Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 39 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (P* Hrúturinn ætti að reyna að forðast deilur út af smámunum í heimilisrekstrinum og horfa meira til þess sem sættir og sameinar. Naut (20. apríl - 20. maí) If^ Sumar þeirra hugmynda sem nautið gælir við þessa dagana kunna að líta vel út á pappím- um, en eru ef til vill erfiðar í framkvæmd. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er óviðeigandi fyrir tvíbur- ann að kíta út af peningum þegar miklu stærri hagsmun- um er borgið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef allir reyna að gera skyldu sína er ástæðulaust fyrir krabbann að nöldra. Hann ætti að reyna að vera glaður og reifur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið ætti að reyna að hafa taumhald á tilhneigingu sinni til að gagnrýna annað fólk. Það gæti verið að gera úlfalda úr mýflugu. Meyja (23. ágúst - 22. september) <S£ Meyjan ætti að forðast deilur út af peningum við góðan vin sinn. Hún kaupir eitthvað gagnlegt og skemmtilegt fyrir heimilið. Vog (23. sept. 22. október) Vogin ætti að gefa sér góðan umhugsunartíma núna. Hún gæti vanmetið mikilvægan þátt í lífi sínu eða starfi. Að öðru leyti er dómgreind hennar skörp og skýr. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekanum gæti orðið á í umferðinni í dag ef hann fer ekki að öllu með gát. Hann ætti ekki að neita greiða sem honum er boðinn af góðum hug og þaðan af síður ráðleggingu sem komið gæti að góðu gagni einmitt núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Bogmanninum finnst hann gegna sérlegri þegnskyldu sinni með því að vera á ákveðn- um stað f dag. Það er óráðlegt fýrir hann að lána eða taka að láni peninga þessa dagana. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Maki steingeitarinnar tekur það illa upp ef hún fer að tala um starfíð í dag. Það er ýmis- legt að gerast á bak við tjöld- in, en best að hafa um það sem allra fæst orð. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þó að lífsskoðanir vatnsberans og vinar hans séu um margt ólikar er vert að hlusta á ráð- leggingar hans með íhygli. Það þarf ekki að kappræða um hvert einasta smáatriði í lífinu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !n£ Piskurinn ætti að fara varlega með krítarkortið sitt núna. Hann reynir að vinna upp ýmis- legt af því sem hann hefur ýtt á undan sér upp á síðkastið. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND Hvað gerðist svo? Þá bað dómarinn okkur afsökunar vegna misskilningsins og sagði að við værum góðir borgar- ar fyrir að reyna að gera það sem væri rétt... Ég var alveg tiibúinn að greiða atkvæði með „sekur“! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þau voru ófá pörin á Evrópu- mótinu í Killamey sem teygðu sig of hátt í slemmuleit í þessu spili úr annarri umferð. Þeirra á meðal vora bæði AV-pörin í leik íslands og Júgóslavíu. Suðurgefur; enginn á hættu. Norður ♦ 642 ¥ D984 ♦ K65 ♦ 432 Vestur Austur ♦ ÁKDG10 ♦ 97 ¥ ÁKG732 || ¥ 1065 ♦ D9 ♦ G1087 ♦ - ♦ ÁK108 Suður ♦ 853 ¥ Á432 ♦ DG9765 ♦ Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Amþórsson sátu í NS og fylgdust með þessum sögnum: Vestur Norður Austur Suður — — — Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Allir pass Austur sýndi laufásinn strax við alkröfuopnun vesturs og varð síðan að styðja hjartað með beinni hækkun í fjögur. Vestur stóðst ekki freistinguna að reyna einu sinni enn, enda gat austur hæglega átt tígulkónginn. Eftir þessar upplýsandi sagnir var Guðlaugur ekki lengi að spila út tígli. Einn niður. Á hinn bóginn vakti Jón Bald- ursson á sterku laufi og spurði svo félaga sinn, Aðalstein Jörg- ensen, um allt milli himins og jarðar. En fékk ekki réttu svörin fyrr en á fimmta þrepi: Vestur Norður 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 5 spaðar Allir pass Austur Suður — Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 lauf Pass 3 työrtu Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass Þegar sagnir voru komnar upp í 4 tígla vissi Jón um skipt- inguna 2-3-4-4, einn ás og einn kóng. En hann vissi ekki HVAR styrkurinn lá. Hann spurði einu sinni enn, en fékk svarið sem hann óttaðist — neitun á tígul- fyrirstöðu. Hjartasamningur var kominn í hendi Aðalsteins og suður myndi öragglega spila út tígli, svo Jón valdi styttri litinn, spaða. Og fékk út LÁUF! Umsjón Margeir Pétursson Þessi stutta skák var tefldv á opnu móti í San Femando á Spáni í sumar: Hvítt: Doncevic (2.345), Þýzkalandi, alþjóðlegur meistari, svart: Luque, Spáni, Caro-Kann vöm, 1. e4 — c6 2. d4 — d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Bc4 - Rgf6 6. Rxf6+ - Rxf6 7. c3 - e6 8. Rf3 - Be7 9. 0-0 - 0-0 10. De2 - a6 11. Re5 - c5 12. dxc5 - Bxc5 13. Bg5 - b5? 14. Bd3 - Bb7 15. Hadl - Dc7 16. Bxf6 - gxf6. 17. Bxh7+! - Kh8 (Eftir 17. - Kxh7 18. Dh5+ - Kg7 19. Dg4+ — Kh8 20. Hd3 verður svartur mát.) 18. Dh5 — fxe5 19. Bf5+ og svartur gafst upp því máti^ blasir við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.