Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 24
24 MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAÖUR 3. ÁGÚST 1991 Hótelherbergi á útsöluverði: Bandarískum ferðamönnum til Kaupmannahafnar fækkar mest Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. I dönskum blöðum hefur því verið slegið upp að hægt sé að fá hótelherbergi undir venjulegu verði á mörgum hótelum í Kaup- mannahöfn, einnig á stóru dýru hótelunum. Talað er um herbergi á hálfvirði og einkum séu góð kjör um helgar. Þetta á við um gesti, sem ganga inn af götunni og biðja um herbergi, eða ef fengjn eru herbergi í gegnum hótelmiðlunina á Aðaljárnbrautarstöðinni. Ástæð- an er sögð vera færri ferðamenn. Sveiflan frá síðasta ári er mikil fyrir mörg hótelanna. Svo virðist sem sum hver hafi 15-20% minnj nýtingu en síðastliðið sumar. í dönskum blöðum hefur verið sagt að kjörin séu þó misgóð, eftir því hve gestirnir eru góðir í að prútta Danmörk: Grindhvalirn- ir drukknuðu í fiskinetum Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. ÞEIR tæplega 150 grindhvalir sem rak á fjörur á vestanverðu Jótlandi í júnímánuði létust ekki af völdum vírussýkingar eins og í fyrstu var talið. Er þetta niður- staða rannsóknar á vegum dýra- Iækningarannsóknastofu danska ríkisins. verðið niður. Samdrátturinn gerir einnig að verkum að færri eru ráðn- ir á hótelin í sumarstörf, sem ann- ars er eftirsótt af skólafólki. Hlín Baldvinsdóttir, hótelstjóri á nýjasta og fínasta hóteli Kaup- mannahafnar, Hotel Phoenix, segir þó að fréttirnar séu ýktar og það tíðkist bæði í Kaupmannahöfn og annars staðar að hótel bjóði upp á sumarverð, sem sé lægra en venju- legt verð. Þannig býður Phoenix upp á gistingu með morgunmat fyrir tvo í sumarfríinu fyrir 915 ERLENT danskar krónur, í stað 1.450. Miðað við sama tíma í fyrra séu gistingar um 4% færri, en það verði líka að hafa í huga að sumarið í fyrra hafi verið mjög gott. Hins vegar sé allt- af tilhneiging hjá hótelfólki að líta á það sem afleitt, ef ekki er fullt. Á Jótlandi hefur gistingum fjölg- að um 18%. Þessi mikli framgangur er ekki mögulegur í höfuðborginni, því þar hefur nýtingarhlutfallið allt- af verið hærra, en talan ætti að vera 4-6% þar, ef vel ætti að vera. Aukningin á Jótlandi stafar örugg- lega af því að Jótar, og reyndar einnig Fjónbúar, hafa verið dugleg- ir við að auglýsa sig. í Kaupmanna- höfn virðast hvorki hótel né aðrir, sem lifa af ferðamönnum, sjá ástæðu til að koma sér saman um að _kynna borgina. Ástæðan fyrir lítilli aðsókn er minni straumur ferðamanna um borgina. Það eru einkum Bandaríkj- amenn, sem virðast hafa verð sein- ir til að taka við sér eftir Persaflóa- stríðið. Veðrið hefur einnig haft áhrif, því margir Norðmenn, Svíar og Þjóðveijar fara um Kaupmanna- höfn í sumarleyfinu. Ef veðrið er leiðinlegt, eins og það hefur verið á löngum köflum, staldra þeir ekki við. Reuter Króatískur hermaður gengur fram hjá líki roskinnar króatískar konur sem var skotin til bana af serbneskum skæruliðum í þorpinu Sarvas í gær. Utanríkisráðherra Hollands um ástandið í Júgóslavíu: Síðasta úrræðið yrði að senda friðargæslusveitir Áttatíu sagðir hafa fallið í árás Serba á Dalj Zagreb, Búdapest, Amsterdam, Bonn. Reuter. HANS van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, sem er í forystu ráðherranefndar á vegum Evrópubandalagsins (EB) er hélt til Júgó- slavíu í gær, sagði í viðtali við hollenska útvarpið, að ef bardagar héldu áfram í landinu væri ekki útilokað að senda þangað sérstakar friðargæslusveitir. Gætu þær sveitir til dæmis verið undir yfirum- sjón Vestur-Evrópusambandsins. Sú lausn yrði hins vegar að vera neyðarúrræði þegar allt annað hefði verið reynt en sú væri ekki raunin ennþá. Á fimmtudag hafði utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem einnig er í sendinefnd EB ásamt utanríkisráðherra Portúgals, látið svipuð sjónarmið í ljós. Hollendingar fara nú með forystuna innan EB. Líffræðingurinn Carl Kinze, sem er sérhæfður í grindhvölum, er einn þeirra sem rannsökuðu grindhval- ina 150. Er hann þeirrar skoðunar að hvalimir hafi flestir drukknað í fiskinetum sjómanna. „Það er ekkert sem bendir til sýkingar hjá grindhvölunum. Við vitum að það er algengt að grind- hvalir festist í netum sjómanna og var búið að skera sporðinn af mörg- um þeim hvölum sem rak á land,“ sagði Kinze. Mun það vera viðtekin regla hjá sjómönnum að skera sporðinn af hvölunum ef þeir fest- ast í netunum. Skýringuna á því að svo marga hvali rak á land í síðasta mánuði segir hann vera að aldrei þessu vant hafi verið stöðug vestanátt í þijár vikur. Margir hvalanna hefðu líka greinilega verið dauðir lengi áður en þá rak á land. Reuter Elsti faðir heims? Lesley Colley, 92 ára gamall fyrrverandi hafnarverkamaður, heldur hér á Oswald, 11 daga gömlum syni sírium, á heimili sínu í Ararat í Ástralíu. Lesley á fimm önnur börn, það elsta 71 árs og það yngsta 15 ára. Móðir Oswalds er 38 ára göm- ul. Lesley reykir hvorki né drekkur og hann þakkar frjó- semi sína m.a; því auk góðs mataræðis. „Ég borða ekki ruslfæði - Coca cola og kart- öfluflögur eru ekki á matseðlin- um hjá mér,“ segir Lesley. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Þýskalands, segir í grein, sem birtist í dagblaðinu Nordsee-Zeitung í dag, að Evr- ópubúar geti ekki leitt það hjá sér ef Júgóslavar fari fram á að sendar verði friðargæslusveitir til landsins. Ef fulltrúar allra deiluaðila í Júgó- slavíu væru því samþykkir gætu hvorki Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) né held- ur Vestur-Evrópusambandið léitt slíka kröfu hjá sér. Væri hann reiðu- búinn til að stuðla að því að þessar stofnanir kæmu saman til fundar um málið. Genscher gagnrýndi einnig fram- ferði Serba í greininni, sem þýska utanríkisráðuneytið dreifði í gær, og sagði ekki hægt að réttlæta til- raunir þeirra til að breyta innri landamærum ríkisins með valdi. Volker Rúhe, framkvæmdastjóri Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, ítrekaði í gær þá skoð- un sína að senda bæri evrópskar hersveitir til Júgóslavíu til að koma á friði. Karsten Voigt, talsmaður þýska Jafnaðarmananflokksins í utanrík- ismálum, sagði að flokkurinn myndi setja sig upp á móti öllum tilraunum til að senda lið á vegum Vestur-Evr- ópusambandsins eða Atlantshafs- bandalagsins tii Júgóslavíu. Þjóðvarðlið Króatíu og lögregla lýstu því yfir í gær að þau hefðu náð aftur á vald sitt bænum Kostaj- nica eftir harða bardaga en sveitir Króata yfirgáfu bæinn eftir bar- daga við serbneska skæruliða og herþotur sambandshersins á mið- vikudag. íbúar Kostajnica, fjögur þúsund talsins, flúðu í síðustu viku eftir að Serbar hófu stórskotaliðsár- ás. Sögðu Króatar að ekkert mann- fall hefði orðið í þeirra röðum í bardögunum. Ta/yiig-fréttastofan sagði í gær að áttaíu Króatar, aðallega lögregl- umenn, hefðu fallið í skriðdrekaárás sambandshersins á króatíska landa- mæraþorpið Dalj á fimmtudag en þar búa alls 7.500 manns. Bárust einnjg fregnir af því í gær að sveit- ir sambandshersins og Serbar hefðu lokað þorpinu af. Sagði talsmaður lögreglunnar í nágrannaþorpinu Osijek að fólk búsett í Dalj hefði hringt og skýrt frá því að serbne- skir skæruliðar gengju á milli húsa í þorpinu og tækju Króata af lífi. Engin opinber staðfesting hefur fengist á þessu en í gær hélt ríkis- stjórn Króatíu neyðarfund í gær vegna bardaganna í Dalj. Króatar saka sambandsherinn um að hjálpa Serbum i bardögum gegn þeim og segja Serba hafa það að markmiði að innlima héruð úr Króatíu í Serb- íu. Alls hafa 300 fallið í bardögum síðan Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði lýðveldanna þann 25. júní sl. Ungversk yfirvöld skýrðu f gær frá því að íbúar frá Króatíu af ung- verskum uppruna væru farnir að leita hælis í Ungveijalandi. Um 40.000 Ungveijar búa í Króatíu og hafa 150 þeirra þegar leitað hælis í Ungveijalandi. Rauði krossinn í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu og Serbíu, segir 50 þúsund manns, aðallega Serba, hafa flúið Króatíu síðan átök hófust. Vöggudauði: Ungbörn ætti helst ekki að láta sofa á masranum Sydney. Reuter. ' J SERFRÆÐINGAR á læknaráð- stefnu í Canberra í Ástralíu telja að með einföldum aðferð- um sé hægt að koma í veg fyr- ir að þúsundir ungbarna deyi vöggudauða á ári hverju. Ein þeirra er að láta ungbörn ekki sofa á maganum. Ráðstefnan stóð í tvo daga og hana sóttu sérfræðingar frá Evrópu, Ástr- alíu og Nýja Sjálandi. Terry Dwyer prófessor frá Ástralíu og samstarfsmenn hans fylgdust með 3.500 börnum í þijú ár á eynni Tasmaníu. Af þessum 3.500 börnum dóu 19 vöggudauða og telja þeir að ástæðuna megi í 40% tilfella rekja til þess að þau sváfu á maganum. Dwyer telur að koma megi í veg fyrir dauða 200 ungbarna af þeim u.þ.b. 500 sem deyja vöggu- dauða í Ástralíu á hveiju ári, ein- faldlega með því að fræða foreldr- ana um svefnstellingar. Dwyer segir svefnstellingar ekki einu ástæðu þess að ungbörn deyja vöggudauða, en telur þær skipta verulegu máli. „Líkurnar á að barn sem sefur á maganum deyi vöggudauða eru þrisvar sinnum meiri en hjá barni sem sefur á bakinu eða á hliðinni," sagði Dwyer. I Ástralíu er vöggudauði ein heísta dánarorsök barna á aldrin- um eins mánaðar til eins árs en tvö af hveijum 1.000 bömum sem fæðast lifandi deyja vöggudauða áður en þau ná eins árs aldri. í Bandaríkjunum er hlutfallið 1,5 á móti 1.000. Hjúkrunarfólk á Nýja Sjálandi, sem í eitt ár hefur ráð- lagt foreldrum að láta börn sín ekki sofa á maganum, segir tíðni vöggudauða hafa lækkað. I nýlegu hefti bandaríska læknatímaritsins New England Journal of Medicine er greint frá rannsókn á vöggudauða sem gerð var við læknadeild Washington- háskóla í St. Louis, Missouri. Nið- urstaða hennar var sú að ungbörn gætu kafnað ef þau lægju á mag- anum á of mjúkum svæflum. Þau önduðu þá að sér sama lofti og þau væru búin að anda frá sér og smám saman eyddist allt súr- efni upp og þau köfnuðu. Ráð- legging bandarísku læknanna til foreldra er að hafa börnin ekki í þannig stellingu að neitt mjúkt geti hulið andlit þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.