Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 32
32 IÍ0RG1JNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 ATVIN NIMAUGL YSINGA R Kennarar Að Grunnskólanum á Drangsnesi vantar kennara næsta vetur í kennslu yngri barna og sérdeild. Þægilegur skóli. Aðrar upplýsingar færðu hjá skólastjóra í síma 91-670321 og formanni skólanefndar í síma 95-13215. Skólanefnd. Sölu- og markaðsmenn Okkur vantar vana sölumenn með reynslu af smásölumarkaðnum (æskilegt). Við verslum með trausta vöru sem „auðvelt" er að selja. Föst laun eftir samkomulagi. Tilvalið fyrir vanan sölumann, sem vill skipta um umhverfi og vinna hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 10. ágúst merktar: „Sala - 3991“. Ath! Öllum umsóknum verður svarað. Verslunarstarf Fyrirtæki okkar vill ráða starfsmann til af- greiðslustarfa í heimilistækjadeild sem fyrst. Starfið felur í sér kynningu og afgreiðslu heimilistækja. Við leitum að röskum og glaðlyndum starfs- krafti, sem hefur ánægju af því að veita þjón- ustu og sinna viðskiptavinum. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, eru vin- samlega beðnir að senda okkur eiginhandar- umsókn með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, ásamt meðmælum, fyrir 6. ágúst nk. í póshólf 519, 121 Reykjavík. —SMÍTH& ----------------- NORLAND Pósthólf 519, 121 Reykjavík Myllubakkaskóli í Keflavík Kennarar Eftirtaldar kennarastöður eru lausar við Myllubakkaskóla: Handmenntakennari (saumar), heil staða. Tónmenntakennari, heil staða. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri, í símum 92-11884 og 92-11450. Skólastjóri. Unglingaheimili ríkisins Uppeldisfulltrúi Starf uppeldisfulltrúa við fjölskyldusambýlið í Sólheimum 17 er laust til umsóknar frá og með 1. september nk. Um er að ræða meðferðar- og uppeldisstarf á deild innan Unglingaheimilis ríkisins. Unnið er á vöktum. 3ja ára háskólanám á sviði kennslu-, uppeldis-, sálar- eða félagsfræði er æskilegt svo og reynsla af uppeldis- og meðferðarstarfi. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, Síðumúla 13, 3. hæð. . Nánari upplýsingar í Sólheimum 17, sími 685944, og á skrifstofu Unglingaheimiiisins, sími 689270. Forstjóri Ritari Fyrirtæki í Kópavogi auglýsa eftir starfskrafti á skrifstofu sem þarf að geta hafið störf 1. september nk. Um er að ræða vinnu við vélritun, símsvörun, bókahaldsvinnu og önn- ur tilfailandi verkefni. Gerðar eru kröfur um góða kunnáttu í íslensku og haldgóða þekk- ingu á ensku. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eigi síðar en 16. ágúst nk., merktar: „Ritari - 7292“. Starfskraftur óskast Óskum að ráða starfskraft til afgreiðslu- starfa í þjónustudeild okkar. Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri, röskur, ábyggi- legur og geta byrjað strax eða fljótlega. Upplýsingar veitir Olafur Ingi, verkstjóri, á staðnum. (Upplýsingar ekki gefnar í síma). <8> SS Heimilistæki hf ™ m Sætúni 8 Sími 691515-Kringlunni Sími 691520 m WtKttKM l/tieAjUMSv&gýuéepA, i SOMiutujAitv ■■M Sj ísafjarðarkaupstaður Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra ísafjarðarkaupstaðar er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið veita núverandi fjár- málastjóri og undirritaður. Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir 15. ágúst nk. á bæjarskrifstofurnar, Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Isafirði. ísafirði, 30. júlí 1991. Bæjarstjórinn, ísafirði. Kvennaathvarfið Á næstunni þarf að ráða nýja félaga í vakt- hóp kvennaathvarfs. Um er að ræða fullt starf sem unnið er á vöktum. Hlutverk vakt- hóps er að annast rekstur kvennaathvarfs- ins, s.s. innkaup, skýrslugerð, ráðgjöf, kynn- ingar og heimilisstörf. Nýir félagar fá 3ja mánaða starfsþjálfun. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 30 ára og hafa brennandi áhuga á málefnum kvennaathvarfsins. Umsóknir, sem greina frá námi og starfs- reynslu, berist Samtökum um kvennaat- hvarf, Vesturgötu 3, pósthólf 1486, 121 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 613720. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar að fyrirtæki sem selur hugbúnað fyrir myndræna, tölvustýrða upplýsingamiðlun á sviði ferðamála af hörð- um tölvudiskum og laserdiskum. Óskað er eftir manni með menntun og/eða reynslu á sviði stjórnunar, sölumennsku og tölvunotk- unar. Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði íslenskra ferðamála. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Margmiðlun - 2203“ fyrir 15. ágúst nk. Með allar upplýsingar verður farið með sem trúnaðarmál og umsóknum verður skilað til sendandans. Selfoss Kennarar Kennara vantar við gagnfræðaskólann á Selfossi: Tónlistarkennsla, stærðfræði í 9. og 10. bekk. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 98-21178. Laus staða lögreglumanns Staða lögreglumanns við embætti sýslu- manns Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta Húsavíkur er laus til umsóknar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum ber- ist undirrituðum fyrir 20. ágúst 1991. Upplýsingar veitir undirritaður og yfirlög- regluþjónn í símum 96-41300 og 96-41303. Húsavík, 1. ágúst 1991. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. ' Stykkis- hólmur Staða bæjarstjóra f Stykkishólmi Staða bæjarstjóra í Stykkishólmi er auglýst laus til umsóknar. Allar upplýsingar veita Ellert Kristinsson, forseti bæjarstjórnar, í símum 93-81353 og 93-81300, og Sturla Böðvarsson, bæjar- stjóri, í símum 93-81136 og 93-81274. Umsóknir skal senda undirrituðum á bæjar- skrifstofurnar við Skólastíg fyrir 15. ágúst nk. Fyrir hönd bæjarstjórnar Stykkishólms, Sturla Böðvarsson. y Kópavogskaupstaður Útideild Starfsfólk óskast í útideild í Kópavogi. Um er að ræða tvær 40% stöður. Reynsla og/eða menntun í uppeldisgreinum æskileg. Vinnutími er á kvöldin og um helgar. Upplýsingar um störfin gefur Anna S. Sigurð- ardóttir, unglingafulltrúi, í síma 45700. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs, Fannborg 4. Starfsmannastjóri. Suðurbæjarlaug - baðverðir Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður baðvarða karla í Suðurbæjarlaug. Um dag-, helgar- ög kvöldvinnu er að ræða. Ráðið er störfin frá og með 1. september nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Suðurbæjarlaugar frá kl. 8.00 til 12.00 alla virka daga. Umsóknir, þar sem m.a. er upplýst um menntun og fyrri störf, berist eigi síðar en 12. ágúst nk. til bæjarskrifstofu Hafnarfjarð- ar, Strandgötu 6. Forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.