Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 HOAAflfl * Ast er... . . . þegar hann stenst ekki að strjúka hár þitt. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Með morgunkaffínu Hérna hefurðu kortið mitt: Eg er nefnilega fiðlukenn- ari... HÖGNI HREKKVÍSI yjÉG F/NN LNKT AF- FUG'.A SÓSU / " Velvakandi vitund Ég þakka svar Einars I. Magnús- sonar í grein sinni „sérstaða Krists“ þann 31. ágúst sl. Einnig fyrir svör nýaldarsamtakanna og Rósalindar Ragnarsdóttur við fyrri grein Einars. Þetta eru hitamál sem æskilegt er að varpa aukinni vitund á. Ég iít þannig á að mannkynið sé hægt og sígandi að færast saman í eina allsheijar heimsmenningu. Þetta sjáum við mjög afgerandi í heims- fréttum CNN og SKY News, einkum varðandi Persaflóastríðið og valda- ránið í Moskvu. Öll meginvitund mannkynsins færist í einn brenni- punkt og sameiginleg vitund þróast um málefnið. Þetta er baráttan um bætta siðmenningu eða hrun mann- kynsins. Mörg málefni í dag snúast um hvort mannkynið nái að stefna á hærra þróunarstig eða endanlega gera út af við sjálft sig. Eina lausnin sem ég sé á þessum málum er ræktun mannsins. Með því að hver einstaklingur rækti þá bestu eiginleika sem honum er unnt að rækta í sjálfum sér skapast æ stærri bylgja að sameiginlegum áhuga ræktunar, og hann stefnir gegn stór- um tilhneigingum til tortímingaf. Ölfusárbrú og ekkert annað Mér dauðbrá einn morguninn þegar ég var að hlusta á morgunút- varp Rásar 2. I þessum þætti var' minnst á 100 ára afmæli Ölfusár- brúar. En það merkilega var að fjöl- miðlagarparnir voru svo bíræfnir að skíra þess merku brú upp og nefndu hana Ölfusbrú. Og ekki nóg með það. I Þjóðarsálinni um kvöldið lögðu þeir sem þar ráða húsum þá spurningu fyrir vegfarendur, hvaða stórbrú væri 100 ára um þetta leyti. Og hvert átti svarið að vera? Jú, Ölfusbrú. Þetta kom framan í mig eins og köld vatnsgusa og trúi ég að svo hafi verið um fleiri Sunnlend- inga. Mér er spurn, hver hefur gef- ið þessum mönnum leyfi til nafn- breytingar á brúnni. Með þessum aulahætti hafa þeir móðgað Sel- fyssinga og alla Sunnlendinga og væri þeim sæmast að biðjast afsö- kunnar á- þessu gönuhlaupi. Aður- nefnd brú heitir Ölfusárbrú og ekk- ert annað. Gestur Sturluson Ég hef merkt stórkostlegan áhuga til ræktunar meðal þjóðarinnar og tel að hann sé til góðs. Styrkur nýald- aráhugans í fyrra er skýrt merki um það. Ég gleðst yfir áhuga kristinna manna á að vitund fólks um Krist sé skýr og hrein. Það tryggir að þeir sem velja sér hina kristnu leið til þroska geri það af heilindum. Sjálfur hef ég meiri áhuga á sam- eiginlegum trúarlegum skilningi alls mannkynsins, heldur en eingöngu kristinna manna. Ég hef jafnmikinn áhuga á skilningi þeirra sem telja sig trúlausa eins og þeirra sem telja sig trúaða. Ég tel að sámeiginlegur skilningur mannkynsins á Guði sé farsælast. Ég get ekki ímyndað mér annað en að Kínveiji eða Japani skynji hina guðlegu vitund nokkuð svipað og þau okkar sem eru Islend- ingar. Við mannfólk byggjum eina jörð í óravíddum alheimsins. Verið getur að æðri vitsmunaverur séu til, eins og líkindareikningar vísinda- manna benda á, og að þær skynji einnig hina miklu alheimsvitund; og nefni hana öðrum nöfnum. Hvort sem guð er til eður ei hlýtur tilgangur okkar með tilverunni að vera að upp- lifa einingu við lífið og tilveruna í allri sinni mynd. Við getum nefnt það: „Einingu við Guð“, „Einingu við alvitundina", „Einingu við lífið og tilveruna", „Einingu við allt sem er“, „Einingu við hinar stórkostlegu óra- víddir alheimsins“. Ég tel að við íslendingar getum verið í forvígi fyrir slíkri einingarvit- und, því við erum ein þjóð í einu landi með eina sögu, trú og tungu. Alþingi er tákn um einingu þjóðar- innár. Við erum þjóð friðar, með engan her og óspillta náttúru. Verið getur að hér leynist stórkostlegt tækifæri fyrir mannkynið til að upp- lifa einingu. Þegar heil þjóð myndar fordæmi er auðvelt fyrir aðrar þjóðir að sjá það. Verið getur að litið verði til Islands sem gersemi allra þjóða; ímynd þess sem aðrar þjóðir sækist í að vera. Ég vona að svo verði. Það væri stórkostlegt framlag íslendinga í hina sameiginlegu heimsmenningu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að gestir sem koma hér í heimsókn tækju eftir því og flyttu þær fréttir með sér heim að hér byggi mjög athyglisverð þjóð. í þessu getum við náð árangri og sprotarnir eru þegar komnir í ljós. Ég þakka. Rafn Geirdal Týndur köttur Kisan Lady Rós, sem er 5 ára læða, hvarf úr pössun á Grettisgötu 19. ágúst en hún á heima í Kópa- vogi. Hún er mjög sérstök, svört, brún, gul og hvít. Framan á hálsi og á löppum er hún hvit. Ef ein- hver hefur séð hana eða veit hvar hún er vinsamlegast hafið samband við Rosu í síma 45652 eða 609674. Hver er maðurinn? Um hvaða mann, eða menn, er sr. Jón Habets að tala í grein sinni þann 27. ágúst? Menn haldna ágirnd, óhreinleika, lygara, saurlífsmenn, lostafulla af fýsn og illum hugsunum, menn sem fylgja huga hjartans, hórkalla, þjófa og morðingja. Skárri var það skvettan úr klaufum klerks. Svo koma heilræðin. Deyðið hið jarðn- eska í lífi yðar, hórdóm, saurlifnað og losta, vonda fýsn og ágirnd. Mér er enn spum, um hvaða menn er guðsmaðurinn að tala? Þekkir hann sjálfur svona menn? Tilheyrir hann sjálfur e.t.v. „annaðhvort eða“ mönnum skv. lýsingunni? Sjálfur hefi ég aðeins kynnst venjulegu fólki, breysku eins og ég sjálfur, sem flettir öllum blöðum og bókum „heilögum" eða „saurugum“ með sama jafnaðargeði. Ef ágirnd og illar hugsanir koma frá hjartanu dr. Habets, hvaða hugsanir koma þá frá lifrinni, mag- anum og kynfærunum? Spyr sá sem ekki veit. Ef þetta er ekki hreint orðagjálf- ur í prestinum væri gaman að vita hvort hann dregur eigin söfnuð í flokka, sauðina frá höfrunum? Richardt Ryel Víkveiji skrifar Aðhald lögreglu í umferðarmál- um er bæði nauðsynlegt og sjálfsagt, svo að allt fari ekki úr böndunum. Hraðamælingar eru t.d. nauðsynlegar, en í þeim efnum skiptir ekki máli, hve margir eru teknir, heldur á tilgangur eftirlits lögreglunnar fyrst og fremst að vera til þess að hægja á umferðinni og halda ákveðnum aga á henni. Þannig er þetta víða erlendis og alls staðar í siðmenntuðum löndum, að vegfarendur eru varaðir við með áberandi skiltum að hraðamæling fari fram. Hefur þetta yfirleitt þau áhrif að þeir, sem eru yfjr löglegum hraða hægja á sér, og tilganginum er náð. Allir eru ánægðir og ekki sízt lögreglan, sem þarf ekki að angra borgarann, sem þarf að kom- ast leiðar sinnar. Einhverra hluta vegna er pottur brotinn í þessum málum hérlendis. Lögreglumenn, sumir hveijir a.m.k., telja að það sé hlutverk sitt að sitja um vegfarendur, samborg- arana, sem eru að flýta sér í erli og amstri dagsins. Þeir liggja í leyni og læðast að vegfarendum, rétt eins og það sé keppikefli að sekta sem flesta. Nærvera þeirra, sjáanleg öll- um, á hms vegar að vera til þess að hægja á umferðinni og sá lög- reglumaður sem með nærveru sinni kemur í veg fyrir umferðarlaga- brot, hefur gert skyldu sína. Víkverji gerir þetta að umtalsefni vegna þess að nýlega var honum skýrt frá því, að lögreglubílum af Volvo-gerð hafi verið breytt á þann veg að unnt er að hafa þá ijóslausa “í gangi. Sænskir bílar, og þar með auðvitað Volvo, eru framleiddir þannig að ekki er hægt að hafa þá í gangi án þess að þeir séu með kveiktan sérstakan dagljósabúnað. Þetta hefur „leynilöggunum" í um- ferðardeildinni, sem telja það mark- mið að kvekkja sem flesta borgara og sekta, þótt ótækt, því að ekki er hægt að fela sig á bílum með fullum ljósum. Því hefur þessi dag- ljósabúnaður verið tekinn úr sam- bandi. Er þetta hægt? xxx Póstur og sími veitir ýmsa þjón- ustu á nýju sex-númera sím- stöðvunum, sem getur létt símnot- endum lífið. T.d. er hægt að kaupa þá nýjung, að sé maður að tala í síma og þriðji aðili hringir í mann, þá gefur síminn merki og símnot- andinn getur beðið viðmælanda sinn að bíða á meðan hann svarar símtal- inu, sem er að koma inn til hans. Þessi nýjung og ýmsar fleiri kosta aukalega, enda þarf að opna þessa þjónustu við símnotendur og er það ekki gert, nema um sé beðið. . Eins og menn vita er bilun í tölvu- búnaði símkerfisins og það alltaf að detta út öðru hveiju og finna tæknimenn enga viðhlítandi skýr- ingu. Við það að kerfið dettur út, dettur þessi þjónusta einnig út og kemst ekki í gang sjálfkrafa, nema símnotandinn láti vita. Einn viðmælenda Víkveija lenti í þessu og uppgötvaði skyndilega eftir alllangan tíma að, þessi þjón- usta var ekki lengúr við líði, en engu að síður var rukkað fyrir hana samvizkuiaust. Hann krafðist þess að fá reikninginn leiðréttan og var því neitað. Það er undarlegt að Póstur og sími geti staðið á því að innheimta fyrir þjónustu, sem ekki er látin í té. Hafi hann keypt gölluð símtæki sem bila, verður það að vera hans tjón en ekki viðskiptavinanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.