Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
15
Hvers vegna byggja
upp atvinnugTein?
eftirÁrmann Örn
*
Armannsson
Verktakaiðnaður hefur löngum
átt nokkuð erfitt uppdráttar á ís-
landi. Lítill skilningur er á því að
hagkvæmt geti verið fyrir íslenskt
þjóðarbú að öflug fyrirtæki starfi á
þessu veigamikla sviði atvinnulífs,
sem nær yfir húsbyggingar, virkj-
anir, vega- og hafnargerð ásamt
ótal öðru sem nefnist einu nafni
verktakaiðnaður. Svo er raunar um
flest svið íslensks efnahagslífs.
Hvað er verktakaiðnaður?
Umfang verktakaiðnaðar liggur
oft ekki í augum uppi og því vil ég
taka lítið dæmi: Þú vaknar upp í
þinni íbúð, sem er byggð af okkur,
(verktakaiðnaðinum), ferð í sturtu,
vatnið til og frá fer eftir pípum frá
okkur, hitar þér morgunmat með
rafmagni frá virkjunum sem við
höfum gert, sest upp í þinn bíl og
ekur til vinnu þinnar, eftir vegum
lögðum af okkur í þína skrifstofu,
(líka byggð af okkur), talar í sím-
ann, aftur höfum við komið þar við
sögu og svo mætti lengi fram halda.
Við, þ.e. verktakaiðnaðurinn erum
stoltir yfír framkvajmdum okkar,
engin ein atvinnugrein hefur svo
gagnger áhrif áhrif á líf nútímanns-
ins, líf okkar allra.
Hver hefur verið þróun
í verktakaiðnaði undan-
farna áratugi?
Fram yfir miðja öldina er vart
hægt að tala um verktakaiðnað á
íslandi, svo eins og flest annað hér
er þessi atvinnugrein mjög ung.
Þær stórframkvæmdir sem fram
fóru voru gerðar af annað hvort
erlendum verktakafyrirtækjum eða
byggjanda í flestum tilvikum hinu
„Síðasta áratug hefur
framvindan um margt
verið erfið í þessari at-
vinnugrein. Hefur þar
margt lagst á eitt eins
og sífellt hringl í fjár-
mögnun húsnæðismála
meðfram stöðugum
vexti í félagsíbúðakerfi
sem þjóðin hefur tæp-
ast efni á.“
opinbera. Það var fyrst þegar að
Reykjavíkurborg fór að bjóða út
sínar framkvæmdir að vísir varð til
af verktakaiðnaði. Á sjöunda og
áttunda áratugnum varð síðan mjög
ör þróun. Verk voru í sífellt auknum
Bygging Sorpu í Gufunesi er gott dæmi um hlutverk verktakaiðnaðar í umhverfisvernd, aðalverktaki
var Armannsfell hf.
Ármann Örn Ármannsson
mæli boðin út í heildarframkvæmd
nema allra stærstu verk eins og
virkjanir, sem voru hlutaðar í verk-
hluta svo viðráðanlegir væru inn-
lendum fyrirtækjum. Jafnvel rót-
grónar ríkisstofnanir eins og hafn-
armál og vegagerð fóru að bjóða út
í verulegum mæli. Grunnur þessa
var merk löggjöf um opinberar
framkvædir sem sett var í tíð Magn-
úsar Jónssonar fjármálaráðherra
sem m.a. kvað á um skylduútboð
allra opinberra framkvæmda. Lög
þessi eru enn í fullu gildi enda þótt
minna hafi verið farið eftir þeim
síðasta áratug en áður. Verktaka-
fyrirtæki risu upp og a.m.k. eitt
erlent verktakafyrirtæki stofnaði
dótturfyrirtæki hér á landi.
Síðasta áratug hefur framvindan
um margt verið erfið í þessari at-
vinnugrein. Hefur þar margt lagst
á eitt eins og sífellt hringl í fjár-
mögnun húsnæðismála meðfram
stöðugum vexti í félagsíbúðakerfi
sem þjóðin hefur tæpast efni á;
mjög aukin miðstýring opinberra
stofnana, sem þykir gaman að
framkvæma sjálfar; dráttur á stór-
iðjuframkvæmdum sem komið hef-
ur mjög hart niður á allri starfsemi
í greininni ásamt fieiri minni en
samverkandi atriðum.
Hvers vegna þurfum við
öflugan verktakaiðnað?
íslendingar þurfa eins og önnur
vestræn ríki að eiga góð fyrirtæki,
sem er gott að fjárfesta í og gott
að vinna hjá við atvinnuöryggi. Slík
fyrirtæki skapa þjóðarbúinu mestan
arð þegar til lengri tíma er litið.
Því má bæta við að í öllum ná-
grannalöndum okkar er verktaka-
iðnaður sú atvinnugrein sem færir
þjóðarbúinu hvað mestar útflutn-
ingstekjur. Því verður ekki til að
dreifa ef ekki tekst að byggja upp
öflugan verktakaiðnað.
Lokaorð
Undirritaður veitir forstöðu einu
af elstu verktakafyrirtækjum lands-
ins. Sem betur fer hefur það fyrir-
tæki gengið vel, en gæti vissulega
gengið enn betur. Þessar línur eru
hér birtar ef verða mætti til þess
að vekja menn til umhugsunar og
umræðu um stöðu þessarar mikil-
vægu atvinnugreinar.
Höfundur er forstjóri
Ármmmsfells hf.
Kertafleyting á
Rey kj aví kurtj örn
NÍU íslenskar friðarhreyfingar
standa að kertafleytingu á
Reykjavíkurtjörn þriðjudaginn
6. ágúst nk. Athöfnin er í minn-
ingu fórnarlamba kjarnorku-
árásanna á japönsku borgirnar
Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.
ágúst um leið og lögð er áhersla
á kröfuna um kjarnorkuvopna-
lausan heim.
Safnast verður saman við suð-
vesturbakka Tjarnarinnar (við
Skothúsveg) klukkan 22.30
þriðjudagskvöldið og verður þar
flutt dagskrá þar sem Steinunn
Ólafsdóttir leikari les tvö ljóð og
Guðni Fransson klarinettleikari
spilar „Kvartett um endalok
tímans“ eftir Messiaen. Fundar-
stjóri verður Atli Gisiason hri.
Þetta er sjöunda árið sem kertum
er fleytt á Tjörninni af þessu til-
efni. Áð venju verða flotkerti seld
á staðnum.
ÞAÐ TÓKST OG GOTT BETUR
- á Citroén AX 4,1 ltr/lOOkm
Sr. Jakob Rolland ásamt félögum úr ungmennafélagi
Kaþólsku kirkjunnar, en þau söfnuðu áheitum með
því að bifreið var ekið frá Reykjavík til Akureyrar og
til baka aftur á einum bensíntanki.
Þú kemst langt fyrir lítið
á Citroen AX.
G/obus?
Lágmúla 5, simi 681555
******* D'* **b •’**'*'“&* “***1*1 “ '-*“*'*-** * *** *
áheitaakstri frá Reykjavík til Akureyrar og til baka aftur á einum bensíntanki...
Það tókst og gott betur því hann átti afgang enda eyðslan aðeins 4,1 ltr. á
hundraðið.
Verð aðeins kr. 677 þús. staðgr. - kr. 568 þús. án vsk.
* Bifreiðin var ekki sérútbúin til sparaksturs og í bílnum var farþegi og farangur.