Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 52
940/960 VOLVO — Bifreiö sem þti getur treyst! TVÖFALDUR1. vinningur LAUGARDAGUR 3. AGUST 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. VR með 500 launakröfur í innheimtu v >; OVENJU mörg mál eru í inn- heimtu hjá lögfræðingi Verslun- armannafélags Reykjavíkur. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns félagsins, er um að ræða launakröfur á fimmta hundrað félagsmanna, þar af er- um helmingur vegna gjaldþrota. Meirihluti málanna er frá síðasta ári, einnig flest málin sem tengjast gjaldþrotum. Nokkuð hefur dregið úr þeim á þessu ári. Magnús sagð- ist ekki geta gefið upp hversu háar upphæðir væri um að ræða en þær skiptu mörgum tugum milljóna. Astand í atvinnumálum félaga ,hefur VR batnað á þessu ári en nú “^fcru 125 félagsmenn atvinnulausir, eða 0,74%. Magnús segir þá tölu lága, sé tekið mið af fjölda félags- manna, sem er á sautjánda þúsund. „Auðvitað vildum við helst að eng- inn félagsmanna væri atvinnulaus en ástandið hefur stórbatnað,", seg- ir Magnús. Morgunblaðið/Bjarni Verslunarmannahelgarstemmningin var ríkjandi á BSI í gær, þar sem fjöldi ungs fólks var að leggja upp í ferðalög helgarinnar. Þúsundir á faraldsfæti um helgina: Fullbókað í Þórsmörkina Mestur straumur fólks til Eyja, í Húnaver og á Galtalæk MIKIL umferð var frá höfuðborginni í gærdag og gærkveldi er fólk lagði land undir fót til að eyða verslunarmannahelginni úti í náttúrunni. Þórsmörk virðist ætla að verða mjög vinsæll staður ferðalanga um helgina en einnig lá straumur fólks á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á rokkhátíð í Húnaveri og á bindindismótið í Galtalækjarskógi. Fjöldi minni skemmtana er haldinn um versl- unarmannahelgina. Samkvæmt_ upplýsingum frá lögreglunni í Árbæ síðdegis í gær gekk umferðin snurðulítið fyrir sig og var talsverð, bæði um Suð- urlands- og Vesturlandsveg. Á BSÍ fengust þær upplýsingar að fullbókað væri í allar rútur í Þórsmörk og uppselt í Húsadal. Mikil aðsókn var jafnframt í Langadal og Bása en Útivist og Ferðafélag Islands sjá um ferðir þangað. Vestmannaeyjar, Húna- ver og Galtalækur fylgdu fast í kjölfar Þórsmerkur hvað vinsældir snerti. Á Reykjavíkurflugvelli ríkti annríki en straumurinn það- an lá einkum til Vestmannaeyja. Fullbókað var í allar vélar til Vest- mannaeyja bæði hjá Flugleiðum og íslandsflugi í gær en enn voru laus sæti í dag. Hjá Flugleiðum var jafnframt fullbókað í vélar til Akureyrar og Egilsstaða í gær. Nokkur hundruð manns höfðu tjaldað í Húnaveri síðdegis í gær, að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi. Hjá lögreglunni í Vestmanna- eyjum fengust þær upplýsingar að rúmlega 3000 manns hefðu verið viðstödd setningu þjóðhátíð- arinnar og svipaður fjöldi var kominn í Galtalæk, að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli. Sjá fréttir bls. 27. Stefnt að 4,8 milljarða kr. viðskiptum við Rússland Þrjú fiski- skip á reki ÞRJÚ fiskiskip, tvö norsk og eitt færeyskt, leituðu aðstoðar Land- helgisgæslunnar í gær. Annað norsku skipanna var orðið olíulaust vestur af landinu en hin tvö skipin voru með bilaða vél á svipuðum slóðum. Gerðar voru ráð- stafanir til að koma skipunum til hjálpar og að sögn Landheigisgæsl- unnar voru áhafnir þeirra í engri hættu. Þriggja bíla árekstur við Fossá í Kjós ÞRÍR bílar lentu í árekstri rétt við brúna yfir Fossá í Kjós laust fyrir klukkan 17 í gær. Ein kona var flutt á slysadeild en hún er ekki talin alvarlega slösuð. Óhappið varð í brekku, rétt við brúna yfir Fossá. Þar lentu saman þijár bifreiðir, tveir jeppar og einn fólksbíll. Þá urðu tvö umferðaróhöpp í grennd við Ferstiklu í Hvalfirði í gær. Síðdegis valt þar fólksbifreið um sjöleytið í gærkvöldi varð þar árekstur. Meiðsl á fólki voru ekki teljandi í þessum óhöppum. Laust fyrir klukkan níu í gær- kvöldi ók svo ökumaður á vegriðið við Gljúfurárbrú í Húnavatnssýslu. Engan sakaði en bifreiðin er talin ónýt. SAMKOMULAG náðist í Moskvu í gær milli Islands og lýðveldisins Rússlands um texta ótímabund- ins viðskiptasamnings og bókun- ar um viðskipti landanna á þessu ári og því næsta. Gert er ráð fyrir formlegri undirritun um næstu mánaðamót, eftir að end- anleg mynd hefur komist á vöru- lista Rússa. Stefnt er að því að viðskipti á hvorn veg nemi um 80 milljónum dala eða 4,8 millj- örðum króna. ísland er með allra fyrstu Evrópuríkjum til að semja um viðskipti við lýðveldið Rúss- land. Viðskiptaviðræðurnar hófust^á miðvikudag og síðdegis í gær var samkomulag staðfest með áritun Sveins Björnssonar sendifulltrúa og Valerys Mangazeev varautanríkis- viðskiptaráðherra Rússlands. Af íslands hálfu er 'gert ráð fyrir að flytja til Rússlands saltsíld, lag- meti, freðfisk, ullarvarning og tæknivörur í sjávarútveg, líkt og verið hefur. Búist er við að veruleg- ur hluti varnings frá Rússum verði áfram olía, timbur og bifreiðar. Rússar hyggjast næstu vikur ákveða hlutföll milli vöruflokka og athuga möguleika á útflutningi fleiri tegunda. Ólafur Egilsson sendiherra í Moskvu segir samninginn eðlilegt framhald af viðræðum við Sovétrík- in í október og janúar, sérstaklega með tilliti til flutnings umráða yfir auðlindum frá alrikisstjórninni til einstakra lýðvelda. Önnur lönd sem þegar hafa samið um viðskipti við lýðveldið Rússland eru Malta og Tyrkland, Tékkóslóvakía, Ung- verjaland, Afganistan, Mongólía og Norður-Kórea. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst úr miðvikudaginn 7. ágúst. ítali sem lenti í bílveltu við Yík: Rönkuðum við okkur á berri jörð „VIÐ hrópuðum hvor á annan, gripnir örvæntingu og ofsa- hræðsiu þessi örfáu sekúndubrot áður en við fórum í fyrri velt- una. Eg missti meðvitund þá, en veit að við köstuðumst út úr bílnum, því að við rönkuðum við okkur á berri jörðinni. Þetta er ömurleg minning," sagði Enrico Ortoleva, ítalskur ferðamaður sem ásamt félaga sínum lenti í bílveltu austur af Vík í Mýrdal fyrr í vikunni. Þeir sluppu lítið meiddir en Enrico var enn á Borgarspítalanum. Hann segir að vegirnir hér séu eins og slóð- ar í ítölskum óbyggðum. „Við vorum að aka frá Vík, þeg- ar malbikið endaði skyndilega. Við fórum út á hallandi malarveg. Það voru engin skilti til að vara okkur við, skyggnið var ekkert sérstakt og bílstjórinn var ekki viðbúinn. Bíllinn snarsnerist á veginum, en þetta var ekki möl, fremur stórir steinar, og ökumaðurinn missti gjörsamlega vald á bílnum," sagði Enrico. Sjá viðtal á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.