Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 29
tvisvar í öllum kirkjunum, en auk þess þjónar hann sóknarbörnum sem búa á Dvalarheimilunum Lundi á Hellu og Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og Vistheimilinu í Gunn- arsholti. í sóknunum þrem eru alls um 1.500 sóknarbörn. Hann segist hafa verið mjög heppinn með sam- starfsfólk, í öllum sóknarnefndun- um sé afbragðs fólk sem hefur mikinn áhuga á uppbyggingu sinnar kirkju og safnaðarstarfi. Söfnuðirnir hafi á að skipta ágætu söngfólki og organistum, en'þess má geta að í smíðum er nýtt 10 pípu orgel fyrir Oddakirkju sem væntanlega verður tekið í notkun í desember. Þátttöku almennings í kirkju- starfi og kirkjusókn telur sr. Sig- urður almennt hafa aukist og hún sé miklu meiri en af er látið. Hann finni fyrir þörf fólks til að koma í kirkjuna og taka þátt í því starfi sem þar fer fram, því finnist það hafa eitthvað að sækja í guðsþjón- ustuna. Það fyllir ákveðið tómarúm í hugum fólks að leita til guðs síns og til marks um það segir sr. Sig- urður það sína reynslu og annarra presta að altarisgangan hafi aukist mjög til muna frá því sem áður var enda víðar og oftar boðið upp á hana en áður tíðkaðist. Þá segist sr. Sigurður vera mjög ánægður með þróun þá sem nú á sér stað eftir að Oddafélagið svo- kallaða var stofnað, en það er fé- lag áhugamanna víðs vegar að sem hefur það að markmiði að endur- vekja forna frægð staðarins. Þar hafi mörg áhugaverð mál verið rædd og uppbygging staðarins sé sérstakt verkefni fyrir félagið, menn hafi hug á að koma á fót stofnun í Odda á sviði umhverfis- fræða. Mikið af ferðamönnum kemur að Odda ár hvert og rætt hafi verið um að koma upp minnis- vörðum og öðru því sem minnt geti enn frekar á forna frægð stað- arins. Hefur verið nefnt að setja upp útsýnisskífu í Gammabrekku þar sem útsýni er hvað fegurst og víðast á Suðurlandi. Framundan hjá sr. Sigurði er mikið starf. Hann mun stunda kennslu 11 ára bama í grunnskó- lanum á Hellu í vetur. Segir hann það gefa sér kærkomið tækifæri til að kynnast börnunum í sókn- inni. Þá ætlar hann að hafa barna- samkomur á laugardögum í Stó- rólfshvolskirkju og á sunnudögum í skólanum á Hellu eða Oddakirkju eftir því sem hentar hveiju sinni. Ætlunin er að tengja bamastarfíð meira við kirkjuna, vera með fjöl- skylduguðsþjónustur og fá börnin til að finna sig heima í kirkjunni. AH Allir borga * Idálkum Velvakanda 3. september er smágrein undirrituð Skatt- greiðandi. Það ergir mig jafnan þegar menn eru að auðkenna rit sín þannig. Mér finnst það að í þessu kenni nokkurs yfirlætis rétt eins og þeim fínnist að sem skatt- borgarar rísi þeir yfir einhveija aðra. En frá hveiju eru menn að auðkenna sig með því að nefnast skattgreiðendur? A borðinu hjá mér liggja tveir miðar sem ég hef fengið á síðustu dögum þegar ég kaupi í matinn. Á öðmm er úttektin fiskur og mjólk sem ég hef borgað með 365 krón- um. Á honum stendur: Þar af virðis- aukaskattur 76.00. Á hinum miðanum eru fleiri teg- undir. Auk mjólkurafurða og fisks er kaffi, smjör, kartöflur, bréf- þurrkur o.fl. enda hef ég greitt þar 4.000 krónur. Þar stendur svo neðst: Þar af virðisauki 815.00. Ég geri ráð fyrir að flestir kann- ist við svona kvittanir. Þá ættu þeir líka að vita að enginn kaupir sér til matar án þess að greiða skatt. VELVAKAnibdMlWíi'í . SEPTEMBER 1991 l '28 A Island og Evrópa: Hugsjónavíma Tilvistarkreppa er yfirskrift greinarkoms eftir Halldór Hermannsson fískverkanda á ísafirði, og birtist í septemberblaði Fiskifrétta. Um föðurlegar hugleið- ingar höfundar um fiskveiðistjóm- un o.fl. verður ekki fjölyrt hér, en óhjákvæmilegt er að orðum sé beint til hans vegna ummæla um þau samtök fólks, sem ennþá hefir bjargfasta trú á því að við íslend- ingar getum og eigum að vera áfram fullvalda og sjálfstæð þjóð. Halldór Hermannsson kallar það fólk, sem bundist hefir og stofnað landssamtök gegn aðild íslands og EES og EB, „menn með moldarkof- asjónarmið“, og hann segir enn- fremur, „þjóðernisrembingur og moldarkofasjónarmið vaða elginn í öllum málum svo vart er vinnufrið- ur“. Halldór Hermannsson segir að hér ríki tilvistarkreppa, þar sem kjarkleysi, hik og úrræðaleysi séu áberandi. Það virðist ekki vera mik- il hugsjónarkreppa á slóðum fisk- verkandans, en látum það vera, hann hefir oft lagt margt gott til mála, enda eru Vestfirðingar ekki þekktir fyrir að fara í launkofa með skoðanir sínar. Mér fannst eftir lestur greinar- innar í Fiskifréttum, að áróðurinn fyrir því að við fórnuðum stórum hluta fullveldis þjóðarinnar fyrir hreina smámuni, og hleypum hing- að óheftu flóði erlends fjármagns til kaupa á fyrirtækum, fasteignum og jafnvel gögnum og gæðum landsins, vera kominn einum of langt. Mér finnst að undirtónninn í skrifum Halldórs Hermannssonar sé eitthvað á þá leið, að það þurfi aðeins kjark til þess að afhenda meginlandsbúum stjórn okkar mála á ný, og finnst mér það koma úr hörðustu átt, þegar Vestfirðingur, sem lfiir af sjávarafla virðist hafa þá skoðun, að endurkoma erlendra fiskiskipa í íslenska fiskveiðilög- sögu sé æskileg, eins og ráðgert með samningi um EES, en allir hljóta að sjá, að svokallaðar „gagn- kvæmar veiðiheimildir“ er ekkert annað en veiðiheimildir í skiptum fyrir tollaívilnanir fyrir hluta af fiskútflutningi okkar. Með inn- göngu íslands í EB, sem vissulega yrði framhaldið af EES, og margir stjórnmálamenn okkar virðast stefna að, fengjum við allar EB- þjóðirnar með trollin sín upp að 12 mílunum á nýjan leik og upp í harða land eftir að þeim hefir tekist að fjárfesta í fiskvinnslu og útgerð, líkt og gerðist á Bretlandi nú fyrir skömmu og Bretar gátu engu um ráðið. Vonandi er það ekki þetta sem Halldór Hermannsson er að sækjast eftir? Leiður misskilningur Þar af leiðir að við erum öll skatt- greiðendur. „Skattgreiðandi" auð- kennir því engan frá öllum hinum. Menn gætu eins merkt skrif sín með undirskriftinni manneskja t.d. Það er ekkert til að grobba af að maður greiði söluskatt. Það gera allir. Ég geri ráð fyrir að „skattgreið- andi“ viti að neytendur greiða virð- isaukaskattinn. Samt mætti hann vita það um leið að ríkissjóður hef- ur þarna tekjur af mjólk og fiski. H.Kr. kemur fram í grein Halldórs, en hann er sá, að samtök um Sam- stöðu gegn aðild íslands að EES, sé á móti viðskiptasamningum við Evrópuríkin. Þessi samtök, mjög vaxandi fjölda íslendinga, vilja stuðla að fijálsum viðskiptasamn- ingum við öll ríki veraldar sem við okkur vilja versla, en við höfnum þeirri hugmynd að með viðskipta- samningi þurfi sjálfsákvörðunar- réttur pkkar og fullveldi að fylgja með. Ég vil minna Halldór Iler- mannsson á, að ísland hefir nú þegar hagstæðar fríverslunarsamn- ing við EB, þ.á m. fyrir verulegt magn af fiski. Við teljum æskilegra að leitað sé eftir tvíhliða samning- um um frekari útfærslu á þeim samningi, enda felist ekki afsal landsréttinda né réttarins til þess að ráða okkur sjálf í slíkum samn- ingi. Við teljum einnig að íslending- ar myndu verða miklu verr settir innilokaðir í tollmúrabandalagi 18 Evrópuríkja, heldur en fijálsir til þess að gera fríverslunarsamninga við hvaða ríki sem er, en við höfum upp á að bjóða vörur, sem eru mjög eftirsóttar og munu verða það á menguðum suðlægari slóðum. Vit- anlega höfnum við því sem íslend- ingar, að réttur okkar þjóðkjörna Alþingis til þess að setja okkur lög, verði verulega skertur. Við höfnum því einnig að íslendingar þurfi að meðtaka 1.400 lög og reglugerðir EB og gera að sínum lögum. Við höfnum einnig þeirri niðurlægingu, sem fellst í samningi um EES, að Islendingar þurfi að lúta erlendum dómstóli í veigamiklum málum, þ.e. að hluti dómsvaldsins verði flutt úr landi. Við höfnum því ákvæði EES- samnings, að gefa 350 milljónum Evrópubúa sama rétt til búsetu og atvinnu á íslandi og við höfum í dag, við teljum að það muni leiða til hættulegs félagslegs vanda, sem ekki megi leiða yfir þjóðirí'a. Við höfnum einnig þeirri kvöð, sem felst í þessum samningsdrögum, að ís- landi beri að greiða árlega í þróun- arsjóð EB, hundruð milljóna króna til styrktar fátækustu þjóðum band- alagsins, sem gæti orðið til að styrkja fiskvinnslu og útgerð t.d. Spánveija og Portúgala. Við teljum að kostnaður ríkisins af samfloti í EES, verði meiri en ábatinn og því með öllu óraunhæft að halda þess- um samningaumleitunum áfram, ekki síst þar sem EB-þjóðirnar vilja ekki taka tillit til sérstöðu okkar í viðskiptamálum svo og i menning- armálum almennt. Norðmenn telja að aðild að EES fylgi svo mikið fullveldisafsal, að það verði ekki samþykkt á Stórþinginu nema 3 atkvæða séu því fylgjandi. Þetta ætti að vera okkur umhugsunar- efni, en þjóðaratkvæðagreiðslur verður að velja eða hafna samningi af þessu tagi hér. Áð Iestri greinarinnar um tilvist- arkreppu Halldórs Hermannssonar loknum, sýnist mér að Halldóri finn- ist aðeins skorta hér kjark, til þess að ánetjast EES, sem óhjákvæmi- lega yrði innan tíðar aðild að EB, hvort sem við þá vildum eða ekki. Ég tel aftur á móti að þeir íslend- ingar, sem hvorki hafa kjark né úrræði, svo ekki sé talað um heil- brigðan þjóðlegan metnað, til þess að vilja sjálfir ráða fram úr erfið- leikum, ef einhveijir eru hjá okkur, ættu að huga að fortíðinni og bar- áttu þjóðarinnar fyrir fullveldinu. Forfeður okkar bjuggu í moldarkof- um, satt er það, en þeir höfðu bæði kjark, þrek og þolinmæði til þess að beijast gegn erlendu valdi og ofurefli um aldir og unnu í fátækt sinni dýrmætan sigur sem var stað- festur á Þingvöllum sumarið 1944. Forfeður okkar gera þeim skömm til, sem búa í glerhöllum nútímans og hafa glatað trúnni á landið og þjóðina, vilja að við, í undirgefni og hugsjónavímu augnabliksins, skríðum undir pilsfald þessa stóra og ríka. Jóhannes R. Snorrason n%mmn yópcwcti cr exkveéínn. c fcvl as clrzzga- <-ir ct/ásLu.." HÖGNI HREKKVISI “8-1 > „ fip HVER7U GeTVR. HAKINJ EKKi 0ARA CArHAG FRj'A1ER.»OU<V> ?! "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.