. Lögreglumenn fóru til móts við hann og mældist hraði hans 191 kílómetri á klukkustund þegar hann fór fram hjá þeim skammt frá bænum. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, hefur sent lögreglustjórum og sýslumönnum í landinu tilmæli um að auka eftirlit með ökuhraða á þjóðvegum á næstu vikum. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að einkum sé gert ráð fyrir að eftirlit með ökuhraða vélhjóla verði aukið, enda sé ljóst, að ýmsir vélhjólamenn aki á miklu meiri hraða en leyft sé. FORSTJÓRAR álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál munu 12. ágúst næstkomandi eiga fund með Jóni Sigurðssyni iðnað- arráðherra hér í Reykjavík, þar sem stefnt er að undirritun sam- komulags Atlantsáls og íslenskra stjórnvalda um byggingu og rekstur nýrrar álbræðslu á Keilis- nesi. Van der Ros, framkvæmda- stjóri hollenska álfyrirtækisins Hoogovens sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi ólíklegt að nokkuð óvænt gæti komið upp, fram til fundarins í Reykjavík, sem frestaði undirrit- un samkomulagsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins varð samningafundur aðila í Amsterdam 17. og 18. þessa mánaðar mun árangursríkari en greint hefur verið frá. Þannig mun liggja fyrir eftir þann fund sam- komulag Atlantsáls og íslensku ál- viðræðunefndarinnar um ábyrgðir hvað varðar raforkukaup fyrirtæk- isins og tengingu þeirra við fram- leiðslustig verksmiðjunnar. „Eg tel að samningaviðræður Atlantsáls og íslenskra stjórnvalda séu nú komnar á það stig, að ein- ungis sé eftir að útkljá nokkur minniháttar atriði, áður en við hitt- um iðnaðarráðherra á fundinum í Reykjavík í ágúst,“ sagði van der Ros, „svo ég er bjartsýnn á að aðil- ar undirriti samninga 12. ágúst. Samt sem áður verða menn að gera sér grein fyrir því, að þótt samning- ur verði undirritaður, þá er fjár- mögnunarsamningum Atlantsáls við lánastofnanir ólokið, og ég úti- loka ekki að eitthvað það kunni að koma upp í þeim viðræðum, sem geri það nauðsynlegt að taka upp einhver samningsatriði, á síðari stigum,“ sagði van der Ros. Van der Ros sagði einnig að ekki mætti gleyma því, að þegar undir- ritaður samningur lægi fyrir, þá ætti Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra eftir að fá hann samþykktan á Alþingi og hvert fyrirtækjanna þriggja, þ.e. Alumax, Hoogovens og Granges, þyrfti sömuleiðis að leggja samninginn fyrir stjórn síns fyrirtækis og fá hann þar sam- þykktan. Það yrði ekki fyrr en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, sem stjórnir fyrirtækjanna fjölluðu um Atlantsálverkefnið í heild sinni, og tækju afstöðu til þess. Islenskir aðalverktakar segja sig úr Vinnuveitendasambandinu * Ursögnin tók gildi fímm mínútum fyrir miðnætti í gærkvöidi ISLENSKIR aðalverktakar hafa sagt sig úr Vinnuveitendasam- bandi Islands og tók úrsögn þeirra gildi kl. 23.55 í gærkveldi, eða fimm mínútum fyrir miðnætti. Skeyti með úrsögninni var send stjórn Vinnuveitendasambandsins í gærkveldi. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að Aðalverktakar hafi um nokkra hríð verið óánægðir með aðild sína að VSÍ. Það að ákvörðun er nú tekin um úrsögn, mun ekki síst byggjast á þeirri staðreynd að stór aðili á vinnu- markaðnum á íslandi í framtíð- inni, Atlantsál, hefur ákveðið að sækja ekki um aðild að VSÍ. Munu forsvarsmenn Aðalverk- taka telja að samningamál þeirra við starfsmenn sína séu betur komin í þeirra höndum, án milli- göngu Vinnuveitendasambands Islands. íslenskir aðalverktakar hafa verið aðilar að Vinnuveitendasam- bandinu um áratuga skeið. Nú blasir jafnframt við að draga mun úr framkvæmdum á vegum varnarliðsins, sem liafa verið í höndum íslenskra aðal- verktaka. Stjórnendur Aðalverk- taka munu, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, telja að fyrir- tækið hafi fijálsari hendur á inn- lendum verktakamarkaði, með því að standa fyrir utan Vinnuveit- endasamband íslands. Islenskir aðalverktakar hyggja í framtíðinni á að auka hlut sinn á íslenskum verktakamarkaði, eftir því sem verkefni þeirra fyrir varnarliðið dragast saman á Keflavíkurflugelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.