Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER Í991 SAMKVÆMT MIKAEL ERU SÁLAR- eftir Urói Gunnorsdóttur. ÞÖRF mannsins til að skilgreina sjálf an sig, tak- ast á við eigið líf og öðlast dýpri skilning á al- heiminum tekur á sig ýmsar myndir. Hún hefur m.a. birst í nýöldinni, sem einnig á margar hlið- ar. Mikael-fræðin eru hluti nýaldarinnar og boða í grunnatriðum hið sama; að til sé guð eða guð- legt af I og að við séum hluti þess. Ekki er um trúarbrögð að ræða, heldur leið til að f ræðast um mannlífið, þroskaferil okkar á jörðinni og tengsl alls sem er. Hér á landi er allnokkur hóp- ur fólks sem kynnt hefur sér f ræðin, en hvað er Mikael? Helga Ágústsdóttir, rithöfundur, hefur kynnt sér Mikael-fræðin og svarar því. ÞJÓNN: Þægilegt yfirbragð þjðnsins. PRESTUR: Samkenndin Ijómar af prestinum. HAGLEIKSMAÐUR: Tjáning og sköpun, fastir fylgisveinar hagleiksmannsins. Mikael er ekki ein persóna heldur fjölskylda 1.100 sálna sem hafa lokið jarðvistum sínum og vinna nú að því að fræða. Mikael er því fræðsluafl, það frábiður sér átrúnað eða tilbeiðslu i nokkurri mynd. Boð- skapur aflsins er að til sé Guð, al- heimskraftur, alheimskærleikur eða hvaða nafni sem menn kjósa að nefna þann kraft sem er allt í öllu í alheim- inum og jafnframt skapari hans. Einnig að í hveijum manni sé brot af þessu guðlega afli. Við náum sam- bandi við Mikael í gegnum miðla; svonefnda vökumiðla en þeir falla ekki í trans heldur eru allan tímann meðvitaðir um umhverfí sitt. Miðl- arnir þjálfa sig sérstaklega vera Mikael-miðlar og eru í raun tengiliðir okk- ar við þessa ákveðnu sálnaíjölskyldu. Mikael er alls ekki eina sálna- inga samkvæmt Michael-kenning- unni: Davíð Scheving Thorsteinsson er að grunngerð þjónn. Guðlaugur Bergmann að grunngerð prestur, Guðrún Bergmann að grunngerð hagleiksmaður, Valgerður Matthías- dóttir að grunngerð sögumaður, Davíð Oddsson að grunngerð stríðs- maður, Atli Bergmann að grunngerð konungur og Jón Öm Marínósson að grunngerð lærdómsmaður. Mika- el-miðlarnir greina í hvaða hlutverki við erum og þeim nægir mörgum hveijum ljósmynd af viðkomandi til þess. Mikael segir hvern og einn lifa að minnsta kosti 40 sinnum, flesta mun oftar. Algengt er að lífin verði 300-400. Hver sál gengur í gegnum 35 stig og hún færist ekki upp á það næsta fyrr en hún hefur lokið hverju stigi en það getur tekið nokkur líf, fjölskyldan, til eru fleiri fræðsluöfl undir öðrum nöfnum.“ — En hvers vegna nafnið Mikael? „Þetta fræðsluaf! hefur komið fram áður á öldinni og kom síðast fram fyrir um tuttugu árum í Kalifor- níu. Þá var spurt hvað mætti kalla aflið og það gaf upp þetta nafn, þar sem síðasti meðlimur Ijölskyldunnar hét Mikael í sinni hinstu jarðvist." Sjö gerðir sálna Samkvæmt Mikael skiptast menn- \ irnir í sjö gerðir sálna. Tvær þeirra, þjónn og prestur, tilheyra svokölluð- um innblástursöxli og eru oft inn- blásið, hugljómað fólk. Tvær, hag- leiksmaður og sögumaður, tilheyra tjáningaröxlinum, þ.e. tjá sig með margvíslegri sköpun, í verkum eða orðum. Tvær gerðir sálna, stríðsmað- ur og konungur, eru á virkniöxli, fólk sem hrindir hlutum í fram- kvæmd, sér um skipulagningu og ein gerð er hlutlaus, en það er lærdóms- maðurinn. Þjónn, hagleiksmaður og stríðsmaður eru svonefnd miðuð hlutverk; vinna með og tala til fárra í senn, hafa ekki heildarmynd heldur nánasta umhverfi í huga í verkum og samskiptum. Prestur, sögumaður og konungur eru nefnd víð hlutverk; vilja tala til fjöldans, eiga auðvelt með að halda athygli og sjá oftar en ekki heildarmynd hlutanna. Hið síðastnefnda á sérstaklega við um konungana og prestana. Lærdóms- menn eiga, vegna hlutleysis síns auðveldast allra hlutverkanna með að hafa hlutlausa yfirsýn og skilja hinar sálargerðirnar. Að sögn Helgu eru mun færri í víðu hlutverkunum en í þeim mið- uðu. Hérlendis eru þó óvenjulega sterk áhrif frá konungum, sem eru ekki nema 1-2% mannkyns og það kemur m.a. fram í hátterni og fasi. Þjónar, sem eru algengasta hlutverk- ið, eru að sögn óvenju fáir á Is- landi. „Samkvæmt kenningu Mikaels ganga mennirnir í sama hlutverkinu gegnum öll sín jarðnesku líf og sálin er alltaf að bæta við sig í þroska og visku, sem hún flytur með sér á milli lífa í kjama sínum. Auk grunn- gerðar hafa margir svolítil áhrif af einhveiju hinna hlutverkanna í gerð sinni, svokallaða röðun, fyrir svo utan hin alþekktu áhrif sem koma frá þjóðfélagi, umhverfi og innræt- ingu foreldra. Þrátt fyrir heiti sálar- hlutverkanna, eru þau jafn mikilvæg og ekkert þeirra öðru æðra. Heitin yísa aðeins til grunnvirkni hverrar gerðar. Dæmi um hlutverk þekktra íslend- ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR, BLÓMASKREYTINGAMAÐUR: Þarf ekki að leita lengur Samkvæmt Mikael er Oddný Halldorsdottir hagleiksmaður, sa sem skapar. Og hún er sífellt að vinna eitthvað nýtt, vinnur blómaskreytingar og skrautskrifar. I tvö ár hefur hún kynnt sér Mikael-fræðin og segist hafa fundið í þeim það sem hún hafi leitað svo lengi að. Eg komst í bók um Mikael fyrir tveimur árum og fann strax að þetta væri eitthvað fyr- ir mig, sú heimssýn sem þarna birtist féll saman við það hvernig ég upplifði tilveruna. Síðan þetta varð, hef ég sótt fjögur nám- skeið og lesið allar fáanlegar bækur um Mikael hérlendis. Svo ræði ég töluvert um Mikael við þá sem áhuga hafa og hef kom- ið mörgum á sporið.“ Oddný segir kynni sín af Mika- el-fræðunum í raun hafa breytt öllu fyrir sig, sér líði einfaldlega betur nú. „Mikael kemur mér að góðum notum í daglega lífinu, í þessum fræðum finn ég svo mik- ið umburðarlyndi og kærleika, sem sárlega vantar hjá okkur flestum. Og í þeim finn ég mikla skynsemi og svör við því hvers vegna maður er eins og maður er. Mikael-fræðin henta öllum og þau hafa ekkert með trúarbrögð að gera. Sjálf er ég trúuð, þó ekki sé ég kirkjurækin." - Finnur þú fyrir fordómum fólks gagnvart Mikael? „Víst eru margir fordómafullir áður en þeir kynna sér það sem þeir eru að beita sér gegn, en yfirleitt láta þeir af því þegar þeir hafa kynnt sér fræðin.“ Oddný Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.