Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 13

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 C r.»13 Skyggnst inn í nýöldina og þann þátt hennar, sem eru Mikael-fræðin. Fræði um manninn, þroskaferil hans og tengsl, byggð á upplýsingum frá sálum að handan sem kalla sig Mikael. HLUTVERKIN SJÖ, HVERT MEÐ SITT HÖFUÐEINKENNI SÖGUMAÐUR: Barnslegt yfir- bragð og glettnisblik í auga sögumanns. allt eftir því hvemig fólki gengur að læra þær lexíur sem það setti sér fyrir. Hver sál gengur í gegnum fimm skeið; ungbarnaskeið, smá- barnaskeið, ungt skeið, þroskað skeið og gamalt skeið. Innan hvers skeiðs eru svo sjö stig. Þegar síðasta stigi gamla skeiðsins lýkur, lýkur jafn- framt jarðvistinni og þá er hlutverk slíkra sála ekki síst að kenna og leið- beina. Mikael hefur nýverið u'pplýst að á milli 50% og 60% íslendinga teljast til gamalla sálna.“ Sálir mannanna tengdar Samkvæmt Mikael eru mennirnir sífellt að læra, sálin safnar visku og reynsluforða sem hún geymir í sér og flytur með sér inn í næsta líf. „Þannig eru sálir mannanna með mismikinn viskuforða sem skilar sér oft fljótt, t.d. hjá börnum sem eru STRÍÐSM AÐUR: jarðbundinn, traustur einstaklingur. tiltölulega gamlar sálir. Þetta þekkja margir foreldrar, sem undrast innsæi bama sinna en þau geta auðveldlega verið eldri sálir en foreldrarnir. Þroski sálarinnar felst ekki hvað síst í innsæi og skilningi á mannlegu eðli,“ segir Helga. „Markmið mann- anna er að ná stigi altækrar ástar; ástar án skilyrða. Sálir mannanna eru tengdar á margvíslegan hátt og þar er m.a. að leita skýringa á aðlöðun, kunn- ugleika, vellíðan eða óþægilegri líðan í návist fólks sem við þekkjum lítið eða ekkert. Kennt er um samstarfs- sálir, sálkjarnatvíbura, sálarmaka, ótal myndir sálnatengsla sem virka í tvær áttir; t.d. barn verður móðir þeirrar sálar sem er móðir þess nú, fangi verður fangavörður þess sem nú gætir hans o.s.frv. Mikael kennir um karmalögmálið, KOIMUNGUR: Milt en sláandi augnaráð konungs. lögmál orsaka og afleiðinga og segir að fyrr eða síðar; oft í síðara lífi, fái menn endurgjald eða endurgjaldi fyrir gerðir sínar, því jafnvægi verði að nást. Og Mikael segir mennina færast óðfluga frá gildismati unga skeiðs- ins, sem hefur verið ráðandi í árþús- undir á jörðinni. Einkenni þess eru að efnisleg gæði eru í fyrirrúmi en tilfinninga- og samskiptaþættinum lítið sinnt. Að sama skapi færumst við æ meir yfir á þroskaða skeiðið, skeið lærdóms um hvað það þýði 1 raun að vera mannvera með ótal tengsl, tilfmningar og samskipta- mynstur." Námskeið, bóklestur, spjallfundir Hér á landi er allnokkur fjöldi sem aðhyllist Mikael-fræðin. Helga sagð- LÆRDÓMSMAÐUR: Hlutlaust yf irbragð, eilíf þekkingarsöfn- un lærdómsmannsins. ist telja að talan 3-400. væri nærri lagi. Flestir byija á því að sækja námskeið í Mikael sem haldin eru hér á landi þegar næg þátttaka fæst. Þá hefur verið gefið nokkuð út af bókum um MikaeL erlendis og hér á landi var nýlega gefið út Mikael- handbókin, í íslenskri þýðingu Helgu. Annar höfunda bókarinnar er banda- ríski sálfræðingurinn og Mikael-mið- illinn dr. Jose Stevens en hann hefur haldið flest Mikael-námskeiðin hér. „Upphaf þess, fyrir þremur árum síðan, var með dálítið sérstökum hætti. Ég rakst á áðurnefnda hand- bók og á bakhliðinni var mynd af dr. Stevens, Mér fannst strax ég eiga eitthvað vantalað við þennan mann, skrifaði honum og bað hann um að halda hér námskeið. Hann sagði já, án þess að vita á mér nokkur deili,“ segir Helga. „Síðar upplýsti Mikael að þessi kunnugleikatilfinning hefði ekki verið skrýtin þar sem við værum samstarfssálir en þær rata yfirleitt saman fyrr eða síðar.“ Þeir sem vilja, halda svo áfram að kynna sér fræðin, lesa sér til og sækja þá óformlegu spjallfundi sem haldnir eru. „Við leggjum áherslu á að fólk gleypi þetta ekki hrátt, held- ur vegi og meti þá vitneskju sem það öðlast, sé gagnrýnið. Þegar við kom- umst að því hvert hlutverk okkar er; finnum það innra með okkur, förum við að skilja okkur sjálf betur og jafnframt aðra. Auðvitað er hættan á sjálfsblekkingu alltaf til staðar, sérstaklega ef fólk hefur reynt að skapa sér ákveðna mynd af sjálfu sér í samræmi við það sem það lang- ar að vera eða hefur verið innrætt að eigi að vera en ekki það sem það er. Þetta fólk gefst fijótlega upp á Mikael." Konur hafa verið í meirihluta þeirra sem sækja Mikael-námskeiðin en Helga segir karlmönnum fjölga stöðugt og ef eitthvað, þá sýni þeir enn meiri áhuga en konur. „Þetta fólk er úr ótrúlegustu stéttum þjóðfé- lagsins og á öllum aldri. Enn koma fleiri konur en það er í fullu sam- ræmi við ólík viðhorf kynjanna, kon- ur leita sér t.d. mun fyrr hjálpar ef eitthvað bjátar á og þær hafa frekar „leyfí“ samfélagsins til að hella sér út í andleg málefni en karlar." — Er Mikaei hin eina rétta leið til að þroska sjálfan sig? „Nei, sú leíð er ekki til, hver og einn verður að finna það sem honum hentar." Helga segir Mikael-fræðin fremur líkjast einskonar heimspekikerfi eða ákveðinni veraldarsýn en trúarbrögð- um. „Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki trúarbrögð, jafnt trúaðir sem þeir sem ekki telja sig trúaða á neinn hátt aðhyllast Mikael. Enn hef ég engan hitt sem lætur Mikael-fræðin varpa skugga á trú sína á Guð og Jesú Krist.“ EINAR KRISTINN JONSSON, FJARMAIASTJORI OG FORMADUR FRIKIRKIUSAFNADARINS: lifsskoðun sem er mér líÉsfylling „Ég upplifi Mikael fyrst og fremst sem lífsskoðun. Þessi fræði eru fyrir mér nýtt innlegg í heimsmyndina, án þess þó að vera trúar- brögð á nokkurn hátt,“ segir Einar Kristinn Jónsson, sem er fjár- málastjóri hjá Sól hf. og jafnframt formaður Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Einar segir þá lífsskoðun sem felist í Mikael á engan hátt rekast á við kristna trú, heldur styrki hún trúarskoðun sína og sé sér lífsfylling. Eg er þessi manngerð sem starf- ar fyrst og fremst í viðskipt- um og starfið var númer eitt, tvö og þijú hjá mér þar til fyrir tveim- ur árum, að konan mín dró mig með á Mikael-námskeið. Henni fannst full þörf á því að ég leiddi hugann aðeins frá vinnunni. Þar með er ekki sagt að ég hafi aldrei leitt hugann í þessa átt áður, ég hef alltaf trúað á líf eftir dauðann og önnur tilverustig, og ég hef ævinlega iðkað mína trú sem krist- inn maður. En það var ekki fyrr en ég kynntist Mikael-fræðunum að mér fannst þessi lífsskoðun mín komast í rökrétt samhengi." - Var Mikael þér opinberun? „Já. Ég tók þó ekki neinum sinnaskiptum heldur hefur mér smám sáman lærst að skilja mót- læti betur, skilja bæði jákvæð og neikvæð samskipti einstaklinga og öðlast innsýn í atburði úr fortíð- inni. Mér finnst ég hafa náð betri tökum á sjálfum mér og viðfangs- efnum mínum en ég ætlast ekki til þess að Mikael sé endilega fyrir alla aðra. Það verður hver að finna út fyrir sjálfan sig.“ Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því Einar komst í kynni við Mikael-fræðin, hefur hann lesið sér vel til um þau en ekki látið þar staðar numið. „Allt sem frá Mika- el kemur skoðar maður með gagn- rýnu hugarfari og ég hef leitað víðar fanga en þar þegar ég leita svara við þeim spurningum sem upp koma. Ég hef til dæmis flett upp í gömlum og nýjum skrifum um andleg málefni; prédikanir Haraldar Níelssonar, skrif Sigurð- ar Hauks Guðjónssonar og Jóns Auðuns eru meðal lesefnis míns.“ Samkvæmt Mikael er Einar kon- ungur og nýlega orðin gömul sál. Er ekki hætta á því að tiltekin sálnahlutverk og sálnaaldur kitli hégómagirnd fólks? „Við eigum alls ekki að upphefja okkur á stöðu okkar en ég hef því miður tekið eftir því að einstaka fólk gerir það, t.d. í sambandi við sálnaaldur- inn, og þá í þeim skilningi að það sé eitthvað fínna að vera gömul sál en ung. Það er alrangt, jafn rangt og segja að barn væri ekki eins fínt og fullorðinn." Einar Kristinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.