Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 50
►50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
Ágúst G. Ásgeir.
íttémR
FOLK
H SNÆVAR Hreinsson, sem
hefurn leikið með Val, fer til
Bandaríkjanna um miðjan ágúst.
Þá getur svo farið að tveir aðrir
Valsmenn fari til náms vestur um
haf áður en kepgnistímabilið er
' búið. Það eru þeir Agúst Gylfason
og Lárus Sigurðsson, varamark-
vörður.
■ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari
Fram, er í London, þar sem hann
mun sjá gríska liðið Panathinai-
kos leika á móti á Highbury, en
gríska liðið mætir Fram í Evrópu-
^keppninni.
■ FRAMARAR hafa leikið^ sautj-
án leiki í röð án taps þegar Asgeir
Elíasson hefur verið meið veiðihúf-
una frægu á höfðinu. Asgeir, sem
var búinn að leggja húfunni, púss-
aði rikið af henni eftir þrjár umferð-
ir í ár, en þá hafði Fram ekki unn-
ið leik. Eftir það hefur allt gengið
eins og í sögu hjá Fram.
■ RON Atkinson, sem tók við
stjórninni hjá Aston Villa fyrir
tveimur mánuðum, snaraði pen-
ingabuddunni á borðið í gær og
'keypti írska landsliðamanninn
Steve Staunton, 22 ára, frá
Liverpool á 1,1 millj. stelingspund.
Atkinson hefur keypt átta leik-
menn á stuttum tíma fyrir 3,8
millj. pund. Staunton skrifaði undir
þriggja ára samning.
■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé-
lagar hans hjá Stuttgart mæta
áhugamannaliðinu Bremen í 2.
umferð þýsku bikarkeppninnar.
Bikarmeistarar Werder IBremen
leika heima gegn Hamburger SV
og meistarar Kaiserslautern mæta
Duisburg úti.
■ VALSMENN standa fyrir Af-
mælismóti í körfuknattleik síðustu
helgina í þessum mánuði. Mótið er
' haldið vegna áttatíu ára afmaglis
félagsins og var öllum úrvalsdeild-
arliðunum boðin þáttaka. Forráða-
menn átta þeirra hafa þegar til-
kynnt um þáttöku. Aðeins eitt lið
verður örugglega ekki með, - það
er Grindavík. Þá hafa forráðamenn
Tindarstóls ekki enn gefið svar.
KNATTSPYRNA
Fimmtán
I leikbann
Fimmtán leikmenn voru úrskurð-
aðir í leikbann á fundi aga-
nefndar KSÍ í vikunni. Þrír leik-
menn í 1. deild fengu eins leiks
bann vegna fjögurra gulra spjalda;
| Grétar Einarsson, Víði, Heimir Erl-
ingsson, Stjörnunni og Þorvaldur
Örlygsson, Fram, sem getur ekki
leikið gegn sínum gömlu félögum
úr KA þegar Fram leikur á Akur-
eyri.
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Leiftri,
^jSarðar Níelsson, Reyni Á. og Öm
Gunnarsson, Þrótti Nes., fengu eins
leiks bann vegna fjögurra gulra
spjalda.
Árni Vilhjálmsson, Keflavík,
Björn Ingimarsson, Þrymi, Gísli
Sigurðsson, Fjölni, Jón Pétur Zim-
sen, TBR, Viktor Viktorsson, Aftur-
eldingu og Þorsteinn Guðbjörnsson,
- • Dalvík, fengu eins leiks bann vegna
brottvísana.
KORFUBOLTI / EVROPUKEPPNI
KR leikur báða leikina í Vín
Kaplakriki verður heimavöllur Njarðvíkinga í Evrópukeppni meistaraliða
KR-ingar hafa ákveðið að
leika báða leiki sína í Evrópu-
keppni bikarhafa f körfuknatt-
leik gegn STI frá Austurríki ytra
usturríska liðið sýndi strax
áhuga á því á að kaupa
heimaleik KR og leika báða leik-
ina í Vínarborg. Félagið sendi KR
tilboð um frítt uppihald og pen-
ingagreiðslu og KR sendi gagntil-
boð um hæl sem STI samþykkti.
Leikdagar liðanna eru 10. og
17. september og telst fyrri leikur-
inn heimaleikur KR. Sigurvegar-
arnir mæta síðan bikarmeisturum
ísraels, Hapoel Galil Elion í 2.
umferð.
Islandsmeistarar Njarðvíkur
sem sitja hjá í 1. umferð mæta
Júgóslavnesku meisturunum
Cibona í 2. umferð 3. október og
hafa Njarðvíkingar ákveðið að
leika heimaleik sinn í íþróttahús-
inu í Kaplakrika.
KNATTSPYRNA
Guðni Bergsson á feðinni með Tottenham.
HANDKNATTLEIKUR
Sovéskur mark-
vörður til Gróttu?
FLEST bendir til þess að Sovéskur markvörður verði á milli
stanganna f marki Gróttu í handboltanum fvetur. Hann heitir
Alexander Rivine og hefur leikið í Sovésku 1. deildinni síðustu
fimmtán ár með Kunseva.
Rivine er 32 ára og honum er ætlað að leysa skarð Þorláks Árna-
sonar sem hyggur á nám erlendis. Annar markvörður sem reynd-
ar lék ekki með liðinu í fyrra, Sigtryggur Albertsson hefur þegar til-
kynnt félagaskipti í Fram.
Gróttumenn eru einnig að velta því fyrir sér hvort að þeir eigi að fá
til sín hægri handar skyttu frá Sovétríkjunum. Þar sem aðeins einn
erlendur leikmaður má vera á leiksskýrslu í senn gæti Grótta ekki
notað þá báða í leik heldur þyrfti að gefa þeim tækifæri sitt í hvoru lagi.
1111iiIf!ií11ilt í;íiiií(yiíi{iiiíliiiiíiiíiiíiilitiííl
,- <;) ci ic'i i«m -•> itrwiM tnHM
„Kann betur
viðmigá
miðjunni"
segirGuðni Bergsson sem leikið hefursem
miðvörður í síðustu leikjum Tottenham
GUÐNI Bergsson virðist veraá
góðri leið með að vinna sér
fast sæti í liði Tottenham.
Hann hefur verið í byrjunarliði
félagsins í öilum fimm vináttu-
leikjum liðsins og leikið í stöðu
miðvarðar ásamt fyrirliðanum
Gary Mabbutt.
Eg kann mun betur við mig á
miðjunni heldur en í bakverðin-
um. Ég vonast til að halda stöðu
minni í byijunarliðinu og leika um
Góðgerðarskjöldinn gegn Arsenal
um aðra helgi,“ sagði Guðni Bergs-
son við Morgunblaðið, en Totten-
ham-liðið hefur verið á keppnisferð
í Noregi.
Liðið lék fimm leiki á níu dögum
og gerði síðast jafntefli, 1:1, gegn
Brann og skoraði Paul Stewart
mark Lundúnarliðsins. Síðustu vin-
áttuleikir Tottenham fyrir keppn-
istímabilið verða gegn norska liðinu
Bryne og Celtic. Að því búnu hefst
undirbúningurinn fyrir Góðgerðar-
skjöldinn, viðureign Englands-
meistara Arsenal og bikarmeistara
Tottenham á Wembley.
Það getur farið svo að tveir ís-
lendingar Ieika í fyrsta skipti á
þessum gamalkunna velli - Guðni
með Tottenham og Sigurður með
Arsenal.
„Reynum
aðláta
verkin tala“
- segir Pétur Ormslev, fyrirliði Framara, sem
fagna nú stuttu sumarfrfi
„STUNDIN er runnin upp sem
við höfum lengi beðið eftir -
að komast í stutt frí og fá
algjöra afslöppun frá knatt-
spyrnu í nokkra daga. Ekki
skemmir það fyrir hvernig
staðan er nú í deildinni," sagði
Pétur Ormslev, fyrirliði Fram-
liðsins, sem hefur á stuttum
tíma náð ótrúlegu forskoti í
baráttunni um íslandsmeist-
aratitilinn.
egar þijár umferðir voru bújiar
voru Framarar í níunda sæti í
deildinni, með aðeins eitt stig. Þeg-
ar ar fimm umferðir voru búnar
voru þeir með sjö stig, en KR og
Breiðablik á toppnum með þrettán
stig. Framarar, sem hafa ekki tapað
níu leikjum í röð - átta sigrar og
eitt jafntefli, hafa ná ellefu stigum
meira en KR-ingar út úr síðustu
sjö umferðum.
„Þetta sýnir að skjótt skipast
veður í lofti. Þetta talnadæmi gefur
ekki villandi mynd, en aftur á móti
getur þannig talnaleikur gefið
falskar vonir. Við vitum hvernig er
að vera sex stigum á eftir efsta liði.
Þegar staðan var þannig vorum við
ákveðnir að minnka þann mun og
við höfum heldur betur gert það,“
sagði Pétur, sem sagðist varast stór
Pétur Ormslev.
orð. „Við reynum frekar að láta
verkin tala.“
„Það hefur verið mikið álag á
okkur að undanförnu og í leiknum
gegn Val kom í ljós að við vorum
orðnir þreyttir. Við fögnum því
stuttu fríi og byijum ekki að æfa
aftur fyrr en á þriðjudaginn. Þá
hefst undirbúningur okkar fyrir
þriðja hluta keppnistímabilsins og
lokaslaginn um meistaratitilinn,“
sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram-
liðsins.