Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 43
,, •jrfvjrt'a mr *. iÓM'r°n ii' MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 43 HANDKNATTLEIKUR / HM U-21 IMú lágu Danir í því Gústaf gerði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti íslendingar tryggðu sér þar með sæti í milliriðli keppninnar ÍSLENSKA landsliðið undir 21 árs vann Dani 20:19 í hörku- spennandi leik á HM í Grikk- landi í gær og tryggðu sér þat1 með sæti í milliriðli. Gústaf Bjarnason gerði sigurmarkið úr vftakasti þegar leiktíminn var liðinn. Staðan í leikhléi var 12:9 fyrir ísland. etta voru trúlega mest spenn- andi lokamínútur sem ég hef séð í handboltaleik,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari en hann er í Grikklandi til að fylgjast með mótinu. „Strák- arnir gerðu vel að ná að rífa sig upp eftir nauman sigur gegn Bras- ilíu sem við höfum sjálfsagt van- metið, en þeir kunna handbolta og leika mjög hratt,“ bætti Þor- bergur við. íslendingar náðu 5:1 forustu í upphafi og höfðu þijú mörk yfir í leikhléi, 12:9. Danir jöfnuðu 15:15 og komust 15:17 yfir en íslensku strákarnir jöfnuðu 18:18 og kom- ust 19:18 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir. Æsispennandi lokamínútur „Danir jöfnuðu 19:19 þegar 8 sekúndur voru eftir og einum ís- lendinganna var vikið af leikvelli. Strákarnir voru fljótir að taka miðjuna og Patrekur Jóhannesson gaf langa sendingu á Magnús Sig- urðsson sem braust í gegn og Danimir stukku hreinlega á hann og dómararnir dæmdu vítakast um leið og leiktíminn rann út,“ sagði Þorbergur þegar hann lýsti síðustu mínútum þessa æsispennandi leiks. „Venjulega eru menn ekki ákaf- ir í að taka vítaköst í svona stöðu en Gústaf Bjarnason gekk fram og sagðist vilja taka þetta víta- kast og hann skoraði af öiyggi,“ sagði Þorbergur. Patrekur og Einar Sigurðsson stóðu sig frábærlega vel í vöminni og í sókninni lék Gústaf vel en annars var þetta sigur liðsheildar- innar. Danska liðið lék vel og eru Danir með gott lið að þessu sinni. Undirbúningur þeirra hefur verið mikill og hafa drengirnir verið saman í 40 daga. íslenska liðið mætir Sovétmönn- um á laugardag, en þeir unnu Brasilíu með tíu marka mun í gær, 34:24. Mörk íslands: Magnús Sigurðs- son 4/1, Gústaf Bjarnason 4/2, Patrekur Jóhannesson 3, Einar Sigurðsson 3, Gunnar Andrésson 2, Páll Þórólfsson 2, Björgvin Rúnarsson 1, Sigurður Bjarnason 1. Magnús Sig- urðsson var markahæstur í liði íslands. Hann fiskaði einnig vítakastið í lokin. ÍÞRÓmR FOLIC ■ KARL Karlsson, hinn efnilegi leikmaður úr Fram í handknattleik, gaf ekki kost á sér í 21 árs landslið- ið, sem tekur þátt í HM 21 í Grikk- landi. ■ GUÐMUNDUR Steinsson, knattspyrnumaður úr Víkingi, verður að öllum líkindum með í leiknum gegn KA á laugardaginn. Hann meiddist í leiknum gegn Frani um síðustu helgi er hann^ lenti í samstuði við Birki Kristins- son, markvörð. Hann var á góðum batavegi í gær og sagðist reikna með að geta spilað gegn KA. ■ STAVANGER liðið sem Vikingur mætir í Evrópukeppninni í handknattleik sigraði á hraðmóti sem fram fór í Svíþjóð um sl helgi. Liðið vann Neva frá Leníngrad 27:26 í úrslitaleik. Ystad varð í þriðja sæti, Sávehof í því fjórða og í 5.-6. sætu urðu Atietico Madrid og Drott en Saab og Rebergslid ráku lestina. ■ IRSTA sigraði í hraðmóti fyrir GrétarÞór Eyþórsson skrifarfrá Sviþjóð kvenfólk sem haldið var í Gaito- borg. Irsta mætir Stjörnunni í Evrópukeppninni i haust. ÍBV tók þátt í mótinu en gekk ekki vel. ■ Hiicken, lið Gunnars Gíslason- ar er enn í efsta sæti 1. deildarinn- ar sænsku. Liðið gerði markalaust jafntefli við Elbsborg um helgina. Gunnar átti gott skot í stöng af 40 metra færi. ■ ÚR VALSDEILDIN heldur áfram í Svíþjóð. Gautaborg vann Malmö 1:2 á útivelli og er nú með 20 stig í fyrsta sæti. Malmö heíur 18 stig, Djurgárden, AIK og Örebro hafa öll 17 stig og Nörrköbing er með 15 stig. HANDKNATTLEIKUR / DOMARAR „Góður stökkpallur í stærri verkefni“ - sagði Rögnvald RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson, hand- knattleiksdómarar, fengu góða dóma fyrir frammistöðu sína í heimsmeistarakeppni kvenna U-21 árs sem fram fór í Strassborg í Frakklandi og lauk um síðustu helgi. Þeir dæmdu 5 leiki, þar af leik Dana og Norðmanna um bronsverðlaunin. Rögnvald sagði að loks hefðu þeir fengið viðurkenningu frá forráðamönnum IHF og gætu í framhaldi að því farið að horfa til B-keppninnar eða Ólympíuleik- anna varðandi verkefni. Erlingsson dómari „Þetta er góður stökkpallur í stærri verkefni. Það er raunhæft núna að við fáum að dæma á stór- mótum. Við dæmdum leik Sov- étríkjanna og Tékkóslóvakíu í milliriðli og ég held að frammi- staða okkar það hafi gert það að verkum að við fengum leikinn um þriðja sætið í keppninni," sagði Rögnvald. Þijú íslensk dómarapör dæma í Evrópukeppni félagsliða síðar í þessum mánuði. Rögnvald og Stef- án dæma í Sannefjörd í Noregi, Gunnar Kjartansson og Óli Olsen í Danmörku og Hákon Siguijóns- son og Guðjón Sigurðsson dæma einnig í Danmörku. ÓLYMPÍULEIKARNIR I BARCELONA 23ja ára aldurstak- mark á keppendur í fijálsum íþróttum? PRIMO Nebiolo, formaður Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins (IAAF), hefur viðrað hugmyndir um að setja ald- ursmark á keppendur í frjáls- íþróttum á Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári, að sögn finnska blaðsins Huvud- stadsbladet. ebiolo er sagður vilja að ein- ungis keppendur 23 ára og yngri fái að keppa í fijálsum á Barcelona-leikunum að ári. Hugur hans standi til þess að gera heims- meistaramótið í frjálsíþróttum, sem héðan í frá verður haldið annað hvert ár, að mestu frjáls- íþróttahátíð heims en það hafa Olympíuleikarnir verið til þessa. Með því að leyfa ekki eldri kepp- endur en 23 ára á leikunum muni fijálsíþróttakeppnina, og þar með leikana, óhjákvæmilega setja nið- ur þar sem mikill meirihluti af- reksmanna er jafnan eldri. HM yrði talið mun veigameira, rétt eins og á við um HM í fótbolta. Málið er sagt vera angi af valda- togstreytu Nebiolos og Juans Antonios Samaranch, forseta Al- þjóðaólympíunefndarinnar. Ólík- legt þykir að jafn afdrifarík breyt- ing nái fram að ganga með svo litlum fyrirvara, en Barcelona- leikarnir verða settir eftir rúma 10 mánuði. KNATTSPYRNA ÚRSLIT Danir ættu að skammast sín fyrir frammistöðuna segir í Berlingske Tidende um vináttulandsleik íslands og Danmerkur DÖNSKU blöðin fara ekki fal- legum orðum um frammistöðu danska landsliðsins gegn ís- lendingum ívináttulandsleikn- um sem fram fór í fyrra kvöld. Berlingske Tidende segir að leikurinn hafi verið iéiðinlegur og að Danir ættu að skammast sín fyrir frammistöðuna. Berlingske Tidene segir einnig að eini maðurinn sem virtist hafa haft gaman að leiknum hafi verið skoski dómarinn, Mottram, mg sem var brosandi Frá allan lejkinn. Þá Hákoni segir að íslendingar hafi verið miklu betri og hefðu átt skilið að sigra. Blaðið segir að lítið Gunnarssyni iDanmörku hafi komið út úr heimavinnu Ric- hard Möller-Nielsens, þjálfara, að undanförnu ef marka má þennan leik sem var slakur. „Dönsk knatt- spyrna eins og hún var og hét er liðin tíð,“ segir blaðið. Sjónvarpsþulurinn sem lýsti leiknum beint til Danmerkur sagði að leikurinn væri gott svefnmeðal. Það var eins og að leikmenn vildu klára leikinn án þess að reyna svo mikið sem skot á markið í síðari hálfleik. Dönsku blöðin segja að nú sé farið að hitna heldur betur undir Nielsen þjálfara og aðeins spurning um hvenær hann verði látinn taka pokann. Knattspyrna Sviss Leikir á miðvikudag: Aarau — FC Ziirich...................1:3 Grasshoppers — Wettingen............3:1 Luzern — Young Boys.................1:1 St Gallen — Neuchatel Xamax.........2:1 Servelte — Lugano...................2:1 Sion — Lausanne......................2:2 ■Grasshoppers er með 16 stig á toppnum eftir 10 leiki og síðan koma Lausanne og Sion með 15 stig. Skotland Dregið var í unanúrslitum í skoska deildar- bikarnum i knattspyrnu í gær. Eftirtalin lið drógust saman: Dunfermline — Airdrieonians Rangers — Hibemian ■Leikirnir fara frant 24. og 25. september. í kvöld 2. deild karla: Þróttur - ÍA..... 3. deild: ÞrótturN. - ReynirÁ. .kl. 18.15 .kl. 18.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.