Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 29 keppendur í Kumho-alþjóðarallinu sem hefst í dag: Byrjum ekki geyst en met- um stöðu um miðja keppni - segir Rúnar Jónsson sem verður ræstur fyrstur af stað TUTTUGU og níu keppendur í Kumho alþjóðarallinu leggja af stað frá Perlunni í Oskjuhlíð kl. 16.00 í dag og aka fyrstu sérleið- ina um Öskjuhlið hálftíma síðar, áður en þeir halda út á Reykja- nes. Keppnin stendur í þrjá daga og aka keppendur 400 km á sér- leiðum, en heildarvegalengdin er um 1000 km. Fyrstir af stað verða íslandsmeistararnir Rún- ar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323, en sex erlendir keppnisbilar munu veita þeim og öðrum Islendingum keppni. „Við förum ekkert of geyst í byijun og metum stöðuna um miðja keppni. Við eigum enga möguleika gegn Lancia Saku Viierima og Hasse Kallström, sem aka mun betur búnum keppnisbíl. Þessi bíll var notaður af heimsmeistaranum Miki Biasion, þannig að betra verk- færi hefur ekki sést hérlendis," sagði Rúnar í samtali við Morgun- blaðið. „Við reynum að halda í við Finnana, en þetta er löng keppni og allt getur gerst. Ég hef trú á að Steingrímur Ingason verði hrað- skreiður í byrjun, keyri á útopnu, en aðalmálið í þessari keppni er að halda vegalengdina út með stífri en áhættulausri keyrslu. Það verð- ur okkar rnottó," sagði Rúnar. Líklegt er að toppbaráttan muni standa á milli Rúnars og Jóns, Steingríms Ingasonar og Guð- mundar Bjöms Steinþórssonar á Nissan, Saku Viierima og Hasse Kallström á Lancia og Peter Geitel og Kaj Hakkinen á Mazda 323 4x4. En 25 aðrir keppendur eru á öðru máli og í svona langri keppni getur allt gerst, sú áhöfn sem get- ur sýnt hraðan akstur og áhættu- lausan er líklegust til að ná ár- angri. Keppnisbílamir koma í hvíld- „Bíllinn stendur sjálfsagt enn fyrir utan gluggann hjá þeim, en ég ók honum 900 km leið frá Frakklandi til að koma honum í skip og flaug svo til íslands," sagði Goubert, sem þrívegis hefur keppt í alþjóðarallinu og tvívegis hefur hann komist á leiðarenda. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, en ég er að reyna að bjarga mér um annan bíl, hef skoðað notaða Suzuki og spáð í Lada, en keppnisstjóri ralls- ins bauð mér Citroen Axel bíl sinn og ég er að spá í hvað ég á til bragðs að taka.“ arhlé við Hjólbarðahöllina í kvöld kl. 21.30, en endamark keppninnar verður á sama stað kl. 15.30 á sunnudaginn. G.R. Sérleiðarlýsing Kumho-rallsins Föstudagur: Öskjuhlíð 17.00, Kapelluhraun 17.40, Djúpavatn — ísólfsskáli 18.10, Stapafell 19.35, ísólfsskáli — Djúpavatn 20.05, Kapelluhraun 20.48. Næturhlé við Hjólbarðahöll 21.30. Laugardagur: Geitháls 6.50, Lyngdalsheiði 7.51, Sandá 9.22, Stöng 9.39, Dómadalur 10.24, Dómadalur 11.50, Næfurholt 12.31, matarhlé á Hvolsvelli 13.15, Vatnsdalur 14.14, Dómadalur 14.26, Dómadalur 15.35, Gunnars- holt ,10.10, Stöng 17.13, Sandá 17.31, Lyngdalsheiði 19.07. Hvíld- arhlé við Hjólbarðahöll kl. 20.14. Sunnudagur: Geitháls 8.23, Tröll- maður í Metro rallbílnum, sem leið- ir meistarakeppnina í rallakstri. „Við töldum einfaldlega of kostnað- arsamt að aka Metro bílnum í rall- inu, ef við hefðum ætlað að slást af alefli við Finnana til sigurs, þá hefði kostnaðurinn skipt hundruð- um þúsunda í svona langri keppni. Þetta er dýr bíll í rekstri og þó það hefði verið gaman að keppa þá er það einfaldléga of dýrt,“ sagði Bragi. háls 9.30, Bær 10.45, Kaldidalur 11.45, Tröllháls 12.25. Endamark við Hjólbarðahöllina 15.30. ------*-*-*------ Rallmeistarar spá í sigurlíkur keppenda: Viierima talinn lík- legastur MARGIR reyndir rallökumenn, fyrrum sigurvegarar alþjóða- rallsins og Islandsmeistarar munu fylgjast með keppninni úr fjarlægð í ár. Morgunblaðið fékk nokkra þeirra til að spá um lokaúrslitin í keppninni. Ómar Ragnarsson, margfald- ur íslandsmeistari og sigurveg- ari alþjóðarallsins: „Þetta er erfitt val. Ef Finnarn- ir komast áfallalaust í gegnum keppnina vinna þeir, en ég vona að ég sjái íslenska bíla í toppbar- áttunni. Það þarf svo lítið óhapp til að staðan í þessari keppni breýt- ist, einn steinn eða smábilun getur kollvarpað öllu. En ég spái Saku Viierima og Hasse Kallström sigri á Lancia-bílnum, Rúnari og Jóni öðru sæti og Peter Geitel og Kaj Hakkinen þriðja. En valið er erf- itt, það verð ég að segja,“ sagði Ómar. Ólafur Sigurjónsson, bílamál- ari, sigurvegari alþjóðarallsins 1990 og 1991, íslandsmeistari 1989: „Ég býst við Rúnari Jónssyni í toppbaráttunni, ef bilanir stoppa hann ekki, þá vinnur hann. Lancia Viierima verður skæðasti keppi- nauturinn, ef hann kemst á leiðar- enda. Steingrímur verður fljótur en ég efast um að hann ljúki keppni og vel því Peter Geitel í þriðja sætið. Það verður hörkuakstur, en menn verða að hafa það í huga að þeir ætli að ljúka keppni. Það er sannarlega erfitt að sitja heima, en við erum ekki hættir," sagði Ólafur sem hefur unnið keppnina tvö síðustuár með Halldóri bróður sínum. Þórhallur Kristjánsson, ís- landsmeistari 1985 og sigurveg- ari alþjóðarallsins 1986: „Viierima keppti hér 1985 og rúllaði okkur upp á slökum bíl. Núna ekur hann öflugasta bílnum og hlýtur að vinna. Peter Geitel verður rólegri núna en síðast og lýkur keppni í öðru sæti, en traust- ur bíll Páls Harðarsonar gæti skil- að honum í þriðja sætið. Ég hef ekki trú á því að toppbílarnir ís- lensku sleppi bilana- eða óhappa- laust í gegn núna, þó Rúnar keyri afburðavel,“ sagði Þórhallur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Rallbíliinn sem gleymdist á hafnarbakkanum í Antwerpen. Frakk- inn Philip Goubert hefur þrívegis keppt hérlendis og leitar nú að bíl í stað þess sem gleymdist. Hann er hér með Guðbirni Gríms- syni sem ók með honum í rallinu í fyrra en þá var myndin tekin. Kumho alþjóðarallið: Bíll Frakkans gleymd- ist á hafnarbakkanum „ÉG trúði því ekki fyrst þegar mér var sagt að bíllinn hefði ekki komið með skipinu, hélt að þetta væri einhver misskilningur, því ég er með alla pappíra á hreinu. En þetta er staðreynd og keppn- isbíllinn minn er á hafnarbakkanum í Antwerpen, en ég er hérna," sagði Philip Goubert, franskur keppandi í alþjóðaralli Kumho. Umboðsaðilum skipafélagsins sem flytur bilana til landsins láðist að flytja Fiat Uno Turbo keppnisbíl hans um borð í skip í Belgíu. Með Goubert ekur Bragi Guð- mundsson, sem er aðstoðaröku- Ráðstefnugestir hlýða á erindi á fundinum í gær. Norræn kirkjuleg stórborgaráðstefna: Fjallað um þjónustu- hlutverk kirkjunnar NORRÆN kirkjuleg stórborgaráðstefna stendur nú yfir í Reykja- vík. Ahersla hefur verið lögð á þjónustuhlutverk kirkjunnar á ráð- stefnunni sem lýkur á laugardag. Ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar annað hvert ár í stórborgum Norðurlandanna. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófast- ur, sagði að rætt hefði verið um þjónustuhlutverk kirkjunnar á ráð- stefnunni í gær. Þá hefði meðal annars komið í ljós að í mörgum stórborgum á Norðurlöndunum reyndi kirkjan að koma til móts við fólk sem ætti um sárt að binda með því að fara út á göturnar með þjónustu, boðskap og aðstöðu. Til dæmis hefði víða verið komið upp kaffistofum þar sem fólk gæti kom- ið og fengið stuðning. í umræðum á þinginu kom einnig fram að í stórborgum væri mikið um fólk sem ætti í vanda, væri einmanna eða Iiði illa, en dyldi vanda sinn og fengi enga aðstoð. Sagði Jón Dalbú að rætt hefði verið um hvernig koma mætti til móts við þetta fólk og auðvelda aðgengi að kirkjunni. Hann sagði að rætt hefði verið um íslensku kirkjuna. Hún hefði hingað til aðallega sinnt samkomu- haldi margs konar en ekki megnað að sinna nema að litlu leyti þjón- ustuhlutverki sínu. Mætti þar nefna að lítið hefði verið sinnt heimsókn- ar þjónustu til þeirra sem minnst mættu sín í þjóðfélaginu. í gær voru þijú erindi flutt á ráðstefnunni. Dr. Björn Björnsson flutti erindi um félagslega og sið- ferðislega ábyrgð kirkjunnar í stór- borgarsamfélagi, sr. Birgir Ás- geirsson flutti erindi um kirkjuna meðal þeirra sem þjást og líða og sænsku færðimaðurinn og prestur- inn Hans Erik Lindström íTutti er- indi sem hann nefndi „Á starfsvett- vangi fram til ársins 2000“. Á eft- ir voru pallborðsumræður. Um 45 manns sækja ráðstefn- una, flestir frá Svþjóð og Finnlandi. Lögmaður kærður fyrir að standa skjólstæðingi ekki skil á skaðabótum Hæstaréttarlögmaður hefur verið kærður til Lögmannafélags Islands fyrir að standa skjólstæð- ingi sínum ekki skil á stærstum hluta af 3,7 milljóna króna skaða- bótum sem honum höfðu verið dæmdar og tryggingafélag hafði greitt lögmanninum í umboði skjólstæðingsins. Að sögn Mar- teins Mássonar framkvæmda- stjóra Lögmannafélagsins hefur félagið veitt viðkomandi lög- manni frest til 20. þessa mánaðar til að gera grein fyrir máli sínu með greinargerð og mun stjórn félagsins í framhaldi af þvi taka málið til meðferðar. Lögmaðurinn hafði rekið skaða- bótamál fyrir viðkomandi skjólstæð- ing sinn, sem slasast hafði í höndum dyravarða á veitingahúsi. í Hæsta- rétti voru manninum dæmdar 3,7 milljónir króna í bætur og tók lög- maðurinn sér að innheimta bæturn- ar hjá tryggingarfélagi. Trygginga- félagið greiddi bæturnar út í einu lagi en í kæru skjólstæðingsins kem- ur fram að hann hafi einungis feng- ið greidda 1 milljón króna af þeirri upphæð og að lögmaðurinn hafi tjáð honum að bæturnar yrðu greiddar í áföngum og ef til vill kæmu aðeins um 2,4 milljónir til greiðslu, þar sem ágreiningur væri um hvaða vexti skyldi greiða. Tryggingafélagið upplýsti manninn svo um lögmaður hans hefði veitt viðtöku öllum hinum tildæmdu bótum. Að sögn Marteins Mássonar, framkvæmdastjóra Lögmannafé- lagsins, mun félagið fara með málið sem meint brot gegn siðareglum þess. Samkvæmt siðareglunum og lögum um málflytjendur er stjórn- innu heimilt að ávíta félagsmenn og beita allt að 50 þúsund króna sektum. Marteinn sagði að þeim sem legðu fram mál af þessu tagi á hend- ur lögmönnum væri bent á að kæra til RLR en að öðru leyti hlutaðist félagi ekki til um þau mál. í framan- greindu máli mun ekki hafa verið lögð fram kæra til RLR. Flugleiðir: Frestun hluta- fjár útboðs veldur ekki erfiðleikum SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir það ekki munu valda félaginu erfiðleikum, ef til þess kæmi að félagið frestaði fyr- irhuguðu hlutafjárútboði vegna ástandsins sem nú ríkir á hluta- bréfamarkaðinum. Stjórnendur Flugleiða hafa heimild stjórnar til að bjóða út alls um 400 milljónir að nafnvirði í nýju hlutafé á þessu ári. Hins vegar hefur þróun- in á hlutabréfamarkaðinum orðið sú að framboð er meira en eftirspurn eftir hlutabréfum og einkanlega hjá F'lugleiðum sem leiddi til þess að stærsti hlutabréfamarkaðurinn, H- Mark lækkaði Flugleiðabréfín um 6% á einni viku auk þess sem gengi hlutabréfa í ýmsum öðrum helstu almenningshlutafélögunum var einn- ig lækkað. Sigurður Helgason segir að mönn- um þyki rétt að halda að sér höndum með þetta hlutafjárútboð meðan nú- verandi ástand ríki. Hann segir það þó ekki munum koma að sök fyrir félagið vegna þess að greiðslustaða þess sé góð og líklegast að ef út í hlutafjárútboðið yrði farið, þá yrði það fjármagn sem þannig fengist notað til að lækka skuldir félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.