Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Melgresið nær að hefta sandinn og mynda langa skjólgarða fyrir annan gróður. Morgunblaðið/Kári Jónsson Landgræðsla: Mikill árangur hefur náðst í uppgræðslu á Haukadalsheiði Laugarvatni. HAUKADALSHEIÐI norður af Biskupstungum er eitt alvarlegasta uppblásturssvæði landsins. Þar hefur mikið starf verið unnið í land- græðslu síðustu þijátíu árin. Árangur þess starfs er nú verulega að koma í Ijós, en því stjórnaði Greipur Sigurðsson landgræðsluvöðr- ur frá Haukadal sem lést haustið 1990. Haukadalsheiði liggur norðan og sand 1709. í Jarðabókinni 1702 norðaustan byggðarinnar í Hauka- dal í Biskupstungum. Til foma heyrði svæði þetta til Haukadals, var nytjað þaðan og í þann tíð tald- ist Haukadalur til stórbýla landsins og þar sátu Haukdælir. Telja sum- ir að þá hafí Haukadalir verið í miðri sveit, byggðin hafí þá teygt sig langt inn á heiðarnar og rústir eftir byggð hafa jafnvel fundist norður hjá Hvítárvatni. Síðar gekk jörðin undir Skálholtsbiskupsstól sem rak þar bú mikið. Land Haukadals er talið um 8.500 ha en af því um 2.500 ha neðan heiðarbrúnar. Nú eru ein- ungis örfáir hektarar grónir ofan heiðarbrúnar, en margt eldra fólk man hins vegar eftir heyskap inn á heiðinni á gróðurflesjum sem þar voru í þann tíð (um 1880-1900). I Jarðarbók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar frá 1702 kemur fram að munnmæli hermi að byggð hafi verið langt norðan Haukadal og í kring um Bláfell, svæði sem nú er að mestu örfoka. Einnig kemur fram að i Sandvatnshlíðum átti Torfustaðakirkja skóg en sá skógur er sagður aleyddur og kominn í er sagt að sandur sé farinn að ganga á land Haukadais úr norðri og „sýnist að til stærri skaða muni verða í framtíðinni". Hefur sú setn- ing nú fram gengið því land heið- innar er nú nær allt örföka nema syðsti hluti hennar, og enn er þar geigvænlegur uppblástur og er það tvímælalaust alvarlegustu upp- blásturssvæði landsins. Hinir fjöimörgu eyðingaþættir hafa allir leikið Haukadalsheiðina afar grátt eins og fleiri staði lands- ins. Norðaustanáttin hefur borið mikið af fokefnum með sér, nagað úr rofabörðum og/eða borið það mikið magn fokefna yfir gróður- þekjuna að gróðurinn hefur ekki náð að bijótast þar upp í gegn og kafnað. Moldrokið hefur oft á und- anförnum árum lagst yfir Suður- landsundirlendið. Það var þó ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að hafist var handa um skipulagða uppgræðslu á svæðinu. Uppblást- urssvæði voru girt af árið 1963 úr heimalöndum Haukadals og Út- hlíðar sem á mikið land vestan Haukadals. Landgræðslusvæðið var smám saman stækkað og er nú svo komið að öll heiðin er friðuð og stórir hluta heimalanda Hauka- dals og Úthlíðar. Strax í upphafi var ráðist í byggingu skjólgarða til að draga úr áfoki suður yfir þau gróðurlendi sem eftir voru, sam- hliða því sem melfræi var sáð. Þótt enn skorti nokkuð á að melur- inn hafi náð yfirhendinni á verstu foksvæðunum hefur árangur af þessum aðgerðum verið góður. Árið 1968 var gerður flugvöllur við Sandá, skammt austan Sandvatns- ins og sama ár var hafist handa um áburðar- og frædreifingu úr flugvél. Var dreift mest við Sand- fell og Sjónarhóla og hefur árangur verið allgóður en ekki hefur verið til fjármagn til að takast á við nema brot að heiðinni. Snemma komu fram hugmyndir um að stífla affall Sandvatns til að hækka þar með grunnvatnsstöð- una og auka þannig jarðrakann í nágrenninu. Einnig átti slíkt að koma í veg fyrir fok setefna úr vatnsstæðinu sem stóð þurrt mest- an part ársins eins og nú er raunin með Hagavatn. Var áætlun þessi sett inn í Landgræðsluáætlun 1974-78 því athugun leiddi í ljós að verk þetta yrði tiltölulega auð- unnið. Þetta var gert haustið 1986 þegar ýtt var upp stíflugörðum við útfall Árbrandsár og Sandár. Er Sandvatn nú orðið allstórt vatn og árangurinn hefur strax orðið um- talsverður. Áfok hefur stórminnkað austan til á heiðinni sem og melgra- sið sem sáð hefur verið, dregur að sér mikið magn þeirra fokefna sem berast með vindi suðvestur heiðina. Á síðustu árum hefur því verið gert nokkurt átak í uppgræðslu heiðarinnar en gífurleg verkefni eru framundan til að stöðva eyð- ingu og endurheimta fyrri land- gæði. Á sl. ári var dreift miklu magni af áburði og grasfræi fyrir fjármagn frá Átaki í landgræðslu og lítur það mjög vel út núna og á þessu ári hefur verið bætt við stóru svæði í uppgræðslu á sama hátt og kostað af Átakinu. Enn- fremur hefur bæði árin verið sáð miklu af melfræi og nokkru af lúp- ínu. Greipur heitinn Sigurðsson land- græðsluvörður annaðist frá upp- hafi verkstjórn á svæðinu þar til hann féll frá haustið 1990. Gróðurframvindan í elstu sán- ingunum lofar góðu um varanlegan árangur því að loðvíðir og gulvíðir eru nú óðum að nema þar land. Þótt mikið verk sé ennþá óunnið á heiðinni glæðir góður árangur alltaf vonir manna um enn meiri stórvirki í framtíðinni og árangur sem þessi sýnir okkur að ekki er til einskis barist gegn óblíðri veðr- áttu og okkar eigin átroðningi. Kári Haukadalsheiði: Baggarnir stöðva sandinn Laugarvatni. Á Haukadalsheiði er melgresið aðal landnámsjurtin, hún heftir sandfok og gerir öðrum gróðri kleift að búa um sig. Melgresið myndar háa hóla og sumstaðar langa hryggi þar sem heyböggum hefur verið komið fyrir. Greipur Sigurðsson land- græðsluvörður á Haukadalsheiði gerði í sinni tíð margar tilraunir til að hefta sandfok á heiðinni sem í gegnum tíðina hefur verið mesta ógn gróðurs á svæðinu. Þessar til- raunir hafa borið mikinn árangur. í fyrstu voru lágar girðingar settar upp til að safna að sér sandinum og síðan sáð í sandhryggina mel- gresi. Frá því um 1980 hafa batta- girðingar verið afkastamesta að- ferðin til að stöðva sandinn. Melgr- esisbaggar sem raðað er þvert á sandfoksstefnuna hefta skrið- sandinn, hann safnast að böggun- um og melgresið nær að spíra í sandinum. Þannig hlaðast með ár- unum upp háir hryggir seni veita öðrum gróðri skjól og möguleika til að dafna. Túnvingull og bergs- puntur eru grastegundir sem sáð er úr flugvél. Þær undirbúa jaVð- veginn enn frekar. Einnig er áber- andi á svæðinu mikið af súruteg- undum sem spretta vel þar sem borið hefur verið á landið. Að sögn Sigurðar Greipssonar, sem tekið hefur við starfi föður síns í uppgræðslunni að honum látnum, verður landið með þessu móti sjálfbjarga með tímanum. - Kári Eyrarrós (Chamaenerion latifolium) Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 215. þáttur Ein er sú planta, sem má heita nokkuð víða í íslenskum görðum, en er nánast óþekkt annars staðar sem garðplanta. Þetta er eyrarrós- in, og dylst engum, að þar er glæs- ileg planta á ferð. Þótt hún sé ekki ýkja hávaxin eru blómin, sem eru fjórdeild og dökkbleik, mjög stór, og ber engin önnur íslensk planta stærri blóm nema hinar eiginlegu rósir tvær, þyrnirós og glitrós. Eyrarrósin er ekki eiginleg rós, en náskyld dúnurtum og sig- urskúf. Eyrarrósin vex víða hér á landi, en raunar hvergi annars staðar í vestanverðri Evrópu. Hún er aftur á móti algeng um norðan- verða Norður-Ameríku svo og í Síberíu. Því skyldi þá eyrarrósin ekki vera notuð sem garðplanta annars staðar, jafn falleg og hún er? Aðalástæðan er eflaust sú, að hún dreifir mjög úr sér með djúpum skriðulum jarðstönglum og getur orðið illviðráðanleg af þeim sök- um. Hún framleiðir einnig mikið af fræjum. Náfrændi hennar, sigj urskúfurinn, er raunar enn skæð- ari, ög er tæplega hægt að mæla með því að hann sé settur í garða, þótt glæsilegur sé. En hvað sem þessu líður er eyrarrósin vinsæl hér, og alls ekki óviðráðanleg, þótt nokkuð verði að hafa fyrir henni. Hún er e.t.v. harðskeyttari á suðlægari slóðum. Rétt er að velja henni stað með nokkurri fyr- irhyggju, t.d. á afmörkuðum reit, sem hún getur ekki strokið úr, eða í keri eða fati. í steinhæð getur hún orðið ansi erfið. Nokkuð gagn er í því að setja hana niður í potti, Eyrarrós. en það kemur þó að því að hún skríði niður úr honum og sendi síðan upp anga í ótrúlega mikilli fjarlægð frá pottinum. Þótt ein- kennilegt megi virðast er ekki allt- af auðvelt að koma eyrarrósinni til í görðum, því plönturnar þola flutning illa. En það tekst, þótt það sé ekki alltaf í fyrstu tilraun. Ráðlegt er að klippa blómstöngl- ana af eftir blómgun til þess að koma í veg fyrir fræmyndun. Auk venjulegra eyrarrósa með dökkleitum blómum finnst líka í görðum hér fallegt afbrigði með hvítum krónublöðum. Þetta af- Ljósmynd/Agnar Ingólfsson brigði er sagt vera frá Grænlandi, en þar er eyrarrósin afar algeng og vex í margs konar gróð- urlendi. Hérlendis er eyrarrósin aftur á móti að mestu bundin við áreyrar, en einnig finnst hún sums staðar í klettum og skriðum. Agnar Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.