Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 5
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR '15. SKPTEMBIiR 1991 'C i5 samkeppni átt æ meir undir högg að sækja. Það er helst að fegurðar samkeppni njóti hylli í S-Ameríku, Japan og ríkjum þar sem konan er ekki hátt skrifuð. Thames-sjón varpsstöðin sem sá um að sýna beint frá keppninni í Bretlandi allt frá 1980 er hætt því og Eric Morley lýsti því yfir í blaðaviðtali við Independent í fyrra að ólíklegt væri að það fengist í gegn að keppn- inni væri sjónvarpað beint aftur. Fæstir vita hver var síðast kosin ungfrú heimur og meðal al- mennings er viðhorfið á þá lund að stúlkur sem taki þátt í keppninni séu ekki miklar mannvitsbrekkur. Þær eru eitthvað sem hægt er að horfa á en ekki tala við. Ef menn á annað borð hafa áhuga á að virða fyrir sér kvenmannskroppa fá þeir nóg af slíku á síðu 3 í The Sun, þar sem stúlkurnar koma fram með ber bijóstin. Lesandi góður, hver var kosin ungfrú heimur í fyrra og hitteðfyrra? Ert þú einhveiju nær um land og þjóð viðkomandi stúlku? Heldur þú að þú farir frekar að kaupa vörur frá þessu landi? Ef þú getur ekki svarað þessum spurn- ingum getur þú huggað þig við að flestir lesendur þessarar greinar eru í sömu sporum. Til vísbendingar um það hvaða stúlka gæti mögulega verið ungfrú heimur, þá getur þú, lesandi, haft það í huga að litar stúlkur eða stúlkur með asískt útlit hafa sárasjaldan unnið þennan titil, hafi það komið fyrir er vandlega búið að slétta yfir þau einkenni sem eru fyrir þeirra kynþátt, s.s. miklar krullur, skásett augu, breitt nef og varir. Vissulega hafa menn skrifað undir samninga eftir að hafa heils- að, eða verið í matarboði með ung- frú heimi. Hvað er orsök og hvað er afleiðing í þessu sambandi er ekki Ijóst en hæpið þykir mér að samningarnir hafi verið undirritaðir vegna stuttra kynna eða mynda- töku með ungfú heimi. Hlutirnir ganga einfaldlega ekki þannig fyrir sig í viðskiptum. AÐ RÆKTA SINN „INNRI“ MANN Hluti af þeim áróðri sem hefur verið notaður fyrir fegurðarsam keppni snýr að stúlkunum sjálfum sem taka þátt í keppninni. Gróu Asgeirsdóttur framkvæmdastjóra ungfrú íslandskeppninnar mæltist svo um þessa hlið mála í viðtali við Mbl., í apríl 1990. „Fyrir stelpurnar sjálfar hefur keppnin líka mikið gildi. Þótt það sé aðeins ein, sem getur orðið í efsta sæti, er þátttaka í keppninni yfirleitt mikill sigur fyrir hveija og eina. Þær eru að sigrast á sjálfum —i SAM'RefjjKii um hálfrar milljoi? krona Samhel og Vikim velja forsiða&táiJktx árain* Æ úr hépí átia. sftklkaa ý roRsicusTOma Arsins 1991 Tveir þátttakendur í keppninni um forsíðustúlku Sam-útgáfunnar, arftaka Ungfrú Hollywood-keppn- innar. Táknmál drósarinnar: Bert hold, rauðar, hálfopnar varir, buxurnar fráhnepptar. Stúlkurnar eru á tvítugsaldri, næsti þátttakandi sem verður kynntur er 17 ára. Hvaða augum ætli þær líti þessi bernskubrek eftir 10 ár? Ekki er hægt að útleggja þetta á annan hátt en að kynþörf kvenna sé af hinu illa. Ef hún er til staðar eitrar hún út frá sér. Með klækjabrögðum tekst konunni að fá manninn með sína eðlilegu kynþörf til að gera ýmislegt sem hann hefði annars ekki gert. Mikilvægi meydómsins hefur þó trú- lega aldrei náð almennilega í gegn hjá Islendingum. Vissulega búa konur ekki við sama umburðarlyndi hvað varðar athafnasemi á hjónabands- markaðnum og karlmenn. Hins vegar virðast fæstir sjá nokkuð athugavert við það að skórinn sé mátaður áður en hann er keyptur. sér. Það er alls ekki á hvers manns færi að koma fram fyrir fleiri þúsund manns í beinni útsendingu á sundbol og brosandi út að eyrum. Þær vinna sér sjálfar inn mikla þjálfun og reynslu. Þær vinna undir miklum aga og álagi, en þær fá ýmislegt út úr þssu í staðinn. Við reynum að hjálpa þeim að rækta sinn innri mann. Fegurð er ekki bara ljóst hár og langir leggir." Svo mörg voru þau orð. Þjálfunin sem rætt er um samanstendur af því að ganga um 60-80 tíma á háum hælum og eyða síðan svipuðum tíma í líkamsrækt. Dómararnir sem leggja mat á persónuleika, afsakið, „innri fegurð“ stúlknanna, eru for- sprakkar úr skemmti- og tísku- heiminum, fyrrverandi fegurðar drottningar og fjölmiðlafólk. Eld- raunin er að koma fram í sundbol og síðkjól fyrir framan aiþjóð undir vökulum augum dómaranna. Ekki getur undirrituð alveg séð hvaða gildi þetta hefur fyrir innri mann, sérstaklega ekki eftir að hafa verið viðstödd eina af þessum göngusun- dbolaæfingum. Mestallar umræð- urnar snerust um ljósatíma, ein' af stúlkunum var búin að fara um 17 tíma í ljós en var samt ennþá bleik, innlegg í skó, einhver hafði gleymt því heima og var með hælsæri (lái henni hver sem vill), takt, langar neglur, þessi eða hin þyrfti að fara í lærabanann o.s.frv. Til allrar lukku fyrir aðstandend- ur keppninnar virðist þessi málflutningur þó hafa fallið í fijósaman jarðveg enda væri erfitt að halda þessa keppni ef foreldrar keppendanna styddu ekki við bakið á þeim fjárhagslega. Slíkur stuðn- ingur felur í sér umtalsverð fjárútlát. Kaupa þarf síðkjóla (um 100.000 kr.) og jafvel skartgripi og síðan verða aðstandendur að borga sig inn á keppnina sjálfa. Þetta gera foreldrar fúslega i trausti þess að dætur þeirra séu að ganga í gegnum einstæða lífs- reynslu og að þær séu í góðum höndum. Keppendur eru flestar á aldrinum 17-21 árs, á mörkum þess að teljast fullorðnar, margar hveijar ekki búnar með nám sitt í framhalds skóla. Þetta eru þau ár sem flestar stúlkur veija til að ákveða sig hvað þær vilja úr lífinu, hvað þær ætla að leggja fyrir sig síðarmeir og ekki síst reyna að finna út hveijar þær eru. Fegurðardrottningin verður ekki bara fegurðardrottning eina kvöldstund, hún verður fyrr- verandi fegurðardrottning allt sitt líf, og sá stimpill á eftir að hafa áhrif, ef ekki á hana sjálfa, þá á þá sem hún á eftir að umgangast á lífsleiðinni. Eru gönguæfíngar, megrunarkúrar með stólpípum, sundbola- og síðkjólasýningar og síðan spurningar sem flestar eru móðgun við skynsemi þessara stúlkna, besta veganestið fyrir þær? Hvað gerir þetta fyrir þeirra innri mann? LOKAORÐ Forvígsmenn keppninnar hafa gefið í skyn að hlutverk íslensku fegurðardrottninganna sé að leysa af hendi starf við erfiðar aðstæður, þar sem litið er á þær sem virka og ábyrga einstaklinga. Þetta er fjarri lagi. Þær taka þátt í keppnum sem flestar stjórnast af gróðasjón armiðum, og eru meðhöndlaðar eins og hver annar söluvamingur. Feg- urðin hlýtur alltaf að verða inntakslaus við slíkar aðstæður þar sem hún miðast öll við umbúðirnar, hina stöðluðu, útþynntu Barbie- ímynd. Slík fegurð er fegurð án merkingar og þar af leiðandi fegurð án tilgangs. Einstaklingurinn og persónutöfrar hans eru einfaldlega aukaatriði: Er það þannig sem ís- lenskar konur vilja láta markaðs- setja sig erlendis? Höfundur er sálfræðingur með Msc gráðu í félagslegri sálfræði frá London school of economics and political science. Grein þessi er byggð á lokaverkefni höfundar. Ævintýri í Asíu með SAS! m/s/u SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Sími 62 22 11 BARNAAFSLÁTTURINN ER RÍFLEGUR Á ÞESSUM LEIÐUM EÐA 50%. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferða- skrifstofuna þína. Velkomin til heillandi borga i Asíu. Besti ferðamátinn er þægilegt flug að hætti SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.