Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 174. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Umræða um EFTA-EB 1 Finnlandi; Margir telja fulla EB-aðild æskilega Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ kom illa við marga aðila í Finnlandi sem vilja fulla aðild Finna að Evrópubandalaginu (EB) að samkomulag um evrópskt efnahags- svæði (EES) tókst ekki á milli samninganefnda EB og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) í byrjun vikunnar. Háværar raddir hafa verið uppi um að Finnar ættu að sækja um fulla EB aðild sem fyrst. I forystugreinum finnskra dagblaða og í opinberum ummælum hef- ur verið rætt um hugsanlegar beinar viðræður á milli Finna og EB þar sem samningastaða EFTA gagnvart EB er nú afar slæm. Að mati ieiðarahöfunda sýndu utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins EFTA-ríkjunum fyrirlitningu með því að að bíða ekki fundarins í Brussel seint á mánudag. Ráðstefna um frið í Miðausturlöndum: Baker fékk ekki ákveðið svar frá Palestímimönnum Leiðarahöfundar töldu að nú ættu Finnar að endurmeta samn- ingastöðu EFTA og að vel kæmi til greina að einstök lönd tækju sig út og semdu beint við EB. Finnst þeim að EB hafi fallist á flest þau skilyrði sem skipta Finna miklu • • Oldungadeild Bandaríkjaþings: Heimila hem- aðaraðgerðir gegn Irökum Washington, Lundúnum. Reuter. ÖLDUN G ADEILD Bandaríkja- þings ákvað í gær að veita George Bush Bandaríkjaforseta heimild til að „beita öllum að- ferðum sem nauðsynlegar eru“ til þess að sjá til þess að Irakar gætu ekki framleitt kjarnavopn. Tillaga þessa efnis var lögð fram af repúblikanum Bob Dole og var hún samþykkt með 97 atkvæðum gegn tveimur. Dole sagði að með þessu væri þingið jafnframt að heimila að hervaldi verði beitt ef Saddam Hussein íraksforseti láti ekki í té allar upplýsingar um getu íraks til að framleiða gereyðingar- vopn. „Ef þú, Saddam Hussein, gengst ekki nú þegar við áætlunum Iraka um að framleiða efna- og kjarna- vopn og upprætir þau, munum við, Bandaríkin, forsetinn og þingið sjá um það fyrir þig,“ sagði Dole. Fyrr um daginn hafði Dick Chen- ey, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, hótað að Bandaríkin myndu beita vopnavaldi ef íraksfor- máli, enda væru hvorki veiðikvótar né sérskilmálar um umferð vörubfla í Olpunum Finnum ofarlega í huga. Þess vegna ættu Finnar að varast að kasta frá sér þeim árangri sem þegar hefur náðst. Engin formleg ákvörðun hefur samt verið tekin þar sem nú standa yfir sumarleyfi stjórnmálamanna og ráðamanna. Ríkisstjórnin heldur formlega í þá stefnu að reyna þurfi að ganga frá EES-samkomulagi þó að seint verði. Pertti Salolainen, utanríkisráð- herra Finnlands, sem fer með for- mennsku í EFTA um þessar mund- ir, segist enn vera hlynntur EES- samningi. A fundi sem hann átti með utanríkisnefnd finnska þjóð- þingsins á miðvikudag varpaði hann samt fram þeirri hugmynd að hægt væri að ná öðru samkomulagi við EB, sem e.t.v. yrði ekki eins hag- stætt, ef ekkert yrði úr EES-samn- ingi í haust. Að loknum fundinum sagði hann við fréttamenn að nokk- ur EFTA-ríki hefðu ekki haft raun- verulegan áhuga á að EES-samn- ingur yrði að veruleika. Hann sagði einnig að sér hefði komið það spánskt fyrir sjónir að kröfur af hálfu EB hefðu farið vaxandi á meðan viðræðurnar stóðu yfir. Jerúsalem, Amman, Beirút. Reuter. gær við þrjá helstu leiðtoga Palestínumanna, þ. á m. Faisal al-Husseini, á fjögurra klst. Iöngum fundi. Husseini gaf Bak- er ekki ákveðið svar við því hvort Palestínumenn myndu sækja fyrirhugaða ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum, en gaf þó í skyn að þeir væru fúsir til þess. Hann sagði að svars væri að vænta innan fárra daga. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ráðstefnan væri „nærri því“ í höfn og hvatti Isra- ela og Palestínumenn til að leysa ágreining sinn fyrir ráðstefn- una. Ráðgert er að halda ráðstefnuna í október ef allir aðilar fallast á að sækja hana fyrir þann tíma. Palestinumenn eru nú þeir einu sem eftir eiga að gefa ákveðið svar þar að lútandi. Þeir hafna því enn að ísraelar geti sett skilyrði fyrir því hveijir _ fulltrúar Palestínumanna verði. A fimmtudag féllst Yitshak Shamir, forsætisráðherra ísraels, á þátttöku ísraela í ráðstefnunni ef fulltrúar frá Frelsissamtökum Pal- estínumanna (PLO) og Palestínu- menn frá austurhluta Jerúsalems verði ekki á meðal þátttakenda. Viðbrögð viðjáyrði Shamirs voru yfirleitt mjög jákvæð í ísrael. Helstu dagblöð þar í landi hylltu ákvörðunina og sögðu að nú væri allur þrýstingurinn kominn yfir á Palestínumenn. Ariel Sharon, hús- næðismálaráðherra ísraels, sagði þó að _það yrðu söguleg mistök af hálfu Israela að taka þátt í friðar- ráðstefnu um Miðausturlönd og hótaði að segja af sér ef svo færi. Husseini, sem er nátengdur PLO, sagði að Palestínumenn væru að vinna að því að yfirstíga helstu hindrunina, sem er deilan um það hveijir eigi að verða fulltrúar þeirra 1,7 milljóna Palestínumanna sem búa á hernumdu svæðunum. Eftir fund sinn með Palestínu- mönnunum hélt Baker til Amman í Jórdaníu þar sem hann ræddi við Hussein konung. Eftir þriggja klst. fund ræddu þeir við fréttamenn og hvatti Baker Palestínumenn til að sækja ráðstefnuna og gefa ekki frá sér það „sögulega tækifæri“ sem nú byðist til að tryggja frið í Mið- austurlöndum. Hussein gaf einnig í skyn að Palestínumenn ættu að sækja ráðstefnuna en forðaðist að segja það beint. seti hlýddi ekki samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. JAMES Baker, utannkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi í Reuter Innrásarinnar minnst í Kúveit Eitt ár var í gær liðið frá því að írakar réðust inn í Kúveit. Engar opinberar minningarathafnir voru skipulagðar af hálfu stjórnvalda af þessu tilefni en íbúar Kúveit minntust þeirra sem féllu í bar- dögum_ eða meðan á hersetunni stóð. Á myndinni má sjá Abdul Nasser Fakhro syrgja við gröf frænda síns, Wafa A1 Amar, sem var einn af forystumönnum kúv- eisku andspyrnuhreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.