Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
Vaxtahækkun bankanna;
Nauðsyn að samræma
kjör á verðtryggðum og
óverðtryggðum lánum
- segir Tryggvi Pálsson
TRYGGVI Pálsson, bankastjóri
íslandsbanka, segir að hækkun
bankanna á vöxtum óverð-
tryggðra lána stafi af því, að nauð-
synlegt hafi verið að síunræraa
iý'ör á verðtryggðum og óverð-
tryggðum lánum. Ástæða hækk-
unarinnar sé ekki sú, að bankarn-
ir hafi með þessum hætti þurft
að mæta afleiðingum af óvarkárni
i starfsemi sinni.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
sagði í Morgunblaðinu í gær að
hækkun bankanna á vöxtum á óverð-
tryggðum lánum væri í engu sam-
ræmi við raunveruleikann og svo
virtist sem bankamir væru með
henni að mæta tapi vegna óvarkámi
í starfsemi sinni.
Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís-
landsbanka, segist vera alveg ósam-
mála þessari túlkun forsætisráð-
herra. Það hafí verið ríkt lagt að
bönkunum, að gæta þess við vaxtaá-
kvarðanir sínar, að horfa til lengri
tíma og styðjast ekki bara við spár
fram í tímann heldur líka við rauntöl-
ur. Það hafí verið gert við þessa
vaxtaákvörðun.
Hann segir að lífsnauðsynlegt hafi
verið fyrir bankana að samræma
kjör á verðtryggðum og óverðtryggð-
um lánum og eftir þessa hækkun séu
raunvextir á óverðtryggðum lánum
í góðu samræmi við vexti verð-
tryggðra lána. Auk þess sem þama
hafi verið um nauðsyn fyrir bankana
að ræða sé þetta visst sanngirnismál
fyrir lántakendur.
Tryggvi segir að verðhækkanir að
undanfömu hafi verið meiri en bank-
arnir hafi gert ráð fyrir í vaxta-
ákvörðunum sínum fyrr á árinu.
Búast megi við að það ástand ríki
næstu mánuðina en svo muni draga
úr verðbólgu. Hann segir að með
vissum rétti megi segja, að eðlilegra
hefði verið að hækka nafnvexti fyrr,
en ef tilvísun í óvarkárni í banka-
starfsemi eigi við hættu á útlánatöp-
um, megi fullyrða, að vaxtaákvörðun
bankanna nú gmndvallist ekki á
því. Á það beri að líta í þessu sam-
bandi, að útlánatöp hafi verið meiri
hjá öllum aðilum í þjóðfélaginu að
undanfömu heldur en verið hafí á
tímum neikvæðra raunvaxta.
Tryggvi segist að lokum telja það
vel skiljanlegt að menn hafí áhyggjur
af stöðnun í atvinnulífinu og þeim
áhrifum, sem háir vextir hafí á fjár-
festingu. Fmmorsök hárra vaxta á
íslandi í dag sé vandi í ríkisfjármál-
unum og mikil lánsfjárþörf ríkisins,
sem hafí byggst upp áður en núver-
andi ríkisstjórn tók við völdum.
Milt en hætt
við skúrum
VEÐUR verður milt um helgina en
hætt við skúmm sunnanlands í dag
og um landið allt á morgun og mánu-
dag.
Einar Sveinbjömsson, veðurfræð-
ingur á Veðurstofunni, sagði að
sunnanlands yrði skýjað og skúrir
með köflum í dag. Um norðanvert
landið yrði víðast hvar þurrt og sums
staðar léttskýjað. Á sunnudag og
mánudag viðrar svipað á landinu öllu,
skýjað með köflum og skúrir.
Hiti á landinu verður 12-20 stig á
daginn en 7 til 11 stig á nóttunni. Á
sunnudag er gert ráð fyrir austlægri
átt, en annars verður hæg breytileg
átt á landinu öllu.
Hiti mældist í gær 24 gráður á
Hólum í Dýrafirði og er það mesti
hiti sem mælst hefur þar frá því að
hitamælingar hófust þar fyrir átta
áram.
Morgunblaðið/Sverrir
Framkvæmdir við norðurbakka Tjarnarinnar
Miklar framkvæmdir standa nú yfir við norður-
bakka Reykjavíkurtjamar. Verið er að vinna í lóð
ráðhússins og byggja brú yfir að Iðnó, auk þess
sem unnið er að endurbyggingu sjálfs tjamarbakk-
ans. Á sama tíma er einnig unnið að endurnýjun
á yfirborði Vonarstrætis og hluta Tjamargötu.
Hluti gatnanna verður lagður steinum en annað
er ráðgert að malbika og undir götunum verður
snjóbræðslukerfi. Að sögn Ámunda Brynjólfsson-
ar, verkfræðings hjá embætti borgarverkfræðings,
er gert ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði
að mestu lokið nú undir haustið.
Flugfélagið Atlanta flytur
stríðsflóttamenn í Afríku
Flogið við afar frumstæðar aðstæður
Khartoum, Súdan, frá Gunnari Þorsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta Iceland hefur undanfarna daga flutt
stríðsflóttafólk frá Súdan til Eþiópíu. Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna hefur yfirumsjón með þessu flugi og er unnið við afar
frumstæðar aðstæður.
Flóttamannaflug Atlanta flugfé-
lagsins hófst 29. júlí sl. Flogið er
frá borginni Kassala í Austur-Súd-
an til Addis Ababa, höfuðborgar
Eþíópíu en það er tæplega klukku-
stundar löng flugleið. Farþegar
Atlanta em hermenn sem flúðu til
Súdans þegar stjórn Mengistus
Eþíópíuforseta var steypt af stóli í
maí sl. og em á leið til heimalands-
ins eftir langar samningaviðræður
um framtíð þeirra. Alls verða flutt-
ir 2.700 farþegar með Lockheed
Tristar 1011 breiðþotu félagsins og
smærri flugvélum Sudan Airways.
Atlanta flytur 345 manns í hverri
ferð en alls fer félagið 9 ferðir í
þessu sérstaka verkefni.
Alþjóðlega skákmótið í Gausdal:
Fyrsti áfangi Þrastar
að stórmeistaratitli
ÞRÖSTUR Þórhallsson náði
fyrsta áfanga af þremur að
stórmeistaratitli á alþjóðlega
skákmótinu í Gausdal í Noregi
sem lauk í gær. Þröstur hafn-
aði í 5.-8. sæti á mótinu með
6,5 vinninga af níu mögulegum.
Hann vann síðustu skák sína
við Norðmanninn Ostenstad.
Hannes Hlífar Stefánsson náði
einnig góðum árangri, hlaut
sex vinninga, en ekki var ljóst
í gær í hvaða sæti hann hafnaði.
Þröstur hafði svart í skákinni
við Östenstad og lauk henni með
sigri Þrastar eftir æsispennandi
baráttu í 80 leikjum, að sögn
Hannesar Hlífars. Sovétmaðurinn
Serber sigraði á mótinu með 7,5
vinninga, en jafnir í 2.-4. sæti
urðu Sovétmennimir Pologan,
Kaidanov og Dvoris með 7 vinn-
inga. Níutíu skákmenn tefldu á
mótinu, þar af 19 Sovétmenn.
Þröstur sagði í samtali við
Þröstur Þórhallsson
Morgunblaðið að mótið hefði verið
erfítt, hann hefði teflt við sex
Sovétmenn, allt stórmeistara.
„Við Hannes fómm að heiman
fyrir mánuði og tefldum á tveimur
mótum í Austurríki og vom þau
aðallega hugsuð sem upphitun
fyrir þessi tvö mót í Gausdal.
Árangurinn af þessu og kannski
einhverri heimavinnu undanfarna
mánuði er að koma í ljós núna.
Ætli erfíðasti andstæðingurinn
hafí ekki verið sovéski stórmeist-
arinn Boris Kaidanov. Ég hafði
erfíða stöðu framan af gegn hon-
um en náði að spinna mátnet í
kringum kónginn hans með peð-
um í endatafli. Þegar ég vann
hann í þriðju umferð gerði ég mér
ljóst að þetta væri möguleiki,“
sagði Þröstur. Hann sagði að
næsti áfangi gæti náðst á næsta
móti, sem verður einmitt í Gaus-
dal 4. ágúst. Þar tefla margir
þeir sömu og á fyrra mótinu. „Það
væri gaman að fá tvo áfanga í
sömu ferðinni, en maður veit aldr-
ei hvenær þeir nást,“ sagði Þröst-
ur.
Að sögn Ásgeirs Christiansen,
yfírflugstjóra Atlanta í Afríku, eru
aðstæður á Kassal-flugvelli afar
fmmstæðar. Borgin Kassala er um
400 km austur af höfuðborginni
Khartoum. Þar er aðeins um 2.500
m flugbraut sem Tristar-þotan get-
ur athafnað sig en til samanburðar
má geta þess að það er lítið eitt
lengri braut en sú lengri á
Reykjavíkurflugvelli og það er að-
eins hægt að nota hana í dagsbirtu
þar sem engin ljós em á brautinni.
Vegna stærðar Tristar-þotunnar
varð að flytja mikið magn af flug-
vélaeldsneyti þangað.
Lockheed Tristar-þota Atlanta
hefur sinnt verkefnum fyrir Sudan
Airways undanfarna tvo mánuði við
mjög góðan orðstír. Nýlega var
samstarfssamningur flugfélaganna
framlengdur. Flogið er með flótta-
fólkið á daginn en á kvöldin og
nætumar flýgur Tristar-þotan á
áætlunarleiðum Sudan Airways
innan Afríku og til Mið-Austur-
landa. Um helgar annast þotan
áætlunarflug milli Khartoum og
London með viðkomu í Róm og
Kaíró.
Ásgeir Christiansen segir að
möguleikar séu á frekari flutning-
um flóttafólks frá Súdan til Eþíópíu
en alls munu um 50 þúsund flótta-
menn hafast við í búðum við Kass-
ala. Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna, sem hefur umsjón með
flutningunum, áætlar að það kosti
um 10 milljónir Bandaríkjadala að
flytja þetta fólk til heimalandsins
en það svarar til um 620 milljóna
ísl. króna. Það var Tristar-þota
Atlanta sem hóf flugið með flótta-
fólkið og í tilefni af því var haldinn
fjölmennur fréttamannafundur á
vegum Sameinuðu þjóðanna í Addis
Ababa. Alþjóðlegir fjölmiðlar, t.a.m.
CNN-fréttastofan, mynduðu
íslensku þotuna við þetta tækifæri.
uflnr
M .Ö’í O U N 8 L A O S j' N S.
Vegna sumarleyfa fylgir
Lesbók ekki blaðinu í dag. Les-
bók kemur næst út laugardag-
inn 31. ágúst.
Skipulagsstjórn ríkisins;
Kirkjubygging á Heiðar-
vallarsvæðinu heimiluð
SKIPULAGSSTJ ÓRN ríkisins
hefur fyrir sitt leyti samþykkt
samhljóða breytingar á aðal-
skipulagi Kópavogs, sem fela í
sér að Digranessöfnuði er heim-
ilt að byggja kirkju á svokölluðu
Heiðarvallarsvæði á Digranes-
hálsinum. Skipulagsstjórn hefur
jafnframt mælt með því við um-
hverfisráðherra, að hann stað-
festi hið breytta skipulag.
Að sögn Stefáns Thors, skipu-
lagsstjóra ríkisins, var íjaliað um
málið á fundi skipulagsstjórnar á
miðvikudag. Nokkrar umræður hafi
orðið um málið en niðurstaðan o:
ið sú, að skipulagsstjórn hafi fall
á svör bæjarstjórnar Kópavogs ’
þeim athugasemdum, sem fr<
hefðu komið af hálfu íbúa í r
grenni Heiðarvallarsvæðisins.
Stefán segir að skipulagsstjc
hafi í ljósi þessa sent umhveri
ráðuneytinu málið til endanlegi
staðfestingar, en þörf sé á slí
staðfestingu ráðuneytisins, þar si
hér sé um að ræða breytingu á st<
festu aðalskipulagi, þar sem g
hafi verið ráð fyrir útivistarsvæð
Heiðarvallarsvæðinu.